Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 25
börnin séu hin sönnu auðæfi þessa lífs, þau verðmæti sem við skiljum eftir þegar við kveðjum þetta til- verustig. Slík var lífsafstaða ömmu og hennar verðmætamat. Amma var vissulega mikil móðir og helgaði líf sitt börnum sínum og barnabörnum. Hún gerði þeim heimili þar sem þau voru ávallt í öndvegi. Amma glímdi við veikindi í mörg ár en víst er að í öllu því erfiða ferli naut hún kærleiksríkrar nálægðar, ómetanlegs stuðnings, aðhlynningar og umönnunar afa allt þar til yfir lauk. Einar Þór, Ólafur Örn, Eydís Lilja og Hulda Hrund. Kær mágkona mín, Laufey Bjarnadóttir, er látin, eftir langvar- andi sjúkleika. Fáein kveðjuorð set ég nú á blað. Meira en hálf öld er liðin frá því kynni okkar urðu. Ég tengdist fjöl- skyldu Laufeyjar þegar við Ragna, sem ætíð er kölluð Stella, gengum í hjónaband árið 1955, en hún og Laufey voru systur. Laufey og maður hennar, Einar Örn Björnsson, komu frá Noregi 1957, eftir að Einar lauk þar námi í dýralækningum. Við Einar Örn höfðum hins vegar þekkst frá árum áður í Menntaskólanum á Akureyri. Þau Laufey og Einar bjuggu í 20 ár á Húsvík en Einar var þar héraðs- dýralæknir til ársins 1977. Frá árinu 1969 áttum við Stella leið um Húsavík á hverju sumri á ferð okkar í Þistilfjörð til laxveiða, og raunar oftast tvisvar á sumri. Þá var ætíð komið við á þeirra fallega heim- ili. Og oftar en ekki fékk Ásta dóttir okkar, þá barn að aldri, að dvelja hjá þeim hjónum, meðan við vorum við veiðar. Þau Laufey og Einar voru einstak- lega barngóð og styttu Ástu okkar stundirnar með dætrunum Hönnu Maju og Eddu, sem voru 8 og 10 ár- um eldri en Ásta. Okkur er minnisstætt að í einni fyrstu heimsókninni á Húsavík steig Ásta okkar sín fyrstu skref, þá kom- in á annað ár, og svo í heimsókn nokkru síðar lærði hún að lesa á þessu einstaka heimili. Hún fór með dýralækninum í vitjanir hans vítt um héraðið og minnist þessara tíma með mikilli hlýju og gleði. Eftir dvöl þeirra hjóna á Húsavík fluttu þau að Hvolsvelli árið 1977 og bjuggu þar til ársins 1999 en þá hafði Einar lokið starfstíma sínum sem dýralæknir. Á Hvolsvelli reistu þau sér glæsi- legt hús sem eftir var tekið. Það hentaði fjölskyldunni vel, bæði sem íverustaður og aðstaða fyrir dýra- lækninn. Ég er þess viss að þar hafi þeim liðið vel og þangað var gott að koma. Það var alla tíð kært með þeim systrum, Laufeyju og Stellu, konu minni. Þær ólust upp saman í stærri systkinahópi á Patreksfirði, en tveggja ára aldursmunur var á þeim tveimur. Og þar voru þeirra bernsku-, æsku- og unglingsár við leik og störf hjá þeirra góðu foreldr- um, Guðfinnu og Bjarna. Og nú er Laufey horfin okkur þeg- ar tveimur mánuðum var vant í átt- ræðisafmælið. Eflaust varð hún hvíldinni fegin, svo mjög sem veik- indi af ýmsu tagi höfðu sótt hana heim. En hún kvartaði ekki, vissi líka sem var, að hún naut einstakrar um- hyggju eiginmannsins, Einars Arn- ar. Hann annaðist hana á heimili þeirra á Seltjarnarnesi árum saman, sjálfur kominn á níræðisaldur, og hafði ekki farið varhluta sjálfur af erfiðum sjúkleika. Engum hef ég kynnst sem stutt hefur konu sína af meiri nærgætni og elskusemi en Einar hefur gert. Fyrir það er fjöl- skyldan honum þakklát. Dætur þeirra hjóna, dætrabörn og tengda- synir hafa einnig sýnt þeim sérstaka ræktarsemi á erfiðum tímum, og raunar alla tíð. Við Stella, Ásta dóttir okkar og hennar fjölskylda, sendum okkar samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa Einar Örn, dæturnar og fjöl- skyldur þeirra. Ólafur G. Einarsson. Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2009 ✝ AðalheiðurBjörnsdóttir fæddist á Akureyri 31. mars 1952. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 15. maí 2009. Foreldrar henn- ar voru Björn Ólsen Sigurðsson frá Ys- tamói í Fljótum, f. 24.2. 1916 , d. 10.4. 1982 og Stefanía Jóns- dóttir, húsfreyja og verkakona á Rauf- arhöfn, f. á Akureyri 8.11. 1917, d. 11.9. 1997. Systkini Aðalheiðar eru: Katr- ín, f. 3.12. 1936, d. 23.7 1985, Jón Halldór, f. 4.1. 1938, Bjarni Einars, f. 3.12. 1940, d. 18.7. 1996, Sigurður Mars, f. 5.7. 1943, Klara, f. 3.9. 1945, Björn, f. 3.4. 1947 og Sigrún, f. 29.7. 1948. Hálfsystkini eru þau Gylfi Þorsteinsson., f. 21.1. 1935, d. 7.11. 2007, Indriði Indriðason, f. 26.5. 1956 og Sólrún Hvönn Indriðadóttir, f. 14.2. 1960. Aðalheiður giftist 7. desember 1969 Haraldi Eðvarð Jónssyni, fv. skipstjóra, f. á Akureyri 3. júlí 1951. Þröstur Jóhannsson, bifreiða- og stálskipasmiður, f. 6.4. 1976. Börn þeirra Jóhann Bjarni og Ellen Eva. Aðalheiður ólst upp á Raufarhöfn og var þar fram á unglingsárin en þá hélt hún til Akureyrar og starfaði þar við ýmis verkamannastörf. Þar hóf hún búskap en frá árinu 1974 bjuggu þau hjónin á Raufarhöfn en æskustöðvarnar þar áttu ávallt stór- an stað í hjarta Aðalheiðar. Í febr- úar árið 2000 fluttust þau til Reykja- víkur. Aðalheiður starfaði sem fóstra í nokkur ár en lungann úr æv- inni starfaði hún við fiskvinnslu á Raufarhöfn. Eftir að hún fluttist til Reykjavíkur starfaði hún m.a. á leikskóla og á Vogi en síðustu árin starfaði hún fyrir Rafiðnaðarsam- bandið og fleiri félög á Stórhöfða við þrif og matreiðslu. Aðalheiður var húsmóðir sem naut þess að halda fallegt heimili. Áhugamálin voru auk þess matur, tónlist og ferðalög en notalegustu stundirnar átti hún í Silfurtunglinu, sumardval- arstað fjölskyldunnar í Eyjafirði. Aðalheiður verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju í dag, 22. maí, kl. 13. Foreldrar hans eru Jón Haraldur Har- aldsson, verkamaður á Akureyri, f. 3.11. 1926, d. 3.4. 2000, og Erna Margrét Reinke, húsfreyja og verka- kona á Akureyri, f. í Póllandi 30.10. 1930. Aðalheiður og Har- aldur skildu en hófu búskap aftur tveimur árum síðar og giftust að nýju í Raufarhafn- arkirkju 29.9. 1979. Börn Aðalheiðar og Haraldar eru: 1) Bjarni Ómar, tón- listarkennari og tómstunda- og fé- lagsmálafræðingur, f. 24.5. 1969, maki Alda Guðmundsdóttir verka- kona, f. 12.3. 1968. Börn: Aðalheiður Lilja og Daníel Birgir. 2) Jón Har- aldur, sölustjóri hjá Marel, f. 23.6. 1974, maki Heiða Björk Ábjörns- dóttir verslunarráðgjafi, f. 10.1. 1975. Sonur þeirra Hörður Máni, sonur Jóns úr fyrri sambúð Har- aldur Logi, börn Heiðu frá fyrri sambúð Bryndís og Einar. 3) Rakel Björk sjúkraliði, f. 6.4. 1979, maki Hún Allý vinkona okkar er dáin. Þetta voru þungar fréttir fyrir vin- kvennahópinn, þrátt fyrir að vera búnar að fylgjast með þér kljást við erfiðan sjúkdóm. Allý, þú varst góð og traust vin- kona, dugleg, sterk og einlægur vin- ur vina þinna. Það voru fá orð sögð þegar við vinkonur hittumst fyrst eftir andlát þitt, við fundum fyrir miklu tómarúmi, þar verður tíminn að vinna sitt verk til að við venjumst því að það vanti forsprakkann í hóp- inn. Það er margs að minnast þegar við lítum yfir liðin ár. Í saumaklúbbnum okkar var oft mikið fjör og mikið skrafað og eitt er víst að ekki hefði allt mátt koma fyrir allra eyru. Þar voru prjónaðar peys- ur, húfur og sokkar, saumaðir klukkustrengir, púðar, puntuhand- klæði, „já eða svona næstum því“, og jafnvel legið í gólfum og sniðnir jogg- inggallar á grunnskólabörn á Rauf- arhöfn þar sem við bjuggum allar. Síðan fluttum við átta hingað á Reykjavíkursvæðið og fyrir þína framtakssemi, Allý, héldum við áfram að hittast en ekki var mikið um hannyrðir eftir að suður var kom- ið. Við fórum oftast út að borða og dansa og auðvitað leituðum við þá uppi Rúna Þór. Það er okkur mjög minnisstætt þegar við hittumst á Kaffibrennslunni, við þurftum svo mikið að tala að þjónninn náði engu sambandi við okkur og endirinn varð sá að við töluðum af okkur eldhúsið, svo að það var bara hlaupið út á Pizza 67 og borðaðar pitsur. Eitt skipti flautaðir þú á galakvöld heima hjá þér og mættum við allar, þvílíkt flott galaklæddar, borðuðum æðislega fínan mat og þú með þessi fínu skemmtiatriði. Ekki átti hann Halli þinn minni þátt í því að gera þetta kvöld skemmtilegt þar sem hann hafði eldað og uppvartað eins og besti kokkur og þjónn. Þú varst límið sem hélst hópnum saman, þegar þú áttir góðan tíma í þinni veikindabaráttu hringdir þú í okkur og við fórum og gerðum eitt- hvað skemmtilegt. Það eru endalausar minningar sem renna í gegnum huga okkar og við gætum skrifað langa pistla um samveru okkar í gegnum tíðina. Þú varst ótrúleg kona, Allý, og við dáð- umst að þér eftir að við komum allar til þín á sjúkrahúsið í síðustu heim- sóknina og kvöddum þig, þú varst stórkostlega dugleg og yndisleg, það er góð og notaleg minning um þig, kæra vinkona. Vonandi tekur ein- hver klúbbsystirin að sér þitt hlut- verk að hóa hópnum saman og við vitum að þú munt ætíð vera með okk- ur. Við klúbbsystur kveðjum þig, Allý, með miklum söknuði, það er erfitt að sjá á eftir ungri og fjörmikilli vin- konu. Elsku Halli, Bjarni, Jón, Rakel Björk og fjölskyldur, megi Guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar, hugur okk- ar og kærleikur er hjá ykkur. skyldu sem saknar nú og syrgir. Við kveðjum þig, kæra vinkona, með söknuði, þakklát fyrir að hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að hafa fengið að kynnast þér. Við sendum Halla og fjölskyldunni okkar dýpstu samúðarkveðjur. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kveðja frá vinum og samstarfs- fólki á Stórhöfða 31, Ásta Kristjónsdóttir. Margs er að minnast, mikils er að sakna. Elsku Allý mín, ég á eftir að sakna þín, allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman þessi rúm fjörutíu ár. Það er eins og það hafi gerst í gær þegar Halli kom að sækja mig í sveit- ina og ég minnist þess hvað hann var flottur í hvítri skyrtu og svörtum buxum og sagði þessa setningu sem ég gleymi aldrei. „Helga, ég á ofsa- lega fallega og góða kærustu, þú verður að sjá hana.“ Ég var aðeins tólf ára og fannst mér þetta rosalega spennandi, nú væri ég orðin mág- kona. Við fyrstu kynni vorum við báðar feimnar og skoðuðum hvor aðra vel og vandlega, síðan brostum við og hlógum. Síðan hafa okkar sam- skipti verið hrein og bein. Allý mín, það var guðsgjöf að hafa fengið að vera með þér allan þennan tíma. Ég var heppin að hafa fengið að búa hjá þér og Halla um veturinn áð- ur en þið fluttuð til Raufarhafnar. Ég var svolítið sár að þið ætluðuð að skilja mig eftir án ykkar og strák- anna Bjarna og Jóns sem voru mér allt, ég flutti til Reykjavíkur þar sem ég kynntist manninum mínum Stein- dóri sem þú kallaðir alltaf Steindór bróður og voruð þið bestu vinir frá fyrstu tíð.Við vorum tíðir gestir hjá hvort öðru, við til Raufarhafnar og þið til Reykjavíkur. Ekki skemmdi fyrir öllum samverustundunum sem við áttum í Silvó, litla bústaðnum í Vaðlaheiðinni, þar var oft kátt í hjalla og mikið unnið og gerðum við það í sátt og samlyndi. En lífið er nú ekki allt dans á rósum, það kom svart ský í líf þitt, þú orðin veik og fórst til Sví- þjóðar í mergskipti. Þetta var áfall fyrir okkur öll, en við róuðumst þeg- ar við fréttum að Halli væri með þér í einangruninni alla þessa þrjá mánuði og tók þátt í hjúkrun og þrifum, já hann Halli gerði allt sem hann gat til að létta þér lífið fram að síðustu stundu. Þegar einangrun létti kom- um við til Svíþjóðar í heimsókn. Þrátt fyrir veikindi þín, þá varst þú jákvæð og dugleg sem þú varst fram á síð- asta dag. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur varð glæsilegt og fágað og sýndi það hvernig manneskja þú varst. Minningarnar eru margar og geymi ég þær þar til við hittumst næst. Ég veit að guð verndar þig og það verður tekið vel á móti þér. Elsku Halli bróðir, Bjarni, Jón, Rakel og fjöldskyldur, ég votta ykk- ur öllum mína dýpstu samúð og Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar. Helga mágkona. Aðalheiður Björnsdóttir Elsku besta vinkona mín, pínulítil kveðja til þín frá mér. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert henn- ar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós. Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Elska þig. Þín vinkona, Halla. HINSTA KVEÐJA Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Kveðja, klúbbsystur frá Raufar- höfn, Angela, Ásrún, Dísa, Halla, Helga, Margrét, Ólína, Ragna, Þóra E. og Þóra G. Látin er langt um aldur fram elskuleg vinkona okkar og sam- starfsmaður, Aðalheiður Björnsdótt- ir. Hún Allý okkar, eins og allir köll- uðu hana, var þannig manneskja að öllum leið svo undur vel í návist hennar. Hér á Stórhöfðanum var hún eins og ungamamma, sá um að gefa okkur næringu í hádeginu dag hvern, og ekki skipti máli hvað á borðum var, allt varð svo grinilegt sem lagt var á borð. Sumir hafa þann eigin- leika að allt verður svo gott, fallegt og girnilegt sem þeir koma nálægt og þannig var Allý, það varð allt fal- legt í kringum hana. Allý sá ekki bara um að fæða okkur heldur var hún mikill gleðigjafi, glaðlynd, skap- góð og ávallt var stutt í hennar smit- andi hlátur þar sem hún hafði mikinn húmor. Henni tókst einhvern veginn að sjá spaugilegu hliðina á hlutunum og ekki síst þegar húmorinn snerist um hana sjálfa. Við fylgdumst vel með baráttu þessarar hugrökku og fallegu vinkonu okkar þegar hún tókst á við erfiða ferð og dvöl í Sví- þjóð, aðgerð sem gaf fyrirheit um betri tíð. Þegar heim var komið lét hún ekki hjá líða að koma í heimsókn á Stórhöfðann hvenær sem tækifæri var til. Það var ótrúlegt að horfa á hana, alltaf svo hlý og glaðleg og mun veikari en við gerðum okkur grein fyrir. Hún Allý var falleg manneskja yst sem innst, átti fjölskyldu sem elskaði hana og fyllti hana stolti, fjöl- Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista Selhellu 3 Hafnarfirði Sími 517 4400 • www.englasteinar.is ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir okkar, amma og langamma, BJÖRG STEINDÓRSDÓTTIR, áður til heimilis að Grænumýri 7, Akureyri, lést á Kristnesspítala þriðjudaginn 19. maí. Hulda Kristjánsdóttir, Gestur Jónsson, Kristján Gestsson, Ingibjörg Dagný Jóhannsdóttir, Jón Ásgeir Gestsson, Hrund Steingrímsdóttir, Árni Björn Gestsson, Þóra Steinunn Gísladóttir, Gísli Sigurjón Jónsson, Björg Þórhallsdóttir, Höskuldur Þór Þórhallsson, Þórey Árnadóttir, Anna Kristín Þórhallsdóttir, Runólfur Viðar Guðmundsson og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.