Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2009 Fjölgun hjá Svandísi Á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi hefur nú fjölgað nokkuð þar sem ungar Svandísar eru skriðnir úr eggjunum. Stoltið leynir sér ekki í fasi móðurinnar þar sem hún syndir ásamt dúnmjúkum afkomendunum. Ómar SJÁLFBÆRNI er lykilhugtak í allri efna- hagsumræðu þessa dagana. Sjálfbærni vegur ekki aðeins þungt í endurreisn efnahagslífsins í dag heldur skiptir sköpum við að tryggja frið og öryggi í framtíðinni. Sjálfbærni ætti að vera leiðarljós okkar því sem alheims- samfélag stöndum við á brún hengiflugs. Hver kreppan á fætur annarri hefur dunið yfir undan- afarin tvö ár: orkukreppan, matvælakreppan, loftslagsbreyt- ingar og efnahagskreppan. Ég ótt- ast að það versta sé í aðsigi. Reyndar gæti það gerst ef ekki er rétt haldið á spilunum að efna- hagskreppan í heiminum yrði stjórnmálakreppa. Það er hætta á félaglegum róstum þar sem veikar ríkisstjórnir stæðu andspænis reiðum almenningi sem hefði misst trúna á leiðtoga sína og framtíð- ina. Þar að auki stöndum við frammi fyrir aðhaldstímum.Vandamál- unum fjölgar en úrræðunum fækk- ar. Fjárlög ríkja eru skorin niður. Þrengt er að þróunarsamvinnu. Færi reiða fé af hendi af fúsum og frjálsum vilja. Ljós í myrkrinu Engu að síður er ljósglæta í myrkrinu sem gefur tilefni til bjartsýni. Við stöndum andspænis áskorunum sem eru innbyrðis tengdar. Ef okkur tekst að koma auga á lausnir sem fela í sér að nýta þessi innbyrðis tengsl, gæti lausn á einu vandamáli auðveldað lausn þeirra allra. Við gætum fengið meira fyrir peninginn, hvort sem hann heitir króna, dollar eða evra og fundið árangursríka, skil- virka og varanlega leið í átt að sjálfbærri framtíð og velmegun í þágu allra. Á fundi tuttugu helstu iðnríkja í Lundúnum nýverið viðurkenndu leiðtogar ríkjanna afdráttarlaust þessi innbyrðis tengsl. Þeir sam- þykktu að grípa til hnattrænna að- gerða til að glæða vöxt í þágu allra ríkja, ekki bara sumra. Þeir lögð- ust gegn verndarstefnu og lögðu áherslu á að þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um þróun væri aflvaki þróunar, vaxtar og at- vinnusköpunar um allan heim. Þeir stigu stór skref í átt til „nýrra grænna lausna“ (Green New Deal) og hétu því að komast að sam- komulagi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaup- mannahöfn í desember. Djarfrar forystu er þörf Þetta síðasta atriði er þýðing- armikið. Ég hef séð með eigin aug- um minnkandi jökla á Suð- urskautslandinu og í Andesfjöllum. Ég hef séð afleiðingar skógareyð- ingar á Amazon-svæðinu í Brasilíu og hvernig dýrategundum fækkar. Sjálf tilvera sumra ríkja í Kar- íbahafinu er í hættu vegna hækk- unar yfirborðs sjávar, þar á meðal í Trínidad og Tóbagó, þar sem ég var nýverið. Djarfrar, víðsýnnar forystu er þörf ef takast á að samþykkja nýj- an samning til að leysa Kyoto- bókunina af hólmi í Kaupmanna- höfn síðar á árinu. Slíkt sam- komulag verður að vera metnaðarfullt, skil- virkt og réttlátt. Finna verður leiðir til þess að ríku lönd- in geti minnkað losun gróðurhúsaloftteg- unda og stutt fátæk- ari ríkin í því að að- lagast skaðlegum afleiðingum loftslags- breytinga. Við þurfum að vernda fólk sem á undir högg að sækja, þar á meðal frum- byggja og það er þörf á fjárhags- legum hvata til að vernda skóga og afkomu þeirra sem lifa á þeim. En með því að glíma við loftslags- breytingar, tökumst við einnig á við efnahagskreppuna – sköpum græn störf fyrir grænan vöxt. Innbyrðis tengd vandamál Við sjáum öll tengslin á milli hagvaxtar og pólitísks stöðugleika; lýðræðis og mannréttinda. Ég tel, sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, að sameiginlegt fé- lagslegt og efnahagslegt öryggi sé grundvallar-réttlætismál – hluti af félagslegu réttlæti um víða veröld. En til þess að ná því marki verð- um við að íhuga og leggja málstað sjálfbærni lið, því með því stefnum við að aukinni velmegun. Við fáum tækifæri til þess á fundi 8 helstu iðnríkjanna á Ítalíu í júlí og á leiðtogafundi um lofts- lagsmál á vegum Sameinuðu þjóð- anna í New York í september. Fyrir mitt leyti heiti ég því að tryggja að Sameinuðu þjóðirnar leggist á eitt við að vinna þessu máli fylgi með samræmdum, ákveðnum og hugmyndaríkum hætti. Við munum skapa nýtt reglu- verk til að samræma aukafjárveit- ingar til fæðuöryggis í því skyni að hjálpa nauðstöddum þjóðum við að ná til lands í sínum vanda. Við munum styðja Atvinnusáttmálann (Global Jobs Pact) sem er end- urreisnaráætlun sem miðar að því að mæta þörfum fólks fyrir mann- sæmandi vinnu. Og við munum hleypa af stokkunum Veikleika- viðvörunarkerfi Sameinuðu þjóð- anna til þess að fylgjast með fé- lagslegum afleiðingum efnahagskreppunnar um allan heim. Þegar upp er staðið eru sam- staða og sameiginlegur málstaður beittasta vopn okkar. Því í dag höfum við tækifæri til þess að brydda upp á nýjungum í því hvernig ríki vinna saman að því að finna sameiginlegar lausnir á sam- eiginlegum vandamálum. Reyndar er það svo að okkar tímar krefjast nýrrar fjölþjóðahyggju til að skapa nýja og varanlega velmegun í þágu allra. Eftir Ban Ki-moon »Djarfrar, víðsýnnar forystu er þörf ef takast á að samþykkja nýjan samning til að leysa Kyoto-bókunina af hólmi í Kaupmannahöfn síðar á árinu. Ban Ki-moon Höfundur er framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Sjálfbært efnahagslíf er lykill að lífsgæðum TRYGGVI Þór Her- bertsson, þingmaður og prófessor, ritaði fyrir skömmu grein í Morg- unblaðið undir fyr- irsögninni „Til varnar markaðshagkerfinu“. Greinin er um margt fróðleg enda stiklar Tryggvi þar á nokkrum bömmerum í hagsögu mannkyns, sem því miður urðu þjóðum ekki það víti til varnaðar sem þeir vissulega gáfu tilefni til. Tryggvi klykkir svo út með því að álykta sem svo að mark- aðshagkerfið sé nú þrátt fyrir allt minnst vonda hagskipulagið og að tilraunir til að umbylta því séu ekki líklegar til farsældar. Eftir að hafa lesið greinina þurfti ég að klóra mér lengi í hausnum en svo hóf ég að skyggnast um í leit að vá þeirri er gaf höfundi tilefni til að grípa til svo snöfurmannlegra varna. Hefur einhverjum dottið í hug að steypa markaðshagkerfinu? Er kommúnísk bylting í vændum? Hvað veldur þessum áhyggjum Tryggva? Túlkar hann kanski orð Jóhönnu og Steingríms um „nor- rænt velferðarmódel“ sem tilræði við markaðshagkerfið? Hvar er drekinn ógurlegi? Fyrir þremur áratugum flutti ég til Svíþjóðar og hafði þá áður heyrt margt ljótt um „sósíalismann“ í því landi. Það kom mér því á óvart að kynnast þar þroskuðu og siðmennt- uðu markaðsþjóðfélagi þar sem einkaframtak og markaðsviðskipti höfðu dafnað stóráfallalítið í rúma öld. Á sama tíma var lunginn úr ís- lensku athafnalífi ýmist í eigu op- inberra aðila eða í slíkum skorðum að fátt minnti á markaðsbúskap. Hér var til dæmis ekki virkur markaður fyr- ir verðbréf. Það er mesta ógæfa okkar Íslend- inga að okkur skyldi ekki takast að feta okkur í átt að þeirri gerð markaðs- þjóðfélags sem frændur okkar á Norðurlöndunum hafa mótað. Þar sem sýnt hefur verið fram á að hægt er að njóta sköpunarkrafts markaðs- aflanna án þess að þurfa að þola sí- endurtekin stórtjón hins „upp- byggilega niðurrifs“. Sú leið sem valin var Íslandi reyndist að sönnu leið til ánauðar. Eftir tveggja áratuga leiðsögn öfga- fullra frjálshyggjumanna og rán- skap í skjóli þeirra er efnahagur þjóðarinnar í slíkri rúst að annað eins hefur ekki sést á byggðu bóli síðan í kreppunni miklu. Hörmuleg- ast er ef níðþungur skuldabaggi hefur verið hnýttur komandi kyn- slóðum. Nei, Tryggvi. Þú færð mig ekki til að trúa því að þetta sem við er- um að upplifa núna sé eðlileg dýfa markaðshagkerfis. Að við séum að ganga í gegnum skeið „upp- byggilegs niðurrifs“ og að lögmál markaðarins muni um síðir lyfta okkur úr öskustónni líkt og fugl- inum Fönix. Þetta er ekki svona einfalt. Ég fæ ekki betur séð en váin sú hin mikla, er ógnar markaðs- þjóðfélaginu, sé einmitt sú kreddu- fulla afstaða nýfrjálshyggjunnar að markaðurinn dafni best án eftirlits og regluverks. Flestir skilja að sú mikla kreppa sem nú ríður yfir heiminn er rökrétt afsprengi þeirr- ar stefnu að aflétta nánast öllum hömlum á athafnafrelsi fjármálafyr- irtækja. Þar með fengu þær systur græðgin og heimskan frjálst spil. Því er hlálegt að horfa upp á helstu talsmenn nýfrjálshyggjunnar setja sig í spekingslegar stellingar og mæla fram varnaðarorð á þess- um tímum. Og það er beinínis pirr- andi að horfa upp á þessa sömu að- ila strá fræjum efasemda um þær aðgerðir sem nauðsynlegt er að grípa til í rústabjörgun, þrifum og til uppbyggingar eftir hrunadans frjálshyggjunnar. Það er engin nauðsyn fyrir Tryggva Þór Herbertsson að grípa til varna fyrir markaðshagkerfið. Versta ógnin sem að því steðjar, öfgafull frjálshyggja, er víkjandi. Í ljósi þeirra skoðana sem hann hefur haldið á lofti síðustu árin eru til- burðir hans hins vegar forvitnilegir. Ég get ekki að því gert en þeir minna mig dálítið á frækilega bar- áttu „riddarans sjónumhrygga“ við vindmyllurnar á sléttum La Mancha. Eftir Hálfdán Örnólfsson »Eftir tveggja ára- tuga leiðsögn öfga- fullra frjálshyggju- manna og ránskap í skjóli þeirra er efna- hagur þjóðarinnar í slíkri rúst að annað eins hefur ekki sést á byggðu bóli síðan í kreppunni miklu.Hálfdán Örnólfsson Höfundur er framhaldsskólakennari. Að verjast vindmyllum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.