Embla - 01.01.1949, Blaðsíða 96
Síðan hef ég verið mikilmenni. Ég er hvítþveginn af syndinni,
réttlátur og heilagur. — Mennirnir, sem fundu mig í gilinu héldu,
að ég væri dauður, þeir vissu ekki, að ég hafði talað við guð.
Þeir fluttu mig heim, og fólkið grét yfir mér. Þá reis ég upp og
sagði: „Vei yður þér hræsnarar." Syrgjendurnir urðu hræddir og
flýðu. Þá brosti guð, en enginn skildi bros hans, nema ég.
Svo lifði ég í samfélagi við hann og forðaðist skriðdýr jarðar-
innar. Hann hefur líka leitazt eftir að vera samvistum við mig,
því að ég einn skil hann.
Eitt sinn kom hann til mín hryggur í bragði. Ég spurði, hví
liann væri hryggur, hann sem væri voldugastur allra og gæti
skapað sér gleði. „Þeir krossfesta beztu syni rnína dagiega,“ sagði
hann. Ég varð hissa, ég hélt, að liann ætti ekki nema einn son,
sem krossfestur hefði verið á Golgata. „Allir á jörðinni eru
börn mín,“ sagði hann, „en þeir vita það ekki og vilja ekki vita
það. Ég hef ekki barnalán. Vandræðabörnin eru alltaf í meiri
hluta og ganga af hinum dauðum. Þau myndu drepa mig, ef þau
gætu.“ Tár glitruðu í augum hans, og hann klappaði mér og
sagði. „Þú ert bezti sonur minn endurborinn."
Ég bið ykkur að afsaka mig, ég má ekki staðnæmast lengur. Ég
fer heim með pennann minn og skrifa söguna mína. Ég á heima í
stórri hvítri höll inn við sjó. Það er konungshöllin, sem guð gaf
mér. Lítilsigldur maður mcð gullspangagleraugu blekkir sjálfan
sig og heldur, að Jiann ráði þar ríkjum, en ég veit, að guð vill
Iiann ekki. Guð gaf mér liöllina og málaði rauðan kross á þakið,
þegar liann krýndi mig.
Ég fer. Klcppsvagninn bíður ekki eftir konungum, sem krýndir
eru af guði.
Valborg Bents
94
EMBLA