Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 37
megnið af formlegum hluta hátíð- arinnar er maður bara á þvælingi þar ef maður á erindi, því ef maður labbar 30 metra upp fyrir Croisettuna er maður kominn í gamla bæinn, sem er ólíkt meira sjarmerandi og líka ódýrari. Það er þó fátt ódýrt hérna og flestir sem eru hérna búast við að enda í mínus, heimskreppan bítur alla og blaðamenn og bíófólk hérna er gjarnt að bæta við kreppuna yf- irvofandi dauða prentmiðla, sjón- varps og bíóhúsa, sem menn segja að netið sé hægt og rólega að drepa. Samt erum við flest nógu rómantískir kjánar til þess að vera sannfærð um að bíóin lifi þetta allt af. Enda hlýtur maður að öðlast endurnýjaða trú á mátt kvikmyndanna hér í Cannes, enda getur maður villst upp í úthverfi og séð veggi heilu blokkanna skreytta myndum af Marylin og fleiri stjörnum.    Það óskiljanlegasta af öllu hérer þó röðin sem mætir manni þegar maður fer í bíó. Ég er svo heppinn að geta rétt fram blaða- mannapassa og komist beina leið inn. Ef ég kem seint eru venju- lega aðeins fáein sæti laus. En alltaf er röðin þarna, þótt ég hafi aldrei séð hana hreyfast einn sen- timeter og sjái ekki nokkra von til þess að nein einasta mann- Morgunblaðið/Ásgeir H.I. Marylin í úthverfi Í Cannes fer blaðamaður að trúa á mátt kvikmyndanna. eskja úr þessum röðum komist nokkru sinni í bíó. Kannski finnst þeim svona gaman að spjalla við gráklædda verðina.    Takturinn er svo bíó og blaða-mannafundir á morgnana og bíó aftur á kvöldin og vinna þar á milli. Eina kvöldið sem ég fór ekki í bíó hérna gat ég ekki sofn- að, líkamsklukkan virðist vera farin að stilla sig eftir gangi bíó- salanna. Sá gangur var þó með rólegasta móti í gær, Hvíti borð- inn (Das weiße Band) eftir Ha- neke var eini stórviðburðurinn á hátíðinni og það er ekki hægt að neita því að þetta var vel gerð mynd – en skemmtileg er líklega ekki rétta orðið. Þó finnst mér ég ekki almennilega dómbær á myndina, ég sá hana nefnilega ekki almennilega fyrir textanum. Hér eru allar myndir sem eru á öðrum málum en ensku og frönsku textaðar á bæði málin og þá er enskan á aukatjaldi undir skjánum. Fyrirtaks fyrirkomulag sem hefur ekki truflað mig vit- und hingað til en bæði var óvenjumikið skrafað í þessari mynd og myndramminn óvenju hár, sem olli því að augun skim- uðu eilíflega frá textanum að myndinni og til baka. Líklega best að vera bara búinn að rifja menntaskólaþýskuna betur upp fyrir næstu Haneke-mynd. asgeirhi@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2009 SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI L SÝND Í KRINGLUNNI STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN m. ísl. tali kl. 6 THE LAST HOUSE ON THE LEFT kl. 8 - 10 HANNAH MONTANA kl. 6 - 8 STAR TREK XI kl. 10 / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI L 16 16 14X-MEN ORIGINS WOLVERING kl. 8 NEW IN TOWN kl. 8 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN m. ísl. tali kl. 6 DRAUMALANDIÐ kl. 6 THE UNBORN kl. 10:20 STAR TREK XI kl. 10:20 SÝND Í ÁLFABAKKA ...ERTU NÓGU MIKILL MAÐUR TIL AÐ SEGJA ÞAÐ? ÓTRÚLEGA FYNDIN MYND Í ANDA KNOCKED UP OG FORGETTING SARAH MARSHALL HIÐ SÍGILDA ÆVINTÝRI ER LOKSINS KOMIÐ Í BÍÓ FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN Frá Höfundi Lost og Fringe, J.J.Abrams, kemur STÓRMYND sem gagnrýnendur halda vart vatni yfir! 100/100 The Hollywood Reporter 100/100 Variety 100/100 “In the pop high it delivers, this is the greatest prequel ever made.” Boston Globe HHHH Empire HHHH “Gleymdu nafninu. Ef þú fílar hraðskreiðan og dúndurspennandi sumarhasar með frábærum tæknibrellum og flottum leikurum þá er Star Trek mynd fyrir þig!” Tommi - kvikmyndir.is SÝND ME Ð ÍSLENSK U TALI HVER SEGIR AÐ ÞÚ SÉRT BARA UNGUR EINU SINNI? SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK “FUNNY AS HELL…” PETER TRAVERS / ROLLING STONE HÚN ELSKAÐI ALLT SEM MIAMI HAFÐI UPPÁ AÐ BJÓÐA EN NÚ VERÐUR HÚN AÐ FLYTJA Í MESTA KRUMMASKUÐ ÍHEIMI! SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI Empire Fbl Mbl. 10 10 M I L E Y C Y R U S Fór beint á toppin í USA Myndin sem allir aðdáendur Hannah Montana mega ekki missa af HHH PHILADELPHIA INQUIRER HHH NEW YORK TIMES 16 L SÝND Í KRINGLUNNI „AFHVERJU GETA BANDARÍKJAMENN EKKI GERT SVONA MYNDIR LENGUR?“ CNN L L L 16 L SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREY I OG KEFLAVÍK á allar 3D sýningar merktar með grænu850 krrSPARBÍÓ NIGHT AT THE MUSEUM kl. 5:50 - 8 - 10:10 HANNAH MONTANA kl. 5:50 OBSERVE AND REPORT kl. 8 THE UNBORN kl. 10:10 Morgunblaðið kynnir þær kvik- myndir sem keppa um Gull- pálmann á Cannes. Þetta eru þær næstu í röðinni: Í upphafi (À l’origine) Leikstjóri: Xavier Giannoli. Gérard Depardieu leikur smá- krimma sem ákveður að leggja- hraðbraut til þess að hressa upp á íbúa smábæjar í miðri kreppu. Ástæðan var sú að fyrirtækið sem átti að leggja hraðbrautina hætti við og síðan hefur atvinnuleysi og vonleysi ríkt í bænum. Þetta er sem sagt svipað og ef Alcoa hefði hætt við Kárahnjúkavirkjun og Lalli Johns hefði komið og reddað málunum. The Time That Remains Leikstjóri: Elia Suleiman. Leikstjórinn Suleiman er Palest- ínuarabi og hér segir hann fjöl- skyldusögu sína í gegnum sextíu ára ofsóknir. Kvikmyndin sprett- urupp úr dagbókum sem faðir leik- stjórans hélt og lýsir lífi Palest- ínumanna sem bjuggu áfram í Ísrael eftir hernám gyðinga. Keppa um Gullpálmann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.