Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 40
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 142. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Bullandi fiskur úti um allt  Aflabrögð við landið hafa verið mjög góð undanfarið. Bátar koma með hlaðafla að landi en margir eru langt komnir með kvótann. Jón Guð- mundsson, vigtarmaður og hafn- arvörður í Ólafsvík, sagði menn vera á færum og línu, netum, dragnót, trolli og rækju. Menn væru að fiska á allt. Von er á nýrri veiðiráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár 5. júní næst- komandi. »4 Ríkisbankar reknir með tapi  Bankarnir eru með of mikið af eignum í erlendri mynt sem bera lága vexti en of mikið af skuldbind- ingum í krónum sem bera háa vexti. Þetta veldur taprekstri þeirra, að sögn viðskiptaráðherra. Til þess að vinna upp tapreksturinn hafa Nýja Kaupþing, Íslandsbanki og Lands- bankinn lækkað hratt hjá sér inn- lánsvexti. »16 Aukin gróska með betri tíð  Garðaeigendur í höfuðborginni eru farnir að slá vegna mikillar sprettu. Eva G. Þorvaldsdóttir, for- stöðumaður Grasagarðs Reykjavík- ur, segir vorið miklu fyrr á ferðinni en fyrir 10 til 15 árum. Hún segir aukna grósku á þessum tíma ársins ekki bara vera vegna breytts veð- urfars, heldur hafi aukið skjól í görð- um sitt að segja. »2 SKOÐANIR» Staksteinar: Misskilningur um arð Forystugreinar: Mikið tækifæri Stuðningur við Dalai Lama Pistill: Apahald Ljósvaki: Oftast í hljóði og stundum í mynd UMRÆÐAN» Að verjast vindmyllum Sjálfbært efnahagslíf er lykill að … Fyrir norðan stríð Fætur og sykursýki Einstök keppni og ófyrirsjáanleg Öðruvísi Audi Blóma-Mini George Harrison snýr … … Ferrari seldur á 1,6 milljarða BÍLAR » Heitast 15°C | Kaldast 8°C  Hægt vaxandi SA átt og víða bjart, 8-13 metrar á sekúndu SV til síðdegis, annars hægari. »10 57 tónleikar erlend- is, umbi, lögfræð- ingur; allur pakkinn. En Ourlives fundu sig með Barða hér heima. »33 TÓNLIST» Höfnuðu samningi KVIKMYNDIR» Bíó hér, bíó þar, bíóið er alls staðar í Cannes. »36 Grafíktæknin hæfir myndlistarmönnum nútímans mjög vel, enda einstaklega fjölbreytilegur list- miðill. »30 MYNDLIST» Notalegt og heillandi FÓLK» Hver skyldi vera frægust á Djúpavogi núna? »32 FÓLK» Æfir og æfir – vill syngja sem Sinatra. »35 Menning VEÐUR» 1. Bresk leikkona svipti sig lífi 2. Lést í vinnuslysi 3. Dauðarefsing fyrir að myrða … 4. Bjargaði lífi ungs drengs með … »MEST LESIÐ Á mbl.is PORTSMOUTH, félag landsliðs- fyrirliðans Her- manns Hreið- arssonar, mun bjóða honum nýj- an samning á næstu dögum. Hermann segist ætla að vega hann og meta áð- ur en hann tekur ákvörðun um framhaldið. „Ég ætla ekki bara skrifa undir án þess að vita neitt hvað tekur við,“ segir Hermann, en núgildandi samningur hans við félagið rennur út í sumar. Mörg félög hafa áhuga á að krækja í Hermann. | Íþróttir Ætla að bjóða Hermanni samning Hermann Hreiðarsson LAXINN er mættur í Laxá í Kjós. Það staðfestir Ólafur Helgi Ólafs- son, bóndi og veiðivörður, og segir að þetta sé með fyrra fallinu. Fiðringur fór um laxveiðimenn við þessar fréttir en þeir þurfa að bíða lengi enn, því veiðin hefst ekki í ánni fyrr en 25. júní. „Þá verður allt orðið blátt af fiski,“ segir Ólaf- ur Helgi. | 15 Laxinn er mættur í Laxá í Kjós BORGARBÚAR sem nutu sólarinnar á kaffihúsi í Bankastræti fengu óvæntan kaupauka þegar pólski heilarinn og spákonan Michalina Skiba beitti næmi og kröftum til að ná úr þeim streit- unni. Áhrifin eru sögð hafa verið töluverð enda býr Skiba að sögn yfir einstökum krafti. Heilarinn gekk á milli kaffihúsagesta Morgunblaðið/Eggert Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur sigrunerna@mbl.is FYRSTA skemmtiferðaskip sum- arsins kom til Reykjavíkur í fyrri- nótt þegar lúxusskemmtiferðaskipið Seven Seas Voyager lagði að Skarfa- bakka í Sundahöfn. Munaður er í fyrirrúmi á Voyager og eru öll herbergin rúmgóð, eða milli 109 og 428 fermetrar, með svöl- um. Stærstu herbergjunum fylgir einkaþjónn. Verðið er enda ekki á færi kreppuþjakaðra, eða 2.000 dalir á mann hverja nótt, sem gerir hálfa milljón á nótt fyrir hjón. Allt er innifalið Ferðin sem skipið er í núna tekur tíu daga svo hún myndi þá kosta litl- ar fimm milljónir. Ódýrasta her- bergið kostar 400 dali á mann/nótt eða 52 þúsund krónur. Flest um borð, þar með talið veitingar, er inni- falið í verðinu. Hvergi hefur verið sparað þegar um er að ræða aðbúnað í skipinu. Hægt er að velja um fjóra mismunandi veitingastaði og þrjá næturklúbba og skemmtanir eru á hverju kvöldi í glæsilegum sal sem tekur 650 manns í sæti. Áhersla er lögð á söng og dans en líka er boðið upp á fræðilega fyrirlestra. Geimfar- ar héldu til dæmis fyrirlestur fyrir skemmstu í öðru Seven Seas-skipi. Fyrirlestrarnir tengjast þó oftast áfangastöðunum. Veitingastaðirnir eru hver öðrum fegurri og á einum þeirra, Le Cordon Bleu-staðnum Signatures, eru diskarnir til dæmis hannaðir af Versace. Þess utan eru á skipinu lítil kaffihús, ísbar, hátísku- verslanir og spilasalur. | 6 Nóttin um borð kostar hálfa milljón  Munaður í fyrir- rúmi  Aðeins á færi hinna efnaðri Morgunblaðið/Ómar Lúxus Á glæsilegu þilfari Voyager er stór og fullkomin sundlaug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.