Embla - 01.01.1949, Blaðsíða 95
Krossinn á þakinu
Ég fór niður í bæ til að kaupa mér penna, því að ég ætla að
skrifa sögu. Hún á að verða betri en allar sögur, sem skrifaðar
hafa verið. Það getur enginn skrifað slíka sögu nema ég. Hún
verður tærasta listaverk, sem heimurinn nokkurn tíma eignazt.
Það veit enginn nema ég og guð, að hægt er að skrifa slíka sögu.
Ég hef talað við guð, hann hefur innblásið mig og krýnt mig sem
konung skáldanna. Það hefur enginn nema ég séð guð án þess að
deyja. Ég er líka meiri maður en allir aðrir, en það vita þeir ckki,
og þess vegna nýt ég ckki þeirrar virðingar, sem ég á skilið.
Það cr langt síðan ég kynntist guði, við höfuin verið vinir í
mörg ár. En þegar ég var ungur þekkti ég hann ekki og afneitaði
Iionum, svo að hann reiddist mér. — Ég ætlaði að klífa fjallið
himinhátt og glerhált vetrarnótt í tunglsljósi. Vitur maður sagði
mér, að ég væri að freista drottins. En ég sagðist hvorki þekkja
hann né þurfa á hjálp hans að halda og liann myndi ekki geta
hindrað mig. Vitri maðurinn hryggðist, en ég hélt á brattann,
flughálan og freistandi. Á miðri leið var hengiflug. Ég íhugaði
erfiðleikana og hugðist að sigra, en þá reiddist guð við mig.
Hann sagði mér það seinna. Honum fannst ég misbjóða sér með
því að klífa hæsta tindinn án þess að biðja sig um hjálp. Hann
henti mér í bræði sinni fram af hengifluginu. En hann iðraði
þess á eftir, því að fall mitt var níðingslegt. Við hittumst niðri í
gilinu og urðum vinir. Hann viðurkenndi, að hegning mín hefði
verið of ströng og lofaði að bæta mér fyrir hana og gera mig
stóran.
EMBLA
93