Morgunblaðið - 05.07.2009, Page 3

Morgunblaðið - 05.07.2009, Page 3
g y Þekkir þú þjóf ? Atvinnuleysisbætur eru sérstakar framfærslubætur sem þeim einum eru ætlaðar sem misst hafa atvinnu sína. Þess eru nú dæmi að fólk skrái sig atvinnulaust og stundi síðan launuð störf án þess að yfirvöld hafi vitneskju um slíkt. Með slíkum svikum er vegið að velferðarkerfi því sem komið hefur verið á og greitt er af skattgreiðendum. Skal ósagt látið hvort slíkt háttalag sé hóti betra en þjófnaður að nóttu. Ríkisskattstjóri og Vinnumálastofnun hvetja almenning til að veita þeim aðhald sem vanvirða það velferðarkerfi sem haldið er uppi með sköttum og greiðslu bóta til þeirra sem réttilega þurfa á þeim að halda. Misnotkun á bótarétti og undandráttur tekna kann að varða refsingu og sviptingu réttinda. Svik á atvinnuleysisbótum og svört vinna verða ekki liðin. Með samstilltu átaki þjóðarinnar er unnt að útrýma svartri vinnu og svikum á atvinnuleysisbótum. Tekið er við nafnlausum ábendingum um svik á atvinnuleysisbótum á www.vmst.is/abending og um svarta vinnu á www.rsk.is/abending. Svik við samfélagið?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.