Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 31
Menning 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2009 Myndhöggvarinn Ásmund-ur Sveinsson (1893-1982) er einn þeirrafrumkvöðla sem stóðu á mótum frásagnarlegrar framsetn- ingar og módernisma í íslenskri lista- sögu. Styttur hans standa víða í op- inberu rými, má þar nefna Sæmund á selnum við Háskóla Íslands, Vatns- berann í námunda við Öskjuhlíðina og Andlit sólar fyrir framan Mennta- skólann í Reykjavík. Ásmundur hef- ur einnig sett mark sitt á bygging- arlistasögu Reykjavíkur með eftirminnilegum hætti – fyrst með húsinu sem hann reisti við Freyju- götu, þar sem nú er Listasafn ASÍ, og síðar með hinni sérstæðu bygg- ingu við Sigtún sem nú hýsir Ás- mundarsafn en húsið og stytturnar þar fyrir utan hafa löngum vakið at- hygli vegfarenda. Nýlega var gerð nokkurs konar „innrás“ í helgidóm Ásmundarsafns: þar hafa 11 samtímalistamenn komið sér fyrir með verk sín og efnt til sam- ræðu við verk Ásmundar undir yf- irskriftinni „Rím“. Davíð Örn Hall- dórsson hefur jafnvel gengið svo langt að mála á veggi rýmisins í graf- fití-skotnum stíl og Sara Riel tekur sér bessaleyfi og lætur gifsmótað eyra „vaxa“ út úr vegg kúlunnar þar sem Ásmundur hafði vinnustofu sína forðum daga. Með þessum hætti ögra þau hugmyndum um hið hreina form sem ætla má að Ásmundur hafi haft að leiðarljósi. Sýningin minnir á vissan hátt á stefnumót ýmissa samtímalista- manna við fjallamyndir Ásgríms Jónssonar, og raunar landslagshefð- ina, í Listasafni Árnesinga fyrir tveimur árum. Vægi Ásmundar í stefnumótinu nú er að vissu leyti meira vegna staðsetningar sýning- arinnar. Ennfremur verða verk hans og samhengi módernismans ákveðið viðmið, bæði fyrir listamennina og sýningargesti. Þessi áhugi og endur- skoðun á módernískri arfleifð hefur einkennt ýmsar sýningar á und- anförnum misserum í íslenskum sýn- ingarsölum og má kannski segja að hér hafi verið gengið einna lengst í ögrandi endurmati. Frásagnarkenndum en jafnframt formrænum brons- og eikarhögg- myndum Ásgríms frá 4. og 5. ára- tugnum sem birta upphafnar og „al- gildar“, mónúmental myndir af móðurinni, sköpuninni, vættum landsins, karlmennsku og verka- vinnu, er teflt saman við sam- tímaverk af skyldum viðfangsefnum, sem þó eru vitaskuld unnin á annars konar hugmyndalegum grunni og með öðrum efnum og aðferðum í samræmi við nýja tíma. Eirún Sig- urðardóttir og Kristín Gunnlaugs- dóttir fjalla um móðurreynsluna af eigin raun: persónulegt verk Ei- rúnar, sem unnið er með blandaðri tækni, skírskotar til mannslíkamans og yfir því er annarlegur blær sem „rímar“ vissulega við lífræn form og umfjöllunarefni Ásmundar í Móðir mín í kví kví og Fæðing þar hjá. Mál- verk Kristínar lýsir andlegri vegferð móður sem er mild og nálæg fremur en hlutgerð mynd „móður jarðar“. Upphafning á hetjum og starfs- stéttum víkur fyrir kaldhæðni, kitsi og vélrænni fjarlægð í verkum Birgis Snæbjörns Birgissonar, Péturs Arn- ar Friðrikssonar og Finns Arnar Arnarsonar. Annarleiki, afmyndun og þjóðsagnamýtur tengja saman verk Guðrúnar Veru Hjartardóttur, Ólafar Nordal og Ásmundar, þótt með ólíkum hætti sé. Það eru ekki síst tengsl Ólafar og Ásmundar, og einnig Steingríms Eyfjörðs og að sumu leyti Hrafnkels Sigurðssonar, sem undirstrika einkenni á list Ás- mundar sem tengist rótum hans í al- þýðumenningunni og landinu. Þótt verk hans hafi á síðari hluta ferilsins orðið meira afstrakt, þá er hið frá- sagnarlega ekki langt undan – eins og sést skemmtilega í form- og fantasíusamspili járnverka frá því um og eftir 1960 og mynsturkennds málverks Davíðs Arnar. Raunar má segja að frásagnarblær á myndlist Ásmundar lifni við á þessari sýningu þar sem verkin eru mátuð við raunsæisblandna umfjöllun þeirra samtímalistamanna sem valdir voru til þátttöku. Sýningin leiðir einnig í ljós að verk Ásmundar standast fyllilega „áhlaup- ið“; þau standa fyrir sínu og skera sig úr fyrir frábæra formræna útfærslu. Yngri verkum er að hluta stillt upp sem gagnrýni á fyrri gildi, en athygl- isverðustu þættir sýningarinnar tengjast útvíkkun umræðunnar um einkenni og merkingu módernisma- hugtaksins í myndlistarheiminum. Kveðist á við Ásmund Morgunblaðið/Heiddi Í Ásmundarsafni Davíð Örn Halldórsson, einn listamannanna, hefur jafnvel gengið svo langt að mála á veggi rýmisins í graffití-skotnum stíl. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn Rím – Ámundur Sveinsson, Birgir Snæbjörn Birgisson, Davíð Örn Hall- dórsson, Eirún Sigurðardóttir, Finnur Arnar Arnarson, Guðrún Vera Hjart- ardóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Krist- ín Gunnlaugsdóttir, Ólöf Nordal, Pét- ur Örn Friðriksson, Sara Riel og Steingrímur Eyfjörð. Sýningarstjórar: Ólöf K. Sigurðardóttir og Sigríður Melrós Ólafsdóttir. Til 30. apríl 2010. Opið maí-sept. kl. 10- 16 og okt.-apríl kl. 13-16. Aðgangur ókeypis. ANNA JÓA MYNDLIST Handsmíðaðar útskriftargjafir @ Fréttirá SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.