Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 17
Fréttir 17ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2009 Matreiðslurjóminn er lykillinn að góðum sósum og súpum. Í eftirrétti, mjólkurhristinga og búðinga hentar matreiðslurjóminn vel sem fituminni valkostur við hefð- bundinn rjóma. Út á ávaxtagrautinn er matreiðslu- rjóminn ómissandi. Hvernig sem hann er notaður kórónar matreiðslurjóminn matseldina. – FYRIR ALLA SEM ELDA – EFTIRFYRIR ms.is/gottimatinn H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -0 7 8 8 NÝJA R UMB ÚÐIR Matr eiðsl urjóm i hefu r fen gið nýtt útlit Rósfingraður rjóminn leikur við bragðlaukana Ferskur rjómi í enn ferskari umbúðum EGYPSKI heil- brigðisráðherr- ann, Hatem el- Gabali, segir að þeir Egyptar sem leggi í píla- grímsferð til Mekka í ár geti átt á hættu að verða settir í sóttkví þegar þeir snúi til baka. Það væri enn ein aðgerð egypskra stjórnvalda til að reyna að koma í veg fyrir svínaflensusmit í landinu. Yfir hálf milljón Egypta leggur í pílagrímsferð til Mekka á ári hverju. 27 hafa látist úr fuglaflensu í Egyptalandi sem hefur valdið því að yfirvöld sýna nú mikla varkárni eftir að svínaflensan braust út. El-Gabali hefur komið fram með tilkynningar í fjölmiðlum nærri dag- lega um að stjórnvöld séu við öllu búin, sóttvarnargrímum hefur verið dreift, skólum verið lokað, örygg- issveitir girði af svæði og fjölda- grafir grafnar brjótist út alvarlegur faraldur. Þá hefur verið gefin út fyr- irskipun um að öllum 300.000 svín- um landsins verði slátrað sem fyr- irbyggjandi aðgerð og er nú þriðjungi þess verks lokið. jmv@mbl.is Í sóttkví eftir Mekka? Egypsk yfirvöld sýna mikla fyrirhyggju Hatem el-Gabali KUO Jing-shan, bóndi á eyju við strendur Taívans, segist í samtali við BBC hafa misst yfir 400 geitur eftir að átta risastórar vindmyllur voru settar upp nálægt beitarlandi hans. „Geiturnar voru horaðar og vildu ekki nærast. Eina nóttina fór ég út í geitarhús og þá stóðu þær allar; þær sváfu ekki,“ segir Jing-shan. Taívanska landbún- aðarráðuneytið segir líklegt að há- vaði í myllunum hafi valdið ofþreytu hjá geitunum sem svo hafi dregið þær til dauða. Orkufyrirtækið Taipower, sem rekur myllurnar, hef- ur ekki boðið bóndanum bætur en boðist til byggja nýtt geitahús á ró- legri stað. jmv@mbl.is Vindmyllur drápu geitur Hávaði Ofþreyta dró geitur til bana. FLÓTTAMENN bíða eftir hrísgrjónum í flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna í Swabi-héraði í Pakistan. Bandamenn pakistanskra yfirvalda hafa lofað 224 milljónum Bandaríkjadala í aðstoð fyrir þær 2 milljónir manna sem hröktust frá heimilum sínum vegna baráttu yfirvalda við talib- ana í Swat-dalnum. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við hættu á langvar- andi neyðarástandi komi ekki til aðstoð og er talið að allt að 600 milljónir Bandaríkjadala séu nauðsynlegar í því skyni. jmv@mbl.is Reuters Langvarandi neyðar- ástand í uppsiglingu 2 milljónir á vergangi í Pakistan Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is BARACK Obama Bandaríkjaforseti hét því í gær að hvika ekki frá áætl- unum sínum um að loka fangabúð- unum í Guantanamo-flóa. Obama sagði fangabúðirnar klúður og að starfsemi þeirra hefði „búið til fleiri hryðjuverkamenn um allan heim en þær hefðu nokkru sinni haldið föngnum.“ Obama fór gagnrýnum orðum um stefnu stjórnar George W. Bush í baráttunni gegn hryðju- verkum og sagði stjórn sína nú þurfa að taka til eftir klúður. „Stjórnin tók ákvarðanir grund- vallaðar á ótta frekar en fyrir- hyggju,“ sagði Obama. Forsetinn vinnur nú að því að ná samkomulagi við embættismenn í Washington sem hafa hafnað áform- um hans um lokun fangabúðanna. Vonir um að áætlanir forsetans um lokun búðanna verði að veruleika dofnuðu eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings kaus gegn því að fangar yrðu fluttir á stofnanir í Bandaríkjunum. Þá hefur öldunga- deildarþingið einnig hafnað því að fjármagna vinnu við lokun búðanna þar til Obama hefur ákveðið hvert skuli farið með fangana. Náist ekki fljótlega samkomulag um fjárveit- inguna, sem nemur 80 milljónum dollara, gæti það seinkað áformum Obama um lokun búðanna árið 2010. Cheney ver stefnu Bush Skömmu eftir ræðu Obama hélt Dick Cheney, fyrrverandi varafor- seti Bandaríkjanna, uppi vörnum fyrir stefnu Bush-stjórnarinnar. Hann sagði yfirheyrsluaðferðirnar á grunuðum hryðjuverkamönnum sem stjórnin gaf leyfi fyrir hafa verið „löglegar, nauðsynlegar, réttlætan- legar og árangursríkar“. Guantanamo var klúður  Obama gagnrýnir Bush-stjórnina og segir að fangabúðunum verði lokað Dick CheneyBarack Obama STJÓRN Baracks Obama Banda- ríkjaforseta hefur gert kunnugt að tekin verði ákveðin afstaða gegn hvalveiðum. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu um hvalveiðisjónarmið rík- isstjórnarinnar í ljósi aðalfundar Alþjóðahvalveiðiráðsins sem haldinn verður í júní, er sú afstaða ítrekuð. Í yfirlýsingunni kemur m.a. fram að verndun hvala sé for- gangsatriði Obama-stjórnarinnar. „Mikilvægast er að Bandaríkin álíta hvalveiðibannið áfram nauð- synlega verndaraðgerð þar sem stærð flestra hvalastofna er enn á reiki, þeir eru of litlir eða enn að ná sér og enn hefur ekki verið mótuð árangursrík alhliða vernd- aráætlun fyrir hvali sem tryggir tilvist þeirra,“ segir m.a. í yfirlýs- ingunni. Þá lýsir stjórnin sig andsnúna banvænum rannsóknarveiðum og telur slíkar veiðar óþarfar í nú- tímarannsóknarumhverfi. Þá lýsir stjórnin yfir sérstökum áhyggjum af nýhöfnum viðskiptum með hval- kjöt sem hafi verið flutt inn til Jap- ans af Íslendingum og Norð- mönnum. jmv@mbl.is Harðari afstaða gegn hvalveiðum Morgunblaðið/Ómar Veiðar Bandaríkjastjórn segir hval- veiðibann nauðsynlegt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.