Morgunblaðið - 27.06.2009, Side 23

Morgunblaðið - 27.06.2009, Side 23
Daglegt líf 23VIÐTALIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009 fyrir utan og dæma. Samt finnst mér skrýtið hvað ráðherrastólarnir hafa mikil áhrif á hugsanir manna. Menn eiga að taka stefnuna með sér í stól- inn en ekki að fá stefnuna úr stóln- um. Stjórnvöld þurfa að hlusta miklu betur á fólkið í landinu. Að minnsta kosti hlýtur fólkið að láta í sér heyra.“ Þráhyggja Samfylkingar Það kemur margoft fram í bók- inni að þér finnst vinstrimenn hafa gengið of hart fram gegn Davíð Oddssyni. „Samfylkingarfólk fékk Davíð á heilann og gerði hann að þráhyggju sinni. Það tók engan kraft úr Davíð en það tók allan kraft úr samfylking- arfólkinu. Innan Samfylkingar var einblínt á turnana tvo, Sjálfstæð- isflokk og Samfylkingu. Jafn- aðarmenn dáðu sinn leiðtoga og í þeirra augum varð öll þjóðfélagsleg barátta á milli tveggja leiðtoga: Ingi- bjargar Sólrúnar og Davíðs. Frá sjónarmiði Davíðs Oddssonar hljóta þessi átök að hafa verið eins og hver önnur smjörklípa, það var stöðugt verið að ræða um hann, en ekki stefnuna sem hann stóð fyrir. Davíð er þversagnakenndur stjórnmálamaður. Einn af leiðtogum einkavæðingarinnar en síðan hefur hann ákveðna réttlætiskennd sem gerir að verkum að hann sér flísina í augum sumra kapítalista en ekki annarra. Davíð líkist Don Kíkóta í því að hann er í herferð sem getur ekki gengið upp. Hann vill reyta arfa hjá yfirstéttinni, flokka þá verstu út og halda þeim bestu eftir. Hann átt- ar sig ekki á því að það er ekki hægt að stjórna þessu partíi.“ Ofvaxinn veruleikinn Það er heldur nöturleg mynd sem þú dregur upp í bókinni. Þú segir að stjórnmálamenn hafi skapað skrímsli, það er að segja auðmenn- ina, að forsetinn hafi gerst húskarl þessara auðmanna og að frjáls- hyggjan hafi gleypt allt. Hvað get- ur orðið þessari þjóð til bjargar? „Ég segi að stjórnmálamennirnir hafi skapað reglur eða afnumið regl- ur og setið svo uppi með ofvaxinn veruleikann í fanginu. Ég líki þessu við söguna af Frankenstein og skrímslinu. Margt gott má segja um þjóðfélag okkar og þá veröld sem við lifum í en við erum að súpa seyðið af löngu hnignunarskeiði hvað varðar félagsleg sjónarmið. Frjálshyggjan gleypti allt og líka handhafa hinna félagslegu sjónarmiða, jafn- aðarmannaflokkinn og verkalýðs- hreyfinguna. Verkalýðshreyfingin sem áður lagði áherslu á samstöðu og vildi byggja upp stoltan og upplýstan al- menning fór að leika fjárhættuspil með lífeyrissjóði. Blair-isminn náði tökum á jafnaðarmönnum og margir þeirra ánetjuðust frjálshyggjunni og horfðu framhjá félagslegum lausn- um. Útkoman var einmitt þessi per- sónugerða pólitík þar sem jafn- aðarmenn fengu einn mann á heilann. Við þurfum að endurheimta markmið og hugsjónir alveg eins og auðlindirnar. Það er enn öflug frjáls- hyggja á sveimi en frjálshyggjan er hrunið hugmyndakerfi og hún hefur kostað þjóðfélagið allt of mikið.“ Kómedía um fjármálaheiminn Er ekki einhver von fyrir þjóð- ina? „Sagan held ég að snúist alltaf um, eins og góður maður orðaði það, svartsýni hugans og bjartsýni vilj- ans. Maður verður að horfast í augu við veruleikann en líka að trúa á von- ina. Það er hægt að breyta heim- inum. Búsáhaldabyltingin fjarlægði ákveðin yfirborðsmein en leiddi ekki af sér stórtækar breytingar. Hún færði okkur hins vegar heim sann- indi um að það er þess virði að berj- ast. Og það má segja að hún hafi bjargað mannorði okkar, alla vega mun frekar en Icesave-undirgefnin. Hefðu stjórnvöld eins og þessi fært út landhelgina? En það krefst mik- illar samstöðu. Mér finnst mestu skipta að gefast ekki upp og ég hef alltaf séð skáld- skapinn sem boðbera vonarinnar. Ég mun halda ótrauður áfram á þeim vettvangi. Mitt hlutverk er að skrifa sögur og yrkja ljóð og taka þátt í baráttunni sem einn af fjöldan- um.“ Hvers konar skáldskapur er að fæðast hjá þér á krepputímum? „Í byrjun síðasta árs hóf ég að skrifa leikrit, þjóðfélagslega kóme- díu sem fjallar um fjármálaheiminn. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leikritum og lesið mikið af þeim en það er eina formið sem ég hef átt eft- ir að sinna. Ég hef alltaf vitað af leik- ritum inni í hausnum á mér. Und- anfarin ár hefur þó nokkuð verið skrifað af leikritum um samtímann. Veikleiki flestra þeirra hefur mér fundist vera hversu einfeldningslega þau eru hugsuð og að höfundar þeirra sleppa ódýrt frá stóru spurn- ingunum. Ég setti mér það verkefni að kynna mér bankamálin við vinnslu þessa leikrits og á meðan ég gerði það voru persónurnar að mótast. Ég er búinn að gera nokkrar gerðir af leikritinu og það er svo til tilbúið. Góðu hirðarnir heitir það. Svo vinn ég að ýmsum öðrum verkefnum. Þau eru krefjandi eins og tímarnir.“ Hvenær áttu von á að það verði tekið til sýningar? „Það veltur á leikhúsheiminum. Núna finnst mér ég nokkurn veginn í sömu stöðu gagnvart leikhúsheim- inum eins og gagnvart bóka- forlögum þegar ég var að reyna að fá útgefanda að ljóðunum mínum. Það er erfitt að ræða við stofnanaleik- húsin. Þar hafa menn séð handritið og hafa ekki verið neikvæðir en humma þetta fram af sér. Ég býst jafnvel við að fara eigin leiðir í þessu, eins og þegar ég gaf sjálfur út ljóðabækurnar mínar. Ég mun taka til minna ráða.“Morgunblaðið/Eggert erkið » Þegar ég og fleiri bentum Vinstri grænum á þennan sérkennilega mál-flutning, að varpa allri ábyrgðinni yfir á almenning og líta á vinstrimenn sem einhverja hreingerningamenn til að þrífa eftir frjálshyggjuballið, þá feng- um við að vita að kosningabaráttan væri rekin samkvæmt málefnakönnunum. Það er þessi tilhneiging hjá flokkum að byggja stefnu sína á því sem þeir halda að fólkið vilji heyra. Þetta er hrein og klár hentistefna og á lítið skylt við vinstristefnu eins og ég hef skilið hana. Ef menn vilja stjórna sínum flokki svona þá gera þeir það og ég fer bara að gera eitthvað annað. AUKAKRÓNUR 2 iPod Shuffle á ári fyrirAukakrónur A-kortin Kreditkort sem safna Aukakrónum fyrir þig Þú getur keypt þér tvo iPod Shuffle á ári í Apple-búðinni fyrir Aukakrónurnar sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða eitthvað annað sem þig langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna. Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is * M.v. 150 þúsund kr. innlenda verslun á mánuði, þ.a. 1/3 hjá samstarfsaðilum. Sjá nánar á www.aukakronur.is. * E N N E M M / S ÍA / N M 3 8 4 14 N B I h f. (L a n d s b a n k in n ), k t. 4 7 10 0 8 -2 0 8 0 .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.