Embla - 01.01.1949, Blaðsíða 23

Embla - 01.01.1949, Blaðsíða 23
inni, hraktist manna á milli í misjöfnum stöðum, oft köld og svöng. Æ, já, það er allt liðið, sem betur fer. Verst var, að ég hændist ekki að neinum, og fáir virtust skilja, að ég þyrfti hlýlegt atlæti eins og önnur börn. Lengi fram eftir átti ég ekki nein föt til þess að fara í að heiman, hvorki til kirkju né annað til skemmtunar, og seinna, eftir að ég fór að vinna fyrir kaupi, var ég orðin svo einræn, að ég gat ekki notið mín með ungu fólki. Og kæmi það líka fyrir, að ég hætti mér eitthvað að heiman, fékk ég ævinlega versta hestinn — allt var fullgott handa Dísu. Svo þeysti fólkið á undan mér, hlæjandi og masandi, piltar og stúlkur saman. Enginn kærði sig um að vera með mér. En oft horfði ég löngunaraugum á eftir fólkinu og tárfelldi yfir vanmætti mínum og einstæðingsskap, því að ég hafði mínar langanir og þrár eins og aðrar ungar manneskjur. Þannig liðu árin fram að þrítugsaldri við gleðivana strit. Þá var það eitt vorið, að ég var lánuð um tíma langt austur undir fjöll, til systur luismóður minnar. Hún lá veik, var mannlítil, og auk þess var verið að byggja þar upp bæinn. Dísa gamla þagnaði skyndilega, og ég sá, hversu birti yfir and- liti hennar við minningarnar. Ég laut niður að henni og hvíslaði: — Og svo-------? — Og svo, tók hún upp eftir mér, fer að líða að sögulokum, eða öllu heldur að upphafinu að sögunni minni, því að þarna kynntist ég honum. Hann var smiður, kominn langt að úr ókunnu byggðarlagi og hvarf heim aftur að loknu verki. Ég ætla ekki að reyna að lýsa honum. Ég veit ekki, hvort hann var fallegur eða glæsilegur. Ég hef ekkert til samanburðar. Hann var mér eini maðurinn og hefur alltaf verið. Hann veitti mér undir eins sérstaka athygli og leit til mín eins og pjltarnir heima litu á hinar stúlkurnar. Ég fór að bera höfuðið hærra og fá löngun til þess að ganga þokkalega klædd. Á morgnana, þegar ég kom út fyrir allar aldir, hlustaði ég hugfangin á fuglasönginn og niðinn í litla fossinum fyrir ofan bæinn, og nú fannst mér í fyrsta skipti á ævinni, að raddir náttúrunnar hefðu eitthvað að segja mér. Ég vildi svo gjarnan geta sagt þér greinilega frá vorinu mínu. EMBLA 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Embla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Embla
https://timarit.is/publication/759

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.