Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 18
18 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2009 Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Garður | Reynir Katrínarson hefur alla tíð verið andans maður. Hann var hvorki hár í lofti né gamall í árum talið þegar hann fór að skynja heimana í kringum hinn mennska heim. Fólk átti það til að vera nokkuð ágengt í spurningum og svo kom að hann lokaði á þetta á unglingsárunum, átti nóg með sig eins og hann sagði sjálfur. Hann sagði áhugann þó alsltaf hafa fylgt sér. „Svo kom að því að þetta fór að magnast upp aftur og ég ákvað að hleypa því í gegn. Allt frá árinu 1983 hef ég markvisst verið að nota þessa vitneskju mína um hand- anheima og tjáð það í öllu sem ég tek mér fyrir hendur,“ sagði Reyn- ir sem starfar sem nuddari, heilari, miðill, skáld, tónlistarmaður og myndlistarmaður. Hvít Víðbláinn er sú tenging sem hann getur sagst hafa við aðra heima. „Hvít er fyrir ljósið sem við sækjumst öll eftir og Víðbláinn fyrir flæmið því þetta er stórt.“ Reynir sagði viðbrögð fólks oft- ast vera jákvæð en sér sé alveg sama hvort fólk trúir honum eða ekki. „Galdra Meistari ætlaði ég t.d. aldrei að nota, en bæði þeir sem hafa verið að koma til mín í meðferð og eins verur sem hafa heimsótt mig vildu að ég kallaði mig þetta, svo ég sló til. Galdurinn sem ég stunda er hvítigaldur.“ Beintengdur við handanheima Í störfum Reynis hafa norrænu gyðjurnar í Fensölum verið hvað fyrirferðarmestar og hrifnastur er hann af Frigg, móðurgyðjunni. Hann sagði að bæði goðin og gyðj- urnar hafi hann tengt inn í andlega vinnu sína eftir að hann sá leikrit hjá leikhópnum Arjunga í Noregi sem setti upp verk byggt á nor- rænni goðafræði. „Ég varð svo heillaður,“ sagði Reynir sem hefur búið til rún fyrir hvert goð og hverja gyðju og rist með demanti í steina og málað á kuðunga. Stein- ana og kuðungana notar hann til orkumyndunar og til að tengja manninn við goðin og gyðjurnar. „Frigg og gyðjurnar 16 geta hjálpað okkur mjög mikið í okkar málum ef við viljum og þær hafa verið að gera það. Ég er hrifnari af gyðjunum vegna þess að þær hafa aldrei brotið nein lögmál og hafa því meiri aðgang að öllu. Ég tengi mig mikið við gyðjurnar til þess að ná í svör og leiðir og þessi tenging birtist í öllum mínum störfum, einnig í málverkunum.“ Vitneskju sína um goðin og gyðjurnar sagðist Reynir í fyrstu hafa fengið úr Snorra-Eddu en síðan hafi hann sótt upplýsingarnar beint til þeirra. Gyðjunum til heiðurs hefur Reynir samið Þagnaþulur og flutt í félagi við Unni Lárusdóttur, söng- konu og tónskáld, bæði hér heima og erlendis. Við flutninginn nota þau nær eingöngu náttúruhljóð- færi, eins og steina, bein og bauna- hristur og nota gamlan íslenskan söngstíl, syngja í fimmundum og röddum. Saman mynda þau Seið- læti. Þá er hann að leggja lokahönd á 192 ljóð í ljóðastokki sem hann hyggst nota til að ná í svör. Blaða- maður fékk að prufukeyra stokkinn og eftir persónulegar vangaveltur þótti við hæfi að spyrja hvort ís- lenska þjóðin ætti sér undankomu auðið úr efnahagsþrengingunum. Ljóð sem blaðamaður dró úr stokknum var svohljóðandi: Mætast margar leiðir lífa, hver einn sína braut. Velur vel og skapar leiðir, fagurt blóm í laut. „Gyðjurnar geta hjálpað ef við viljum“ Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Hvít Víðbláinn Reynir Katrínarson heldur mikið upp á norrænu gyðjurnar og sækir til þeirra svör og upplýsingar. Hér situr hann afslappaður innan um himinhá málverk sín innblásin af goðum og gyðjum. Gyðjur eru nokkuð fyrirferðarmiklar í lífi Reynis Katrínarsonar listamanns með meiru. Hann titlar sig Hvít Víðbláinn og Galdra Meistara og eru titl- arnir ekki af þessum heimi. Svanhildur Eiríksdóttir ræddi við Reyni. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is NÚORÐIÐ er fólk ekki bara með síma í vasanum, heldur líka mynda- vél og vídeóvél – allt sambyggt. Þrátt fyrir það getur verið snúið að nota myndavélina eða vídeóvélina; í sumum tímum tekur það smá tíma að koma upptökunni í gang og þá er augnablikið jafnvel liðið. Sama getur verið upp á teningnum ef maður er með vídeóvél í höndunum og þá verður allt líka formlegra. Þá er betra að vera með litla vél í vasanum sem er eiginlega ekki ætluð fyrir annað en að taka vídeó – vél eins og Flip Mino. Flip-vélarnar verða seint verð- launaðar fyrir hönnun, en þær eiga hinsvegar lof skilið fyrir einfaldleik- ann – maður tekur vélina upp úr vas- anum, kveikir á henni og ýtir svo á rauða takkann til að taka upp mynd. Einfaldara getur það varla verið. Svo er vélin líka með innbyggt USB- tengi og innbyggðan hugbúnað til að sýsla með myndirnar á heimilistölv- unni. Vélar eins og þessi hafa slegið rækilega í gegn vestan hafs og skilj- anlegt. Eini ókosturinn er það hve hún er klossuð, en virkar líka traust- byggðari fyrir vikið. Varla þarf að taka fram að hægt er að senda myndskeið beint á YouTube um leið og þau eru lesin inn í tölvuna. Sannkallað vasavídeó Vasavídeóvél Lifi einfaldleikinn! BANDARÍSKAR konur sem drekka fjóra bolla eða meira af kaffi á dag eru 20% ólíklegri til að fá heilablóðfall en konur sem drekka minna en einn bolla á mánuði, að því er fram kemur í rannsókn vísindamanna við læknadeild Harvard- háskóla í Bandaríkjunum. Rannsóknin byggist á greiningu gagna frá 83.076 konum sem höfðu ekki fengið heilablóðfall, krans- æðastíflu, sykursýki eða krabba- mein og var horft til þáttar kaffi- drykkju á tímabilinu 1980 til 2004. Leiðir greining á heilsu þessara kvenna í ljós að neysla tveggja til þriggja kaffibolla á dag dregur úr líkum á heila- blóðfalli um 19% en neysla fimm til sjö bolla á viku um 12%. Dr. Esther Lopez- Garcia, sem fór fyrir rannsókninni, leggur þó áherslu á að hin heilsu- farslega jákvæðu áhrif kaffidrykkju komi fyrst og fremst fram hjá heilbrigðu fólki. Einstaklingar sem þjáist af svefnleysi, kvíða, streitu eða hjartakvillum eigi að leita til lækn- is til að fá skorið úr um hver áhrif kaffidrykkju á líðan þeirra geti verið. Dregur úr líkum á slagi Magnús Ólafsson frá Sveins-stöðum heyrði í fréttum nú væri svo komið fyrir sínum flokki að hann hefði orðið að gefa eftir þingflokksherbergið til Vinstri grænna. „Svona fer nú þegar einn flokkur hefur komist upp með að taka yfir þingflokksherbergið, stefnumál og fylgi, þá getur fleira fylgt á eftir: Enn er fylgið afar smátt eflaust má því flíka að Vinstri grænir vilja brátt væla út nafnið líka.“ Davíð Hjálmar Haraldsson bendir á að alkunn sé hræðsla gamals fólks við að flytja úr of stóru húsnæði í pláss við hæfi. Og hann veltir fyrir sér vísindaheit- inu á svona fælni: Af er það sem eitt sinn var. Áfram vilja sitja kvellisjúkar kerlingar er kvíða því að flytja. Loks heyrðist af því, að hund- urinn Elvis hefði verið eitthvað pirraður á sjónvarpinu og útvarp- inu líka þegar hann kom til Sig- urðar Ingólfssonar og hnusaði að honum: Elsku Siggi, áttu grammófón? Útvarpið er meira dautt en lík! Allstaðar er Evróvísíón eða þessi gelda pólitík. Elvis hefur ósjaldan komið við sögu Vísnahornsins og því er gaman að segja frá því, að nú stendur til að setja á svið barna- leikrit á Egilsstöðum, byggt á sögu hundsins hagmælta og æv- intýragjarna. Af Elvis og Framsókn VÍSNAHORN pebl@mbl.is – meira fyrir áskrifendur Glæsilegt sérblað fylgir með Morgunblaðinu 6. júní Garðablað Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Meðal efnis verður : • Skipulag garða • Garðblóm og plöntur • Sólpallar og verandir • Hellur og steina • Styttur og fleira í garðinn • Garðhúsgögn • Heitir pottar • Útiarnar • Hitalampar • Útigrill • Matjurtarækt • Kryddrækt • Góð ráð við garðvinnu • Ásamt fullt af spennandi efni Garðablaðið verður með góðum upplýsingum um garðinn, pallinn, heita potta, sumarblómin, sumarhúsgögn og grill. Garðablaðið verður stílað inn á allt sem viðkemur því að hafa garðinn og nánasta umhverfið okkar sem fallegast í allt sumar. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569-1105 eða kata@mbl.is Tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 14.00, þriðjudaginn 2. júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.