Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 35
Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009 Elsku sonur. Loforð guðs: Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein, né blómstígar gullskrýddir alla leið heim. Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar, á göngu til himinsins helgu borgar. En eg hefi lofað þér aðstoð og styrk, og alltaf þér birtu þó leiðin sér myrk. Mitt ljúfasta barn ég lofað þér hef, að leiða þig sjálfur hvert einasta skref. (Höf. ókunnur.) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Ég elska þig, yndislegi drengurinn minn. Ástarkveðja. Þín mamma. Elsku bróðir, það eru engin orð sem geta lýst því hversu mikið við eigum eftir að sakna þín. Þú einfald- lega gerðir líf okkar betra og okkur að betri manneskjum. Maður trúir þessu einfaldlega ekki ennþá, er ennþá að bíða eftir því að einhver veki mann af vondum draumi. Það vita það allir sem þekktu þig hversu frábær þú varst og hvað þú varst góður vinur. Góðu minningarn- ar eru endalausar og maður getur ekki annað en brosað í gegnum tárin þegar maður hugsar til þín. Ef maður á að nefna hvað stendur upp úr er ómögulegt að nefna eitt- hvað eitt en okkur verður hugsað til þess þegar við bjuggum í Lambhaga- num, hrúguðum okkur okkur öll sam- an í sófanum að horfa á vídeó, oftar en ekki í hláturskasti. Svo var hent dýn- um á gólfið og gestir eða ættingjar sváfu hér og þar um húsið. Svo mætti lengi telja. Hann Hjalti var einfald- lega með hjarta úr gulli. Það verður óbærilega erfitt að fá ekki að heyra gullkornin og fróðleiks- molana frá þér. Það var oft vakað fram eftir og talað um allt milli himins og jarðar, þá var heldur ekki hægt að finna betri mann til að sitja bara og þegja með. Ekkert sem heitir vand- ræðanleg þögn með Hjalta. Elsku Hjalti minn, nú ert þú á betri stað, við elskum þig og söknum þín sárt. Hvíl í friði. Sjáumst seinna. Þín systkin, Guðrún Helga, Haraldur Óli, Magnús Arnar. ✝ Hjalti Þór Kjart-ansson fæddist 17. febrúar 1983. Hann andaðist 12. júní 2009. Foreldrar Hjalta Þórs eru Sigríður Haralds- dóttir, f. 5.október 1959 og Kjartan Ólason, f. 26. ágúst 1961, þau slitu samvistir. Systkini Hjalta Þórs sammæðra eru Haraldur Óli Kjart- ansson, Guðrún Helga Andrésdóttir og Magn- ús Arnar Andrésson. Systkini samfeðra eru Melkorka og Elín Svava. Hjalti Þór verður jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag, 27. júní, kl. 13.30. „Skjótt hefur sól brugðið sumri“ ( JH.) Þegar ungur maður fellur frá í blóma ald- urs síns verður okkur orðs vant, því sorgin er sár. En þó að Hjalti Þór ætti heima á heimili okkar einungis fyrstu mánuði lífs síns, þá hrannast minningarn- ar upp í hugann og þær eru allar með sama svip. Hjalti Þór var einstaklega ljúft barn. Og þegar kom fram á unglingsárin var dagfar hans með sama yfirbragði. Hann var hæglátur með afbrigðum og hógvær í allri framgöngu. Engu að síður gátu tilsvör hans oft- ar en ekki verið kankvís og athuga- semdir hans skarplegar og þeim var gjarnan fylgt eftir með góðlátlegu brosi og jafnvel glettni í augum. Enda var Hjalti Þór athugull í besta lagi og prýðilega greindur mað- ur. Ef honum hefði orðið lengra lífs auðið hefði hann efalaust átt þroska- fyllri ár í vændum. En aukin lífs- reynsla hefði þó ekki gert hann að betri manni en hann var, því að Hjalti Þór var fyrst og seinast gegnheill og góður drengur. Seinast hittum við hann á annan í páskum. Þá var hann glaður og reifur og hafði á orði að hann þyrfti að fara að líta við. En nú er útséð með að það verður ekki í þessu lífi. Hjalti var alla tíð dulur og lítt gef- inn fyrir að kveinka sér. Hins vegar var hann afar næmur á líðan þeirra, sem hann átti samneyti við. Og þó að hann væri að sumu leyti einfari þá auðnaðist honum að eignast góða vini enda sjálfur trygglyndur og vinfast- ur. Og nú við þessi óvæntu og snöggu leiðarlok þökkum við öllum þeim sem reyndust honum vel á allt of stuttri lífsleið hans. Sjálf þökkum við heils hugar allt það góða sem Hjalti Þór veitti inn í líf okkar. Þær dýrmætu minningar munum við varðveita til æviloka. Við biðjum góðan Guð að styrkja foreldra hans, systkini og aðra að- standendur í þungbærri sorg þeirra. Megi blessun Guðs hvíla yfir minn- ingu þessa ljúfa drengs, Hjalta Þórs Kjartanssonar. Amma, afi, Anna María og Jóhann Magnús. Ei vitkast sá, er verður aldrei hryggur, hvert vizkubarn á sorgar brjóstum liggur. * Á sorgarhafs botni sannleikans perlan skín. Þann sjóinn máttu kafa, ef hún skal verða þín. ( St. Th.) Nú hefur kvatt þessa jarðvist, allt of fljótt, bróðursonur minn, Hjalti Þór Kjartansson. Þegar ég hugsa til baka á þessum sorglegu tímamótum er það tvennt, sem mér fannst einkenna Hjalta, frænda minn. Það var hversu svip- hreinn hann var og blíðlyndur. Þessir tveir eðliskostir hans, sem fylgdu honum alla tíð kristallast vel í eftir- farandi minningabroti, sem ég á um hann. Það var seint á jólaföstu árið 1987. Ég hafði þá nokkru áður tekið bílpróf og nú voru þeir Hjalti og bróðir hans í heimsókn hjá afa og ömmu. Eins og siður er fyrir jólin stóð yfir stórhrein- gerning með gardínuþvotti og öllu til- heyrandi. Mér þótti því vel til fundið að fara með þá frændur mína í fjöru- ferð niður á Eyrarbakka. Blæjalogn var, heiðskírt og fann- hvítur snjór yfir öllu. Þegar í fjöruna var komið fórum við frændur í þann leik, sem allir kannast við og felst í því að storka Ægi konungi, þ.e að hætta sér sem neðst í fjöruna við útsogið en hlaupa síðan undan aðsteðjandi öldu- faldi. Eftir nokkurn leik uggðum við ekki að okkur og Hjalta, sem var okkar langyngstur skrikaði fótur og við það gekk aldan yfir stígvélin hans og buxnaskálmarnar blotnuðu. Og þar með var fjöruferðin á enda. Eftir að ég hafði huggað Hjalta eft- ir þessar hrakfarir fórum við upp í bíl- inn. Ég færði hann úr blautum buxum og sokkum, breiddi úr þeim á hval- baknum í bílnum, setti miðstöðvar- blásturinn í botn og svo var ekið upp að Selfossi. Þegar heim var komið að Selfossi og ég hafði fært Hjalta aftur í þvöl sokkaplöggin og buxurnar, þá skynj- aði Hjalti í svip mínum skömm og sektarkennd yfir því sem fyrir hafði komið og sá að mér var órótt. Þá sneri hann sér að mér og sagði hughreystandi: „Þetta er allt í lagi, ég meiddi mig ekkert.“ Við þessi orð þessa fjögurra ára snáða færðist yfir mig ró. Og á þessa ferð og yfirsjón mína var aldrei minnst eftir þetta. Þannig mun ég ætíð minnast Hjalta Þórs, bróðursonar míns, þessa svip- hreina og góða drengs. Ég mun geyma allt það góða, sem hann gaf mér og bið góðan Guð að varðveita hann. Foreldrum hans og fjölskyldum þeirra sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Guðbjartur Ólason. Elsku yndislegi fallegi frændi okk- ar, við trúum ekki að þú sért farinn frá okkur, þín er svo sárt saknað, litli Latti ló, eins og þú kallaðir þig þegar þú varst lítill snáði. Við minnumst þín, elsku myndar- legi frændi okkar, sem hafði svo falleg augu, einstakt hjartarlag, sem hugs- aði oft svo djúpt með húmor og kímni að leiðarljósi. Það var alltaf mikið tilhlökkunar- efni að koma til þín í Háengið þegar við vorum börn. Þá lékum við okkur saman í leikherberginu niðri eða kúrðum saman og borðuðum popp. Oft gistum við mörg saman og sögð- um hvert öðru draugasögur og þá var hlegið mikið og skríkt. Við gleymum því aldrei þegar við leyfðum þér að keyra bíl í fyrsta sinn og við rugluðumst aðeins á bremsunni og bensíngjöfinni! Við eigum svo endalaust margar góðar minningar um þig, sem eru okkur svo dýrmætar og við munum ávallt geyma þær í hjörtum okkar. Þú áttir allt lífið framundan og marga drauma sem vonandi rætast þér á bláu eyjunni. Við vitum að amma og afi og allir englarnir hafa tekið þig í faðm sinn nú. Elskum þig alltaf, ávallt, endalaust. Þínar frænkur, Aðalheiður Mjöll og Nína Björg. Hjalti Þór Kjartansson Þegar kveðja skal hjartkæran vin, eink- um vegna ótímabærs fráfalls, verður orða vant. Eftir þrjátíu ára kynni við leik og störf koma í hugann endalausar minningar. Kynni okkar hófust eins og oft er, á vinnustað þar sem á ýmsu gat gengið en slíkt gerist stundum á kærleiksríku heimili. En ekki heyrast framar upplífgandi frá- sagnir eða upplýsandi fróðleikur, nú hvað þá skellandi hlátur jafnvel yfir litlu sem engu – því nú er hann far- inn. Það leið ekki á löngu að ég kynntist Sigrúnu, konu hans og nán- ustu fjölskyldu sem ætíð síðan hafa sýnt kærleik og hlýju í minn garð. Lífið verður fátæklegra þegar tryggðatröllið er gengið og ekki verða farin fleiri ferðalögin, hvorki innanlands eða utan. Huggunarorð á ég engin til handa elsku Sigrúnu, Lindu, Kollu, nánustu fjölskyldu og ættingjum, en vona að tíminn græði sárin. Með þessum orðum kveð ég Rein- hardt Ágúst Reinhardtsson – fari hann vel. Grétar Þ. Hjaltason. Lítill drengur, ljós og fagur, lífsins skilning öðlast senn. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Kæri vinur, þetta var það fyrsta sem kom í huga minn þegar ég sá og hitti þig fyrst, þessar ljóðlínur mun alltaf minna mig á þig, Reinhardt minn. Okkar kynni voru stutt en gáfu mér svo mikið. Þú hafðir svo góða nærveru og glaðværð þín var svo innileg. Það er ekkert sjálfgefið að hitta einhvern til að deila með sér reynslu, styrk og vonum en það gát- um við gert og er ég svo innilega þakklát fyrir það traust sem þú sýndir mér og traustið sem ég gat sýnt þér. Lífið er ekki alltaf auðvelt eða eins og við sögðum „lífið er ekki dans á rósum“, við þurfum að hafa fyrir því og förum ekki alltaf auðveldustu leiðina, þannig er þetta bara, okkur var ætluð þessi leið til að takast á við, bera okkar harm í hljóði, vera sterk og horfa fram á við. Þetta var og verður ekki auðvelt en það erum við sjálf sem stjórnum og ákveðum hvernig við viljum hátta því. Þú varst hrókur alls fagnaðar, Reinhardt, minn í margmenni og við dáðumst að þér, húmorinn já og bara þín nærvera, þú gafst svo mikið af þér en innst inni varst þú allt annar, brothættur og tættur, og gerðir þitt besta til að til að takast á við þig sjálfan. Við mig talaðir þú mikið um fjölskyldu þína og þú varst mjög stoltur af henni og ég fann að þér þótti ótrúlega vænt um hana. Ég ætla að ljúka þessu með stuttri bæn og vona að það gefi fjölskyldu þinni innri styrk og ró. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Megir þú hvíla í friði, vinur, og Guð veri með þér og fjölskyldu þinni. Takk fyrir góðar stundir Kveðja Sóley. Þeir eru hnýttir af vinnu og reynslu og láta sér ekkert fyrir Reinhardt Ágúst Reinhardtsson ✝ Reinhardt ÁgústReinhardtsson fæddist í Reykjavík 15. apríl 1943. Hann lést á heimili sínu í Mos- fellsbæ 7. júní síðast- liðinn og var jarðsung- inn frá Fossvogskirkju 22. júní. Meira: mbl.is/minningar brjósti brenna. Vinna út í eitt ef því er að skipta. Brjóta regl- urnar ef nauðsyn krefst. Taka óvæntan slag ef vel árar og það hvín svo sannarlega í þeim eins og norðan- rokinu ef þeim er misboðið. Þetta eru karlarnir okkar; hrjúfir og stundum rauðir á nefinu með prakkaraglottið í augunum og bros- viprur bak við stund- um harða skelina. Ég var svo heppin að kynnast Hadda í Þjóðleikhúsinu, kallinum sem vissi allt og þekkti hvert skúma- skot og hverja rá og kaðal í Álfahöll- inni þar sem stórleikarar þjóðarinn- ar standa, baðaðir ljósum og aðdáun áhorfenda. En galdurinn gerist ekki bara á sviðinu; galdramennirnir standa í myrkrinu, láta fólk og hluti hverfa eða birtast; Ömmu mús bjargast í hundraðasta sinn frá þus- andi Patta broddgelti svo íslensk börn taka andköf af spenningi. Láta rigna og snjóa og kveikja elda svo hægt sé að dansa, skauta og brenna hús um hverja helgi, jól og aðra frí- daga þegar fólk flykkist í leikhúsið. Allt er mögulegt – líka þegar við lét- um Steinway-flygilinn hverfa niður sviðsgólfið og reistum úr bygging- arplasti veggi, útskorna sem litu út fyrir að vera mörg hundruð ára gamlir sem Vytas hafði hannað fyrir Don Juan. Haddi var ekki bara handverksmaður sem vel kunni til verka hann var líka listamaður sem skildi leikhúsið og oft á tíðum skrítn- ar persónur hvaðanæva úr heimin- um sem komust að því að Haddi tal- aði sama tungumálið og þeir; tungumál leikhússins. Hann kunni líka að vera vinur og góður kennari og tók mér opnum örmum þó svo að ég tilheyrði allt annarri kynslóð og öðrum heimi. Lagði sig fram um að hvetja mig til dáða og gerði sér sérstaklega ferðir niður á Smíðaverkstæði til að hrósa fyrir eitthvað sem honum fannst vel gert. Sýndi mér alla leyndardóma Stóra sviðsins, leiddi mig um sperru- loftið og strauk vírana eins og gamla vini sína. Hann deildi skoðunum sín- um og ástríðu fyrir leikhúsinu – Stóra sviðinu okkar allra Íslendinga, sem er eins og skip sem siglir í stórsjó og brjáluðu veðri, siglir þó að hrikti í stoðunum, siglir þó að efni séu af skornum skammti, siglir af því að fleyinu stýrir fólk sem trúir á galdurinn og veit hversu mikils virði hann er þeim sem þakklátir sitja í salnum og kunna að njóta. Það eru menn eins og Haddi sem kenna okk- ur sem yngri erum virðingu og aga í vinnunni, kenna okkur að setja öxl- ina í þær byrðar sem á okkur eru lagðar og hjálpast að við að koma skipinu í höfn. Kenna okkur líka að láta ekki vaða yfir okkur þegar of langt er gengið og skynsemin er fót- um troðin. Ég minnist hans með tár í augunum og þakklæti fyrir allt, hann gerði mig að betri manni. Fjölskyldu og ástvinum sendi ég innilegar samúðarkveðjur, minning um góðan dreng mun lifa. Ásdís Þórhallsdóttir. ✝ Arnfríður Krist-rún Sveinsdóttir fæddist í Ólafsvík 26. júní 1925. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Holtsbúð 18. apríl 2009 og fór útför hennar fram frá Garðakirkju 29. apríl. Meira: mbl.is/minningar Arnfríður Kristrún Sveinsdóttir Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is Minningar á mbl.is Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að út- för hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur ver- ið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefn- um, www.mbl.is/minningar. Æviá- grip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefn- um. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.