Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2009 Eftir Alfons Finnsson Snæfellsbær | Skrifað hefur verið undir kaupsamning Snæfellsbæjar og björgunarsveitarinnar Lífs- bjargar um húseignina Líkn á Hell- issandi. Húsið hefur verið í eigu björgunarsveitarinnar, en það lýkur á næsta ári hlutverki sínu sem björgunarsveitarhús, eða um leið og nýtt og glæsilegt húsnæði björg- unarsveitarinnar Lífsbjargar verður tilbúið í Rifi. Um leið og undirritaður var kaup- samningur var jafnframt undirritað samkomulag um styrk Snæfells- bæjar vegna húsbyggingarinnar í Rifi. Samningurinn er samtals að upphæð 23,5 milljónir og felur í sér kaup Snæfellsbæjar á Líkn, að upp- hæð 13,5 milljónir. Snæfellsbær og Lífsbjörg semja Undirskrift Samningur handsalaður. Eftir Kristínu Ágústsdóttur Neskaupstaður | Áhugamenn um kaj- akróður munu væntanlega hópast til Austurlands helgina 29.-31. maí, en þá fer fram sjókajakmótið Egill rauði í Neskaupstað. Það er Kaj- akklúbburinn Kaj á Austurlandi sem heldur mótið. Mótssvæðið er Kirkjufjaran svokallaða, Norðfjarð- arflói, Sundlaugin í Neskaupstað og Kaffihúsin Nesbær og Frú Lú Lú. Að sögn Ara Benediktssonar, for- manns Kaj, er hér um að ræða stærsta kajakviðburð undanfarinna ára á Íslandi. Áður var Egill rauði haldinn í Stykkishólmi, en lognaðist út af þar þegar frumkvöðullinn fluttist austur. Hann er nú félagi í Kaj og mótið haldið á þeirra vegum í 2. skiptið í Neskaupstað. Frægir leiðbeinendur Dagskrá mótsins er glæsileg og ber þar einkum að nefna sérstaka gesti mótsins, Shawnu Franklin og Leon Sommé sem reru kringum Ís- land árið 2003. Þau reka kayak- skólann Body boat blade og voru nýverið kjörin bestu kajakleiðbein- endurnir á vesturströnd Bandaríkj- anna af lesendum tímaritsins Sea Kayaker. Að sögn Ara höfðu þau mikinn áhuga á að koma sem leið- beinendur á mótið. „Við kynntumst þessu fólki þegar það reri hringinn í kringum Ísland árið 2003, en við rerum með hluta leiðarinnar hér austanlands með þeim og höfum verið í góðu sambandi við þau síð- an.“ Hvetur ræðara til að fara á námskeið Á dagskrá mótsins eru ýmiss konar námskeið, s.s. áratök, fyrstu tökin, veltur og æfingar og bjarg- anir á kajak. Auk þess róðrar, grill- veislur, fyrirlestrar og myndasýn- ingar, m.a. fyrirlestur og myndsýning frá Íslandsróðri Shawnu og Leons. Ari segir að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, bæði byrjendur og lengra komnir og hvetur hann alla sem stunda kaj- akróður eða hafa hug á því að byrja í sportinu að sækja námskeið til undirbúnings. Auk Shawnu og Leons verða aðrir leiðbeinendur fé- lagar úr Kajakklúbbnum Kaj og Kajakklúbbnum í Reykjavík. Mótsaðstaða er í fjörunni í miðbæ Neskaupstaðar þar sem félagar í Kaj hafa undanfarið byggt upp að- stöðu. Fyrir skemmstu stóðu þeir fyrir flutningi á 80 ára gömlu sjó- húsi sem til stóð að rífa. Fram- undan er drjúgt starf við end- urbætur á húsinu sem sómir sér vel í fjörunni. Mun aðstaða klúbbsins stórbatna við framkvæmdirnar. Egill rauði og Stjáni blái Samhliða sjókajakmótinu í Nes- kaupstað ætla ræðarar á straumka- jökum að hittast á Héraði og kallast það mót Stjáni blái. Það er þó mun minna sniðum og bara fólgið í því að áhugamenn á straumkajökum hittast og róa saman að sögn Ara. Jafnframt segist hann búast við góðri þátttöku á mótinu. „Ég hef heyrt af fólki víðsvegar af að land- inu sem ætlar að koma með bátana sína. En það verður líka hægt að leigja báta á meðan á mótinu stend- ur, ef það eru t.d. einhverjir sem ekki eiga báta og vilja koma á nám- skeið.“ Sjókajakveisla í Neskaupstað  Erlendir leiðbeinendur í hæsta gæðaflokki kenna áratök og björgun Róður Það er mikilvægt að kunna að bjarga sér á sjókajak. www.123.is/kaj www.bodyboatblade.com lendir vextir almennt nálgast erlenda vexti. Hluti af vandanum var fólginn í því að vextir í krónum voru svo miklu hærri en erlendir vextir og þar með vextir af útlánum í erlendri mynt, sem bankarnir voru með. Þannig að það bætir stöðuna talsvert að nafn- vextir hafa lækkað,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Fundargerð peningastefnunefndar frá síðasta stýrivaxtaákvörð- unarfundi var birt í gær. Þar koma þessar áhyggjur glögglega í ljós. Það er sagt nauðsynlegt að grípa til að- gerða í því skyni að endurreisa líf- vænlegt bankakerfi. „Til þess þarf að lækka kostnað, minnka umfang reksturs, draga úr gjaldeyrisáhættu og sjá til þess að lánskjör endurspegli raunverulegan fjármögnunarkostnað bankanna,“ segir í fundargerðinni. Bankakerfið ekki ennþá lífvænlegt  Lækka á innlánsvexti, draga úr kostnaði og minnka umsvif Morgunblaðið/Árni Sæberg Hagstæð kjör Kaupþing tilkynnti í fyrradag um lækkun vaxta á inn- og út- lánum til að koma „til móts við heimili og fyrirtæki í landinu“. Meiru skiptir að verið er að létta byrðar á bankanum til að gera reksturinn arðbærari. FRÉTTASKÝRING Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is SEÐLABANKI Íslands hefur hvatt stjórnendur ríkisbankanna, Íslands- banka, Nýja Kaupþings og Lands- bankans, til að lækka hratt vexti á innlánum. Tekjurnar sem bankarnir fá af eignum duga ekki til að greiða fyrir skuldbindingar, eins og vexti af innstæðum. Í einföldu máli er ástæðan sú að stærsti hluti skulda bankanna er í krónum, sem bera háa vexti en stærri hluti eigna er í erlendri mynt, sem bera lága vexti. Því er hægt að segja að ríkið, sem er bakhjarl bank- anna, borgi núna mismuninn þarna á milli. Enginn, sem Morgunblaðið talaði við í gær, gat sagt nákvæmlega til um hversu mikill mismunurinn væri á milli þessara inn- og útgreiðslna. Á milli 1.600 og 1.800 milljarðar króna væru í innlánum. Þetta gæti því verið töluverð upphæð, sem hlypi á tugum ef ekki hundruðum milljóna í hverj- um mánuði. Reyndar hafa bankarnir verið duglegir við að lækka innlánsvextina undanfarið. Hafa vextirnir lækkað hraðar en stýrivextir Seðlabanka Ís- lands. Það er gert til að draga úr þessum taprekstri og gera banka- reksturinn arðbæran aftur. „Það hjálpar mjög mikið ef inn- Í HNOTSKURN »Þegar innlánsvextir lækkadregur strax úr útgjöldum bankanna. Vextir af eignum eru hins vegar tregbreyt- anlegri. Því gagnast vaxta- lækkun bönkunum strax. »Bankarnir þurfa ekkisvona mikil innlán því efnahagsreikningur þeirra verður minni en til stóð. Tekjur bankanna standa ekki undir umsvifamiklum rekstri. Bankakerfið er ekki ennþá „líf- vænlegt“. Lækka þarf innláns- vexti, lækka kostnað og minnka umfangið að mati Seðlabankans. „ALMENNT séð þurfa bankarnir að setja fram viðskiptaáætlun sem leiðir til hagnaðar í rekstri,“ segir í fundargerð peningastefnunefndar Seðla- banka Íslands, sem birt var í gær. Í fundargerðinni segir að endurskipulagningu fjármálakerfisins miði áleiðis en nauðsynlegt sé að grípa til ýmissa að- gerða til að endurreisa lífvænlegt bankakerfi. Kostnaður við rekstur bankanna er of mikill miðað við tekjurnar. Því þarf að lækka innlánsvexti, draga úr kostnaði og minnka umfang rekstursins. „Ég get í sjálfu sér tekið undir þetta allt saman,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Í peningastefnunefnd eiga seðlabankastjóri, að- stoðarbankastjóri og aðalhagfræðingur Seðlabank- ans sæti ásamt tveimur prófessorum. bjorgvin@mbl.is Sammála Seðlabanka Morgunblaðið/Kristinn Seðlabankastjóri Einhugur var í peninga- stefnunefnd í afstöðu til reksturs bankanna. „VANDINN er sá að bankarnir eru með of mikið af eignum í er- lendri mynt sem bera lága vexti en of mikið af skuldbindingum í krónum sem bera háa vexti. Það er afar óþægileg staða að vera í og veldur taprekstri. Ef krónan veikist veg- ur það hins vegar upp á móti. Þetta er staða sem verður að laga áður en bankarnir verða að fullu starfhæfir,“ segir Gylfi Magn- ússon viðskiptaráðherra. Hann segir það hjálpa mikið ef innlendir vextir hér almennt nálg- ist erlenda vexti eins og hefur ver- ið þróunin undanfarið. Til við- bótar hafa aðrar lausnir verið ræddar. „Hluti af lausninni gæti falist í því að í uppgjöri á milli gömlu og nýju bankanna verði greitt fyrir eignir umfram skuldir, sem færast frá gömlu til nýju bankanna, með skuldabréfi í erlendri mynt. Það myndi að nokkru leyti jafna þenn- an mun. Það er ein leið. Önnur leið er að bankarnir reyni að breyta lánunum sem eru í erlendri mynt í innlenda mynt þegar verið er að semja um skuldbreytingu fyr- irtækja,“ segir Gylfi. Síðastnefnda atriðið er hins veg- ar háð því að innlendir vextir fari meira niður. „Þeir sem hafa verið með erlend lán eru tregari til að skipta þeim yfir í krónur ef vextir eru mun hærri í krónum.“ Staða sem verður að laga fljótt Gylfi Magnússon Breyta erlendum lánum í innlend TVEIR af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans lögðu til í byrjun maí að stýrivextir bankans yrðu lækkaðir um 3%. Svein Harald Øygard, seðla- bankastjóri og formaður nefnd- arinnar, lagði fram tillögu um 2,5% og var hún samþykkt með þremur atkvæðum. Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar, sem birt var í gær, af fundi nefndarinnar sem haldinn var 7. maí. Í fundargerð- inni kemur fram að rætt hafi verið á fundinum um að lækka stýrivexti um 1,5 til 3,5 prósentur. „Allir nefndarmenn voru sammála um að sterk rök hnigu að því að taka bæri tiltölulega stórt skref að þessu sinni en höfðu mismunandi skoðanir á því hversu stórt það skref ætti ná- kvæmlega að vera,“ segir í fund- argerðinni. Afstaða hvers og eins óljós Ekki kemur fram hver afstaða ein- stakra nefndarmanna var til tillögu seðlabankastjóra um að lækka stýrivexti um 2,5 prósentustig nið- ur í 13%. Í peningastefnunefnd Seðlabankans sitja Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri og for- maður nefndarinnar, Arnór Sig- hvatsson aðstoðarbankastjóri, Þór- arinn G. Pétursson aðalhagfræðingur, Anne Sibert prófessor og Gylfi Zoëga prófessor. Nefndin mun birta næstu ákvörð- un um stýrivexti 4. júní. Framvinda efnahagsáætlunar ríkisstjórnar ræður miklu hvað verður gert þá. Fátt hefur gengið eftir sem Seðla- bankinn sagði forsendu umtals- verðrar stýrivaxtalækkunar. Morgunblaðið/Ómar Spár Útflutningur dregst saman. Tveir vildu lækka stýri- vexti meira INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.