Morgunblaðið - 27.06.2009, Síða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009
Sjórinn er kaldur Þeir Magnús og Gunnar hrylla sig í köldum sjónum en þeir urðu að synda til baka eftir að hafa verið á skútu úti fyrir Nauthólsvíkinni.
Jakob Fannar
Ómar Ragnarsson | 25. júní
Tekinn tvisvar vegna
óíslenskrar tillitssemi
...Alla leiðina var ég
með augun á baksýnis-
speglunum og oftast
tókst mér að hleypa öðr-
um bílum fram úr mér án
þess að þeir tefðust. Þá
vék ég eins vel og ákveðið
út á hægri kantinn og mér var unnt og
gefa stefnuljós sem benti þeim á að ég
vildi hjálpa til við framúraksturinn. Þegar
þeir fóru fram úr hægði ég á mér svo að
framúraksturinn tæki sem minnstan
tíma.
Slíkt athæfi er að vísu fáheyrt á Ís-
landi. „Lestarstjórar“ eru fleiri hér á
landi en í nokkru öðru land, víkja ekki út
á vegaxlir og virðast jafnvel gera í því að
gera framúrakstur sem erfiðastan eða
ómögulegan.
Um daginn var ég í tveggja kílómetra
langri bílalest á eftir einum slíkum sem
hélt sig kirfilega inni við miðju vegar á 70
km hraða og hægði á sér niður í 55 ef
hann mætti bíl. Ég hafði ánægju af að
fást við þetta....
Meira: omarragnarsson.blog.is
Auður H Ingólfsdóttir | 26. júní
Eru konur friðsamari
en karlar?
...Kannski er körlum
hættara við að ofmeta
styrk sinn? Að halda í al-
vörunni að hægt sé að
þröngva sínu fram, bara
ef þeir trúa nógu heitt á
sinn málstað sjálfir og
berjast nógu harkalega, jafnvel þó stuðn-
ingur sé enginn í hinu ytra umhverfi og
andstæðingurinn sé margfalt sterkari?...
Meira: aingolfs.blog.is
FYRIR þrem vikum
setti Sjálfstæðisflokk-
urinn fram viðamiklar
efnahagstillögur sem
allar miða að því að
endurreisa íslenskt
efnahagslíf. Ástæður
þess að tillögurnar
voru settar fram eru að
mönnum virtist ríkja
nokkurt ráðaleysi með-
al valdhafanna og að
Íslendingar allir eru
orðnir langeygir eftir tillögum til
lausnar á efnahagsvandanum. Það er
skemmst frá því að segja að ein til-
lagan hlaut meiri athygli en aðrar –
að hugað verði að kerfisbreytingum á
skattlagningu lífeyrisgreiðslna. Hug-
myndin felst í að það myndi leiða til
mikils tekjuauka fyrir ríkissjóð að
skattleggja inngreiðslur í sjóðina í
stað útgreiðslna eins og nú er.
Mörgum hefur fallið hugmyndin
vel í geð en öðrum miður – en það er
eins og gengur og lítið við því að
segja. Mesta athygli hafa vakið gagn-
rýni Þórarins V. Þórarinssonar, fyrr-
verandi forstjóra Símans, og ádrepur
Bjarna Þórðarsonar tryggingastærð-
fræðings.
Í þessari grein leitast ég við að
svara efnislegri gagnrýni Þórarins og
Bjarna en læt mælskubrögð þeirra
liggja á milli hluta.
Staðhæfingarnar fjórar
Segja má að málefnaleg gagnrýni
félaganna skiptist í fjórar staðhæf-
ingar:
1. Skattgreiðsla sem lækkar ið-
gjaldið í upphafi verður ekki ávöxtuð í
sjóðnum og réttindin munu því óhjá-
kvæmilega skerðast. Það hefur úr-
slitaáhrif hvort skatturinn er greidd-
ur við inn- eða útgreiðslu.
2. Samkvæmt réttindakerfi al-
mennu sjóðanna mun geta þeirra til
að greiða lífeyri skerðast um 15% við
kerfisbreytinguna.
3. Tillagan felur í sér grófa mis-
munun milli starfsmanna á opinber-
um og almennum mark-
aði.
4. Skatttekjur drag-
ast saman vegna lækk-
andi skattgreiðslna frá
lífeyrisþegum og því
verður að hækka skatta
í framtíðinni. Ég mun
hér svara þessum stað-
hæfingum:
1. Kerfisbreytingin
skerðir getuna til að
greiða lífeyri Þessi stað-
hæfing gengur ekki upp
stærðfræðilega eins og
einfalt dæmi sýnir:
Segjum að inngreiðsla í lífeyrissjóð
sé 1 milljón, að hún muni ávaxtast um
100% og sé að lokum skattlögð um
40% við útgreiðslu. Þá fær eft-
irlaunaþeginn 1,2 milljónir í eftirlaun
((1.000.000 * 2 * (1-0,4)) = 1.200.000).
Gerum nú ráð fyrir að iðgjald sé
skattlagt við inngreiðslu. Þá eru lagð-
ar inn 0,6 milljónir í stað 1 milljónar.
Útgreiðslan verður sú sama og áður
(600.000 * 2 = 1.200.000).
Staðhæfingin um skertar tekjur
eftirlaunaþega við kerfisbreytinguna
er því rökvilla.
2. Vegna eðlis réttindakerfis mun
geta sjóðanna til að greiða lífeyri
skerðast um 15% Almennu lífeyr-
issjóðirnir byggðu hér áður á svokall-
aðri jafnri réttindaávinnslu. Króna
sem lögð var inn snemma á atvinnu-
ferlinum var jafn verðmæt fyrir rétt-
indin og króna sem lögð var inn seint.
Þetta bar með sér tilfærslu milli kyn-
slóða í kerfinu. Þessi tilfærsla var
ógagnsæ og fæstir vissu af henni.
Ef nýtt kerfi byggðist á tveim
deildum og jafnri réttindaávinnslu,
önnur þar sem inngreiðslur eru
skattlagðar og hin þar sem út-
greiðslur eru skattlagðar, myndaðist
rof í þessari tilfærslu sem myndi að
öðru óbreyttu leiða til réttindaskerð-
ingar eins og staðhæft er. Þetta gildir
allt þar til nýja deildin stæði ein eftir
að um 40 árum liðnum. Hægur vandi
væri að greiða milli deildanna til að
bæta þetta rof og þá um leið yrðu til-
færslurnar gagnsæjar ólíkt því sem
nú er.
Önnur leið væri að við tilfærslu í
nýtt kerfi þá myndi ríkið einfaldlega
taka til sín allar framtíðarskatt-
greiðslur og frá fyrsta degi yrðu allar
útgreiðslur skattfrjálsar. Ríkið á
þessar framtíðar-skattgreiðslur og er
því ekki að ganga á hlut neins. Það
myndi þá strax leysa til sín allt að 600
milljarða peningalegar eignir – ríkið
yrði skuldlaust á ný ef horft væri til
nettóskulda.
Ekki þyrfti að selja eignir sjóðanna
til að framkvæma breytinguna. Ríkið
væri einfaldlega stærsti sjóðfélaginn.
Þetta væri gríðarlega jákvætt fyrir
ríkissjóð og myndi flýta mjög fyrir
uppbyggingu Íslands. Þetta myndi
engin bein áhrif hafa á ráðstöf-
unartekjur launþega og eft-
irlaunaþega en óbeinu áhrifin yrðu að
kaupmáttur myndi aukast fyrr en
ella. Ef þessi leið væri farin kæmi
ekki til tilfærsluvandans vegna jöfnu
réttindaávinnslunnar eins og ef um
tvær deildir væri að ræða. Þessi leið
léttir 600 milljarða kvöðum af skatt-
greiðendum í framtíðinni.
Þrátt fyrir að hafa rakið hér vanda-
málið vegna jafnrar réttindaávinnslu
ítarlega og bent á lausnir er það þó
óverulegt í dag. Flestir lífeyrissjóð-
anna hafa skipt yfir í aldurstengda
réttindaávinnslu sem gerir það að
verkum að ekki á sér stað tilfærsla af
því tagi sem er lýst hér að ofan.
Vandamálið átti við á tíunda áratugn-
um en ekki nú. Önnur staðhæfingin
stenst því ekki eins og reglum er al-
mennt háttað í dag.
3. Mismunun milli starfsmanna í
einkageiranum og hjá hinu opinbera
Í dag tryggir hið opinbera starfs-
mönnum sínum almennt mun betri
lífeyrisréttindi en einkamarkaðurinn.
Kerfisbreytingin myndi þó ekki hygla
opinberum starfsmönnum í A-deild
lífeyrissjóðs starfsmanna hins op-
inbera frekar þar sem miðað er við að
iðgjald sé hækkað eða lækkað í sam-
ræmi við skuldbindingarnar og ræðst
af inngreiðslum og ávöxtun eins og í
almenna kerfinu. Hins vegar myndu
lífeyrisþegar í B-deild hagnast á til-
lögunni að óbreyttu þar sem eftirlaun
þeirra ákvarðast af launum eft-
irmanns en ekki inngreiðslum. B-
deildin hefur verið lokuð síðan á tí-
unda áratugnum þannig að stöðugt
fækkar í deildinni. Árið 2008 voru
6.088 virkir sjóðfélagar í B-deild og
11.861 þáði frá henni eftirlaun. Til
samanburðar voru 22.000 virkir sjóð-
félagar í A-deild og 1.272 lífeyr-
isþegar (þar af 611 eftirlaunaþegar).
Því er um óverulegan fjölda fólks að
ræða í B-deild sem kerfisbreytingin
snertir þar sem virkir sjóðfélagar
verða eingöngu fyrir áhrifum.
Hægur vandi væri þó að skatt-
leggja sérstaklega þann hluta sem
ekki kemur af innborgunum í B-
deildinni þegar til útborgunar kemur
til að leiðrétta fyrir skatta-
misræminu. Þetta eykur flækjustigið
eitthvað en ekki nóg til þess að hug-
myndin sé slegin út af borðinu. Þá
væri einfaldlega hægt hafa tvö kerfi,
annað þar sem greiðslur á almennum
markaði og A-deild eru innskattaðar
en hitt þar sem eftirlaunatekjur í B-
deildinni væru útskattaðar. Staðhæf-
ingin sem sett var fram stenst ekki
skoðun þar sem hún byggist á for-
sendum sem hafa breyst.
4. Skatttekjur framtíðarinnar
dragast saman vegna lækkandi skatt-
greiðslna Lífeyrissjóðakerfið íslenska
mun ná þroska um 2020-2030 en þá
munu flestallir hafa borgað í lífeyr-
issjóð alla sína starfsævi. Eftirlaunin
verða á bilinu 70% til 80% af með-
alævilaunum ef ávöxtun sjóðanna
verður þokkaleg.
Skattleysi eftirlauna mun minnka
tekjur ríkissjóðs en lífeyrissjóðakerf-
ið mun einnig leiða til minni þarfar í
framtíðinni. Vegna tekjutengingar
lífeyrisgreiðslna mun tekjuþörf rík-
isins vegna greiðslu ellilífeyris verða
hverfandi. Þá verður að hafa í huga
að auknar ríkistekjur nú, minni
skuldir (minni vaxtabyrði) og hraðari
endurreisn mun koma framtíð-
arkynslóðum öllum til góða og leiða
til minni tekjuþarfar en ella. Því er
afar hæpið að hækka þurfi skatta
umtalsvert í framtíðinni og því stenst
fjórða staðhæfingin tæpast.
Niðurlag
Kostirnir við breytinguna eru að
hægt verður að standa vörð um vel-
ferðarkerfið eins og það er í dag og
ekki þarf að skuldsetja ríkið eins
mikið og ella og þ.a.l. verða vaxta-
greiðslur minni – við náum okkur
mun fyrr á strik. Aðalgallinn á tillög-
unni er að þjóðhagslegur sparnaður
vex ekki jafn hratt og ella ef af kerf-
isbreytingunni verður.
Mikilvægt er að gera sér grein fyr-
ir að Sjálfstæðiflokkurinn myndi
aldrei leggja til tillögu sem fæli í sér
jafn mikla tekjuaukningu fyrir rík-
issjóð og raun ber vitni nema vegna
þess að neyðarástand ríkir í fjár-
málum hins opinbera. Fyrir liggur að
hallinn á ríkisjóði verður á bilinu 150-
170 milljarðar á þessu ári og að loka
þarf þessu gati á næstu þrem árum.
Ef hægt væri að fá þriðjung upphæð-
arinnar með þessari aðgerð, þriðjung
með sparnaði og skattahækkunum
og þriðjung með því að stækka skatt-
grunna aftur (hagvexti) væri til mik-
ils unnið – ekki þyrfti að koma til jafn
blóðugur niðurskurður og skattp-
íning og nú hyllir undir.
Eins og greinin ber með sér eru
ýmis álitamál sem þarf að huga að
áður en ákvörðun er tekin um að ráð-
ast í framkvæmdina enda lagði Sjálf-
stæðisflokkurinn til samráð með að-
ilum vinnumarkaðarins við útfærslu
hugmyndarinnar. Sníða þarf ag-
núana af en það er tæknileg úrlausn-
arefni þar sem hægt er að fara marg-
ar leiðir eins og rakið hefur verið hér.
Ekki dugir að slá hugmyndina út af
borðinu að óhugsuðu máli eins og
þeir félagar Bjarni og Þórarinn virð-
ast gera. Það er ekki góð rökræðulist
að smíða sér kerfi í huganum sem
ekki gengur upp (eða kerfi sem bygg-
ist á reglum sem giltu í fortíðinni) og
eigna það síðan tillöguhöfundum –
það er ekki til þess fallið að vinna
rökræður. Því síður er klókt að setja
fram rangar og vanhugsaðar fullyrð-
ingar og saka síðan þann sem gagn-
rýnin beinist að um „rakalaus ósann-
indi“.
Eftir Tryggva Þór
Herbertsson »Kostirnir við breyt-
inguna eru að hægt
verður að standa vörð
um velferðarkerfið eins
og það er í dag og ekki
þarf að skuldsetja ríkið
eins mikið og ella …
Tryggvi Þór
Herbertsson
Höfundur er alþingismaður
og prófessor í hagfræði.
Úrtölumenn
BLOG.IS