Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 28
28 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2009 Sudoku Frumstig 1 1 9 3 6 5 4 1 4 1 3 5 2 3 5 7 8 2 8 9 4 7 3 6 9 7 9 2 5 6 4 1 2 8 3 8 9 4 6 5 6 2 7 1 5 8 4 5 7 3 3 9 6 4 8 2 4 5 7 8 9 3 4 5 1 4 2 4 8 6 4 2 8 6 1 9 7 3 5 6 5 9 4 3 7 8 1 2 3 7 1 8 5 2 6 4 9 7 6 2 3 9 5 1 8 4 8 3 4 2 6 1 9 5 7 1 9 5 7 8 4 3 2 6 5 1 7 9 2 8 4 6 3 2 4 6 1 7 3 5 9 8 9 8 3 5 4 6 2 7 1 6 7 8 2 4 3 1 9 5 3 5 4 9 1 7 2 6 8 9 2 1 6 8 5 4 3 7 5 4 9 3 2 1 7 8 6 7 1 6 4 9 8 3 5 2 2 8 3 5 7 6 9 4 1 1 6 2 8 3 9 5 7 4 8 9 7 1 5 4 6 2 3 4 3 5 7 6 2 8 1 9 3 5 2 7 4 1 9 8 6 6 8 7 3 2 9 4 1 5 9 4 1 8 6 5 2 7 3 1 7 6 2 5 4 8 3 9 5 3 4 9 8 7 6 2 1 8 2 9 1 3 6 5 4 7 2 6 3 5 7 8 1 9 4 4 1 8 6 9 3 7 5 2 7 9 5 4 1 2 3 6 8 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist töl- urnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er föstudagur 22. maí, 142. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (Sálm. 23, 6.) Þegar allt virtist vera í blóma íefnahagsmálum á Íslandi töluðu fjármálaspekingar stundum að nauð- synlegt væri að „koma peningunum í vinnu“. Það mætti ekki láta peninga liggja óhreyfða. Víkverji átti í fyrstu erfitt með að skilja við hvað er átt, en nú blasir það við öllum. Þegar talað var um að koma peningunum í vinnu var verið að tala um að það yrði að veðsetja þá peninga sem væru til, með öðrum orðum að taka lán. Af- leiðingar þessarar stefnu eru skelfi- legar. Það er eins og hvergi hafi nein eign mátt vera í friði. Allt þurfti að veðsetja upp í topp. Ef einhvers stað- ar var til félag með sæmilegt eigið fé, að ekki sé talað um félag sem átti skuldlitlar húseignir var ráðist á það og það veðsett og helst bútað niður. Það eins og enginn hafi velt fyrir sér að þeir sem taka lán þurfa að borga það til baka. x x x Það er sorglegt að fólk og fyr-irtæki skuli ekki hafa notað góð- ærið til að borga niður skuldir. Það sem gerðist var að skuldir jukust aldrei eins mikið og í góðærinu. Fréttir síðustu daga benda til þess að afleiðingar kreppunnar séu ekki allar komnar fram. Mörg fyrirtæki eru að lenda í eigu ríkisins vegna þess að eigendur þeirra geta ekki staðið í skilum með greiðslur af lán- um. x x x Já, það er margt sem fer í skapið áVíkverja þessa dagna. Það eina sem gleður er góða veðrið og þetta góða vor. Vorið er sönnun þess að öll él birtir upp um síðir. Þessi vetur er búinn að vera afar erfiður fyrir Ís- land, en núna verðum við bara að taka vel á því og koma okkur á fætur að nýju. Við verðum að vera skynsöm og yfirveguð í öllum ákvörðunum. Víkverji vonar að ráðamenn lands- ins beri gæfu til að gera nauðsyn- legar breytingar á kerfinu sem skapi heilbrigðan grundvöll til nýrrar upp- byggingar og tryggt verði að við för- um ekki í sama pyttinn aftur. Mun- um bara að það er ekki lán að taka mikið af lánum. Það þarf að borga þau til baka. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 hetjur, 8 fal- legur, 9 ilmur, 10 ung- viði, 11 harma, 13 gremj- ist, 15 korgur, 18 öflug, 21 verkfæri, 22 ganga, 23 dýrsins, 24 þrönga. Lóðrétt | 2 ótti, 3 tré, 4 yndis, 5 hryggð, 6 eld- stæðis, 7 elskaði, 12 tannstæði, 14 kærleikur, 15 karldýr, 16 írafár, 17 stólpi, 18 komst undan, 19 eru í vafa, 20 sóp. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 gljúp, 4 kappa, 7 orðar, 8 rukka, 9 tap, 11 tuða, 13 hrós, 14 fitla, 15 þjál, 17 lund, 20 far, 22 aðför, 23 eld- ur, 24 kerið, 25 narra. Lóðrétt: 1 glott, 2 jóðið, 3 part, 4 karp, 5 pukur, 6 aðals, 10 aftra, 12 afl, 13 hal, 15 þjark, 16 álfar, 18 undur, 19 dýrka, 20 fróð, 21 regn. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Staðan kom upp á öflugu lokuðu al- þjóðlegu skákmóti sem lauk fyrir skömmu í Sarajevo í Bosníu. Heima- maðurinn og stórmeistarinn Borki Predojevic (2652) hafði hvítt gegn Ser- gei Movsesjan (2747) frá Slóvakíu. 63. Bh7+! og svartur gafst upp enda fátt til varnar eftir 63… Kxh7 64. Kf8. Í dag, föstudaginn 22. maí 2009, hefst Meistaramót Skákskóla Íslands í húsa- kynnum skólans í Faxafeni 12 kl. 18.00. Alls verða tefldar sjö umferðir, þrjár atskákir og fjórar kappskákir. Nem- endur skólans geta tekið þátt í mótinu og eftir atvikum aðrir ungir skákmenn. Nánari upplýsingar er að finna á www.skak.is. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Hröð innrömmun. Norður ♠Á1052 ♥Á4 ♦D109853 ♣Á Vestur Austur ♠94 ♠-- ♥KD93 ♥G8652 ♦4 ♦ÁKG82 ♣G98765 ♣D43 Suður ♠KDG8763 ♥107 ♦6 ♣K102 (18) Sagnbaráttan. Hindrunar- og pressusagnir virka best þegar hvorugur mótherjanna hef- ur rammað sig inn. Af því leiðir augljós regla: Þegar sagnbarátta er fyr- irsjáanleg ætti að velja þá sögn sem best rammar inn spilin. Dæmið að ofan er frá viðureign Ítala og Brasilíumanna á HM í Kína. Á báðum borðum vakti norður á 1♦ og austur kom inn á 1♥. Ítalinn í suður sagði 1♠ og vestur stökk í 4♥, enda utan hættu. Norður sagði 4♠ og allir pass. Hinum megin stökk Gabr- iel Chagas í 4♠ við hjartainnákomunni. Þannig skilgreindi hann spilin sín inn í eitt skipti fyrir öll. Vestur sagði 5♥ og norður stökk af öryggi í 6♠. Lykilatriðið er þetta: Eftir inn- ákomu austurs má suður vita að sagn- barátta er yfirvofandi. Því ætti hann að setja makker strax inn í myndina með skýrt afmarkaðri sögn. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Forðastu að taka ákvarðanir að óyfirveguðu ráði. Léttlyndur og opinn tjáningarmáti frelsar þig og fær þig til að gera góða hluti – taktu vel hugmyndum sem þú vandist ekki í uppvextinum. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þegar einhver lætur út úr sér: þessi börn og bætir svo við einhverju neikvæðu, má búast við að sá hinn sami sé orðinn gamall. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það er til rétt aðferð til að takast á við hlutina, og önnur rétt leið og enn önnur. Sú fjárfesting mun fljótt skila arði. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Fólk sýnir þér mikla velvild í dag. Einblíndu frekar á minniháttar viðgerðir. Farðu aðra leið heim úr vinnunni eða kíktu í bókabúð eða á bókasafn. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það er ástæðulaust að efast um allar þínar ákvarðanir. Sjálfsagt eru góðar ástæður fyrir staðfestu þinni en vertu ekki þrjóskur eða ósamvinnuþýður. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú gætir ruglað saman minni og stærri forgangsmálum. Ef allt er í góðu, fínt, en ef ekki, þarftu að íhuga breyt- ingar. Reyndu að finna jafnvægi því að- eins þá geturðu heyrt svar hjarta þíns. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þótt þér finnist gaman að gefa öðrum ráð, skaltu minnast þess að þú átt ekki að stjórna lífi annarra. Beittu ímyndunarafl- inu og hagnýtu viðhorfi til lífsins. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Leyfðu sköpunargáfunni að fá útrás og vertu ekki hræddur við að sýna þínum nánustu afraksturinn. Gættu þess að gleyma ekki þeim sem næst þér eru. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú hefur þurft að sætta þig við minna að undanförnu, kannski vegna þess að maki þinn hefur þurft að skipta um starfsvettvang eða er án vinnu. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Vertu kátur því þú mátt eiga von á því að eitthvað nýtt og framandi skjóti upp kollinum í lífi þínu. Spyrðu ást- vini til hvers þeir ætlast af þér. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú velur þér yfirleitt vini sem þú getur litið upp til. Einhver myndi kannski segja að það að gefa einhverjum hjarta sitt sé það áhættusamasta af öllu. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Sumum finnst skemmtilegra að fá hugmyndir og gera áætlanir en að fram- kvæma þær. Vonandi byggist eðlisávísun þín þó ekki bara á þægindum. Stjörnuspá 22. maí 1982 Sjálfstæðisflokkurinn end- urheimti meirihluta sinn í borgarstjórn Reykjavíkur, en flokkurinn hafði misst hann fjórum árum áður. 22. maí 2000 Björk Guðmundsdóttir var valin besta leikkonan á kvik- myndahátíðinni í Cannes fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Dancer in the Dark. Myndin hlaut Gullpálmann á hátíðinni. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Guðlaug Sveinsdóttir frá Ólafsvík varð áttræð 30. janúar síðastliðinn. Í tilefni af því taka Guðlaug og eig- inmaður hennar Egill Guðmunds- son á móti gestum í safnaðarsal Guðríðarkirkju við Kirkjustétt í Grafarholti, sunnudaginn 24. maí milli kl. 14 og 17. Allir vinir og vandamenn velkomnir. 80 ára Þórdís Þor- láksdóttir frá Veiðileysu er áttræð í dag, 22. maí. Eiginmaður hennar er Stein- dór Arason frá Ísafirði. Þórdís tekur á móti ætt- ingjum og vinum sunnudaginn 24. maí í Skátaheim- ilinu við Hjallabraut í Hafnarfirði á milli kl. 15 og 18. 80 ára „Ég verð í fríi í dag, dekra eitthvað við sjálfa mig en fæ svo góða gesti til mín í kvöld. Ég ætla að hafa veislu fyrir vini og vandamenn og það verður mikið stuð, þá verður spilað og sungið. Gamla skólahljómsveitin vaknar til lífsins og hinir og þessir munu taka lagið. Þeir sem vilja munu telja í,“ segir Eva Ásrún Albertsdóttir ljósmóðir, en margir muna eftir henni í útvarpinu svo ekki sé nú talað um sönginn. „Ég er svo heppin að hafa feng- ist við mörg og mjög ólík störf í gegnum tíðina, farið svolítið úr einu í annað. Ég lít á það sem ákveðin forréttindi,“ segir Eva Ásrún sem vinnur núna í mæðraverndinni á Landspítalanum í áhættumeðgöngum og sinnir líka heimaþjónustu fyrir konur sem eru nýbúnar að eiga börn. „Auk þess rek ég Rokkskólann og er með söng- og tónlistarnámskeið. Það er alltaf nóg að gera hjá mér,“ segir þessi norðankona sem hefur búið í Reykjavík frá því hún kom suður 1979 og fór þá beint í Bruna- liðið og lærði síðan ljósmóðurfræðina. Eva Ásrún á fimm börn og hell- ing af barnabörnum, eins og hún orðar það sjálf, og fjórða barnabarn- ið er á leiðinni. „Þetta er tóm hamingja. Ég er svo rík að eiga svona marga afkomendur.“ khk@mbl.is Eva Ásrún Albertsdóttir fimmtug í dag Spilað og sungið í afmælinu ;) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd og nöfn foreldra, á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.