Morgunblaðið - 05.07.2009, Side 12

Morgunblaðið - 05.07.2009, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009 Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is D avíð Oddsson, fyrrver- andi seðlabankastjóri, telur að samningurinn sem samninganefnd rík- isins hefur gert við Breta og Hollendinga um skuldbindingar rík- issjóðs vegna Icesave séu hryllilegustu mistök sem gerð hafi verið allt frá árinu 1262. Hann segir að staðfesting Alþingis á ríkisábyrgðinni, sem ríkisstjórnin og fjármálaráðherra leita nú eftir myndi dæma þjóðina til ævarandi fátæktar. Davíð féllst á að veita Morgunblaðinu viðtal um Ice- save-samningana, þátt Landsbankans, Seðla- bankans og stjórnvalda. Blaðamaður hitti Davíð á heimili hans í fyrradag. – Nú hafa stjórnvöld gert samning við Breta og Hollendinga um greiðslur ríkissjóðs vegna Icesave. Samningurinn og ríkisábyrgð vegna hans er nú til umfjöllunar á Alþingi. Hvernig horfir þetta við þér, Davíð? Á Alþingi að stað- festa þann samning sem gerður hefur verið? „Mér finnst að menn séu komnir langt fram úr sér, þegar þeir eru að velta því fyrir sér hvort samningurinn um Icesave er slæmur eða góður. Menn verða að hafa önnur atriði fyrst í huga, eins og það hvaða fyrirbæri þessi Ice- save-samningur svonefndi er. Það byggist allt á því að einkalánastofnun, Landsbankinn, stofnaði til innlánsreikninga, fyrst í Bretlandi, svo í Hollandi, án þess að leita nokkurrar ábyrgðar frá ríkinu. Þeir byrjuðu smátt og í upphafi jukust innstæðurnar á þessum reikn- ingum hægt, en síðar jókst vaxtarhraðinn mjög. Það er ákveðinn hópur manna sem stendur í þeirri trú, að þetta einkafyrirtæki, Landsbankinn, hafi getað safnað milljónum punda, hundruðum milljóna punda, eða hvaða upphæð sem menn kærðu sig um, þar sem ábyrgðin væri öll á íslenskum skattborgurum, án þess að þeir hefðu hugmynd um þann of- urþunga sem var að leggjast á þeirra herðar. Þetta fær auðvitað ekki staðist ogég lét stjórnendur Landsbankans margoft vita af því sjónarmiði Seðlabankans að það væri engin ríkisábyrgð á þessum innlánum.“ Eiga ekki við um bankahrun – En hvers vegna fær það ekki staðist, að um ríkisábyrgð sé að ræða? „Framhjá því hefur með öllu verið horft, hvernig þessi innlánstryggingasjóður sem menn vilja nú láta íslenska ríkið bera ábyrgð á, er til kominn. Hann er þannig til kominn að samkvæmt Evrópureglum sem við erum bundin af, gegnum Evrópska efnahagssvæðið (EES) þá er ákveðið að í kringum bankakerfið skuli koma á tilteknum tryggingasjóði sem er tryggingasjóður viðkomandi bankakerfis, jafnvel þótt lagaramminn sé settur af viðkom- andi ríki hverju sinni. Hvergi er það sagt að ríkið hafi neitt með þann sjóð að gera. Hugs- unin er sú og er í sjálfu sér alls ekkert galin, að bankarnir í viðkomandi landi borgi tiltekna prósentu af innlánum inn í sjóð, sem eigi síðan að mæta því ef einhver bankinn lendir í vand- ræðum. Augljóst er að svona kerfi er hugsað fyrir lönd þar sem bankar eru hundrað, tvöhundruð talsins, eða þaðan af fleiri, enda gengur hugs- unin upp gagnvart slíkum löndum. Þegar slík- ur fjöldi banka greiðir reglubundið af inn- stæðum sínum í tryggingasjóði, þá er staða sjóðsins slík, að hann getur hæglega mætt því þótt tveir til fimm, sex bankar fari á hausinn. En þegar bara þrír bankar eru í landinu, fyrir utan örfáar smærri fjármálastofnanir, eins og háttar til hér á landi, þá sér hver mað- ur í hendi sér að tryggingasjóður sem þeir eiga að byggja upp til þess að verjast á erf- iðleikatímum, er mjög veikur og getur engan veginn staðið undir allsherjar bankahruni eins og hér varð. Þegar svo kemur í ljós að þessar Evrópu- reglur eigi ekki við um Ísland í rauninni eða gangi að minnsta kosti alls ekki upp þar, þá koma menn með þá eftiráskýringu, að fyrst reglurnar af hálfu Evrópusambandsins hafi verið svona gallaðar, þá hljóti að vera ríkis- ábyrgð á öllu saman. Þetta er forsenda sem menn gefa sér og á hvergi stoð í lögum. Enginn lögfræðingur, sem er ekki hags- munagæslulögfræðingur í einhverjum skiln- ingi, hefur komist að þeirri niðurstöðu að svona geti þetta verið.“ Ekki skuldbundin að lögum – En er ekki sameiginlegur skilningur á því hjá Evrópuríkjunum og svo þeim sem samið hafa um Icesave fyrir okkar hönd, að ríkis- ábyrgð sé á Icesave eins og öðrum innlánum íslensku bankanna? „Evrópuríkin hafa raunar hvergi sagt að við séum að lögum skuldbundin til þess að borga þetta. Evrópuríkin segja og það var það sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir keypti, eins sér- kennilegt og það nú var: Ef það kemur í ljós að kerfið virkar ekki einhvers staðar, þá getur það haft gríðarleg áhrif okkur til vandræða annars staðar, því það dregur úr trúnaði á kerfið. Það sem þeir voru í raun að segja var að þeir vildu ekki horfa á lagalegar reglur og Ætla að dæma þjóðina  Davíð Oddsson, fyrr- verandi seðlabanka- stjóri er ómyrkur í máli í garð íslenskra stjórn- valda vegna samninga um Icesave  Hann segir að Íslendingar séu að lögum ekki skuld- bundnir til að greiða mörg hundruð milljarða vegna Icesave  Þetta sé lagalegt deilumál, ekki pólitískt og Bretar og Hollendingar verði að sækja mál sitt fyrir íslenskum dómstólum  Davíð segir að yfirlýs- ingar ráðherra ríkis- stjórnarinnar hafi stór- skaðað samningsstöðu Íslendinga Eitilharður Við hljótum alltaf að velta því fyrir okkur hvort við erum skuldbundin að lögum til að greiða annarra manna skuldir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.