Morgunblaðið - 05.07.2009, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Mér fannst tilvalið að halda upp á níræð-isafmæli mitt á Íslandi með ferð um landiðfrekar en að halda fjölmenna veislu í Winni-peg og þess vegna kom ég hingað,“ segir Jó-
hanna Skaptason Wilson frá Winnipeg í Kanada. Hún tek-
ur þó forskot á sæluna því hún verður ekki níræð fyrr en
15. nóvember.
Þetta er í 14. sinn sem Jóhanna kemur í heimsókn til Ís-
lands, en hún kom hingað fyrst með Frank Wilson, eig-
inmanni sínum, 1964. Að þessu sinni er Pamela Kristin
Drawbridge, 16 ára barnabarnabarn hennar, með í för og
hafa þær verið iðnar við að heimsækja ættingja og vini.
„Þegar ég kom fyrst vorum við á leiðinni til meginlands
Evrópu og ákváðum að heimsækja vinkonu okkar Gerði
Jónasdóttur,“ segir Jóhanna. „Hún féll frá í fyrra en að
þessu sinni höfum við meðal annars hitt Auði, systur
hennar, sem er 96 ára. Fólkið á Íslandi er eftirminnilegast
úr þessum ferðum. Það er ótrúlegt hvað það getur gert.“
Þriggja vikna veisla
Jóhanna segir að veislan gæti ekki hafa verið betri.
„Þetta var þriggja vikna veisla og nóg að gera á hverjum
degi,“ segir hún. Í tengslum við Sól í hádegisstað, dagskrá
um ævi og ritverk Elínborgar Lárusdóttur í Miðgarði í
Skagafirði 19. júní sl., var haldið niðjamót til minnningar
um Elínborgu og mættu Jóhanna og Pamela þangað. „El-
ínborg var besta vinkona mömmu,“ segir Jóhanna til
skýringar. Þær gistu tvær nætur á Hofsósi, þar sem Pa-
mela sigldi út á fjörð til veiða, renndi fyrir fisk og fór á
hestbak. Þær fóru til Akureyrar, óku suður Kjöl, fóru að
Gullfossi og Geysi og skoðuðu sig um á Snæfellsnesi með
hjónunum Sigrúnu Steingrímsdóttur og Baldvin Ein-
arssyni en Sigrún kenndi íslensku við Manitobaháskóla í
vetur og bjó hjá Jóhönnu. „Það er ótrúleg náttúrufegurð
hérna og umhverfið allt öðru vísi en í Winnipeg, miklu
hreinna,“ segir Pamela sem hefur meðal annars gengið á
Esjuna í ferðinni. „Ég fór samt ekki alveg á toppinn en
nógu hátt til að hafa gott útsýni.“
Vegna hátíðarhalda á Hofsósi fyrstu helgina í júní var
rætt um að hafa beint leiguflug frá Winnipeg til Íslands.
Jóhanna segist hafa verið spennt fyrir hugmyndinni, en
þó hún hafi ekki gengið eftir hafi hún ekki hætt við Ís-
landsferð. „Þegar Pamela varð 16 ára 6. febrúar síðast lið-
inn spurði ég hana hvort hún vildi koma með mér til Ís-
lands og ekki stóð á svarinu: „Það yrði gaman,“ svaraði
hún. Við urðum hins vegar að bíða þar til hún losnaði úr
skólanum.“
Viðhalda hefðinni
Konurnar í fjölskyldunni hafa lagt áherslu á að fara
með börnin og barnabörnin til Íslands. Jóhanna hefur til
dæmis tvisvar heimsótt Ísland með Dyanne, dótturdóttur
sinni og móður Pamelu.
Jóhanna Guðrún Símonardóttir Skaptason, móðir Jó-
hönnu og hálfsystir dr. Valtýs Guðmundssonar, fór með
Joanne, dóttur Jóhönnu og ömmu Pamelu, til Íslands
1958. „Merk kona í heimsókn til Íslands“ var fyrirsögn
Morgunblaðsins um heimsóknina, en Joanne varð eftir og
stundaði nám við húsmæðraskólann á Laugalandi til jóla.
Jóhanna Guðrún fæddist á Skógum rétt við Gimli, en for-
eldrar hennar voru í fyrsta íslenska hópnum sem settist
að á svæðinu 1875.
Jóhanna er mikil atorkukona. Skömmu fyrir brottför
frá Winnipeg handleggsbrotnaði hún en það breytti engu.
„Það stoppar hana ekkert,“ segir Pamela og Jóhanna
bætir við að hún sé ekki hætt að ferðast. „Pamela á yngri
systur og hún þarf að koma til Íslands.“
Íslandsferð í stað
90 ára afmælisveislu
Morgunblaðið/Eggert
Vinskapur Jóna Valgerður Höskuldsdóttir sá um Jóhönnu Wilson og Pamelu Kristin Drawbridge sunnan heiða.
Útsölustaðir:
Heilsuhúsið, Fræið Fjarðarkaupum,
Maður lifandi, Blómaval, Á grænni
grein, Lyfja og Apótekið, Lyf og heilsa
og Apótekarinn, Sólarsport Ólafsvík,
Lyfjaver, Femin.is, Náttúrulækningabúðin,
Hagkaup, Lyfjaval, Yggdrasill, Reykja-
víkur apótek, Árbæjarapótek, Apótek
Vesturlands, Barnaverslanir og sjálfstætt
starfandi apótek um allt land.
Ekki gleyma að drekka Birkisafann
frá
Safinn er
vatnslosandi
Safinn virkar vel á eðlilega
úthreinsun líkamans
Lífrænt ræktaður, án aukaefna
Losar bjúg
Léttir á liðamótum
Losar óæskileg efni úr
líkamanum
Góður fyrir húð, hár og neglur
Blanda má safann með vatni
Má einnig drekka óblandað
Velkomin að skoða
www.weleda.is