Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 19
Eftir Gunnlaug Árnason Stykkishólmur | Grásleppuvertíð í innanverðum Breiðafirði hófst í vikunni. Víða um land hafa grá- sleppuveiðar verið stundaðar í tvo mánuði, en Breiðafjörður er verndaður fyrir veiðum til þessa tíma vegna samninga við æð- arbændur. Frá Stykkishólmi eru gerðir út 23-25 bátar á þessari vertíð og er langt síðan annar eins fjöldi báta stundaði þessar veiðar. Hvað kem- ur til að grásleppuveiðar eru svona vinsælar? Svarið er einfalt. Gott verð fyrir hrognin. Á þessum veið- um njóta sjómenn þess hve gengi íslensku krónunnar er lágt. Margir bátar fóru tímanlega á sjóinn í nótt til að leggja fyrstu netin. Sjó- menn vildu vera komnir á réttu svæðin tímanlega til að tryggja sér þau. Þó að Breiðafjörðurinn sé breiður og langur og þar eigi að vera nóg pláss fyrir alla eru svæð- in misgjöful. Því vilja sem flestir komast í bestu stæðin áður en ein- hver annar hefur lagt þar netin. Hver bátur leggur um 200-300 net og um borð eru 2-3 sjómenn. Regl- urnar segja að hver bátur megi leggja 100 net á hvern sjómann sem er um borð. Netin liggja víða mjög þétt. Grásleppan verður að sýna mikla varkárni þetta árið ef hún á að synda framhjá öllum þessum netum án þess að festast þar í og verða bráð veiðimannsins. Mjög gott verð fæst fyrir grá- sleppuhrognin og margir tilbúnir að kaupa þau. Talað er um að kaupandinn sé tilbúinn að greiða 720-780 kr. fyrir hvert kíló af hrognum. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Spáð í spilin Grásleppukarlarnir tilbúnir í slaginn: Ásgeir Árnason, Árni Ásgeirsson, Jóhann Kúld Björnsson og Þröstur Auðunsson. Baráttan um bestu stæðin  Fjöldi báta stundar grá- sleppuveiðar frá Stykkishólmi Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is „ÉG HELD að krakkarnir séu varla búin að ná sér niður á jörðina ennþá,“ sagði Ásta Ásgeirsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Reyðarfjarðar, þegar hún var spurð um viðbrögð nemenda 8. bekkjar skólans sem í vikunni fengu þær fréttir að bekkurinn hefði sigrað í keppninni Reyklaus bekkur 2009. Nemendur í 7. og 8. bekk geta tek- ið þátt í keppninni, en þetta er tíunda árið í röð sem Íslendingar taka þátt í þessu Evrópuverkefni. Í ár tóku 324 skólar þátt í keppninni og bárust 100 lokaverkefni, en þau hafa aldrei verið fleiri. Keppnin gengur út á að nem- endur skrifa undir skuldbindingu um að reykja ekki. Til að eiga möguleika á að vinna fyrstu verðlaun þurfa bekkirnir að senda inn áhugavert efni tengt tóbaksvörnum. Tjara ofan á brauð Ásta sagði að verkefni sigurliðsins hefði verið einstaklega glæsilegt. Nemendur hefðu útbúið bókamerki sem hefðu að geyma tölulegar upp- lýsingar um tóbak og afleiðingar reykinga. Bekkurinn hefði enn- fremur útbúið fræðsluefni og haldið kynningu á því í mötuneyti Alcoa á Reyðarfirði þar sem mættu um 300 manns. Kynningin markaði upphaf verkefnisins „Karlar gegn krabba- meini“. Þriðji hluti verkefnisins var að taka myndir af nemendum skólans þar sem velt var upp ýmsum áleitn- um spurningum á nýjan hátt. Á myndunum var spurt hvort einhver vildi fá sér tjöru ofan á brauð eða blá- sýru út á Cheerios. Fjórði hluti verk- efnisins var að útbúa borðspil sem heitir No smoking. Ásta sagðist ekki vita um neinn í skólanum á Reyðarfirði sem reykti. Hún kvaðst vona að þessi góði árang- ur styrkti nemendur í þeirri ætlan að nota ekki tóbak. Það er von að bekkurinn hafi fang- að vel og innilega því að sigurlaunin voru ferð til Kaupmannahafnar. 18 nemendur eru í bekknum og leggur hann af stað í ferðina á mánudag ásamt umsjónarkennara sínum, Erlu Ólafsdóttur. Sigur Nemendur 8. bekkjar Grunnskóla Reyðarfjarðar fögnuðu vel og innilega þegar úrslitin voru tilkynnt í keppn- inni. Það er kannski engin furða því að bekkurinn fékk að launum ferð til Kaupmannahafnar. Sigurgleði á Reyðarfirði  8. bekkur Grunnskóla Reyðarfjarðar sigraði í keppninni Reyklaus bekkur og er hann á leið til Kaupmannahafnar Sjöundi bekkur Súðavíkurskóla varð í öðru sæti keppninnar. Að launum hlutu allir nemendur í bekknum iPod Nano. Í þriðja sæti urðu 7. bekkir BB, BH og HLE í Hlíðaskóla. Dómnefnd treysti sér ekki til að velja á milli verkefna þessara þriggja bekkja, enda taldi hún þau öll vera fram- úrskarandi. Því var ákveðið að láta bekkina deila með sér verðlaunum fyrir 3ja sæti. Verðlaunin eru pen- ingar sem bekkurinn má nota til innanlandsferðar eða annars. Þessi keppni var fyrst haldin í Finnlandi fyrir 18 árum en Ísland er nú með í tíunda sinn. Allir 7. og 8. bekkir á landinu geta tekið þátt, svo fremi að enginn nemendanna reyki. Súðavíkurskóli í öðru sæti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.