Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 2. M A Í 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 137. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «DAGLEGTLÍF REYNIR SEGIR GYÐJ- URNAR GETA HJÁLPAÐ «SVEITIR VILJA Í SVEIT SVEITABÖLLIN ERU FÖST Í KERFINU ÞRASTARUNGARNIR teygðu upp gogginn í von um góðan bita. Skógarþrestirnir eru ljúfir vorboðar, eins og Jónas Hall- grímsson orti, og við komu þeirra fyllist loftið af fögrum söng. Skógarþrestir verpa tvisvar til þrisvar sinnum yfir sum- arið, 4-6 eggjum í senn. Eggin klekjast á 12-13 dögum og ung- arnir eru svo ósjálfbjarga í um hálfan mánuð. Margir lesendur hafa lýst mikilli ánægju með vorlegar fuglamyndir Ómars Óskarssonar, ljósmyndara Morgunblaðs- ins, sem birst hafa undanfarið hér á forsíðunni. VORBOÐINN LJÚFI VAKIR YFIR UNGUNUM SÍNUM Morgunblaðið/Ómar Skógarþrösturinn verpir tvisvar til þrisvar sinnum á hverju sumri og kemur upp mörgum ungum Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is „VANDINN er sá að bankarnir eru með of mikið af eign- um í erlendri mynt sem bera lága vexti en of mikið af skuldbindingum í krónum sem bera háa vexti. Það er afar óþægileg staða að vera í og veldur taprekstri þeirra,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Til að vinna upp þennan taprekstur hafa ríkisbank- arnir, Nýja Kaupþing, Íslandsbanki og Landsbankinn, lækkað hratt hjá sér innlánsvexti. Það lækkar greiðslur sem bankarnir þurfa að greiða eigendum innlána. Það er í samræmi við tilmæli frá Seðlabanka Íslands. Í fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Ís- lands frá síðasta stýrivaxtafundi, sem birt var í gær, seg- ir að nauðsynlegt sé að grípa til ýmissa aðgerða í því skyni að endurreisa lífvænlegt bankakerfi. „Til þess þarf að minnka kostnað, minnka umfang reksturs, draga úr gjaldeyrisáhættu og sjá til þess að lánskjör endurspegli raunverulegan fjármögnunarkostnað bankanna. Ég get í sjálfu sér tekið undir þetta allt saman,“ segir Gylfi Magn- ússon. „Það hjálpar mjög mikið ef innlendir vextir al- mennt nálgast erlenda vexti. Hluti af vandanum var fólg- inn í því að vextir í krónum voru svo miklu hærri en erlendir vextir og þar með vextir af útlánum í erlendri mynt sem bankarnir voru með.“ Í síðasta hefti peningamála Seðlabanka Íslands kemur fram að innlán innlendra aðila í bankakerfinu nemi meira en 1.600 milljörðum króna. Rekstur bankanna er nú arð- bærari en ekki er ljóst hversu miklu þeir hafa tapað. Ríkisbankarnir reknir með tapi  Greiða sparifjáreigendum minna með lækkun vaxta 1.600 milljarðar eru í innlánum Háir vextir þýða meiri kostnað Erlendar eignir bera lága vexti Því lækka bankar innlánsvexti Rekstur bankanna nú arðbærari Bankakerfið | 16 VEL hefur veiðst undanfarið og koma bátar með hlaðafla að landi. Það var mál manna í nokkrum ver- stöðvum í gær að fiskurinn væri vænn og mikil fiskgengd á mið- unum. Það er enginn skortur á fiski en hins vegar mun vera farið að þrengja verulega að mörgum hvað varðar veiðiheimildir á þorski. Menn segja erfitt að komast hjá þorski á miðunum. Á Snæfellsnesi hafa verið mjög góð aflabrögð, sama hvaða veið- arfærum er difið í sjó. Sömu sögu er að segja úr Grindavík en þar hef- ur aflast vel á handfæri. Á Tálkna- firði hafa sjómenn verið að landa mjög fallegum fiski, kjaftfullum af síli. Grímseyingar þurfa að fara 10- 12 ár aftur í tímann til að muna jafngóð aflabrögð í maímánuði og nú. | 4 Góður afli og vænn fiskur hvarvetna Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.