Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2009 Handbók með ítarlegum upplýsingum og veiðikortum fylgir. Fæst hjá N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is 31 vatnasvæði vítt og breitt um landið fyrir aðeins 6000 krónur Þú ákveður svo hva r og hvenær þú veiðir veidikortid.is Hver seg ir að það sé d ýrt að veiða ? STOFNUÐ hafa verið samtök sem hyggjast auka markaðssókn á fuglaskoðun í ferðaþjónustu á Ís- landi. Tækifæri eru á þessu sviði hér á landi, en mikill áhugi er á fuglaskoðun víða um heim og er tal- ið að hægt sé að fjölga ferðamönn- um með því að draga fram kosti Ís- lands sem lands fyrir fuglaskoðara. Ferðir og fuglaskoðun NÝR upplýsingavefur Félags garð- plöntuframleiðenda var opnaður í gær á slóðinni garðplöntur.is. Á vefnum eru myndir og upplýsingar um flestar þær tegundir sem ís- lenskar garðplöntustöðvar hafa upp á að bjóða. Vefnum er ætlað að mæta þörfum almennings og fag- manna sem leita sér upplýsinga um garðplöntur. Morgunblaðið/Ásdís Nýr upplýsingavefur um garðplöntur STANGVEIÐI Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „VIÐ sáum fisk í Kvíslafossi í gær – það er engin lygi,“ sagði Ólafur Helgi Ólafsson bóndi og veiðivörður á Valdastöðum í Kjós, og staðfesti það sem hafði frést, að laxinn væri mættur í Laxá í Kjós. Maður sem kíkti í Kvíslafossinn sá laxinn og náði í veiðivörðinn til að staðfesta það sem hann sá. „Við höfum oft séð laxa þarna 25., 26. maí,“ sagði Ólafur Helgi þegar hann var spurður að því hvort þetta Laxveiðin hefst í Norðurá og Blöndu fimmta júní. Eftir hvassviðri síðustu viku hefur silungsveiðin víða verið góð síðustu daga. Á vef SVFR var greint frá því að silungs- veiðimenn, sem kasta flugum í efstu hylji Elliðaánna, hefðu feng- ið 20 og 16 urriða á morgunvakt- inni. Tæplega 200 urriðar hafa veiðst síðan veiðin hófst 1. maí. Stærstu fiskarnir eru yfir fjögur pund. Veiðimaður sem veiddi í Hellu- vatni, við Elliðavatn, í fyrradag kippti poka með þremur vænum bleikjum upp úr skottinu og sýndi blaðamanni. Stærsta bleikjan var afar pattaraleg og um þrjú pund. Veiðimenn hafa fengið nokkuð af bleikju á svæðinu í vor og segja hana vel haldna. inni fyrr en eftir rúman mánuð, 25. júní. „Þá verður allt orðið blátt af fiski,“ sagði Ólafur Helgi og hló. Það fer fiðringur um laxveiðimenn við að heyra af fyrstu löxunum, en veiðin hefst hins vegar ekki í Kjós- væri ekki nokkuð snemmt. „Þessi liggur þarna einn, þetta er svona sjö punda fiskur.“ Laxinn mættur – „það er engin lygi“  Fyrsti laxinn sást við Kvíslafoss í Laxá í Kjós í vikunni, rúmum mánuði áður en veiðin hefst í ánni  Fín urriðaveiði í Elliðaánum síðustu daga  Vænni bleikjur úr Elliðavatni en síðustu ár Í HNOTSKURN » Algengt er að fyrstulaxarnir sjáist í Kjós- inni um 25. maí. Sá sem sást við Kvíslafoss á mið- vikudag er því með fyrra fallinu. » Þurrflugur og púpurandstreymis virka vel í urriðanum í Elliðaánum; síðustu morgunvaktir hafa gefið um 20 fiska á stöng. Morgunblaðið/Einar Falur Fyrstur Gylfi Gautur Pétursson veiddi fyrsta laxinn í Kjós sumarið 2004. ÍSLANDSBANKI og Naustavör hafa skrifað undir fjármögn- unarsamning vegna fram- kvæmda við þjónustu- og örygg- isíbúðir í Boðaþingi 22-24 í Kópavogi. Við Boðaþing verða reistar 95 íbúðir og eru þær skipulagðar alfarið með þarfir eldri borgara í huga Naustavör er í eigu sjó- mannadagsráðs sem á og rekur m.a. Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði. Byggja 95 eldri borgara íbúðir NORRÆNU samstarfsráðherr- ararnir hafa ákveðið að gera breytingar á Norræna þróun- arsjóðnum. Hann verður fram- vegis nýttur til að fjármagna verkefni sem stuðla að fyr- irbyggjandi og uppbyggjandi verkefnum í þróunarríkjum sem miða að því að draga úr gróður- húsaáhrifum. Þróunarsjóður ÞESSIR ungu piltar, sem spiluðu fótbolta á Austurvelli, hafa notið veðurblíðunnar að und- anförnu eins og aðrir landsmenn. Nú er hins vegar að verða breyting á veðrinu. Veð- urstofan spáir nokkuð stífri austlægri átt um helgina og vætusömu veðri en úrkomuminna verður norðanlands. Milt verður í veðri. Heldur hægari vindur verður á mánudag og norðlæg- ari. Morgunblaðið/Eggert Vætutíð tekur við af sól og sumaryl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.