Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2009 Lægri lagerkostnaður Eimskip býður fyrirtækjum að geyma ótollafgreidda vöru eins lengi og óskað er. EIMSKIP TOLLVÖRUGEYMSLA Frekari upplýsingar eru veittar í síma 525 7600 eða sendið fyrirspurnir á netfangið fzo@eimskip.is P IP A R • S ÍA • 9 0 2 9 6 Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is GRÁUHNÚKAR eru sunnan Suður- landsvegar og talsvert frá því svæði sem Orkuveitan hefur nýtt hingað til til orkuöflunar. Ef vel tekst til með rannsóknir og borun og svæðið reynist gjöfult eru áform um að nýta orkuna til að stækka núverandi Hellisheið- arvirkjun um 45 MW. Uppsett afl Hellisheiðarvirkjunar er nú 213 MW. Búið er að leggja pípu frá Hellis- heiðarvirkjun, undir Suðurlandsveg upp að Gráuhnúkum. Pípan átti að vera fyrir affallsvatn frá virkjuninni en nú verður hlutunum snúið við og pípan notuð til að flytja gufu og heitt vatn til Hellisheiðarvirkjunar. Af- fallsvatnið verður leitt í jörðu annars staðar. Áætlanir um niðurrennsli Ein af athugasemdum Skipulags- stofnunar snýr einmitt að affalls- vatninu. Vill stofnunin að fjallað verði ítarlega um hvernig áætlanir um niðurrennsli vegna Hellisheiða- virkjunar hafi gengið eftir miðað við það sem kynnt var í matsskýrslum. Gera þurfi grein fyrir núverandi nið- urrennslisveitu við Gráuhnúka og stöðu niðurrennslistilrauna á svæð- inu norðan Hamragilsvegar. Skipulagsstofnun telur ekki ljóst, miðað við fyrirliggjandi gögn og skýrslur Orkuveitunnar, hvers vegna fyrirtækið telur ekki nauðsynlegt að fyrir liggi niðurstöður rannsókn- arborana áður en gert sé ráð fyrir því að farið sé í matsferli framkvæmda. Þarna sé fjallað um jarðhitanýtingu á umfangsmiklu svæði við Gráuhnúka, sem að stórum hluta sé óraskað. Ekki síst þegar höfð sé í huga reynsla af Stóra-Skarðsmýrarfjalli, þar sem ekki var ráðist í borun rann- sóknarholu til að kanna það svæði frekar áður en áform um stækkun fóru í matsferli. Skipulagsstofnun telur að til að undirbyggja betur mat á áhrifum fyrirhugaðra framkvæmda hefði Orkuveitan átt að ráðast í bor- un ofangreindrar rannsóknarholu. Hún leggur áherslu á að í frummats- skýrslu verði tekið mið af og fjallað um endurnýjanleika jarðhitaauðlind- arinnar, sjálfbærni fyrirhugaðrar nýtingar og afturkræfni vinnslunnar. Þá leggur Skipulagsstofnun áherslu á að í frummatsskýrslu verði gerð grein fyrir virkni hreinsibún- aðar, m.a. hversu hátt hlutfall af brennisteinsvetni sé stefnt að að hreinsa úr lofti og hvenær áætlað sé að hreinsibúnaður verði tekinn í notkun. Eins og ítrekað hefur komið fram í fréttum hefur loftmengun frá Hellis- heiðarvirkjun fundist á höfuðborg- arsvæðinu og vinnur Orkuveitan að lausn á því vandamáli. Næstu skref tekin vegna orkuvinnslu við Gráuhnúka Skipulagsstofnun gerir nokkrar athugasemdir vegna matsáætlunar Morgunblaðið/RAX Orkuver Áform eru uppi um að orkan frá Gráuhnúkum verði leidd til Hellisheiðarvirkjunar og hún verði forsenda þess að virkjunin verði stækkuð um 45 MW. Því er talið mikilvægt að vel takist til með jarðborun á svæðinu. Í HNOTSKURN »Framkvæmdin felur í sérvinnslu jarðhita, lagningu vega, borteiga, borholur, gufuveitu og efnistöku. »Gráuhnúkasvæðið er flattog gróðurfar fábreytt. »Við borun á niðurrennsl-isholum hefur hiti mælst um 300 gráður, sem er með því heitasta sem mælst hefur á Hellisheiðarsvæðinu. Skipulagsstofnun hefur fallist á matsáætlun Orkuveitu Reykja- víkur, sem hefur áform um orku- öflun á nýju svæði við Gráuhnúka í Ölfusi. Stofnunin gerir nokkrar athugasemdir. SÚ bifreið sem var sparneytnust í hinni árlegu sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu reyndist hafa eytt rúmum þremur lítrum á hverja hundrað ekna kílómetra. Niðurstöður keppninnar urðu þær að í flokki bensínbifreiða með 0 til 1.200 cc vél sigraði Volkswagen Fox með eyðslu upp á 4,02 lítra á hundr- að km akstur. Í flokki bensínbifreiða 1.201 til 1.600 sigraði Toyota Yaris Sol með 4,44 lítra og í flokki 1.601 til 2.000 sigraði Toyota Avensis, sedan Sol með 5,07. Í flokki 2.500 til 3.500 sigraði Volvo C 30 með 6,09 lítra. Í flokki dísilbifreiða með 1.201 til 1.600 cc vél sigraði Volkswagen Fox 1,4 Tdi með 3,31 lítra á hundraðið. Í flokki 1.601 til 2.500 sigraði Skoda Octavia með 3,02 lítra á hundraðið og í flokki 2.500 til 3.500 sigraði Toyota Landcruiser með 6,25 lítra á hundraðið. Keppnin fór fram á miðvikudag- inn og hófst við bensínstöð Atlants- olíu við Bíldshöfða. 22 bílar voru skráðir til leiks. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi ræsti keppendur. Eyddi rúm- um þremur lítrum Af stað Þorbjörg Helga Vigfús- dóttir borgarfulltrúi ræsti bílana. 22 bílar voru skráðir í sparaksturskeppni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.