Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Góðar ábend-ingar er aðfinna í
grein Þórðar Frið-
jónssonar, for-
stjóra Kauphallar
Íslands, sem birt-
ist hér í blaðinu í gær.
Undanfarið hefur verið rætt
um hvernig bezt verði staðið
að endurreisn hlutabréfa-
markaðarins eftir efnahags-
hrunið. Þórður bendir á að
nánast útilokað sé að end-
urreisa atvinnulífið hratt án
þátttöku allra fjárfesta, stórra
og smárra. „Virk þátttaka
þeirra er illmöguleg án öfl-
ugrar kauphallar. Skráning í
kauphöll leyfir fyrirtækjum í
landinu að virkja það afl sem í
þjóðinni býr, er leið við að fá
margar hendur til að leggja
hönd á plóginn,“ skrifar Þórð-
ur.
Hann víkur sömuleiðis að
því, sem Morgunblaðið hefur
bent á, að skráning fyrirtækja
á markað gefur almenningi
tækifæri til að fá hlutdeild í
væntanlegum ávinningi end-
urreisnarinnar. „Þetta ber
sérstaklega að hafa í huga
þegar félög sem lent hafa í
ríkiseigu eru seld. Skráning á
markað er eini raunsæi kost-
urinn við að koma atvinnu-
starfsemi í dreift eignarhald.
Hún er einnig öruggasta leið-
in til að tryggja gegnsæi í
söluferlinu og til að forðast
tortryggni í framhaldinu sem
væri til þess fallin að grafa
undan
endurreisnar-
starfinu,“ skrifar
forstjóri Kauphall-
arinnar.
Að þessu þarf
að huga rækilega
þegar ríkið kemur aftur af
höndum sér fyrirtækjunum,
sem þangað hafa safnazt að
undanförnu. Listi yfir þau var
birtur í Viðskiptablaði Morg-
unblaðsins í gær. Þar eru fyr-
irtæki á borð við stóru bank-
ana þrjá og önnur
fjármálafyrirtæki, flugfélagið
Icelandair og fleiri sem þegar
eru í höndum ríkisins. Ýmis
önnur fyrirtæki munu senni-
lega fara sömu leið. Mörg
þeirra eru burðarásar í at-
vinnulífinu, veita fjölda manns
atvinnu, skapa miklar
gjaldeyristekjur og geta verið
lífvænleg til framtíðar. Það er
algjört lykilatriði að koma
þeim sem fyrst aftur úr hönd-
um ríkisins. Á það lagði Jó-
hanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra raunar áherzlu
í stefnuræðu sinni fyrr í vik-
unni og lýsti jafnframt vilja til
að erlendir fjárfestar kæmu
við sögu.
Skráning þessara fyr-
irtækja á hlutabréfamarkað
við endureinkavæðingu þeirra
á að vera forgangsatriði.
Þannig fær almenningur tæki-
færi til að leggja fé til end-
urreisnarinnar og njóta ávaxt-
anna ef vel tekst til. Í því felst
mikið tækifæri.
Skráning fyrirtækja
á markað við endur-
einkavæðingu á að
vera forgangsatriði}
Mikið tækifæri
Dalai Lama ervæntanlegur
til Íslands í byrjun
júní. Hann er and-
legur og verald-
legur leiðtogi Tíbets sem Kín-
verjar hafa á valdi sínu. Á
rúmlega hálfri öld hafa kín-
verskir kommúnistar framið
hvert grimmdarverkið á fætur
öðru í Tíbet. Útlagastjórn Tíb-
ets hélt því fram 1984 að 1,2
milljónir Tíbeta hefðu látið lífið
af völdum kommúnistastjórn-
arinnar eða um fjórðungur
þjóðarinnar. Í Svartbók komm-
únismans segir að sú tala kunni
að vera orðum aukin en nálægt
lagi sé að stjórnvöld í Peking
beri ábyrgð á dauða 800 þúsund
manna og segir að sú „tala
minni á ástandið í Kambódíu í
tíð Rauðu kmeranna“.
Ekki liggja fyrir gögn um að
Kínverjar hafi markvisst stefnt
að því að fremja þjóðarmorð en
engum blöðum er um það að
fletta að þeir hafi ætlað að
þurrka þá út menningarlega.
Sem dæmi má nefna að eftir
menningarbyltinguna voru 13
af 6.259 tilbeiðslustöðum Tíb-
eta, sem eru búddatrúar, eftir í
nothæfu ástandi. Engin leið er
að átta sig á öllum
þeim menning-
arverðmætum sem
hefur verið stolið
og hafa verið eyði-
lögð. Reynt hefur verið að upp-
ræta búddatrúna og kveða á um
að nýfæddum tíbeskum börnum
ætti að gefa kínversk nöfn.
Dalai Lama er kínverskum
yfirvöldum þyrnir í augum. Þau
beita öllum tiltækum ráðum til
að sverta hann. Hvar sem hann
kemur er reynt að þrýsta á
stjórnvöld að taka ekki á móti
honum. Þeir leiðtogar sem það
gera fá yfir sig óbótaskammir.
Kína er öflugt heimsveldi en
það er engin ástæða til að láta
undan kúgunartilraunum kín-
verskra stjórnvalda. Hvað sem
líður öllum þeim breytingum
sem hafa átt sér stað í Kína á
undanförnum áratugum má
ekki gleyma því að þar er enn
einræðisríki. Daginn eftir að
Dalai Lama fer frá Íslandi
verður þess minnst að tuttugu
ár verða liðin frá blóðbaðinu á
Torgi hins himneska friðar. Það
er sérstaklega við hæfi að ís-
lensk stjórnvöld taki á móti
leiðtoga Tíbeta við þau tíma-
mót.
Kínverjar hafa reynt
að þurrka Tíbeta út }Stuðningur við Dalai Lama
E
ftir því sem ég hugsa meira um
málið verð ég ávallt sannfærð-
ari um að apar séu skemmti-
legustu gæludýrin. Þá er ég
einkum að tala um litla apa eða
svokallaða apaketti. Þeir búa yfir öllu sem
einkennir góð gæludýr. Þeir eru loðnir og
mjúkir svo hægt er að klappa þeim, og að
auki eru þeir næstum jafn gáfaðir og menn
og því hægt að læra ýmislegt um mannlegt
eðli með því að fylgjast með þeim.
Ég hef aldrei umgengist apa en því meira
sem ég hugsa um þetta skil ég ekki af hverju
það er ekki api á öðru hverju heimili. Apar
eru vissulega algeng gæludýr í Afríku og As-
íu en einhverra hluta vegna virðist nánast
bannað að halda þessi dýr á Vesturlöndum. Michael
Jackson átti reyndar simpansa sem heitir Bubbles en
apinn gafst upp á honum og dvelur nú að sögn óáreið-
anlegra netheimilda á heilsuhæli í Los Angeles. Apa-
hald er ávallt álitið einhverskonar firring eða grín á
Vesturlöndum. Mér er hinsvegar fúlasta alvara og ég
hef jafnvel spurt stjórnvöld um þetta mál en þau vísa í
þurrar reglugerðir um bann við innflutningi á dýrum
og smitsjúkdómavarnir. Þó veit ég að það hlýtur að
vera einhver leið enda voru apar í Blómavali í gamla
daga.
Ég vil aftur á móti hugsa málið í töluvert stærra
samhengi. Það sem við Íslendingar þurfum að gera er
eftirfarandi:
Við þurfum með aðstoð sérfræðinga að
velja álitlegustu apategundina. Það væri
barngóð tegund með mjúkan feld sem einnig
gæti varist kulda og roki. Svo þyrftum við
að flytja inn um það bil fimm þúsund ein-
staklinga og láta þá dvelja í sóttkví á ein-
hverri eyju fyrir utan landið í að lágmarki
hundrað ár. Að þeim tíma loknum væru að-
eins afkomendur harðgerðustu apanna eftir
og myndu þeir pluma sig vel við íslenskar
aðstæður. Aparnir myndu svo flytja inn á
heimili og vinnustaði víðs vegar um landið
okkur til skemmtunar.
Ísland yrði sérstakt land. Norðlæg eyja
með fátæklegan stofn villtra spendýra en
full af öpum. Höfuðborg með lítil og mann-
laus torg en apa í hverjum glugga. Um göturnar
myndu stökkva litlir glottandi apalómar sem uppræta
myndu alla þröngsýni og fýlu. Stundum óska ég þess
svo heitt þegar ég ligg í rúminu, uppfullur af gremju og
þrepaskiptu siðferði, að í gluggakarminum sæti lítill
apaköttur í hláturskasti veifandi litlum apafingri á mig.
Ég væri til í að sjá þessi skríkjandi loðdýr alls stað-
ar. Ég myndi vilja sjá þá í stórmörkuðum, bíósölum og
jafnvel í sundi. Ég myndi vilja sjá apa í heita pottinum
bendandi sínum litlu og fjaðrandi apafingrum á kverúl-
antana þar. En fyrst og síðast myndi ég vilja leggja
hönd mína í lítinn bleikan apalófa og þéttan og saman
myndum við horfa á framtíð okkar beggja.
bergur.ebbi.benediktsson@gmail.com
Bergur Ebbi
Pistill
Apahald
Borgin heimilar sum-
um að skila útboðslóð
FRÉTTASKÝRING
Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
gag@mbl.is
A
ðeins einn af þeim sex
lóðarhöfum í Úlfars-
árdal, sem borguðu út-
boðslóðir með skulda-
bréfi frá borginni en
hafa ekki byrjað að byggja, hefur
óskað eftir því að skila lóðinni. Fram-
kvæmda- og eignasvið lagði fyrir
borgarráð að fá að taka við lóðum
þeirra og fella skuldabréfin niður
óskuðu þeir þess og fékk það sam-
þykkt fyrir viku. Það sé auðveldari og
hagkvæmari leið fyrir báða aðila en
ef uppboðs er óskað, segir Ágúst
Jónsson, skrifstofustjóri fram-
kvæmda- og eignasviðs.
Reykjavíkurborg hefur hingað til
almennt synjað þeim sem keyptu lóð-
ir í útboði um að skila þeim.
Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður
segir lóðarhöfunum ítrekað mis-
munað. „Ég tel það ekki málefna-
legar ástæður að það skipti máli
hvort lóðarhafar skulda Reykjavík-
urborg eða banka fyrir lóðirnar. Lóð-
arhafarnir eru í sambærilegri stöðu
hverjum svo sem þeir kunna að
skulda fyrir lóðirnar,“ segir hún en
skjólstæðingar hennar keyptu lóðir í
Úlfarsárdal og greiddu fyrir úr eigin
vasa eða með aðstoð banka. Þeir hafa
fengið synjun um að skila lóðunum og
hefur Sigríður Rut kært synjanir
sumra til samgönguráðuneytisins og
undirbýr kæru annarra.
Ágúst segir að þessi lóðarhafi sem
fái að skila skuldi tvær greiðslur af
skuldabréfinu en þrír til viðbótar
skuldi eina en tveir séu með sín í skil-
um. Hann segir að það sem greitt hafi
verið inn á skuldabréfið tapist við það
að borgin taki skuldabréfið til baka.
Hann vill ekki gefa upp hve háa upp-
hæð sá sem hafi ákveðið að skila hafi
greitt til borgarinnar en spurður
hvort hún dekki vaxtakostnað af
skuldabréfinu segir Ágúst það ekki
hafa verið reiknað út. „Við munum
ganga frá því núna að fenginni þess-
ari heimild að hann afsali sér bygg-
ingarréttinum til okkar aftur og
skuldabréfið sé þar með úr sögunni.
Við vitum ekki hvort hinir fimm not-
færi sér þessa heimild – þeir munu
örugglega ekki allir gera það.“ Heim-
ildin snúist í raun um innheimtuað-
ferð. „Við hefðum getað sleppt því að
leita til borgarráðs og sett svona mál í
venjulega nauðungarsölumeðferð
vegna þess að borgin á veð í bygging-
arréttinum. Þá hefði það tekið sinn
tíma og kostað sitt með óþægindum
og leiðindum fyrir alla. Svo hefði slíkt
uppboð sennilegast endað með því að
borgin hefði fengið byggingarréttinn
til sín – því ég á ekki von á því að ann-
ar hefði boðið betur. Þá er nið-
urstaðan sú sama eins og sé þessi leið
farin. En það sparast kostnaður og
umstang.“
Sigríður Rut segir að hún kaupi
ekki þá röksemdafærslu að borgin
leysi til sín lóðina til að spara inn-
heimtukostnað. „Borgin fer ekki í
nauðungarsöluferli eins og kveðið er
á um að sé heimilt í lánasamning-
unum við Reykjavíkurborg heldur
eru sérstaklega heimiluð formleg skil
á lóðunum.“ Hópurinn hafi þegar
brugðist við þessari nýju heimild
borgarráðs, því hún styrki röksemdir
þeirra um að jafnræðis lóðarhafa í
Úlfarsárdal sé ekki gætt. „Hér og þar
hafa einhverjir fengið að skila lóðum
og aðrir ekki. Núna tekur steininn
úr.“
Morgunblaðið/Kristinn
Í Úlfarsárdal Borgin hefur samþykkt að taka aftur við lóðum frá þeim sem
keyptu byggingarrétt í útboði og greiddu fyrir hann með skuldabréfi.
Þeir sem borguðu fyrir útboðs-
lóðir í Úlfarsárdal með skulda-
bréfi frá Reykjavíkurborg en hafa
ekki byrjað að byggja á þeim
mega skila þeim. Þeir fá þá ekki
endurgreitt það sem greitt er.
SAMFYLKING óskaði í borgarráði
fyrir viku eftir sundurliðuðu yfirliti
um stöðu lóðarhafa á nýbygging-
arsvæðum borgarinnar með tilliti
til stöðu framkvæmda og í hversu
mörgum tilvikum hafi komið fram
óskir um að Reykjavíkurborg leysi
lóðirnar til sín. Það gerði hún eftir
að borgarráð heimilaði að þeir sem
hefðu greitt fyrir útboðslóðir með
skuldabréfi frá borginni en ekki
hafið byggingu á þeim fengju að
skila. Sú heimild nær til sex aðila.
Björk Vilhelmsdóttir, borg-
arfulltrúi Samfylkingar, býst við
svari í næstu viku þar sem fundur í
borgarráði fellur niður vegna upp-
stigningardags.
„Við þurfum að sjá hvernig best
er að haga þessum málum. Við telj-
um að það eigi að gera heildstætt
og með jafnræði að leiðarljósi,
hvort sem það eru útboðslóðir eða
lóðir á föstu verði,“ segir hún.
SAMFYLKING
VILL SJÁ
STÖÐUNA
››