Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 24
24 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2009
✝ Gerður Þórarins-dóttir fæddist í
Tryggvaskála á Sel-
fossi 22. sept. 1919,
en foreldrar hennar
ráku þar greiðasölu.
Hún lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 12. maí síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Guðrún
Daníelsdóttir, f. 26.
apríl 1895, d. 1. febr-
úar 1967 og Þórarinn
Kjartansson, kaup-
maður í Reykjavík, f.
25. nóv. 1893, d. 25. des. 1952. Móð-
urforeldrar Gerðar voru Daníel
Daníelsson, f. 1865, d. 1937 og
Níelsína Ólafsdóttir, f. 1870, d.
1958, en hjá þeim ólst hún upp að
hluta til. Gerður var elst 12 systk-
ina, hin eru: Daníel, f. 24. apríl
1921, d. 1992, Guðfinna, f. 1922,
Kjartan, f. 1923, d. 1969, Lárus, f.
1924, Níels, f. 1927, d. 1959, Þóra, f.
1929, Gunnar, f. 1931, d. 1992, Sig-
ríður, f. 1932, d. 2003, Ólöf, f. 1933,
d. 2008, Kristveig 1936, d. 1954 og
Þórir, f. 1939.
Gerður giftist 1. júní 1943 Sveini
Tryggvasyni, f. 12. ágúst 1916, d.
16. ágúst 1989, ráðunauti hjá Bún-
aðarfélagi Íslands en síðar fram-
kvæmdastjóra hjá Framleiðsluráði
landbúnaðarins frá 1947 til 1980.
Foreldrar hans voru Sveinsína
Sveinsdóttir, f. 22. okt. 1898, d.
1958 og Tryggvi Benónýsson, f. 11.
apríl 1894, d. 1964. Börn Gerðar og
Sveins: 1) Auður, landslagsarkitekt,
f. 11. sept. 1947, dætur hennar og
Einars V. Ingimundarsonar efna-
verkfræðings eru Valgerður, f.
1979, sambýlismaður Sönke Holz,
sonur þeirra Kiljan
Valur. Bergþóra, f.
1984. 2) Þórarinn Eg-
ill mjólkurverkfræð-
ingur, f. 10. júlí 1952,
maki Inga Ein-
arsdóttir sérkennari.
Börn þeirra eru Atli
Sveinn, f. 1980, maki
Halla S. Bjarklind, f.
1980, synir þeirra Eg-
ill Gauti, Ari Valur,
Ívar Hrafn. Kjartan
Páll, f. 1982, og Þór-
dís Inga, f. 1988.
Gerður ólst upp í
Reykjavík hjá foreldrum sínum að
Laugavegi 76 en einnig hjá móð-
urforeldrum sínum Níelsínu og
Daníel sem var dyravörður í Stjórn-
arráðinu. Að loknu Samvinnuskóla-
prófi vann hún um tíma í Stjórn-
arráðinu og síðan hjá Mjólkurfélagi
Reykjavíkur eða þar til hún helgaði
sig húsmóðurstarfinu og umönnun
fjölskyldunnar.
Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu
þau Sveinn í húsi foreldra hennar
að Laugavegi 76 en fluttu síðan að
Sogamýrarbletti 34 við Háleitisveg
(nú Brekkugerði 18) – fyrst í lítinn
sumarbústað sem þau síðan stækk-
uðu smám saman eftir því sem
byggðin færðist nær. Gerður var
listfeng, mikill fagurkeri og sótti
m.a. námskeið við Handíða- og
myndlistaskólann, námskeið í list-
vefnaði og í batík. Gerður hafði
mikinn áhuga á ferðalögum og þau
Sveinn ferðuðust mikið bæði innan-
lands og erlendis og hélt hún því
áfram eftir lát Sveins, 1989.
Útför Gerðar fer fram frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 22. maí,
og hefst athöfnin kl. 15.
Það er vor í lofti og ég horfi á eftir
móður minni nærri níræðri sveifla
sundtöskunni yfir öxlina og arka inn
í Laugardalslaugina til sinnar viku-
legu sundferðar – ekkert gefið eftir
þrátt fyrir að aldurinn sé að færast
yfir, sjón og heyrn að daprast.
Þannig er minningin um móður
mína, sjálfstæð og ákveðin, um-
hyggjusöm, hugmyndarík, skapandi.
Þú lifðir viðburðarríkri ævi, ekki ein-
göngu sem einstaklingur heldur líka
þá tíma sögunnar sem heimsmyndin
og hið daglega líf tók miklum breyt-
ingum.
Fögnuður um allan heim að lok-
inni fyrri heimsstyrjöld, frosthörkur,
spánska veikin og Ísland sem full-
valda ríki. Síðan var það seinni
heimsstyrjöld, hernámið, bíla- og
tæknibyltingin, tölvuöldin, er það
furða að þú hafir stundum átt í erf-
iðleikum með fjarstýringar og alls-
konar takka og tól!
Þú varst Reykjavíkurmær,
Laugavegurinn, Kvosin, þar sem þú
ólst upp hjá ömmu Níelsínu og afa
Daníel – dyraverðinum sem hugsaði
um hesta ráðherrana í hesthúsinu
bak við Stjórnarráðið. Þú skemmtir
þér á Borginni, þú verslaðir tísku-
fatnað hjá Jacobsen og Müller eða
lést sauma á þig eftir þínum hug-
myndum, þú leitaðir í skíðabrekk-
urnar í Jósepsdal og dvaldir ásamt
félögum þínum í skálanum Himna-
ríki, þú talaðir oft um þá sælu- og
frelsistilfinningu sem víðáttan og
fjöllin gáfu þér.
Þú annaðist ömmu þína eftir að afi
Daníel dó og þegar þið pabbi stofn-
uðuð heimili og við systkinin fædd-
umst bjó amma Níelsína hjá okkur.
Þú varst ótrúlega flink í höndunum,
frumleg og skapandi eins og heimilið
bar vott um fórst þar þína leið.
Þú varst ekki allra, dálítill einfari
eins og þú sjálf sagðir en hafðir samt
gaman af að vera í góðum fé-
lagsskap, góður húmor og gleði.
Þú varst ótrúlega frjó og skapandi
í hugsun, fylgdist vel með nýjustu
tískustraumum. Þú varst barn þinn-
ar kynslóðar þar sem konum var
skipað í eitt sæti þ.e.a.s.húsmóður-
sætið, ef þú værir ung kona í dag er
ég sannfærð um að þú værir flottur
skapandi listamaður, fatahönnuður,
listaháskólagengin með glæsta fram-
tíð. Borgarmærin lét sig þó hafa það
að flytja í „sveitina“ eins og þú kall-
aðir það þar sem nú er Brekkugerði,
þar byggðuð þið smám saman fallega
umgjörð um okkur fjölskylduna og
veittuð okkur það sem ykkur fannst
þið hafa farið á mis við í ykkar æsku
jafnframt því að gefa okkur svo ótal
margt til að takast á við í lífinu.
Þú elskaðir að ferðast og kunnir
landafræðina betur en margir, fjöll-
in, dalina, bæina, ferðaðist með
pabba um allt land og einnig eftir að
hann lést. Ótal ferðir erlendis, Evr-
ópa og allar hinar heimsálfurnar
nema Ástralía sem þú áttir eftir.
Hringferð um landið, Vestfirðir,
Vestmanneyjar, Fjallabak og
Sprengisandur – ekkert vesen,
pakkaðir í litla handtösku og hélst af
stað.Á eldhúsborðinu þínu liggja
núna bæklingar um sumarferðir
2009 – þú ætlaðir svo sannarlega að
ferðast líka í sumar – ferðin þín núna
stendur samt ekki í bæklingnum, þú
komst okkur á óvart!
Elsku mamma – þú gafst okkur
mikið, þú varst brúin á milli gamla
tímans og okkar, minningin um þig
mun lifa í afkomendum þínum.
Auður.
Þegar öllu er lokið og minningarn-
ar sveima um sálardjúpið skín nú sól
á vorkvöldi. Sól Gerðar Þórarins-
dóttur er hnigin til viðar en vegferð-
in varð nærri níutíu ár. Svo reynslu-
mikið fólk sem tengir saman 5
kynslóðir skilur jafnan eftir sig tóm í
tilverunni.
Gerður ólst upp í Stjórnarráðinu
sem lítil prinsessa hjá afa sínum og
ömmu, Daníel húsverði og Níelsínu.
Hún hafði því góða yfirsýn yfir bæ-
inn og mannlífið og vakandi miðbæj-
aráhuga ætíð síðan. Gerður lauk
prófi frá Samvinnuskólanum og hug-
ur hennar stóð til opinberra starfa.
Störf hennar urðu þó aðallega innan
veggja myndarlegs heimilis þeirra
Sveins Tryggvasonar þar sem ég
kynntist henni fyrst. Þótt við værum
ekki sammála um alla hluti komumst
við fljótt að því að okkur þótti gaman
að hlæja saman. Gerður var óþreyt-
andi að miðla af sínum reynslu-
brunni til dætra minna og reyndist
þeim dýrmæt amma. Þótt fundum
okkar fækkaði síðasta áratuginn
fann ég alltaf fyrir hlýju hennar í
minn garð og frá okkar síðasta fundi
fórum við bæði með gleði í hjarta og
bros á vör.
Er sólin hnígur hægt í djúpan sæ
og höfuð sitt til næturhvíldar byrgir
á svalri grund, í golu þýðum blæ,
er gott að hvíla þeim er vini syrgir.
(Hannes Hafstein.)
Einar Valur Ingimundarson.
Gerður Þórarinsdóttir
Jón Gunnar
Gíslason
✝ Jón GunnarGíslason fæddist
á Brimnesi í Árskógs-
hreppi 22. maí 1939.
Hann lést á heimili
sínu í Vamdrup í Dan-
mörku 22. september
2008, og fór útför
hans fram í Danmörku, í kyrrþey.
Meira: mbl.is/minningar
✝ Laufey Bjarna-dóttir fæddist á
Patreksfirði 17. júlí
1929. Hún lést á
Landspítalanum 13.
maí 2009. Foreldrar
hennar voru hjónin
Guðfinna Guðnadótt-
ir, f. á Eyrarbakka
1.11.1888, d. 13.4.
1973 og Bjarni
Bjarnason, f. á
Skerðingsstöðum
23.8.1874, d. 26.3.
1958. Systkini Lauf-
eyjar eru Guðmundur
Ingi, f. 1921, d. 1999, Ingveldur, f.
1924, Kjartan, f. 1927, Ragna, f.
1931, sammæðra Svava, f. 1914, d.
1993, og samfeðra Bjarni Krist-
ján, f. 1911, d. 1985.
Laufey giftist 14.11. 1953 Einari
Erni Björnssyni, f. á Húsavík 8.7.
1925. Foreldrar hans voru Sigríð-
ur Lovísa Sigurðardóttir, f. á
Hofsstöðum 14.10. 1883, d. 19.10.
1971 og Björn Jósefsson, f. á Hól-
um 2.2. 1885, d. 25.6. 1963. Dætur
Laufeyjar og Einars Arnar eru: 1)
Jóhanna María, f. 14.3. 1958, maki
Andrés Kristinn Hjaltason, f. 27.
12. 1955, börn þeirra: a) Erla
María, f. 13.2. 1982, í sambúð með
Haraldi Arnarsyni, sonur þeirra
Andrés Kristinn, b) óskírð, f. 25.5.
1983, d. 25.5. 1983,
c) Laufey Ósk, f.
19.3. 1991 og d) Ein-
ar Örn, f. 4.8. 2000.
2) Edda Kristín, f.
1.2. 1960, maki Har-
aldur Ólafsson, f.
9.12. 1965, börn
þeirra: Einar Þór, f.
10.7. 1992, Ólafur
Örn, f. 11.5. 1995,
Eydís Lilja, f. 8.11.
1999 og Hulda
Hrund, f. 23.6. 2003.
Eftir að skóla-
göngu lauk vann
Laufey við ýmis verslunarstörf í
Reykjavík og upp úr 1950 fór hún
til Noregs. Í Noregi starfaði hún
fyrst við barnagæslu og síðan í
nokkur ár á saumastofu í Ósló.
Laufey kynntist eiginmanni sínum
í Noregi og bjuggu þau þar til
síðla árs 1957. Á vormánuðum
1958 fluttust Laufey og Einar til
Húsavíkur þar sem hann hóf störf
sem héraðsdýralæknir. Þau
bjuggu á Hvolsvelli frá 1977 til
1999 en það ár fluttu þau á Sel-
tjarnarnes. Laufey helgaði líf sitt
uppeldi dætra sinna og aðstoðaði
Einar í hans annasama starfi.
Útför Laufeyjar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 22. maí, kl.
13.
Elsku fallega amma mín.
Nú ertu farin, farin á þann stað
þar sem þér líður vel. Það duldist
engum sem þekktu þig hvað þér
þótti vænt um okkur barnabörnin og
barnabarnabarnið, við vorum þér
allt. Ég man þegar ég kom með
Andrés til ykkar afa daginn fyrir
sumardaginn fyrsta og hann kom
hjólandi inn til þín á hjólinu sem við
keyptum frá ykkur afa. Hvað þú
varst glöð að sjá hann, þú ljómaðir
öll og á þessu lifðir þú, að sjá og
heyra hvað við værum að gera. Þú
vildir allt fyrir mann gera og alltaf
varstu að hugsa um hvernig aðrir
hefðu það þó svo að þú hefðir alveg
nóg með þig. Það lýsir þér einmitt
best þegar þú varst við það að kveðja
þennan heim og þú sást að við vorum
öll hjá þér og þá hafðir þú miklar
áhyggjur af því hvar börnin væru.
Ó, elsku amma, ég á svo margar
góðar og fallegar minningar um þig
og það er svo erfitt að hugsa um að
þær verði ekki fleiri. En heimilið
ykkar afa var alltaf svo hreint og fal-
legt og það var alltaf svo æðislegt að
koma til ykkar afa á Hvolsvöll. Þegar
ég var yngri og var hjá ykkur þá
snerist allt um mig. Þið slepptuð að
horfa á fréttirnar og spiluðuð við mig
í staðinn. Alltaf svaf ég á milli ykkar
afa og þegar það var orðið þröngt þá
færði afi sig og við sváfum saman.
Ég fékk endalaust að máta gamla
kjóla af þér og fannst það ekki leið-
inlegt. Eftir hverja vitjun hjá afa þá
var ég komin í nýjan kjól og þið hlóg-
uð svo að mér. Svo á kvöldin fengum
við okkur te og tekex með smjöri og
horfðum svo á einhvern spennuþátt í
sjónvarpinu.
Elsku amma, ég get ekki lýst
þeirri tilfinningu sem berst innra
með mér þessa dagana, ég sakna þín
svo sárt en um leið finn ég fyrir gleði
fyrir þína hönd því nú líður þér vel og
nú getið þið litla systir verið saman
og bakað kleinuhringi og perutertur.
Elsku amma, við skulum hugsa vel
um afa fyrir þig og um leið vil ég
þakka fyrir að hafa átt þig að sem
ömmu og fyrir þá væntumþykju sem
þú barst til okkar allra. Ég bið guð
að blessa þig og minningu þína og ég
veit að heimkoma þín verður björt og
hlý.
Erla María.
Elsku amma, nú er komið að
kveðjustund og ég sakna þín svo
sárt. Ég á svo margar góðar minn-
ingar um veru mína hjá ykkur afa,
bæði á Hvolsvelli og í sumarbústaðn-
um. Mér fannst alltaf svo gaman að
koma í sumarbústaðinn ykkar afa,
við gerðum svo margt skemmtilegt
saman. Þegar við Einar Þór fórum í
pottinn og komum upp úr þá varst þú
alltaf með kökur og heitt kakó tilbúið
fyrir okkur. Við Einar Þór vildum
alltaf fá fiskibollur og þið afi stöpp-
uðuð alltaf stafinn okkar úr þeim. Þú
gerðir bestu tertur í heimi, við mun-
um aldrei geta gert jafn góða peru-
tertu og þú. Þegar ég var minni þá
lastu oft bækur fyrir mig, uppáhalds-
bókin okkar var um ömmu önd. Ég
var alltaf svo mikil ömmustelpa og
leit upp til þín. Þér fannst við barna-
börnin alltaf svo flott og sæt. Þú
varst alltaf svo stolt af okkur og
ánægð með þennan hóp. Það fór ekki
framhjá neinum hvað þér þótti vænt
um okkur barnabörnin og barna-
barnabarnið. Þér fannst alltaf svo
gaman að heyra hvað við vorum að
gera.
Elsku amma mín, ég vil biðja guð
um að geyma þig og ég veit að þér
líður betur núna.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Laufey Ósk.
Í dag verður amma okkar, Laufey
Bjarnadóttir, borin til grafar. Okkur
verður hugsað til allra þeirra stunda
þegar við komum í heimsókn til
ömmu og afa út á nes. Amma vildi
alltaf hafa fínt í kringum sig og hafði
mikið yndi af því að vinna í garðin-
um. Hún hafði líka mikla gleði af því
að fara upp í sumarbústað og þar
áttu amma og afi margar góðar
stundir.
Nú fer amma ekki oftar upp í sum-
arbústað. Það var tilhlökkunarefni
að koma til ömmu og afa og oftar en
ekki var amma búin að baka pönnu-
kökur eða vöfflur. Amma sá líka allt-
af til þess að afi væri búinn að kaupa
jarðarber og bláber til að gefa okkur
systkinunum. Amma og afi gáfu sér
alltaf tíma til að gera eitthvað
skemmtilegt með okkur. Betri
ömmu getur enginn átt. Amma og afi
voru alltaf til staðar og það var alltaf
gott að koma til þeirra. Nú verður
skrítið að koma út á nes og vita að
hún er ekki þar.
Sagt hefur verið að fjölskyldan og
Laufey Bjarnadóttir
AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN
Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey.
Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar
í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim
degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst
af stærð blaðsins hverju sinni.
Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag,
verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á
vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu.
Netgreinarnar eru öllum opnar.
Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu,
er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi
tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.:
Birtingardagur Skilatími
Mánudagsblað Hádegi föstudag
Þriðjudagsblað Hádegi föstudag
Miðvikudagsblað Hádegi mánudag
Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag
Föstudagsblað Hádegi miðvikudag
Laugardagsblað Hádegi fimmtudag
Minningar á mbl.is
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda efni
til Morgunblaðsins – þá birtist val-
kosturinn Minningargreinar ásamt
frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar