Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2009 einfaldlega betri kostur30% afsláttur af öllum dýnum gildir frá og með 15. - 29. maí Bjartari tímarFangaðu ljósið og færðu stofuna út í sumar Lambo Lounger 69.900,- einfaldlega betri kostur 30 % af slá ttu r af öll um Si len ce dý nu m Skoðaðu hann á www.ILVA.is NÝRSUMARBÆKLINGUR laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is AFLABRÖGÐ við landið hafa verið mjög góð und- anfarið. Það er helst talið hamla veiðunum að nokkuð langt er liðið á fiskveiðiárið og þorskveiði- heimildir margra að verða uppurnar. Samkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu er búið að veiða 76,9% aflamarks í þorski. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofn- unarinnar, sagði að von væri á nýrri veiðiráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár hinn 5. júní næstkomandi. Nú er unnið að ráðgjöfinni og er ekkert gefið upp um hvað í henni kann að felast. Fiska vel með öllum veiðarfærum Mjög gott fiskirí hefur verið á Snæfellsnesi und- anfarið. Jón Guðmundsson, vigtarmaður og hafn- arvörður í Ólafsvík, sagði vel veiðast með öllum veiðarfærum og bátana koma hlaðna að landi. „Menn eru á færum og línu, netum, dragnót, trolli og rækju. Hér eru menn að fiska á allt,“ sagði Jón. Hann sagði aflabrögðin hafa verið mjög góð undanfarið hvort heldur væri á Arnarstapa, í Rifi eða Ólafsvík. Um þrjátíu bátar róa frá Ólafsvík, ámóta margir frá Arnarstapa en færri frá Rifi. „Það vantar ekkert upp á fiskiríið, það vantar bara leyfi til að veiða þetta. Fiskurinn er mjög fal- legur, miklu fallegri en við höfum átt að venjast. Þetta er mjög góður afli,“ sagði Jón. Menn hafa meira að segja verið að fá golþorska á skaki. „Þetta er þorskur, ýsa og steinbítur. Það er orð- ið svo framorðið af kvóta að sumir geta ekki farið á sjó. Þeir eru búnir með aflaheimildirnar. Það er það mikið af fiski að ef þú átt ekki þorskkvóta þá ertu í vandræðum meðað komast á sjó. Þú kemst eiginlega ekki framhjá þorskinum.“ Allir forðast þorskinn Nánast allur Grindavíkurflotinn var á sjó í gær, að sögn Arnfinns Antonssonar, vigtarmanns á hafnarvigtinni í Grindavík. Hann sagði aflabrögð hafa verið góð á handfæri og alveg þokkaleg með öðrum veiðarfærum. Stöðugt og gott fiskirí hefur verið undanfarið. Eftir að veður batnaði hafa handfærabátarnir getað stundað sjóinn. Troll- bátar lönduðu fínum afla á miðvikudag. „Nú eru allir að forðast þorskinn. Menn eru að rembast við hinar tegundirnar og aflinn kannski minni fyrir vikið,“ sagði Arnfinnur. „Það virðist al- veg sama hvaða veiðarfæri er sett í sjóinn. Það virðist vera ágætisafli hjá þeim öllum. Það eru fín aflabrögð hérna.“ Fiskurinn miklu vænni en hann var „Fiskurinn er mjög stór. Miklu stærri en verið hefur,“ sagði Halldór Snorrason, hafnarvörður og vigtarmaður í Tálknafirði, um afla handfærabáta. Mjög gott fiskirí hefur verið á Tálknafirði. Þaðan róa nú 10-11 bátar og þar af 8-9 á handfærum. Afl- inn hefur farið upp í þrjú tonn á dag og einn maður á. Halldór kvaðst óttast að þorskkvótinn væri að verða búinn hjá mörgum. „Það er einn bátur á steinbít og hann hefur verið að landa 7-10,5 tonn- um á dag á 30 bala og tveir menn á. Það er bull- andi, bullandi fiskur úti um allt. Það er nú bara þannig,“ sagði Halldór. Hann taldi að afli línubáta gæti farið að verða tregari enda mikið æti á mið- unum. „Ég tek eftir því að þessi fiskur sem kemur hér til löndunar er fullur af síli. Hann er alveg kjaft- fullur af síli, svo það virðist vera æti. Þetta eru minni sílin. Það er einn bátur að fiska þorsk og ýsu á línu og það er farið að minnka hjá honum, en steinbíturinn virðist ennþá hanga og færabátarnir að fá mjög gott.“ „Það er bullandi, bull- andi fiskur úti um allt“  Bátar koma með hlaðafla að landi en margir langt komnir með kvótann Morgunblaðið/Alfons Arnarstapi Mjög góð veiði hefur verið hjá handfærabátum sem róa frá Snæfellsnesi. Frá Arnarstapa eru gerðir út margir bátar sem koma víða af landinu og þröng er á þingi í höfninni. Aflabrögð eru nú betri en verið hafa á þessum árstíma undanfarin 10-12 ár, að sögn Gylfa Þ. Gunnarssonar, útgerðarmanns í Grímsey. Þorsk- urinn heldur sig óvenjudjúpt miðað við árstíma. „Það hefur verið svolítið kropp hjá okkur á þessum bletti sem við erum á,“ sagði Gylfi, sem gerir út Þorleif EA. Hann sagði að menn væru alltaf að detta niður á bletti sem gæfu fisk. Þeir á Þorleifi eru á netum og hafa verið að fá hrygn- ingarfisk, þorsk, á 160-200 faðma dýpi sem þyk- ir óvenjudjúpt miðað við árstíma. Gylfi sagði bátana hafa verið að fá frá 2,5 tonnum og upp í 17 tonn í róðri. Gylfi sagði að það væri allskonar ástand á fiskinum en hann væri ekki mjög stór. Hann gerði Hafrannsóknastofnuninni viðvart um hrygningarfiskinn sem heldur sig svo djúpt. Tveir menn komu frá stofnuninni til Grímseyjar til að skoða fiskinn. „Það eru rennandi hrogn í honum og svo voru aðrir sem áttu alveg eftir hálfan mánuð töldu þeir. Það er töluvert af hon- um komið í hrygningu,“ sagði Gylfi. Þorskur að hrygna á miklu dýpi PILTURINN, sem slasaðist al- varlega í vinnu- slysi við grunn- skólann í Garði síðastliðinn þriðjudag, lést á miðvikudaginn af völdum meiðsl- anna sem hann hlaut. Hann hét Kristján Falur Hlyns- son og var 18 ára. Hann var til heim- ilis hjá foreldrum sínum og bróður að Hlíðarvegi 70 í Njarðvík. Látinn eftir vinnuslys VINNINGASKRÁ Happdrættis DAS á færeysku sem átti að fara til Dimmalætting var fyrir mistök send til Morgunblaðsins og birtist í gær. Sigurður Á. Sigurðsson, forstjóri happdrættisins, sagði að yfirleitt væri dregið í happdrættinu á fimmtudegi nema þegar hann lenti á frídegi eins og í gær. Þá væri dregið á mið- vikudegi. Vinningaskráin birtist venjulega í Morgunblaðinu á föstu- degi en í Dimmalætting á þriðjudegi. Nú er 14. happdrættisárið hjá DAS í Færeyjum hafið. Sigurður sagði Færeyinga hafa tekið happdrættinu mjög vel og Íslendingar mættu margt af þeim læra. „Þeir hringja ef þeir hafa ekki fengið gíróseðilinn sinn. Það stendur allt sem þeir segja eins og stafur á bók. Viðskiptin hafa verið mjög ánægjuleg og skemmtileg viðbót við það sem við erum að gera,“ sagði Sig- urður. Sama vinningshlutfall er hjá viðskiptavinum DAS í Færeyjum og á Íslandi. | 22 Vinninga- skráin birtist á færeysku Búið er að veiða 76,9% aflamarks í þorski þessa fiskveiðiárs. Kvótaleysi er farið að hafa áhrif á sjósókn og afla margra dagróðrabáta. Von er á nýrri veiðiráðgjöf Hafrannsókna- stofnunarinnar 5. júní næstkomandi. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is SENDINEFND frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum, AGS, er komin til landsins til viðræðna við íslensk stjórnvöld og fleiri hagsmunaaðila. Í umræðum á Alþingi á miðviku- dag sagðist Helgi Hjörvar, for- maður efnahags- og skattanefndar þingsins, reikna með að sendi- nefndin fundaði með íslenskum fjölmiðlum á fimmtudag í næstu viku. Spurningar vakna Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hóf um- ræðuna og sagði ýmsar spurningar vakna um þessa heimsókn. Meðal annars af hverju sjóðurinn væri ekki búinn að ganga frá láninu til Íslands, nú þegar sex mánuðir væru liðnir frá því að skilmálar voru samþykktir. Taldi Eygló það gagnrýnivert að sendinefnd frá sjóðnum kæmi til landsins við þessar aðstæður, heimsóknin væri greinilega að frumkvæði sjóðsins en ekki stjórnvalda. Helgi Hjörvar sagði að heim- sókn AGS ætti ekki að koma nein- um á óvart, hún væri í samræmi við áætlun sjóðsins og þá tilkynn- ingu sem gefin hefði verið út í febrúar sl. Eftir væri að fara yfir nokkur tæknileg úrlausnarefni, eins og þingmaðurinn orðaði það. Sagði Helgi að sendinefnd sjóðsins væri að skoða heildarstöðu þjóð- arbúsins, ekki ríkisins sérstaklega heldur frekar atvinnulífsins í heild. Fimm milljónir í vexti á dag Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, fagnaði því að sendinefnd AGS væri komin til landsins. Ræða þyrfti ýmis brýn mál, m.a. vexti á láni ríkisins. Sagði hún vextina hærri en al- mennt gerðist og ríkið væri að greiða um fimm milljónir króna á dag vegna fyrstu greiðslunnar síð- an í nóvember. Greiðslan væri geymd í Bandaríkjunum á umtals- vert lægri vöxtum og brýnt væri að nefna lækkun stýrivaxta við nefndina. „Það er óhæft að stýrivextir séu um 10% hærri hér en í nágranna- löndunum,“ sagði Lilja og taldi að ef takast ætti að reisa efnahags- lífið við eftir bankahrun og geng- isfall krónunnar þá þyrftu stýri- vextir að taka mið af þróun efnahagsmála. Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn yrði að gera sér grein fyrir alvarlegri stöðu efnahagslífs- ins á Íslandi. Sendinefnd AGS í heimsókn  Ræðir stöðu þjóðarbúsins og atvinnulífsins  Fundar með fjölmiðlum í næstu viku  Deilt um tilefni heimsókn- arinnar á Alþingi og hún sögð að frumkvæði sjóðsins ALVARLEGT umferðarslys varð í gærkvöldi á Hringbraut í Reykjavík, skammt frá Þjóðarbókhlöðunni, þegar bifhjól og bifreið rákust sam- an. Lögregla og sjúkralið komu fljót- lega á vettvang. Þegar Morgunblaðið hafði sam- band við lögreglu seint í gærkvöldi gat hún ekki gefið nákvæmari upp- lýsingar um málsatvik, en rannsókn á slysinu stóð enn yfir. Alvarlegt slys á Hringbraut

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.