Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2009 Nokkur af stéttarfélögum starfs-manna Orkuveitu Reykjavíkur hafa andmælt því harðlega að fyr- irtækið greiði eigendum sínum arð, á sama tíma og reynt er að hagræða í rekstrinum, meðal annars með lækkun launa starfsfólks.     Arðurinn, sem Orkuveitan greiðirút, er raunar lægri en áformað var; greiddar verða út 800 milljónir í stað 1600.     Stéttarfélöginhafa meðal annars vísað í for- dæmið frá HB Granda, þar sem eigendurnir ákváðu að greiða sér arð, jafnvel þótt starfsfólkið hefði afsalað sér umsaminni launahækkun. Eftir hörð mótmæli var staðið við launahækk- unina.     Hefur ekki orðið einhver misskiln-ingur, þegar félagsmenn í Al- þýðusambandinu mótmæla því að OR greiði eigendum sínum arð?     Eigendurnir eru sveitarfélögin ásuðvesturhorninu. Þau ætla að nota peningana til að halda uppi al- mannaþjónustu; sömu þjónustu og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, vill að stjórnvöld tryggi sem bezt.     Ef sveitarfélögin fá ekki peninganafrá OR, verða þau að skera enn meira niður í rekstri sínum en ella. Og neyðast þá væntanlega til að segja upp fólki, sem er meðal annars í ASÍ. Var það meiningin?     Ef OR hættir við arðgreiðsluna,mun þjónustan skerðast og fólki fækka hjá sveitarfélögum. Ef OR ákveður hins vegar að greiða arðinn og hækka á ný laun starfsmanna sinna, er hætt við að aðrir fé- lagsmenn í ASÍ, sem fá enga leið- réttingu, láti í sér heyra. Gylfi Arnbjörnsson Misskilningur um arð Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 10 skýjað Lúxemborg 18 skýjað Algarve 21 léttskýjað Bolungarvík 9 skýjað Brussel 18 léttskýjað Madríd 29 heiðskírt Akureyri 9 léttskýjað Dublin 15 léttskýjað Barcelona 22 heiðskírt Egilsstaðir 9 skýjað Glasgow 13 léttskýjað Mallorca 29 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 11 léttskýjað London 20 heiðskírt Róm 29 heiðskírt Nuuk 3 heiðskírt París 22 skýjað Aþena 26 léttskýjað Þórshöfn 11 skýjað Amsterdam 17 léttskýjað Winnipeg 10 léttskýjað Ósló 12 skýjað Hamborg 16 skýjað Montreal 27 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 heiðskírt Berlín 17 skúrir New York 26 heiðskírt Stokkhólmur 17 heiðskírt Vín 27 skýjað Chicago 26 léttskýjað Helsinki 9 skýjað Moskva 16 skýjað Orlando 23 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 22. maí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4.27 3,4 10.42 0,6 16.53 3,7 23.11 0,6 3:50 23:00 ÍSAFJÖRÐUR 0.35 0,5 6.26 1,8 12.50 0,3 18.56 2,0 3:23 23:37 SIGLUFJÖRÐUR 2.27 0,2 8.41 1,1 14.48 0,2 21.04 1,2 3:04 23:21 DJÚPIVOGUR 1.40 1,8 7.42 0,6 14.02 2,1 20.20 0,6 3:12 22:37 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á laugardag Austan og suðaustan 8-15 m/s og vætusamt, en úrkomuminna norðan til á landinu. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast norðan- og vest- anlands. Á sunnudag Nokkuð stíf sunnanátt og rign- ing, en austlægari og úrkomu- lítið norðanlands. Hiti breytist lítið. Á mánudag Fremur hæg suðlæg átt með vætu, en úrkomulítið norðaust- anlands. Kólnar heldur í veðri. Á þriðjudag og miðvikudag Norðlæg eða breytileg átt, skýj- að og sums staðar dálítil rign- ing. Áfram kólnandi veður. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægt vaxandi suðaustanátt og víða bjart veður, 8-13 metrar á sekúndu suðvestan til síðdegis, en annars hægari. Hiti 8 til 15 stig að deginum, hlýjast í inn- sveitum sunnan- og vest- anlands. HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt 27 ára gamlan karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fang- elsi fyrir að slá með rörtöng til tveggja lögreglu- manna sem höfðu af honum afskipti. Dómurinn taldi að í þessu hefði falist hótun um líkamlegt ofbeldi gagnvart lögreglumönnum við skyldustörf og framkoma hans yrði ekki afsökuð með því að afskipti lögreglumannanna af honum hefðu verið ólögmæt. Lögregla hafði í júní 2007 fengið tilkynningu um að maðurinn gengi berserksgang á heimili móður sinnar. Lögreglumennirnir báru að þegar þeir knúðu dyra hefði maðurinn mætt þeim með rör- töngina í hendi og látið ófriðlega. Þeir hefðu því beitt piparúða til að yfirbuga hann enda ekki verið annað að gera í stöðunni. Taldi framburð lögreglumanna rangan Maðurinn neitaði sök og sagði framburð lög- reglumannanna rangan, þeir hefðu beitt piparúð- anum um leið og hann opnaði útidyr. Hæstiréttur segir hins vegar að lögreglumennirnir hafi farið á vettvang vegna beiðni um aðstoð þar sem mað- urinn var sagður ógna foreldrum sínum og ganga berserksgang, en barn var á heimili foreldra hans. Lögregla hafi því haft fullt tilefni til afskipta af honum. Það hafi verið þá sem hann framdi brotið. Rök hans sem lúti að því að um tilefnislaus eða ólögleg afskipti lögreglu af honum hafi verið að ræða standist ekki. Maðurinn er fæddur í apríl 1982. Hann á að baki sakaferil allt frá árinu 1999. Hann hefur fjórum sinnum verið dæmdur fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Þá hefur hann þrisvar sinnum gengist undir sátt fyrir brot gegn umferðarlögum. Ungur maður með rörtöng á lofti  Dæmdur fyrir hótun um líkamlegt ofbeldi gegn tveimur lögreglumönnum Eftir Ólaf Bernódusson Skagaströnd | Allir helstu fræðimenn á Norðurlandi vestra fluttu stutta fyrirlestra um viðfangsefni sín á þekkingarþingi á Skagaströnd. Einnig héldu erindi fulltrúar nokk- urra sprotafyrirtækja af svæðinu, en öll eiga fyrirtækin það sameiginlegt að standa að nýsköpun af einhverju tagi. Það var Vaxtarsamningur Norð- urlands vetra sem gekkst fyrir þekkingarþinginu með það að mark- miði að vekja athygli á því marg- víslega fræða- og rannsóknarstarfi sem unnið er á svæðinu ásamt því að skapa tækifæri fyrir fræðimenn á hinum ýmsu sviðum til að hittast og kynnast störfum hver annars. Þinginu var skipt í fjórar lotur til að brjóta daginn upp en í hverri lotu voru haldnir þrír til fimm fyr- irlestrar um hin ýmsu fræðasvið. Alls voru haldin 19 erindi eða kynn- ingar á þinginu um svo ólík fræða- svið sem námsmat í skólum án að- greiningar til hrognkelsarannsókna og eyðibýlarannsókna í Skagafirði. Hjördís Gísladóttir fram- kvæmdastjóri Vaxtarsamnings Norðurlands vestra var ánægð með þekkingarþingið sem hún taldi hafa tekist í alla staði mjög vel. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Fyrirlestrar Hluti fræðimannanna hlýðir á erindi um helsingja. Mörg sprotafyrirtæki á Norðurlandi vestra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.