Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 30
30 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2009 GUÐRÚN Jóhanna Ólafs- dóttir messósópransöngkona syngur með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í kvöld, föstudagskvöld. Ítölsk stemn- ing er í fyrirrúmi en leikin verða verk eftir Respighi og Edward Elgar, auk kantata sem tengjast fornum róm- verskum sögnum: Arianna a Naxos eftir Haydn og Phaedra eftir Britten. Guðrún Jóhanna er ein dáðasta söngkona landsins af yngri kynslóðinni og hefur hún m.a. sungið veigamikil hlutverk við Íslensku óperuna og með Sinfóníuhljómsveit Íslands, auk þess sem hún hefur haldið fjölda ljóðatónleika. Tónlist Guðrún Jóhanna með Sinfóníunni Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir LEIKHÓPURINN Lotta frumsýnir á morgun, laug- ardag, nýtt íslenskt barna- leikrit. Rauðhettu. Verkið er sýnt í Elliðaárdalnum í Reykja- vík og hefst sýningin klukkan 14. Sýnt er utandyra og eru sýningargestir því hvattir til að klæða sig eftir veðri og taka með sér teppi að sitja á. Verkið skrifaði Snæbjörn Ragnarsson og byggir á klass- ísku ævintýrunum um Rauðhettu og úlfinn, Hans og Grétu og grísina þrjá. Sögurnar eru fléttaðar saman á nýstárlegan hátt svo úr verður mikið æv- intýr. Þetta er þriðja sumarið sem Leikhópurinn Lotta setur upp barnasýningu. Leiklist Rauðhetta og þrír grísir í Elliðaárdal Leikendur í Rauðhettu. POPPHLJÓMSVEITIN Trí- kot og Lúðrasveit Vestmanna komu fram saman í Vest- mannaeyjum í fyrra, við góðar undirtektir, og hyggjast end- urtaka leikinn í Höllinni, Vest- mannaeyjum, á morgun, laug- ardaginn 23. maí, klukkan 20. Þeim til aðstoðar verða félagar úr Lúðrasveit verkalýðsins. Alls verða rúmlega 60 manns á sviðinu og flutt lög úr öllum áttum til að mynda eftir Queen, Robbie Williams, Frank Sinatra, Bítlana, Focus og Björgvin Hall- dórsson og fleiri frábæra listamenn. Æfingar hafa staðið yfir undanfarna mánuði og lofa flytjendur að enginn verði svikinn af tónlistinni. Tónlist Popp og lúðrar í Vestmannaeyjum Tríkot og Lúðra- sveit Vestmanna. Félagið fagnar afmælisári með ýmsumhætti. Á tímamótum sem þessum ergjarnan litið um farinn veg og jafnframthorft fram á veginn. Sýning á verkum Kjartans Guðjónssonar (sem nú stendur yfir) er dæmi um sýningu þar sem horft er um öxl til frum- kvöðlanna í íslenskri grafík,“ segir Elva. „Það er fé- laginu mikill heiður að fá að sýna verk Kjartans. Þann 23. maí munu um 30 félagsmenn koma saman á Lækjartorgi og vinna myndlist hver með sínum hætti. Þessir tveir viðburðir eru einnig framlag fé- lagsins til Listahátíðar í Reykjavík. Í haust er fyrirhuguð sögusýning í sal félagsins þar sem saga grafíkur á Íslandi verður rakin í máli og myndum. Við hyggjumst bjóða skólahópum sér- staklega að sækja þá sýningu. Menntamálaráðu- neytið styrkir þetta verkefni. Samtímis þeirri sýn- ingu verður samsýning í Norræna húsinu þar sem vonandi gefst færi á að líta það besta sem graf- íklistamenn á Íslandi hafa að bjóða. Áætlað er að gefa út rit með upplýsingum um alla listamenn fé- lagsins. Á afmælisári félagsins viljum við graf- íklistamenn vera sýnileg með jákvæðum hætti.“ Uppsveifla Hvernig metur þú stöðu grafíklistarinnar hér? „Nú er uppsveifla. Vinsældir grafíklistarinnar hafa alltaf gengið í bylgjum. Í dag er t.d. ekki eig- inleg grafíkdeild í Listaháskólanum eins og áður var en mjög öflugt grafíkverkstæði. Við höfum fregnir af því að það sé mjög vinsælt. Ríkarður Valtingojer sem er lærifaðir okkar margra í graf- íkinni, hefur sett upp Grafíksetur á Austurlandi sem hefur hlotið fádæma viðtökur og stöðugt ber- ast fyrirspurnir til félagsins um námskeið og kynn- ingar. Grafíktæknin í sjálfu sér er fjölbreytt og hæfir nútímamyndlistarmanninum vel sem vill not- ast við fleiri en einn miðil eða tækni.“ Vita Íslendingar hvað grafík er? „Nei, Íslendingar vita almennt ekki mikið hvað grafik er, því miður. Fólk ruglar t.d. mjög saman listgrafík og grafískri hönnun sem er tvennt ólíkt. Þarna er svolítið við okkur grafíklistamenn að sak- ast og við ætlum að reyna að ráða bót á þessu með því að vera sýnilegri. Það gætir líka oft ákveðins misskilnings hjá fólki varðandi grafíklistina. Sumir telja hana vera óæðri miðil innan myndlistarinnar þar sem myndverk eru þrykkt í upplagi, þ.e. marg- ar myndir þrykktar af sömu plötu eða steini. Það má benda á að þrátt fyrir að svo sé þá handþrykkir listamaðurinn hvert eintak svo í raun er hvert ein- tak sérstakt. Þetta á sérstaklega við á Íslandi þar sem listamennirnir þrykkja allt sjálfir en víða er- lendis eru sérstakir þrykkjarar á verkstæðum.“ Margir merkir Hvað er það sem heillar við grafíklistina? „Ég get bara svarað þessu út frá minni persónu- legu skoðun. Mér finnst tækni grafíkur mjög skemmtileg, hún býður upp á óþrjótandi möguleika og oft óvænta útkomu. Mér finnst eitthvað notalegt við þetta handverk sem hún krefst, eitthvað göfugt og um leið á einhvern hátt heilandi. Þetta er samt oft á tíðum mjög þungt ferli og líkamlega erfitt og krefst mikillar þolinmæði.“ Hvaða íslenskir listamenn telur þú að standi upp úr í íslenskri grafíksögu? „Ég get nefnt Guðmund frá Miðdal sem m.a. flutti inn fyrstu grafíkpressuna til Íslands. Hlutur Jóns Engilberts er afar stór í að leggja grunninn að íslenskri grafíklist og hannaði hann m.a. hið gull- fallega merki félagsins sem nú hefur verið prentað á boli félaginu til fjáröflunar, og Kjartan Guð- jónsson. Barbara Árnason mun vera fyrsta konan sem vann grafík á Íslandi. Braga Ásgeirsson þarf vart að kynna enda stórt nafn í íslenskri graf- íksögu, og Erró. Þá má nefna Einar Hákonarson sem setti upp grafíkverkstæði í MHÍ fyrstur manna. Segja má að ný kynslóð grafíklistamanna hafi komið fram með t.d. konunum Ragnheiði Jóns- dóttur, Björgu Þorsteinsdóttur og Sigrid Valt- ingojer og enn á ný með t.d. Valgerði Bergsdóttur, Valgerði Hauksdóttur, Magdalenu M. Kjart- ansdóttur, Þórði Hall og Jóni Reykdal. Þeir einstaklingar sem hér hafa verið nefndir öðluðust sína grafíkmenntun víðs vegar um heim- inn og eiga það flestir sammerkt að hafa verið mik- ilsvirtir kennarar. Auk þeirra grafíklistamanna sem hér hafa verið nefndir er marga aðra ágæta listamenn að finna innan Íslenskrar grafíkur að sjálfsögðu enda félagmenn í dag rúmlega 70.“ Getur hvaða listamaður sem er leigt sér aðstöðu á verkstæði ÍG? „Íslensk grafík rekur grafíkverkstæði sem er með þeim bestu sem gerast. Allir myndlistarmenn sem hafa einhverja þekkingu á þeim efnum og áhöldum sem þar eru geta leigt sér aðstöðu til lengri eða skemmri tíma. Við höfum ekki starfs- mann á verkstæðinu til að aðstoða hvern og einn en við erum ansi hjálpleg ef því er að skipta.“ Ungir grafíkerar óskast Nú ert þú nýtekin við formennsku, verða breytt- ar áherslur í rekstri félagsins eða sýningahaldi? „Fyrstu mánuðirnir hafa farið í að setja mig inn í málefni félagsins. Eitt af aðalmarkmiðum mínum fyrsta árið ásamt nefndum félagsins er að efla innra starf félagsins og halda utan um afmælisárið. Það höfum við gert m.a. með því að standa fyrir stuttum námskeiðum og kynningum mánaðarlega fyrir fé- lagsmenn og með veglegri dagskrá afmælisársins. Meðalaldur félagsmanna er orðinn hár og það er brýnt að fá inn ungt og ferskt fólk. Ætlunin er að óska eftir meiri samvinnu við Listaháskóla Íslands og grafíklistamenn víðs vegar um landið. Næsta ár verður áhersla lögð á að byggja upp samvinnu við erlend grafíkverkstæði sem nú þegar hafa óskað eftir samstarfi við okkur, það er margt spennandi framundan.,“ segir Elva. Morgunblaðið/Kristinn Steinþrykk Sigurbjörn Ingvarsson við vinnu á verkstæði Íslenskrar grafíkur fyrir einum tíu ár- um. Litfagurt steinþrykk í fæðingu. Óþrjótandi möguleikar, óvænt útkoma Félagsmenn í Íslenskri grafík munu koma saman á Lækjartorgi á morgun kl. 13-17 og vinna þar að myndlist með ýmsum hætti. Bæði verður rist í plötur og þrykkt að graf- ískum sið, teiknað og málað. Myndlistarverk félagsmanna verða til sýnis og sölu auk þess sem seldir verða bolir með merki félagsins, sem Jón Engilberts hannaði fyrir margt löngu. Klukkan 15 verður svo framinn gjörningur en um innihald hans og framkvæmd ríkir mik- il leynd meðal félagsmanna. Grafík og gjörningur Fílharmóníusveitin í Berlín hefur löngum þótt ein besta sinfón- íuhljómsveit heims, ef ekki sú besta, og á að baki langa og merka sögu. Það þótti mörgum einkennilegt að þegar hljómsveitin, sem á sér djúpar rætur í þýsku menningarlífi, réð sér breskan aðalstjórnanda, Simon Rattle. Það virðist þó fara vel á með hljómsveitinni og Rattle, því búið er að leggja drög að samningi um áframhaldandi störf hans þar, allt til ársins 2018, eða í níu ár. Samning- urinn verður þó ekki undirritaður fyrr en í haust. Sir Simon er óhemjuvinsæll meðal fastagesta á tónleikum hljómsveit- arinnar, en sögur hafa farið af kryt- um milli hans og einstakra hljóð- færaleikara í sveitinni. Samningsdrögin hafa verið sam- þykkt af öllum hlutaðeigandi, yf- irstjórn hljómsveitarinnar, hljóð- færaleikurum og Rattle sjálfum. Á næsta starfsári er gert ráð fyrir því að hann stjórni sextíu tónleikum hljómsveitarinnar, þar af þrjátíu og þremur í vígi sveitarinnar í Fílharm- óníunni í Berlín. begga@mbl.is Rattle áfram í Berlín Níu ára samningur við Fílharmóníuna Sir Simon Vinsæll í Berlín. KVIKMYNDA- framleiðandinn Dream Works í Bandaríkjunum gæti þurft að hætta við áform um að kvikmynda sögu Martins Luthers King. Tvö börn mann- réttindaleiðtog- ans hafa hótað málsókn verði ekki hætt við, þar sem samþykkis þeirra fyrir gerð mynd- arinnar hafi ekki verið leitað. Á þriðjudag tilkynnti kvikmynda- framleiðandinn að hann hefði keypt rétt á því að gera kvikmynd úr sögu Kings af dánarbúi hans, en það er sonurinn Dexter King sem stjórnar því. Í þeim samningi var ráð fyrir því gert að Steven Spielberg leikstýrði myndinni. Systkini Dexters, Bernice og Martin Luther yngri, eru ósátt við að hafa ekki verið höfð með í ráð- um. Ef af verður, verður það ekki í fyrsta sinn sem börn Martins Lut- hers King þræta um málefni föður síns fyrir dómstólum. Börn Kings þræta um föðurleifðina Martin Luther King Þetta er líka svo mikið síldartunnu- fyrirbæri... 32 » Morgunblaðið/ÞÖK Hugmyndaflug Valgerður Hauksdóttir hefur verið afkastamikil í grafíklistinni og m.a. blandað nýrri aðferðum við þær eldri. Morgunblaðið/Kristinn Litur borinn á plötu Elva Hreiðarsdóttir, for- maður félagsins Íslensk grafík, á hinu vel búna verkstæði félagsins í Hafnarhúsinu. Félagið Íslensk grafík (ÍG) fagnar 40 ára afmæli í ár og verður margt gert til hátíðabrigða á árinu til að vekja athygli á sögu félagsins og graf- íklistinni. Helgi Snær Sigurðsson tók formann félagsins, Elvu Hreið- arsdóttur, tali og spurði hvernig afmælishaldinu yrði háttað. ÍG er með verkstæði og sýningarsal í Hafnarhús- inu, Tryggvagötu 17 hafnarmegin og er öllum myndlistarmönnum frjálst að sækja um sýning- araðstöðu. Lögð hefur verið áhersla á að sýnd séu grafíkverk og verk á pappír, þó svo það sé ekki skilyrði. Hver sýning stendur yfir í þrjár vikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.