Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 32
32 Menning MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2009  Það verður að öllum líkindum talsverð spenna á Litla sviði Borg- arleikhússins á laugardag því höf- undur leikritsins Ökutímar, Paula Vogel, mun sitja út í sal með sín Pu- litzer-verðlauna-gleraugu. Höfundur Ökutíma í salnum á morgun Fólk LISTAMENNIRNIR Ólafur Ólafsson og Libia Pérez de Siles de Castro, sem hafa síðan árið 1996 unnið saman að list sinni og sýnt reglulega hér heima og erlendis, eru í hópi tíu listamanna sem tilnefndir hafa verið til hollensku Prix de Roma-myndlistarverðlaunanna. Þau voru á svo- kölluðum „stuttlista“ fjögurra listamanna, sem dómnefnd valdi, en síðan bættust við sex lista- menn í lokahóp tilnefndir af stærri lista. Dóm- nefndin er skipuð alþjóðlegum hópi sýn- ingastjóra. Sýning á verkum allra listamannanna sem til- nefndir voru, stendur nú yfir í De Appel Center for Arts í Amsterdam og lýkur um miðjan næsta mánuð. Verðlaunaféð nemur 45.000 evrum, tæp- um átta milljónum króna. Listamaðurinn í öðru sæti hlýtur 20.000 evrur og sá í þriðja sætinu 10.000 evrur. Ólafur og Libia starfa í Rotterdam. Þau fengu góða dóma fyrir sýninguna Allir gera það sem þeir geta í Hafnarhúsinu síðastliðið haust. Þau vinna mikið með það sem sýningastjórinn Nicol- as Bourriaud hefur nefnt „venslalist“ (relational art) og lýsti þannig að það væri „list sem finnur sér fræðilegan sjóndeildarhring á sviði mann- legra samskipta og í félagslegu samhengi frem- ur en á grundvelli framsetningar á óháðu og ein- stöku táknrænu rými.“ Annar listamaður meðal hinna tilnefndu teng- ist Íslandi, Rob Hornstra sem gerði hér bókina Rætur rúntsins fyrir nokkrum árum, með ljós- myndum af mannlífi í sjávarplássum landsins. Tilnefnd til hollenskra myndlistarverðlauna Morgunblaðið/Árni Sæberg Libia og Ólafur Þau tengja listina og samfélagið.  Kvöldið sem hin sænska Robyn þeytti skífum, ráku glöggir gestir veitinga- og skemmtistaðarins Ja- cobsen augun í veggspjald þar sem sænska teknósveitin The Knife var á meðal atriða aðra helgina í júlí. Fór orðrómurinn eins og eldur um sinu á meðal helstu tónlistarspíra borgarinnar enda sveitin með allra bestu danstónlistar-poppböndum heims í dag. Eftirgrennslan Morg- unblaðsins bar þó engan árangur og ekki fékkst staðfest hjá Jacob- sen hvort af tónleikunum yrði. Talsmenn Jóns Jónssonar ehf, er stóðu fyrir innflutningi Robyn en gerðu þó ekki umtalað veggspjald, viðurkenna þó að vera í þreifingum við systkinadúettinn. Þá eru bundn- ar vonir við að a.m.k. annað systk- inið mæti en ólíklegra þykir að þau troði upp sem The Knife. Líkur eru á að annað hvort verði tónleikar með Fever Ray, sólóverkefni Karin Dreijer, eða dj-sett með bróður hennar Olaf Dreijer. Hnífurinn gæti klofnað á Jacobsen  Spennan var hins vegar tölu- vert minni í Borgarleikhúsinu á laugardaginn var þegar Creat- ure, verk Kristjáns Ingimars- sonar, var sýnt í síðasta sinn – fyrir nánast tómum sal. Kristján hefur greinilega veðjað á að Jó- hanna kæmist ekki upp úr und- ankeppninni í Moskvu. Kristján átti við ofurefli að etja Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is ÞRÁTT fyrir að mikill vilji sé hjá ís- lenskum ballsveitum til að nýta sér vaxandi áhuga á ferðamennsku inn- anlands í ár með því að endurvekja sveitaböllin, hafa stærstu félags- heimilin ekki opnað dyr sínar enn. Ástæðan er þó ekki beint áhugaleysi meðal þeirra er sjá um rekstur fé- lagsheimilanna, heldur almennur seinagangur þess kerfis er fyr- irspurnir um slíkt þurfa að fara í gegnum. Blaðamaður hefur heim- ildir fyrir því að sveitir á borð við Á móti sól, Ingó & veðurguðina og Sál- ina hans Jóns míns, hafi sent fyr- irspurnir til húsvarða og sveit- arstjórna um að fá að halda böll í sumar en engin þeirra hefur enn fengið svar, hvorki neikvætt né já- kvætt, þrátt fyrir að komið sé fram yfir miðjan maí og þessar sveitir í óða önn að bóka sumarið. „Við erum að bíða eftir svari frá Njálsbúð og Miðgarði,“ segir Heimir Eyvindarson, hljómborðsleikari og umboðsmaður Á móti sól. „Við erum líka að skoða fleiri hús á Suðurlandi en ef ég á að segja alveg eins og er þá er ekki búið að festa neitt. Mið- garður opnar aftur í sumar en það er ekki orðið alveg ljóst hvort leyft verður að halda þar sveitaböll aft- ur.“ Hvort sveitaböllum verður hleypt aftur inn í Miðgarð í sumar ætti að skýrast á næstu vikum. Það mun nýr framkvæmdastjóri félagsheimilisins skera út um en verið er að fara í gegnum umsóknir um starfið. Skemmdir á húsnæði Nokkur ár eru síðan sveitaballa- menningin lognaðist út af af ýmsum ástæðum. Kráarmenning efldist í bænum og ballsveitir sáu ekki leng- ur ástæðu til þess að taka þá fjár- hagslegu áhættu er fylgir því að bera ábyrgð á slíkum sveitaböllum. Í lægðinni tóku sveitarfélögin sig til og endurbættu húsnæðið á flestum stöðum. Gerðu húsin huggulegri og leigja nú aðallega út fyrir hóflegri skemmtanir á borð við ættarmót eða brúðkaupsveislur. Tregða sveitarfé- laganna að gefa leyfi aftur fyrir sveitaböllunum er því ef til vill skilj- anleg. Ekki hjálpar til að hér áður fyrr voru ballhaldarar látnir borga fyrir aukaálag á löggæslu svæðisins en í dag má slíkt ekki. Því er óljóst hvernig lögregla hvers svæðis tekur í hugmyndina. Áfengissala væri leyfileg Húsvörður Njálsbúðar staðfestir að sér hafi borist nokkrar fyr- irspurnir fyrir sumarið en segist hafa vísað þeim öllum til sveit- arstjórnarinnar. Á skrifstofu Rang- árþings eystra á Hvolsvelli var einn- ig staðfest að nokkrar fyrirspurnir hefðu borist um sveitaballahald þar en sveitarstjórinn sjálfur kom af fjöllum. „Jú, það yrði vissulega gaman að geta gert þetta,“ sagði Elvar Ey- mundsson sveitarstjóri þegar blaða- maður grennslaðist fyrir um málið. „En reynslan sýnir okkur að skemmtanirnar hafa ekki staðið undir sér. Það þarf ekki miklar skemmdir á húsinu svo að tap verði. Þetta er líka svo mikið síldartunnu- fyrirbæri að það togast á í manni hvort það sé menningarlegur blær yfir þessu.“ Sveitaböllin föst í kerfinu  Hljómsveitir vilja endurvekja sveitaböllin en fá engin svör vegna tregðu sveit- arstjórna  „Það þarf ekki miklar skemmdir á húsinu svo að tap verði“ Morgunblaðið/Arnaldur Í þá gömlu góðu daga Hún var óumdeild drottning sveitaballanna, Birgitta Haukdal, söngkona Írafárs. Bíða prinsessurnar tækifæris í sviðsvængnum? Sjálfræðisaldurinn hefur færst upp í 18 ár frá því að gömlu sveitaböllin voru á sínu blóma- skeiði og þar með var skorið burt dyggan hóp þeirra ung- menna er sveitirnar stóluðu á að myndu mæta. Á móti kemur að þetta gætu félagsheimilin nýtt sér til auka tekjur. Nú er löglegt að selja áfengi á staðn- um og því ekki lengur ástæða til þess að fara undir því falska flaggi að um áfengislausar skemmtanir sé að ræða. Tekjumöguleikar Án hvers geturðu ekki verið? Ég get ekki verið án súrefnis. Á hvað trúir þú? (spyr síðasti að- alsmaður, Óskar Páll Sveinsson) Ég er ásatrúar. Hvar læturðu helst til þín taka á heim- ilinu? Í sófanum, fyrir framan sjónvarpið. Botnaðu: Ég færi heljarstökk afturábak, af litlu bretti fyrir … ? Ég færi heljarstökk afturábak, af litlu bretti fyrir algerlega óeigingjarna ástæðu. Hversu pólitísk ertu á skalanum frá 1- 10? Ég er pínu pólitísk eða ca. 7 á skalanum. Hver er tilgangur lífsins? 42. Hverju myndirðu vilja breyta í eigin fari? Engu. Hvaða dómari í Idol er sanngjarn- astur? Þeir eru allir mjög svipaðir. En ósanngjarnastur? Sama svar og fyrir ofan. Ertu svekkt yfir því að Evróvisjón- keppnin var haldin sömu helgi og Idol- ið? Nei, alls ekki, ég sat föst við skjáinn og horfði á alla keppnina og varð hrika- lega stolt af Jóhönnu. Hvor keppnin er betri? Ég bara veit það ekki. Finnst þér þú betri söngkona en Anna Hlín Sekulic? Nei, alls ekki. Ég hugsa við séum jafn- góðar söngkonur, sín með hvora rödd- ina! Hver er mesta Idol-stjarna allra tíma? Adam Lambert Hvor er sætari, Simon Cowell eða Björn Jörundur? Báðir jafnsætir. Kanntu þjóðsönginn? Nei. Ertu frægust á Djúpavogi? Eins og staðan er núna, já. Hvað ætlarðu að gera við milljónirnar tvær sem þú vannst? Ég stefni á háskólann. Ef þú værir neydd til þess, gætirðu út- skýrt íslenska bankahrunið? Já, en ekki vel. Hvað finnst þér um afnám bindisskyld- unnar? Ég efast um að bindi hafi haft mikið að segja um fram- gang Alþingis. Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda? Hefur þú burstað tennur barnsins þíns í dag? FRÆGUST Á DJÚPAVOGI HRAFNA HANNA ELÍSA HERBERTSDÓTTIR ER AÐALSMAÐUR VIK- UNNAR OG FJÓRÐA IDOL-STJARNA ÍSLANDS. TITILINN HREPPTI HÚN UM SÍÐUSTU HELGI OG HLAUT AÐ LAUNUM TVÆR MILLJÓNIR KRÓNA Ég vann! Hrafna Hanna kampakát enda nýbúin að hreppa Idol-titilinn. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.