Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 11
Í samræmi við 1.mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 1997, er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar. Breyting á aðalskipulagi Ásahrepps 2002-2014 Selholt, Syðri-Hamrar og Kálfholt 1. Selholt Selholt í landi Húsa 1 (landnr.165292) er skilgreint sem frístundasvæði (F5) í gildandi aðalskipulagi og stærð þess áætluð 35ha. Gert er ráð fyrir að frí- stundasvæðið minnki í 6ha, en annað land breytist í landbúnaðarsvæði fyrir 2 býli. Aðkoma að svæðinu er um Kálf- holtsveg. 2. Syðri-Hamrar 3. Skipulagsbreyting á Syðri-Hömrum 3 (landnr. 200445) nær til tveggja svæða undir frístundabyggð í landi Syðri-Hamra 3. Á svæði F5, er gert ráð fyrir allt að 5 lóðum, en svæðið nær einnig til frístundabyggðar í Selholti. Á svæði F17 er gert ráð fyrir allt að 5 smáhýsum á um 1ha svæði sunnan Kálfholtsvegar. Aðkoma að svæðunum við Kálfholtsveg, nr. 288, og þá um nýja aðkomuvegi að frístundahúsalóð- unum. Í staðfestu aðalskipulagi eru svæðin skilgreind sem landbúnaðar- svæði, sem minnkar um samtals 13 ha. 3. Kálfholt Skipulagsbreyting í Kálfholti 2 (landnr. 165296) nær til frístundabyggðar á um 2ha svæði; tveggja lóða fyrir sumarhús og einnar lóðar þar sem byggð verða allt að 5 smáhýsi. Þá er gert ráð fyrir 1 lóð undir hesthús. Aðkoma að svæð- inu er um Kálfholtsveg. Samkvæmt 1. mgr. 25.gr. skipulags- og byggingarlaga nr 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfar- andi deiliskipulagstillögur. Selholt í Ásahreppi, deiliskipulag frí- stundabyggðar og landbúnaðarsvæðis í landi Húsa 1. Deiliskipulagið nær til ríflega 40 ha svæðis úr landi Húsa 1, í Ásahreppi. Skipulagssvæðið liggur vestan Kálf- holtsvegar, að Syðri-Hömrum. Deiliskipulagið nær til 4 frístundalóða sunnan þjóðvegar, austan í svonefndu Steinsholti. Þá er gert ráð fyrir tveimur stærri landspildum L1og L2 sem verða landbúnaðarsvæði. Aðkoma að svæð- inu verður af Kálfholtsvegi. Í staðfestu aðalskipulagi Ásahrepps 2002 - 2014 er svæðið sunnan þjóð- vegar 1 skilgreint til frístundabyggðar en ekki svæðið norðan þjóðvegar. Syðri-Hamrar 3. Ásahreppi deiliskipulags tveggja frístundahúsasvæða Skipulagsbreyting á Syðri-Hömrum 3 (landnr. 200445) nær til tveggja svæða undir frístundabyggð í landi Syðri- Hamra 3. Á svæði F5, er gert ráð fyrir allt að 5 lóðum, en svæðið nær einnig til frístundabyggðar í Selholti. Á svæði F17 er gert ráð fyrir allt að 5 smáhýs- um á um 1ha svæði sunnan Kálfholts- vegar. Aðkoma að svæðunum við Kálf- holtsveg, nr. 288, og þá um nýja að- komuvegi að frístundahúsalóðunum. Í staðfestu aðalskipulagi eru svæðin skil- greind sem landbúnaðarsvæði, sem minnkar um samtals 13 ha. Kálfholt 2. Ásahreppi, deiliskipulag frí- stundabyggðar, smáhýsi og útihús. Skipulagsbreyting í Kálfholti 2 (landnr. 165296) nær til frístundabyggðar á um 2ha svæði; tveggja lóða fyrir sumarhús og einnar lóðar þar sem byggð verða allt að 5 smáhýsi. Þá er gert ráð fyrir 1. lóð undir hesthús. Aðkoma að svæð- inu er um Kálfholtsveg. Deiliskipulag íbúðarlóða í landi Hell- uvaðs II, í Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið nær yfir um 1 ha svæði í landi Helluvaðs. Um er að ræða 9 lóðir, þar af 5 undir einbýlis- hús og 4 fyrir parhús. Um er að ræða breytta tillögu frá fundi 28. janúar 2009. Lóðirnar eru frá 682-1973m2 að stærð. Aðkoma að svæðinu er um Helluvaðsveg. Svæðið hefur fengið heitið Engjagarður. Álftavatn, deiliskipulag fjallaskála, Fjalla- bak syðri, Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið nær yfir um 5 ha svæði norðaustan við Álftavatn. Fyrir á svæðinu eru 4 skálar og salernishús. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að 4 skálar geti verið á svæðinu og verði hægt að skipta út minni skálum sem eru nú á svæðinu. Deiliskipulagstillaga frístundabyggðar í landi Litla-Klofa í Rangárþingi ytra. Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyr- ir 7 misstórum frístundahúsalóðum, frá 3,9-12,1 að stærð. Tillagan gerir ráð fyrir að á hverri lóð megi byggja frí- stundahús allt að 200m2, gestahús allt að 60m2, Hesthús allt að 100m2, gróðurhús allt að 50m2 og geymslus- kúr allt að 18m2. Tillagan gerir þó ráð fyrir að lóð 3a verði landbúnaðarsvæði. Deiliskipulag fyrir Heiðarlæk, Heiði Rang- árþingi ytra. Deiliskipulagið nær til um 28 ha svæð- is úr 200ha spildu (landnr. 215876) úr landi Heiðar, í Rangárþingi ytra. Deili- skipulagið tekur til íbúðarhúss og gestahúss, auk vélaskemmu, reið- skemmu og hesthúsi, smávirkjunar, stíflu og stöðvarhúss og skemmu. Að- koma að Heiðarlæk er af Suðurlands- vegi austan Hellu, um Rangárvallaveg (nr.264) og Þingskálaveg (nr.268). Deiliskipulag frístundabyggðar við Pulut- jörn, Pulu, Rangárþingi ytra. Deiliskipulagið nær til samtals 14ha lands undir frístundabyggð. Um er að ræða 4. lóðir og er gert ráð fyrir að byggja megi á hverri lóð frí- stundahús allt að 120m2 og allt að 25m2 gestahús eða geymslu. Deiliskipulag þriggja lóða í Fögruhlíð í Fljótshlíð, Rangárþingi eystra. Deiliskipulagið nær til um 2ha lands- spildu úr land Fögruhlíðar, í Fljótshlíð. Deiliskipulagið tekur til tveggja íbúðar- húsalóða, auk lóðar fyrir hesthús og skemmu. Aðkoma að svæðinu er um Fljótshlíð- arveg (261) og síðan um aðkomuveg sem liggur um land Fögruhlíðar. Landeyjahöfn, deiliskipulag, Rangárþingi eystra. 1. Skipulagssvæðið Deiliskipulag hafnarsvæðis við Land- eyjahöfn er auðkennt H1 á aðalskipu- lagsuppdrætti Rangár-þings eystra 2003-2015. Svæðið liggur nokkru vestan við ós Markarfljóts og aðkoma að svæð-inu verður um nýjan veg frá þjóðvegi 1, Bakkaveg, niður með Markarfljóti. Á svæðinu er gert ráð fyr- ir ferjuhöfn með áætlunarsiglingum milli lands og Vestmannaeyja. Ferju- höfnin er varin með 600 metra löng- um brimvarnargörðum úr grjóti. Manir í kringum höfnina mynda skjól fyrir sand-foki og sjávarágangi. Einnig er gert ráð fyrir sjóvarnargarði út frá höfninni til austurs að Markar-fljóti. Deiliskipulag þetta nær til upplands ferjuhafnarinnar og er um 3 ha að stærð. Svæðið afmarkast af 200 m flóðvarnagarði til norðurs, brimvarnar- garði til vesturs og grjótflá í ferjulægi til suðurs viðlegukanti til austurs. Skipulagið er í samræmi við breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2003-2015, sem dagsett er 08. ágúst 2007. 2. Lýsing deiliskipulags Aðalstarfsemi á svæðinu verður hafn- arstarfsemi tengd ferjuhöfn fyrir fólks- og vöruflutninga. Gert er ráð fyrir að ferjan verði aðallega nýtt fyrir fargþega og farartæki og því lögð aðaláhersla á gott aðgengi til að koma farþegum og tækjum sem greiðast til og frá borði. Einnig er gert ráð fyrir athafna-svæði sem getur nýst sem geymslusvæði fyrir gáma og annan flutning, bílastæði fyrir starfsfólk og dagfarþega ásamt lang- tímastæðum. Þá verður gert ráð fyrir lóð fyrir atvinnu-starfsemi í tengslum við höfnina og lóð fyrir þjónustuhús þar sem er m.a. biðsalur þaðan sem gengið verður um borð. Í tengslum við þjónustuhús er gert ráð fyrir dval- arsvæði með leikaðstöðu sem getur nýst farþegum auk útsýnisstaðar „Skansinn". Á bakkasvæðinu skal gera ráð fyrir þjónustukerfi hafnarinnar, s.s. ljósam- östrum og tilheyrandi búnaði sem nauðsynlegur er fyrir starfsemi hafnarinnar. Viðlegukantur er 65 metra löng bryggja með 20 m gafli við vesturenda þar sem ekjubrú verður og 12 m gafli á austurenda. Nyrst á svæðinu er gert ráð fyrir at- hafnasvæði allt að 900 m², sem áætl- að er að verði gáma-svæði ásamt öðr- um þyngri flutningi sem bíður flutn- ings. Svæðið er undir umsjón hafnaryf- ir-valda. Aðkoma að athafnasvæði er frá aðalvegi um biðsvæði. Samkvæmt 1. mgr. 26.gr. skipulags- og byggingarlaga nr 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar. Deiliskipulagsbreyting, Gaddstaðir við Hróarslæk, Rangárþingi ytra. Breytingin nær til lóða 7-10 sem eru staðsetta norðan Hróarslækjar, auk efsta hluta lóðar nr. 6, eins og þær eru skilgreindar á gildandi deiliskipulagi frá 12. mars 1999. Breytingin felur í sér að afmörkuð er sérstök flugbraut og flugskýli (lóð nr.7) og lóðum 7-10 er skipt upp í sjö lóðir í stað fjögurra. Þá breytast skilmálar fyrir allt svæðið þannig að leyft verður að byggja allt að 200m2 frístundahús og 100m2 geymslu eða gestahús í stað 25m2 eins og áður var. Nýtingarhlutfall getur verið allt að 0,03. Að öðru leyti gilda skilmálar deiliskipulags dags. 12. mars 1999. Auglýsing um skipulagsmál í Rangárvallasýslu Ásahreppur, Rangárþing eyst ra , Rangárþing y t ra . Uppdrættir og önnur meðfylgjandi gögn liggja frammi á skrifstofu byggingar- og skipulagsfulltrúa, Ormsvelli 1, Hvolsvelli frá 20. maí til og með 17. júní n.k. Athugasemdafrestur er til kl 16.00, miðvikudaginn 1. júlí 2009. Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila á skrifstofu byggingar- og skipulagsfulltrúa, fyrir lok ofangreinds frests. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna teljast samþykkir henni. Ath. athugasemdir skulu berast skriflega. ATH. Nánari lýsing á ofangreindum skipulagstillögum er hægt að skoða á heimasíðum sveitarfélaganna þ.e. Ásahrepps, Rangárþings eystra og Rangárþings ytra. http://www.asahreppur.is/ – http://www.rangarthingeystra.is/ –http://www.rangarthingytra.is/ f.h. hreppsnefndar Ásahrepps f.h. sveitarstjórnar Rangárþings eystra f.h. hreppsnefndar Rangárþings ytra Hvolsvelli 20. maí 2009 Rúnar Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings bs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.