Morgunblaðið - 27.06.2009, Síða 4

Morgunblaðið - 27.06.2009, Síða 4
Í HNOTSKURN »Loftorka Borgarnesi ehf.hafði verið í vandræðum um nokkurt skeið og lagði í gær inn beiðni til gjald- þrotaskipta til hérðasdóms Vesturlands. Þar unnu 70 manns. »Mikill vilji er meðalheimamanna til þess að endurvekja reksturinn með einhverjum hætti. Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „ÞETTA er auðvitað mikið áfall fyrir sveitarfélagið Borgarbyggð, en okk- ur hafði verið ljóst í nokkurn tíma að staða Loftorku væri erfið og fyrir- tækið ætti í erfiðleikum,“ segir Páll S. Brynjarsson, sveitarstjóri í Borg- arbyggð. Loftorka Borgarnesi ehf. lagði í gær inn beiðni til Héraðsdóms Vesturlands um að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. „Aðalástæða fyrir því að svona er komið fyrir Loftorku eru gengis- breytingarnar. Þetta var fullkomn- asta einingaverksmiðja landsins og slíkt kallaði á fjárfestingar. Á sama tíma drógust verkefni fyrirtækisins gríðarlega saman. Verkefnin voru ekki nema brot af því sem áður var, jafnvel innan við 20%,“ segir Óli Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Loftorku. „Þá hafa gjaldþrot ýmissa fyrir- tækja valdið dómínó-áhrifum sem við töpuðum mikið á. Þau ganga koll af kolli og því miður lentum við í því að falla og valda öðrum tjóni. Þetta er mjög dapurlegur ferill.“ 300 starfsmenn árið 2007 Fyrirtækið hefur verið stærsta fyrirtækið í Borgarfirði um langt skeið og mikill vilji er meðal heima- manna til þess að reynt verði að end- urvekja reksturinn. „Ég veit ekki nákvæmlega hver staðan er á því máli en það væri auðvitað afar mik- ilvægt ef það gæti gengið eftir. Það eru miklir hagsmunir fyrir alla að það verði áfram starfsemi hjá Loft- orku,“ segir Páll sveitarstjóri. Hjá Loftorku störfuðu 70 manns en þegar best lét árið 2007 voru hátt í 300 starfsmenn hjá fyrirtækinu. Loftorka var alhliða framleiðslu- og verktakafyrirtæki á sviði mann- virkjagerðar. Það var stofnað árið 1962. „Mjög dapurlegur ferill“  Gengishrun, verkefnaskortur og gjaldþrot annarra fyrirtækja veittu Loftorku náðarhöggið „Mikið áfall fyrir sveitarfélagið Borgarbyggð,“ segir sveitarstjóri Morgunblaðið/Golli Borgarbyggð 300 manns störfuðu hjá Loftorku árið 2007. Páll S. Brynjarsson Óli Jón Gunnarsson 4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009 Eftir Halldór Armand Ásgeirsson og Ylfu Kristínu Árnadóttur „Innflytjendur kvörtuðu og töldu ekki ráðuneytis- ins að ákveða á hvaða kjörum þeir gætu keypt inn og þá var einfaldlega orðið við því og tollkvótinn aug- lýstur,“ segir Sig- urgeir Þorgeirs- son, ráðuneytis- stjóri í sjávarútvegs- og landbúnað- arráðuneytinu. Ráðuneytið auglýsti í gær toll- kvóta fyrir innflutning á nautgripa-, svína- og alifuglakjöti, smjöri, ostum og unnum kjötvörum fyrir tímabilið 1. júlí 2009 til 30. júní 2010. Fyrir rétt rúmri viku tilkynnti ráðuneytið á heimasíðu sinni að kvótunum, svo- nefndum WTO-kvótum, yrði ekki út- hlutað „að þessu sinni“. Ráðuneytið taldi „ekki forsendur til að úthluta sérstaklega WTO toll- kvótum“ þar sem nú stæði til að miða tollinn við verð en ekki magn vöru líkt og tíðkast hefur. Þá fléttuðust veikt gengi krónunnar og hækkun á innflutningsverði landbúnaðarvara einnig inn í ákvörðunina. Ráðherra ber hins vegar að úthluta kvóta sam- kvæmt lögum um framleiðslu, verð- lagningu og sölu á búvörum. Samtök verslunar og þjónustu höfðu mótmælt ákvörðuninni harð- lega og sögðu að með aðild að WTO- samningnum hefði Ísland skuld- bundið sig til að úthluta tollkvótum fyrir innflutningi landbúnaðaraf- urða. Þessi mótmæli skiluðu greini- lega árangri því ráðherra afturkall- aði ákvörðunina í skyndi. Tollkvóti auglýstur Morgunblaðið/Eggert Kvóti Ekki er sama hvaðan gott kemur. Ráðherra dró vikugamla ákvörðun sína til baka vegna at- hugasemda frá Samtökum verslunar og þjónustu Sigurgeir Þorgeirsson „VINNA göfgar manninn“ segir máltækið og sem betur fer tókst að koma í veg fyrir, að æsku- lýðurinn yrði með öllu verkefnalaus í sumar. Þúsundir unglinga vinna við að fegra og snyrta umhverfið og þar á meðal þetta myndarlega fólk. Það hafði fengið það verkefni hjá Vinnu- skólanum að hressa upp á vegginn við Hljóma- lindarreitinn og beitti við það öllum tiltækum tólum, jafnt penslum sem rúllum. svs@mbl.is Morgunblaðið/Eggert GAMLI MÚRINN FÆR UPPLYFTINGU HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands dæmdi í gær karlmann á 27. aldurs- ári, Rimvydas Stasiulionis, í fjög- urra ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Almis Keraminas, 39 ára karl- manns. Árásin átti sér stað í sum- arhúsi í Grímsnesi seint á síðasta ári. Annar karlmaður og tvær konur voru einnig ákærð í málinu, fyrir að hafa ekki komið fórnarlambinu til aðstoðar eftir árásina. Konurnar voru sýknaðar en maðurinn dæmd- ur í hálfs árs fangelsi. Rannsókn málsins var mjög viða- mikil enda framburður vitna og árásarmannsins um málsatvik mjög ótrúverðugur. Krufning leiddi í ljós að maðurinn lést af blæðingum í heila eftir að hafa hlotið þungt höf- uðhögg. Vísbendingar voru um að sparkað hefði verið í höfuð manns- ins og hann dáið skömmu síðar. Við ákvörðun refsingar var litið til að fórnarlambið hafði krafið árásarmanninn um verndarþóknun og hótað að nauðga vinkonu hans yrði hún ekki greidd. andri@mbl.is Dæmdur fyrir árás í bústað Spark í höfuð leiddi til dauða mannsins FORSÆTISRÁÐHERRA hefur skipað Má Guðmundsson í embætti seðlabankastjóra til fimm ára frá og með 20. ágúst og Arnór Sighvats- son í embætti aðstoðarseðlabanka- stjóra til fjögurra ára frá og með 1. júlí. Már hefur frá árinu 2004 gegnt starfi aðstoðarframkvæmdastjóra peningamála- og hagfræðisviðs Al- þjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss. Hann starfaði áður í Seðla- banka Íslands í um tvo áratugi og þar af sem aðalhagfræðingur í rúm tíu ár. Már var efnahagsráðgjafi fjármálaráðherra frá 1988 til 1991. Arnór hóf störf í Seðlabanka Ís- lands árið 1990, var aðalhagfræð- ingur og framkvæmdastjóri hag- fræðisviðs frá árinu 2004 og settur aðstoðarseðlabankastjóri árið 2009. Arnór var aðstoðarmaður fram- kvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, skrifstofu Norðurlanda, frá 1993 til 1995. Svein Harald Øygard, settur seðlabankastjóri, mun gegna því embætti þar til Már tekur við emb- ættinu 20. ágúst næstkomandi. Már skipaður seðlabankastjóri Arnór verður aðstoðarseðlabankastjóri Már Guðmundsson Arnór Sighvatsson ÞINGMENN Framsóknarflokks og Borgarahreyfingarinnar vilja að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um ríkisábyrgð á skuldbindingum Landsbankans vegna Icesave- reikninganna. Þingsályktunartillaga 13 þing- manna flokkanna var lögð fram á Al- þingi í gær. Þar segir að efna skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort staðfesta eigi ríkisábyrgð vegna Ice- save-skuldbindinganna. Í greinar- gerð með tillögunni segir að úrslitin yrðu ekki bindandi. Þó megi telja að Alþingi og ríkisstjórnin myndu lúta niðurstöðu hennar, eins og títt er í nágrannalöndum okkar um þjóðar- atkvæðagreiðslur sem ekki eru bind- andi fyrir stjórnvöld. Vilja þjóð- aratkvæði Tillaga frá þrettán þingmönnum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.