Embla - 01.01.1949, Blaðsíða 40

Embla - 01.01.1949, Blaðsíða 40
ferðarinnar mættir. Hér er stundvíst fólk, hugsa ég um leið og ég fleygi pjönkum mínum í farangurshauginn, sem liggur á gang. stéttinni. Ég lít yfir hópinn og athuga tilvonandi ferðafélaga mína. Ég þekki fáa, en það gerir minnst, því að á ferðalöguin upp um óbyggðir eru menn alltaf fljótir að kynnast. Þarna er fólk á öllum aldri, frá nýlega fermdum unglingum upp í grá- hærða piparsveina á fimmtugs. og sextugsaldri. Það er aðeins eitt, sem mér finnst að muni verða heldur til leiðinda: Það eru nokkr- ar danskar stúlkur þarna með, en það er ekki um það að fást, og mér lízt heldur vel á þær sumar. Það eru tveir bílar, sem ætla að flytja fólkið, ferðafélagsbíllinn og „boddíbíll". Það er búið um farangurinn með æfðum liandtökum, og nú eru allir komnir nema úrsmiðurinn, sem ætlar með okkur. Við verðum að bíða eftir honum 10 mínútur. En sennilega hafa klukkurnar hans verið réttari en okkar hinna. Að síðustu kemur hann þó og systur- sonur hans með honum, fríður og hávaxinn unglingur. Þeir eru báðir fullklyfjaðir af töskum og pokum og svitinn rennur í stríðum straumum niður af úrsmiðnum. Þeir hafa einnig með sér tjald, rúm, broddstaf og kíki. Og þá hefur úrsmiðurinn með sér tvenns konar tóbak, gott tóbak í silfurdósum og verra tóbak í verra íláti. Þá er okkur ekkert að vanbúnaði, og bílarnir renna af stað með 25 ferðafélaga innanborðs. Veðurspáin í útvarpinu og útlitið lofa öllu góðu um ferða- veðrið. Það er glaðasólskin og sunnanandvari, „léttskýjað" og „skyggni ágætt". Þegar komið er upp á vesturbrún Vaðlaheiðar, er numið staðar og farið úr bílunum til að litast um. Ég hef staðið á heiðarbrúninni á ýmsum tímum sólarhrings og horft yfir fjörðinn og héraðið. „Og hvernig sem blæs, er fjörðurinn alltaf jafnfagur." Það er til gamalt orðtak á ítalíu: Sjá Napólí, og dey síðan. Hér mættum við segja: Sjá sólsetur og sólarupprás af Vaðla- heiðarbrún, og dey síðan. En nú er farið að líta í úrsmiðskíkinn, og kemur þá brátt í ljós, að þetta er afbragðsgripur, og við förum að hlakka til að fá að skoða alla öræfadýrðina í honum. Þá er haldið af stað aftur, og nú blasa skógi vaxnar austurhlíðar Fnjóskadals við okkur. Það 38 EMBLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Embla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Embla
https://timarit.is/publication/759

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.