Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2009
ÁGENGAR framandi dýra- og jurtategundir
ógna fjölbreytni lífríkis víða um heim. Ísland er
ekki undanskilið. Hér hafa „frekar“ tegundir dýra
og plantna troðið sér inn og gengið á hlut þeirra
sem fyrir voru. Helsta hættan er sú að lífríkið
verði einsleitara og snauðara eftir innrásina.
Snorri Baldursson, líffræðingur hjá Nátt-
úrufræðistofnun Íslands, segir að tegundir breið-
ist aðallega út með tvennum hætti; náttúrlegum
og svo beint eða óbeint fyrir tilstilli manna. Hann
segir það vera í eðli flestra tegunda plantna og
dýra að leita nýrra búsvæða. Útbreiðslusvæði
þeirra breytist með breyttu loftslagi eða um-
hverfi. Margar nýjar tegundir hafa numið hér
land á undanförnum árum og fæstar teljast vera
ógn enda falla þær eðlilega að því lífríki sem fyrir
er. Öllu alvarlegri alla jafna eru innrásir tegunda
sem menn flytja á nýja staði, oft langt að.
„Lífverur berast t.d. með kjölfestuvatni skipa
sem menn flytja á milli heimshafanna. Það getur
verið fullt af alls konar kvik-
indum sem er svo sleppt með
vatninu,“ sagði Snorri. „Menn
grafa skurði eins og Súez-
skurðinn og Panamaskurðinn
og opna leiðir milli vistkerfa.“
Menn hafa einnig viljandi flutt
dýr og plöntur á nýja staði.“
Snorri bendir á að hingað hafi
verið fluttar og ræktaðar yfir
10 þúsund plöntutegundir. Þær
eru víða í görðum eða trjásöfn-
um. Flestar eru bundnar við manngert umhverfi,
en einstaka „sleppa“ út í villta náttúru og örfáar
geta valdið miklum usla. Nefna má lúpínu, skóg-
arkerfil og mosann hæruburst til dæmis um
plöntur sem hafa ráðist inn í íslenskt gróðurlendi.
Ef loftslag hlýnar til frambúðar segir Snorri að
skilyrði geti skapast fyrir tegundir, sem hafa
hingað til verið bundnar við garða, til að fjölga sér
í villtri náttúru og gera líffræðilega innrás. Breytt
landnýting á borð við skógrækt hefur t.d. myndað
nýja gerð af búsvæðum.
„Fæstir hafa neitt á móti nýjum tegundum,“
sagði Snorri. „Lífríkið er síbreytilegt og nýjar
tegundir koma og fara eftir því sem umhverfið
breytist. Það veldur ekki áhyggjum. En sumar
tegundir eru yfirgangssamar. Þær eru oft frum-
kvöðlategundir í sínum náttúrlegu heimkynnum,
fjölga sér hratt, eru duglegar og kynslóðatími
þeirra er stuttur. Menn hafa áhyggjur af þeim.“
Snorri sagði þessar tegundir eyða þeirri líf-
fræðilegu fjölbreytni sem fyrir væri. Það væri
heilbrigð skynsemi að sporna við innrás þeirra.
„Við reynum að hindra að hættulegir sjúkdóm-
ar og meindýr berist hingað, líkt og við spornum
gegn því að erlend glæpasamtök nái hér fótfestu!
Alveg eins ber okkur að hindra að tegundir sem
sannarlega spilla upprunalegu lífríki landsins ber-
ist hingað og breiðist út um landið.“
Fjölbreytni lífríkisins ógnað
Ágengar tegundir ógna fjölbreytni þess lífríkis sem fyrir er og gera það snauðara Milli 10 og 15 þús-
und plöntutegundir hafa verið fluttar hingað til lands Sumar hafa gert innrás í íslenskt gróðurlendi
Í HNOTSKURN
»Dagurinn í dag er helg-aður líffræðilegri fjöl-
breytni. Af því tilefni halda
Náttúrufræðistofnun Íslands
og umhverfisráðuneytið
morgunverðarfund á Hótel
Sögu.
»Svandís Svavarsdóttir um-hverfisráðherra setur
fundinn og vísindamenn munu
gera grein fyrir stöðu líf-
rræðilegrar fjölbreytni hér á
landi. Einnig nýjum tegundum
sem kunna að ógna fjölbreytni
íslenska lífríkisins.
Snorri Baldursson
líffræðingur.
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
ALASKALÚPÍNAN er tvímælalaust sú jurt sem líf-
ríki Íslands stafar mest ógn af, að mati Þóru Ellenar
Þórhallsdóttur, grasafræðings og prófessors við Há-
skóla Íslands. Hún segir lúpínuna
besta dæmið um framandi plöntu
sem breiðst hefur út í íslensku líf-
ríki. Þóra Ellen er einn fyrirlesara á
morgunverðarfundi í dag um ágeng-
ar framandi tegundir.
Alaskalúpínan var flutt inn haust-
ið 1945 til landgræðslu. Henni var
sáð víða um land, oftast í örfoka eða
gróðursnautt land, til uppgræðslu.
„Þeir sem dreifðu lúpínunni upp-
haflega töldu að hún myndi hörfa
undan öðrum gróðri með tíð og tíma.
Nú horfum við upp á að lúpínan er að verða af-
skaplega útbreidd. Sums staðar þar sem hún er búin
að vera í 30-40 ár eru engin merki um að hún sé að
hörfa og það er ekkert víst að hún hörfi,“ sagði Þóra
Ellen. Lúpínan getur sennilega ráðist inn í flest ís-
lensk vistkerfi þar sem ekki er of votlent fyrir hana.
Hún getur farið yfir graslendi og mólendi.
„Í þjóðgarðinum í Skaftafelli hefur lúpína nú komið
sér fyrir í elsta hluta Bæjarstaðaskógar. Á Íslandi er
ekki hægt að finna náttúrleg plöntusamfélög sem eru
mikið lokaðri heldur en gömlu birkiskógarnir,“ sagði
Þóra Ellen.
Lengi var talið að lúpína þrifist ekki á hálendinu.
Raunin er þó önnur. Lúpínu hefur nú verið dreift í
austurjaðri Þjórsávera, við Jökulheima, vestan Vatna-
jökuls í hátt í 700 metra hæð yfir sjó og við Gæsavötn
norðan Vatnajökuls í um 900 m.y.s. Á báðum síðast-
nefndu stöðunum blómguðust plöntur síðastliðið sum-
ar og Þóra Ellen telur líklegt að lúpína hafi þar fellt
fræ.
Meðal annarra plantna sem teljast vera ógnvaldar
er skógarkerfill sem er áberandi í suðurhlíðum Esj-
unnar. Hann hefur breiðst mjög hratt út, einkum í
kjölfar lúpínu. Einnig má nefna alaskavíði. Þóra Ellen
telur að fleiri trjákenndar tegundir geti orðið ógnvald-
ar, þótt ekki sjáist mikið af þeim villtum enn. Í þeim
flokki nefnir hún t.d. alaskaösp, stafafuru og fleiri
víðitegundir. Þóra Ellen telur að nú þurfi að sýna sér-
staka aðgát.
„Það sem hefur stöðvað útbreiðslu innfluttra teg-
undir á Íslandi hingað til er loftslagið: það hefur verið
of erfitt fyrir flestar tegundir sem berast hingað. Með
hlýnandi loftslagi lækkar þessi þröskuldur heilmikið,“
sagði Þóra Ellen.
Íslenska flóran er fremur tegundafátæk og landið
víða illa farið eftir aldalanga ofbeit. Þóra Ellen segir
fjarri því að það að bæta við nýjum tegundum sé sama
og að auðga flóruna. Ágengu innfluttu tegundirnar,
líkt og lúpína og skógarkerfill, myndi stórar breiður
þar sem mjög fáar aðrar tegundir plantna þrífast og
þær mynda einsleit og tegundafátæk samfélög.
Ágengar tegundir eru nú taldar ein helsta ógnin við
varðveislu líffræðilegrar fjölbreytni á hnattræna vísu.
Morgunblaðið/Eyþór
Lúpína Ýmislegt bendir til þess að lúpínan muni ekki hörfa af sumum svæðum þar sem loftslagið hentar.
Alaskalúpínan hefur
gert innrás í vistkerfið
Lúpínan getur sennilega ráðist inn í flest íslensk
gróðurlendi, að undanteknum svæðum á borð við votlendi
Þóra Ellen
Þórhallsdóttir
NÝJUM tegundum óvelkominna smá-
dýra fjölgar hér og er líklegt að svo
verði áfram, ekki síst ef loftslag hlýn-
ar. Erling Ólafsson, skordýrafræð-
ingur hjá Nátt-
úrufræðistofnun
Íslands, nefndi
fyrst Spánarsnigil-
inn þegar hann
var spurður hvaða
óvelkomna smá-
dýr kæmi fyrst
upp í huga hans.
„Spánarsnigillinn
skemmir flest sem
fyrir honum verð-
ur og enginn hemur hann, nema
kannski Vetur konungur – en dugar
samt ekki til,“ sagði Erling.
Annað nýlegt skaðlegt smádýr hér
er birkikemba, lítið fiðrildi sem fannst
fyrst í Hveragerði
fyrir nokkrum ár-
um en er nú komið
í Fossvogshverfið.
„Hún fer ansi illa
með birkitré,“
sagði Erling. Eng-
inn veit hvaðan
birkikemban kom
en hún er algeng í
Evrópu. Ekki er
vitað hvort birki-
kemban mun fara
út í skógana eða halda sig í görðum.
Einhverjar sníkjuvespur kunna að
uppgötva lirfur fiðrildisins en það get-
ur tekið tíma áður en jafnvægi kemst
á. „Nýir landnemar sem verða mein-
semd eru oft verstir í upphafi, svo að-
lagast þetta.“
Í Hveragerði hefur einnig numið
land folafluga, sem er ný hrossa-
flugutegund hér á landi. Folaflugan er
miklu stærri en gamalþekkta hrossa-
flugan. Folaflugan er til vandræða því
hún eyðileggur gróður. Athyglisvert
er að þessar tvær tegundir fundust
fyrst í Hveragerði. Erling benti á að
þangað bærist margt sem flutt væri
inn til garðyrkju. Þar eru líka kjör-
aðstæður vegna jarðhita og gróð-
urhúsa.
„Það má fullyrða að mjög mörg af
þeim smádýrum sem lifa hér hafi kom-
ið með manninum. Eftir miðja síðustu
öld hefur þetta verið að aukast,“ sagði
Erling. Mikilli aukningu vöruflutn-
inga, stærri farartækjum og flutn-
ingatækni á borð við vörugáma fylgdu
stórauknir pödduflutningar um heim-
inn. Líklega er ómögulegt að stöðva
útbreiðslu þessara smádýra.
Nýjar pöddur
nema land
Spánarsnigill Hann ku vera mikill
skemmdarvargur og étur allt.
Birkikemba veldur
skaða á birki.
Erling Ólafsson
Minkurinn var fluttur inn til loð-
dýraeldis vegna skinnanna á 4. ára-
tug síðustu aldar. Hann slapp og
gerði innrás í íslenska náttúru og
hefur valdið miklum usla í fuglalífi
og eins fiskivötnum.
Kanínur hafa sloppið hér eða verið
sleppt og þykja víða til vandræða.
Þær éta blóm og ungar hríslur í
görðum, gróðrarstöðvum og kirkju-
görðum. Eins hreiðruðu þær um sig
í lundaholum í Vestmannaeyjum og
úthýstu lundunum. Kanínuplágan í
Ástralíu er frægt dæmi um innrás.
Menn fluttu kanínur til Ástralíu.
Þær fjölguðu sér gríðarlega og
höfðu hroðaleg áhrif á gróður.
Vatnanökkvi eða vatnahýasinta er
frá Suður-Afríku en hefur borist
víða um Evrópu. Hún þekur yfirborð
vatna, skyggir á sólarljósið og kæfir
þannig allt annað líf í vatninu. Plant-
an er svo gróskumikil að hún getur
truflað siglingar um skipaskurði og
stíflað kælikerfi bátavéla. Miklu er
kostað til að eyða þessari plöntu í
Evrópulöndum.
Nílarkarfa var sleppt í Viktor-
íuvatn í Afríku. Hann er gráðugur
og étur nánast allar innfæddar teg-
undir fiska í vatninu. Nílarkarfinn er
þó veiddur í miklum mæli og til
hagsbóta fyrir mannfólkið en um
leið skaðvaldur með tilliti til líf-
fræðilegrar fjölbreytni í vatninu.
Rússar fluttu Alaskakrabba úr
Japanshafi í Barentshaf. Nú breiðist
hann hratt út og er að fikra sig niður
með ströndum Noregs. Hann er
frekur og eyðir öllu sem fyrir er.
Alaskakrabbinn er veiddur til mat-
ar.
Sebraskel barst úr Kaspíahafi í
vötnin miklu í Bandaríkjunum og
hefur breiðst þar gríðarlega út.
Skelin tímgast mjög ört, drepur inn-
lendar skeljar og sest á allt sem fyrir
er. Hún er meðal annars til stórkost-
legra vandræða í inntaksopum virkj-
ana og öðrum mannvirkjum.