Embla - 01.01.1949, Blaðsíða 96

Embla - 01.01.1949, Blaðsíða 96
Síðan hef ég verið mikilmenni. Ég er hvítþveginn af syndinni, réttlátur og heilagur. — Mennirnir, sem fundu mig í gilinu héldu, að ég væri dauður, þeir vissu ekki, að ég hafði talað við guð. Þeir fluttu mig heim, og fólkið grét yfir mér. Þá reis ég upp og sagði: „Vei yður þér hræsnarar." Syrgjendurnir urðu hræddir og flýðu. Þá brosti guð, en enginn skildi bros hans, nema ég. Svo lifði ég í samfélagi við hann og forðaðist skriðdýr jarðar- innar. Hann hefur líka leitazt eftir að vera samvistum við mig, því að ég einn skil hann. Eitt sinn kom hann til mín hryggur í bragði. Ég spurði, hví hann væri hryggur, hann sem væri voldugastur allra og gæti skapað sér gleði. „Þeir krossfesta beztu syni mína daglega," sagði hann. Ég varð hissa, ég hélt, að hann ætti ekki nema einn son, sem krossfestur hefði verið á Golgata. „Allir á jörðinni eru börn mín," sagði hann, „en þeir vita það ekki og vilja ekki vita það. Ég hef ekki barnalán. Vandræðabörnin eru alltaf í meiri hluta og ganga af hinum dauðum. Þau myndu drepa mig, ef þau gætu." Tár glitruðu í augum hans, og hann klappaði mér og sagði. „Þú ert bezti sonur minn endurborinn." Ég bið ykkur að afsaka mig, ég má ekki staðnæmast lengur. Ég fer heim með pennann minn og skrifa söguna mína. Ég á heima í stórri hvítri höll inn við sjó. Það er konungshöllin, sem guð gaf mér. Lítilsigldur maður með gullspangagleraugu blekkir sjálfan sig og heldur, að Iiann ráði þar ríkjum, en ég veit, að guð vill hann ekki. Guð gaf mér liöllina og málaði rauðan kross á þakið, þegar hann krýndi mig. Ég fer. Kleppsvagninn bíður ekki eftir konungum, sem krýndir eru af guði. Valborg Bents 94 EMBLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Embla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Embla
https://timarit.is/publication/759

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.