Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.06.2009, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2009 Í þessu blaði hér, fyrr í vikunni, birtistskemmtileg grein um áhrif tónlistar áheilsuna. Ítalskir vísindamenn ku hafa komist að því að „rétt“ tónlist geti hægt á hjartslætti og lækkað blóðþrýsting. Þar kemur fram að: „… rétta tónlistin hér er óp- erutónlist og þá vegna þess, að takturinn í henni er yfirleitt hægur … þegar tónlistin vex að styrk, verður hjartslátturinn hraðari og blóðþrýstingur hækkar. Þegar styrkurinn minnkar og takturinn verður hægur, slaknar líka á hjarta og blóðþrýstingi. Undir þetta taka ýmsir framámenn í samtökum hjarta- sjúklinga. Segja þeir, að framfarirnar séu miklu meiri hlusti fólk á fallega og rólega tónlist.“    Svo mörg voru þau orð. Af hverju finnstmér eins og ég sé alltaf að lesa þessa sömu frétt, á ca. misserisfresti, með stöku tilbrigðum? Þessi frétt er jafn reglubundin og fréttirnar af því þegar pöndur í Kína geta af sér afkvæmi. Verst þó hvað þetta er skottulækningalegt, mafíósarnir syðra eru líkast til bara að renna stoðum undir sínar ástkæru óperur. Að þessu gefnu er hröð, þung og hávær tónlist þá skaðleg fyrir hjartað. Því hraðari og þyngri, því „verri“. Iðkendur öfgarokks ættu því að vera farlama, taugaveiklaðir og hjartveikir sjúklingar en merkilegt nokk … af hverju er fólk sem ég hef kynnst af því taginu alltaf svona mikið rólegheitafólk? Dauðarokkararnir sem ég kynntist hér í den voru upp til hópa blíðlyndir pælarar, skarpt þenkjandi tæknitröll með allt sitt á tæru enda ekki vanþörf á þegar hlaupið er upp og niður tónstigann á fullri ferð með óteljandi snúningum og útúrdúrum. Ég set þetta svona fram til að sýna fram á þruglið í nefndri grein. Ég veit t.a.m. fátt eins róandi og að hlusta á tónlist sem er á snarbrjáluðu blasti með tilheyrandi þyngslum. Þegar tónlistin er orðin það hröð ummyndast hún í taktfastan, sefandi graut; líkt og þegar maður stendur frammi fyrir hinum öfluga og dynjandi Dettifossi. Þetta vita þeir sem hafa reynt það.    Ég vil því leggja meiri trúnað á næstsíð-ustu frétt, sem birtist í blaði þessu síð- asta haust. Þar kemur fram að vísindamenn við Maryland School of Medicine í Banda- ríkjunum hafi komist að því að uppáhalds- tónlistin manns víkki æðar þannig að blóðið streymir auðveldar um þær. Tónlist sem fer í taugarnar á manni veldur því hins vegar að æðarnar dragast saman þannig að blóð- streymið minnkar. Ég held að þetta sé nærri lagi. Og þess vegna ætla ég óhikað að skella Marduk á fóninn heima, fremur en Madame Butterfly … á meðan ég bíð eftir næstu slá- andi vísindalegu niðurstöðunum á þessu sviði sem ættu að detta inn um næstu ára- mót. Öfgarokkið nærir ósæðina AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen » Að þessu gefnu er hröð,þung og hávær tónlist þá skaðleg fyrir hjartað. Því hrað- ari og þyngri, því „verri“. Marduk Þitt hjartans mál greinilega samkvæmt rannsóknum ítalskra vísindamanna. á allar 3D sýningar merktar með grænu850 krrSPARBÍÓ SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND M EÐ ÍSLENS KU OG ENSKU TALI SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI FLOTTASTA HASARMYND SUMARSINS Frá leikstjóranum Michael Bay ásamt stórleikurunum Shia LaBeouf, John Torturo og kynþokkafyllstu leikkonu heims Megan Fox „STÆRRI, FYNDNARI, FLOTTARI ...EF ÞÚ FÍLAÐIR FYRSTU MYNDINA, ÞÁ ÁTTU EFTIR AÐ DÝRKA ÞESSA!“ T.V. - KVIKMYNDIR.IS / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI TRANSFORMERS 2 kl. 1D - 4D - 7D - 10D POWERS. KL. 7 10 DIGITAL THE HANGOVER kl. 2 - 4 - 6D - 7 - 8D - 9:10- 10:20D 12 DIGITAL CORALINE 3D m. ísl. tali kl. 23D - 43D L 3D DIGTAL TRANSFORMERS 2 kl. 2D - 5D - 8D - 11D - Powersýning kl. 11 10 DIGTAL STAR TREK XI kl. 10:20 10 TRANSFORMERS 2 kl. 2 - 5 - 8 - 11 - Powersýning kl. 11 LÚXUS VIP STÍGV. KÖTTURINN m. ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 L THE HANGOVER kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 8:10 - 8:30 - 10:20 - 10:30 - 11 12 HANNAH MONTANA kl. 1:30 - 3:40 L MANAGEMENT kl. 5:50 - 8 10 MONSTER VS. ALIENS m. ísl. tali kl. 1:30 á sunnud. L ADVENTURELAND kl. 3:40 - 5:50 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.