Morgunblaðið - 27.06.2009, Síða 38

Morgunblaðið - 27.06.2009, Síða 38
38 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009 Atvinnuauglýsingar • Upplýsingar í síma 899 5630 Blaðbera vantar í sumarafleysingar í Njarðvík Blaðbera vantar Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Laxatunga 12, 230-8079, Mosfellsbæ, þingl. eig. Fjárfestingafélagið Hagur ehf., gerðarbeiðandi Vörður tryggingar hf., miðvikudaginn 1. júlí 2009 kl. 11:30. Maríubaugur 69, 225-8332, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Þröstur Gestsson, gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf., miðvikudaginn 1. júlí 2009 kl. 10:30. Meistaravellir 17, 202-5694, Reykjavík, þingl. eig. Alma Jenny Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 1. júlí 2009 kl. 14:00. Njarðargata 47, 200-7757, Reykjavík, þingl. eig. Orri Hreinsson, gerðarbeiðandi Njarðargata 47, húsfélag, miðvikudaginn 1. júlí 2009 kl. 14:30. Suðurhlíð 38d, 225-8795, Reykjavík, þingl. eig. I.P. fasteignir ehf., gerðarbeiðandi Suðurhlíð 38 A-D, húsfélag, miðvikudaginn 1. júlí 2009 kl. 15:00. Tjarnarmýri 2, 205-673, Seltjarnarnesi, þingl. eig. Vesturbygg ehf., gerðarbeiðandi Sparisjóður Rvíkur og nágr., útib., miðvikudaginn 1. júlí 2009 kl. 13:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 26. júní 2009. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Hólavað 27, 230-9054, Reykjavík, þingl. eig. ÓGBYGG ehf., gerðarbeiðandi Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, fimmtudaginn 2. júlí 2009 kl. 10:00. Skipholt 15, 226-7516, Reykjavík, þingl. eig. Burðarafl ehf., gerðarbeiðendur Reykjavíkurborg, Skipholt 15, húsfélag og Vátryggingafélag Íslands hf., fimmtudaginn 2. júlí 2009 kl. 14:30. Skipholt 17, 223-5942, Reykjavík, þingl. eig. Byggingarfélagið Stekkur ehf., gerðarbeiðandi Sparisjóður Reykjavíkur/nágr. hf., fimmtudaginn 2. júlí 2009 kl. 13:30. Skipholt 17, 229-9436, Reykjavík, þingl. eig. Byggingarfélag K. Pálmasonar ehf., gerðarbeiðandi Sparisjóður Reykjavíkur/nágr. hf., fimmtudaginn 2. júlí 2009 kl. 14:00. Skipholt 17, 229-9437, Reykjavík, þingl. eig. Byggingarfélagið Stekkur ehf., gerðarbeiðandi Sparisjóður Reykjavíkur/nágr. hf., fimmtudaginn 2. júlí 2009 kl. 13:45. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 26. júní 2009. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Akurvellir 1, 0102, (228-0969), Hafnarfirði, þingl. eig. Angela Kelly Abbott, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Íslandsbanki hf., miðvikudaginn 1. júlí 2009 kl. 10:30. Blómvellir 14, 0101, (226-2594) Hafnarfjörður, þingl. eig. Blómvellir ehf., gerðarbeiðendur Gunnarshólmi grasavinafélag ehf. og Vörður tryggingar hf., miðvikudaginn 1. júlí 2009 kl. 11:00. Einivellir 7, 0304, (228-0545), Hafnarfirði, þingl. eig. Björg Helgadóttir og Helgi Pétursson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 1. júlí 2009 kl. 11:20. Eskivellir 5, 0206, (227-5746), Hafnarfjörður, þingl. eig. Davíð Stein- grímsson, gerðarbeiðendurTollstjóri og Vörður tryggingar hf., miðvikudaginn 1. júlí 2009 kl. 11:40. Fagrakinn 11, (207-4675), Hafnarfirði, þingl. eig.Trausti Eysteinsson, gerðarbeiðendur Byko ehf., Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. og Vörður tryggingar hf., miðvikudaginn 1. júlí 2009 kl. 13:30. Flatahraun 21, (207-4785), Hafnarfirði, þingl. eig. DSB Eignarhalds- félag ehf., gerðarbeiðandi Dagbjartur Björnsson, miðvikudaginn 1. júlí 2009 kl. 14:00. Hlíðarás 21, 0201, (230-7424), Hafnarfirði, þingl. eig. Steinunn Inga Ólafsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 1. júlí 2009 kl. 14:30. Hofakur 3, 0202, (227-7169), Garðabæ, þingl. eig. Steinþór Jóhanns- son, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 2. júlí 2009 kl. 10:00. Hvaleyrarbraut 29, 0103, (224-3634), Hafnarfirði, þingl. eig. Gengi ehf., gerðarbeiðendur NBI hf. og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., miðviku- daginn 1. júlí 2009 kl. 15:00. Kaldakinn 17, 0201, (207-6588), Hafnarfirði, þingl. eig. Björk Harðar- dóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Vörður tryggingar hf., miðvikudaginn 1. júlí 2009 kl. 15:30. Langamýri 26, (207-1230), Garðabæ, þingl. eig. Nína Björk Svavars- dóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Langamýri 26, húsfélag og Lífeyrissjóður starfsm. sv.fél., fimmtudaginn 2. júlí 2009 kl. 10:30. Skipalón 25, 0302, (230-1370), Hafnarfirði, þingl. eig. Sigita Stanke- viciene og Artúras Stankevicius, gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf., miðvikudaginn 1. júlí 2009 kl. 10:15. Skútahraun 15, (207-5818), Hafnarfirði, þingl. eig. Verkás ehf., gerðar- beiðandi Gluggasmiðjan ehf., fimmtudaginn 2. júlí 2009 kl. 11:30. Stapahraun 2, (207-9283), Hafnarfirði, þingl. eig. Fish4u ehf., gerðar- beiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., Sjóvá-Almennar tryggingar hf. ogTollstjórinn í Reykjavík, fimmtudaginn 2. júlí 2009 kl. 13:30. Stapahraun 6, 0103, (222-3751), Hafnarfirði, þingl. eig. Óskar Ölvers- son, gerðarbeiðandi Nýi Glitnir banki hf., fimmtudaginn 2. júlí 2009 kl. 13:50. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði, 26. júní 2009. Tilkynningar Afmæli Í tilefni af 60 ára afmæli Sendibílastöðvar- innar hf. bjóðum við upp á veitingar hjá okkur að Klettagörðum 1, sunnudaginn 28. júní milli kl. 14 og 18. Leiktæki, blöðrur og fl. fyrir börnin. Allir hjartanlega velkomnir. Félagslíf 28.6. Snæfellsjökull Brottf. frá BSÍ kl. 08:00. V. 4500/5600 kr. Vegalengd 10-12 km. Hækkun 800-900 m. Göngutími 5-7 klst. Fararstj. Leifur Hákonarson. 2. - 5.7. Sveinstindur - Skælingar Brottf. frá BSÍ kl. 08:30. V. 35.000/43.000 kr. 0907LF01. Örfá pláss laus. Fararstj. Vala Friðriksdóttir & Helga Kristinsdóttir. 2. - 5.7. Strútsstígur Brottf. frá BSÍ kl. 08:30. V. 33.000/41.000 kr. 0907LF02. Örfá pláss laus. Fararstj. Ingvi Stígsson. 2. - 5.7. Landmannalaugar - Sveinstindur Brottf. frá BSÍ kl. 08:30. V. 29.900/37.400 kr. 0907LF03 Fararstj.Trausti Pálsson. 2. - 6.7. Hofsjökull Brottf. kl. 08:30 frá BSÍ. V. 30.000/37.500 kr. 0907LF04 Krefjandi ferð og þátttaka háð samþykki fararstjóra. Fararstj. Reynir Þór Sigurðsson. 3. - 5.7. Fimmvörðuháls Brottf. frá BSÍ kl. 17:00. V.16.200/20.200 kr. 0906HF05. Örfá pláss laus. Fararstj. Sverrir Andrésson. Skráning á utivist@utivist.is eða í síma 562 1000. Sjá nánar www.utivist.is Elsku yndislega Magga mín, ég man þegar við kynntumst uppi á Reykjalundi, ég þú og Aðalsteinn okkar. Við þrjú höfum alltaf haldið sam- bandi síðan, við tvær vorum líka saman í húsi við Reykjalund og við áttum mörg æðisleg samtöl þar sem eru svo minnisstæð. Þú ert ein sterkasta og yndislegasta vinkona sem ég hef átt og þú kenndir mér svo mikið um lífið sem ég er þér svo þakklát fyrir, við gátum talað saman um allt. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig ef eitthvað var og ég man nú bara fyrir tæpu ári síð- an þegar ég þurfti að fara til lækn- is út af fætinum á mér og lækn- irinn var búinn að vera svo dónalegur og leiðinlegur við mig, þá komst þú með og spurðir hann spurningar sem hann var ekki bú- inn að svara mér og hann var fínn eftir það. Þegar ég átti Flís og Heklu (kis- ur) þá gat ég líka alltaf leitað til þín og þú gast leiðbeint mér. Við hittumst síðast 17. maí þegar ég Margrét Gísladóttir ✝ Margrét Gísla-dóttir fæddist í Reykjavík 25. febr- úar 1956. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. júní sl. og var jarðsungin frá Garðakirkju á Álfta- nesi 24. júní. hélt upp á afmælið hans Hlyns Smára, hann varð 5 ára, það var svo gott að hitta þig þá. Ég heyrði í þér á þriðjudagskvöldið 2. júní og ætlaði þá að kíkja til þín en þú varst svo upptekin við að finna pelana fyrir kettlinga, við ákváðum að hittast fljótlega þegar þú hefðir tíma. Elsku Magga mín, á sunnu- daginn hringdi Aðalsteinn okkar svo í mig um kl 14 og sagði mér að þú hefðir veikst og ég kom strax til þín upp á spítala um kvöldið. Þú varst sofandi þegar ég kom en kíktir smá og opnaðir augun þín og þá vissi ég að þú vissir að ég var hjá þér. Ég hélt í hendurnar þínar og var til staðar fyrir þig og sagði þér hvað ég elska þig mikið. Þú ert og hefur alltaf verið kraftaverka- kona og lifað ótrúlega hluti af. Þú hefur alltaf verið svo ofsalega sterk. Mér fannst svo gott að geta ver- ið hjá þér og fjölskyldunni þinni á mánudaginn þegar þú kvaddir. Það var ofsalega erfitt og sárt að kveðja þig en ég var líka svo þakk- lát Magga mín að fá að vera hjá þér, þú fórst alltof snemma frá okkur og það er svo mikill missir að þú ert farin en ég veit að þú ert ekki farin langt og þú verður áfram með okkur þó við sjáum þig ekki. Mig langar líka að þakka fjöl- skyldunni þinni fyrir að vera mér svona yndisleg að lofa mér að vera hjá þér þessa stund. Ég á svo margar góðar minningar í hjartanu mínu um þig og ég á eftir að sakna þín svo mikið, en við munum hitt- ast aftur, ég veit það, og eins og við sögðum alltaf þegar við kvödd- umst: Love you. Takk fyrir allt, kraftaverkakonan mín, sem varst alltaf svo jákvæð og góð. Ég sendi styrk og hlýju til fjölskyldunnar þinnar, Magga mín. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Kveðja. Guðrún Lárusdóttir vinkona. Ég kynntist Möggu Gísla í sum- arvinnu í Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar, þá 15 ára. Við urðum báðar ástfangar þetta sumar, hún af „flugvélinni“ ég af „þotunni“, það kölluðum við strákana. Þegar ann- ar þeirra nálgaðist sögðum við: „Þotan“ og svo hlógum við. Magga náði í „flugvélina“, var al- sæl fór að búa og eignaðist Jónsa og svo Júlla. Magga var listræn, um tíma sneið hún og saumaði á sig og strákana. Einu sinni kom hún til mín í síðum gervipels sem hún hafði saumað, ég vildi líka eignast svona „pels“, hún hjálpaði mér. Eftir það spókuðum við okkar í fínum „pelsum“ Magga kenndi mér að búa til pitsu, næstu árin borðaði fjölskyldan Möggu-pitsu á föstudögum. Magga hafði mikinn áhuga á ljósmyndun, þær systur voru með aðstöðu í kjallaranum hjá Júllu. Hún smitaði mig og kenndi mér að framkalla og stækka mynd- ir. Magga fór í nám til Bandaríkj- anna, á sumrin kom hún með naglalakk, varaliti og augnskugga í öllum regnbogans litum. Við klæddumst notuðum fötum sem hún keypti í Ameríku, máluðum okkur og fórum út á lífið. Eftir að ég flutti til Svíþjóðar, var Magga dugleg að heimsækja okkur. Við þræddum „second hand“-búðir og fundum alltaf eitthvað skemmti- legt. Krakkarnir elskuðu Möggu, hún reyndi alltaf að vera viðstödd gleðistundir fjölskyldu minnar og sá um myndatökurnar enda ljós- myndari. Eftir að hafa lært innan- hússarkitektúr flutti hún til Ís- lands, keypti sér hús sem hún hefur verið að taka í gegn þrátt fyrir veikindi sín. Hún var dýravin- ur, ræktaði ketti og oft iðaði húsið af kettlingum. Ég svaf iðulega hjá Möggu þegar ég var í heimsókn. Eina nóttina vaknaði ég og taldi níu kettlinga í rúminu hjá okkur. Ég reyndi að skutla þeim á gólfið, þeir hoppuðu bara upp í aftur. Daginn eftir sagði ég Möggu að ég hefði verið að vakna við kett- lingana. Af hverju vaktir þú mig ekki, „ég hefði sagt þeim að fara niður á gólf“. Húmorinn var alltaf til staðar. Þegar Magga „ættleiddi“ Dobermanhund leist mér ekkert á. Næst þegar ég bankaði á dyrnar heyrðist svaka gelt ég heyrði að Magga átti fullt í fangi með að halda dýrinu, hún hleypti mér inn, sleppti takinu á dýrinu sem hopp- aði upp á mig og í nokkrar sek- úndur horfðumst við í augu, svo opnaði hann ginið og gaf mér lang- an blautan koss. Þetta var góði vin- ur hennar, Castró. Magga sendi mér alltaf jólakort, eitt árið kom ekkert. Magga hafði veikst af Steven Johnson syndrome sem gerði það að verkum að líkami hennar brenndist 96% innvortis og að hluta til að utanverðu. Eftir það var Magga öryrki og átti í stórum vandræðum með sjónina. Magga reyndi allt til að fá heilsuna aftur og trúði því að hún myndi ná sér. Hún var alltaf jákvæð og bjartsýn en ódugleg að kvarta. Nú er komið að því að kveðja þig, mín kæra. Ég er svo glöð yfir hversu duglegar við vorum að segja hvað okkur þótti vænt hvorri um aðra. Þú lést gott af þér leiða hvar sem þú komst. Minning þín lifir, ég sakna þín, elsku Magga, ég sakna hláturs þíns, ég sakna svips- ins sem kom á þig þegar þú varst að hugsa, ég sakna samtala okkar, ég sakna kaffihúsaferða okkar, ég sakna þess að sjá þig vökva augun, ég sakna þess að heyra þig tala um barnabörn, ég sakna fallega bross- ins þíns, ég sakna nærveru þinnar og faðmlags. Elsku Júlla, Nína, Nonni, Jónsi, Júlli og dætur, ég og fjölskylda mín samhryggjumst ykkur inni- lega.Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þessari stórkost- legu konu sem er engin önnur en hún Magga Gísla. Sjáumst elskan, þín vinkona Ólöf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.