Embla - 01.01.1949, Blaðsíða 111
ömmu mína, Þorbjörgu á Langhúsum í Fljótsdal. Margrét segir
Þorbjörgu hafa verið sagða Árnadóttur.
Eitt sinn tók Þorbjörg mann til að þæfa voðir. Síðla dags, er
hún kom fram til að skoða þófið, þótti henni lítið hafa gengið.
Þá kvað hún:
Sólin fangar fjöllin nú,
frest ei langan áttu.
Ættartanga-þundur, þú,
þófið ganga láttu.
Hér kemur önnur hvatning, er sýnir það ljóslega, hve henni hafa
verið ljóðin laus á tungu og eins hitt, hver snillitök hún hefur
haft á þessum hætti, gagaraljóðinu.
Úðaveður eru á súð,
æði mörg er hríðin skæð.
Búðu þig í skinnaskrúð,
skræfan þín! og stattu á hæð.
Bónda sinn vakti hún með þessum stökum:
Lít ég liála lukkustund
leika á veikum þræði,
því er mál að bregða blund,
brynja sál og hressa lund.
Kyeðið við bóndann, er hann bað um vettlinga:
Varla’ er þörf á vettlingum
í vorblíðu og hlýindum.
Það er hláka’ á hátindum,
hvín í öllum smálindum.
Einu sinni, er Þorbjörg var á ferð, gekk hún fram á konu, sem
hafði lagzt út af og sofnað. Þá kvað hún:
Að mig tanga einum bar,
elfu strangri nærri,
leit ég spangalilju þar
liggja á vanga Fjörgynjar.
EMBLA
10!)