Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2009 www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafskutlur -frelsi og nýir möguleikar Einfaldar í notkun og hagkvæmar í rekstri Grænt ljós á línulögn  Umhverfisáhrif Suðvesturlínu eru talin ásættanleg  Nauðsynlegt er talið að styrkja háspennulínur sem liggja milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is UMHVERFISÁHRIF fyrirhugaðra Suðvestur- lína eru talin ásættanleg þegar tekið hefur verið tillit til ávinnings af línulögninni og þeirra mót- vægisaðgerða sem gripið verður til. Frummats- skýrsla vegna umhverfismats hefur verið birt og er gefinn frestur til 2. júlí til athugasemda. Landsnet er að undirbúa styrkingu og endur- bætur á meginflutningskerfi raforku frá Hellis- heiði að Geithálsi og Hafnarfirði og áfram út á Reykjanes. Markmiðið er að byggja upp raforkuflutninga- kerfið á Suðvesturlandi til framtíðar svo það geti mætt áformum um orkuflutning á svæðinu, jafnt til atvinnustarfsemi og til almannanota. Núver- andi kerfi er nýtt til fulls og mun ekki anna eft- irspurn í nánustu framtíð, segir frummatsskýrsl- unni. Styrking og endurnýjun kerfisins er jafnframt sögð forsenda uppbyggingar af ýmsu tagi í atvinnulífi landshlutans, þar á meðal aukinna umsvifa í orkufrekri atvinnustarfsemi, bæði í framleiðslu- og hátækniiðnaði. Komið hefur fram að nauðsynlegt er að styrkja háspennulínurnar milli höfuðborgarsvæðsins og Suðurnesja vegna nýrra virkjana HS-orku og byggingar álvers og annarra stórfyrirtækja í Helguvík og víðar. Framkvæmdirnar varða beinlínis tólf sveitar- félög þar sem mikill meirihluti landsmanna býr. Meginflutningskerfið á Suðvesturlandi grund- vallast á loftlínum en á nokkrum stöðum er gert ráð fyrir jarðstrengjum við tengingu einstakra virkjana og notenda við kerfið. Í heildina er um að ræða nýbyggingu á um það bil 152 km af loftlínum auk endurnýjunar á um 19 km af línum megin- flutningakerfisins. Nýjar tengingar orkunotenda og virkjana við kerfið verða alls 35 km af loftlínum og um 54 km af háspennustrengjum í jörðu. Eldri línur verða rifnar niður að hluta Til mótvægis er meðal annars gert ráð fyrir miklu niðurrifi á eldri línum, samtals um 97 kíló- metrum, þar sem nýjar línur verða að mestu leyti byggðar samsíða eldri línum. Tengivirki við Rauðamel verður fjarlægt og ný tengivirki verða reist á Hellisheiði, við Sandskeið, við Hrauntung- ur sunnan Hafnarfjarðar og á Njarðvíkurheiði. Framkvæmdum verður skipt í fimm áfanga og eiga þær að hefjast sumarið 2010. Búist er við að framkvæmdir standi með hléum til ársins 2017. Kostnaður við fyrstu fjóra áfangana er áætlaður 27 milljarðar kr. og að 380 ársverk verði við fram- kvæmdirnar. Morgunblaðið/Einar Falur MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá dr. Thomas McGovern vegna fréttar í blaðinu sl. miðvikudag um samskipti Hunter College of the City of New York (CUNY) við Fornleifastofnun Íslands. Þar kom m.a. fram að íslenskum nema, Albínu Huldu Pálsdóttur, sem þá var í doktorsnámi í CUNY, hefði verið vísað úr námi í kjölfar þess að faðir hennar gerði tilboð í uppgröft á Alþingisreitnum. Fornleifastofnun bauð einnig í verkið. Thomas McGovern var einn af leiðbeinendum Alb- ínu, en hann hefur átt samstarf við FSÍ áratugum saman, auk þess sem hann var nefndur sem samstarfsaðili FSÍ við Alþingisreit. Hluti yfirlýsingar McGoverns fer hér á eftir: „Við teljum ekki viðunandi að CUNY-nemandi fari gegn grundvallarsiðareglum fornleifafræðinnar með því að hætta í verkefnum, sem fengið hafa samþykki sem rann- sóknarefni, eða styrktum rannsóknum á svo óábyrgan hátt [sem Albína gerði]. Aðalmálið sem tengist Albínu er af þessum siðferðilega toga auk þess sem hún má ekki, laga- lega séð, ekki einu sinni óbeint, blanda CUNY í verktöku sem greitt er fyrir, án þess að hafa skýrt leyfi. Enginn rannsóknaraðili eða háskóli getur þolað svo óábyrga hegð- un og misnotkun nafna og tengsla. Við upplýstum FSÍ um að það væri vandamál, en upphafleg tölvuskeyti voru frá okkur til þeirra, þar sem við báðumst afsökunar vegna lé- legs nemanda, og gerðum grein fyrir að okkur var ekki kunnugt um það fyrirfram hvað hún ætlaðist fyrir. Aldrei bárust skilaboð til nokkurs manns í CUNY frá FSÍ þar sem beðið var um að Albínu yrði vísað úr náminu. Opinber yfirlýsing þessa efnis er væntanleg frá stjórn CUNY fljótlega,“ segir í yfirlýsingu McGovern. Auk þess segir hann umfjöllun Morgunblaðsins óvand- aða og fullyrðir að rangfærslur sé að finna í henni, án þess að tilgreina nákvæmlega hvar þær er að finna. Athugasemd vegna fréttar AÐALFUNDUR Faxaflóahafna fyrir árið 2008 var haldinn hinn 20. maí síðastlið- inn í Sjóminja- safninu Víkinni. Gísli Gíslason hafnarstjóri fór yfir reikninga félagsins fyrir umrætt tímabil. Í máli hans kom fram að hagnaður varð 230 millj- ónir króna sem telst vera þolanleg niðurstaða, að því er fram kemur á vef Faxaflóahafna. Heildarveltan á árinu 2008 var tæpir 2,6 milljarðar króna. Eignir Faxaflóahafna í árs- lok 2008 voru 12,7 milljarðar króna og samtals skuldir 2,3 millj- arðar. Júlíus Vífill Ingvarsson, stjórn- arformaður Faxaflóahafna, fór yfir skýrslu stjórnarinnar og drap á helstu atburði og framkvæmdir ársins. Júlíus sagði stærstu verk- efnin á árinu 2008 hafa verið land- og lóðagerð á Grundartanga, land- gerð í Sundahöfn ásamt lengingu Vogabakka. Einnig nefndi hann kaupin á nýjum lóðsbát, Jötni, og taldi það mikla og góða viðbót við bátaflotann. Fyrirtækið á og rekur fjórar hafnir, í Reykjavík, á Grund- artanga, Akranesi og Borgarnesi. Faxaflóahafnir sf. er sameign- arfélag í eigu fimm sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar, Akraneskaup- staðar, Hvalfjarðarsveitar, Skorra- dalshrepps og Borgarbyggðar. sisi@mbl.is Höfnin var rekin með hagnaði Gísli Gíslason Veltan 2,6 milljarðar STARFSMENN Veðurstofu Íslands mældu vetrarákomu á Hofsjökli í árlegri vorferð dagana 30. apríl - 6. maí síðastliðinn. Snjóalög reyndust í meðallagi á jöklinum þetta vorið, ef miðað er við undanfarin ár, að því er fram kemur á vef Veðurstof- unnar. Hofsjökull er þriðji stærsti jökull landsins, um 860 ferkílómetrar að flatarmáli. Frá honum fellur leys- ingavatn í Þjórsá, Jökulsárnar í Skagafirði, í Blöndu og Hvítá eystri. Vetrarákoma og sumarleys- ing er árlega mæld í 25-30 punktum á þrem mælilínum sem liggja til norðurs, suðvesturs og suðausturs frá hæstu bungum. Vatnamælingar Orkustofnunar sáu um rannsóknir á afkomu Hofs- jökuls á árabilinu 1987-2008 en verkefni þetta færðist til Veðurstof- unnar við nýlega sameiningu henn- ar og Vatnamælinga. Mælingarnar eru kostaðar af orkumálasviði Orkustofnunar. sisi@mbl.is Snjóalög voru í meðallagi á Hofsjökli RANNSÓKNIR eru hafnar á landnámsskál- anum við Kirkjuvogskirkju í Höfnum á Reykjanesi. Byggðasafn Reykjanesbæjar stendur fyrir rannsókninni og nýtur við hana styrks frá menningarráði Suðurnesja. Við skráningu fornminja í Reykjanesbæ taldi Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur sig sjá móta fyrir landnámsskála í Höfnum. Fyrir sjö árum var grafin hola ofan í miðjan skálann og þar fengust vísbendingar um að kenning hans væri rétt. Komið var niður á heillegt gólf frá landnámsöld og hleðslu sem talið er að geti verið úr langeldinum. Athug- anir á sýnum hafa staðfest að skálinn er ekki yngri en frá því um 900 og er því með elstu staðfestu mannvistarleifum sem fundist hafa hér á landi. Fornleifastofnun Íslands vinnur að rann- sókninni, undir stjórn Bjarna Einarssonasr. Með þeim verða nemar í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hafnar á landnámsskálanum við Kirkjuvogskirkju í Höfnum Með elstu staðfestu mannvistarleifum Ljósmynd/Ellert Grétarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.