Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 48
48 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009 Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is SKYNVILLANDI sveppir, pípureykjandi lirfur, gegnsær köttur og teboð þar sem allir tala í gát- um. Nei, hér er ekki verið að lýsa hippapartíi um borð í rútu Kens Keyses og The Merry Pranksters heldur koma þessir hlutir allir fyrir í barnasögu Lewis Carroll sem Íslendingar þekkja undir heitinu Lísa í Undralandi. Bókin heitir á frummálinu Alice’s Adventures in Won- derland og kom fyrst út árið 1865. Höfundur hennar hét réttu nafni Charles Lutwidge Dodg- son en hann kaus að gefa út bækur undir höf- undarnafninu Lewis Carroll, líklegast vegna þess að hann var prestur og sagan var þónokk- uð út fyrir ramma þess er fer fram innan veggja kirkjunnar. Hugmyndin að sögunni um Lísu í Undralandi kviknaði þremur árum fyrr í bátsferð er Dodg- son fór upp Thames-ána ásamt öðrum presti og þremur ungum stúlkum. Ferðin var löng og til að stytta stúlkunum stundir skáldaði presturinn söguna upp á staðnum en það fylgir sögunni að ein stúlkan um borð í bátnum hafi heitið Alice. Stúlkurnar urðu yfir sig hrifnar og félagi Dodg- son í Guði hvatti hann til þess að skrifa söguna niður sem hann gerði tveimur árum síðar. Bókin sló strax í gegn og á meðal þeirra sem lásu söguna fyrst voru Viktoría Englandsdrottn- ing og Oscar Wilde sem þá var ungur maður. Síðan þá hefur útgefandi sögunnar ávallt séð til þess að hún sé fáanleg og hefur hún nú verið þýdd á yfir 125 tungumál. Sex árum síðar gaf Dodgson svo út fram- haldsbók sem heitir á frummálinu Through the Lookin Glass, and What Alice Found There. Sagan segir aftur frá hinni ungu Lísu sem einn daginn gengur ásamt systur sinni fram á hvíta kanínu. Lísa eltir kanínuna niður í holu og ratar þá inn í undraveröld þar sem lögmál raunveru- leikans eiga ekki við. Forvitni Lísu og óþreyja koma henni í ýmiss konar vandræði í Undra- landi en með barnslegri hreinskilni sinni og and- varaleysi móðgar hún nánast hvern þann sem hún hittir og kemst svo loks í hann krappan þegar Hjartadrottningin – sem er eins og beint upp úr spilastokknum – skipar svo fyrir að Lísa skuli hálshöggvin (sem hún gerir reyndar við nánast alla í sögunni). Sagan endar á því að systir Lísu vekur hana upp frá draumi sínum og liggur hún þá enn við árbakkann. Lísa stendur upp og gengur af stað engu nær um þýðingu draumsins – né hvort um draum hafi verið að ræða. EINS og Michael Jackson var Lewis Carroll sakaður um barnagirnd á sínum tíma, þrátt fyrir að hann hafi aldrei verið ákærður eða sakaður um ofbeldi gegn börnum. Ástæður þess eru myndir, bæði ljósmyndir og teiknaðar, sem hann gerði á ævi sinni. Carroll var þekktur fyrir að vingast við ungar stúlkur en sýndi kvenfólki á sínum aldri engan kynferðislegan áhuga. Í bók sinni Lewis Carroll: A Biography frá árinu 1995, heldur Morton N. Cohen því fram að Carroll hafi náð að sannfæra vini sína um að áhugi hans á ungum, nöktum stúlkum væri alls ekki af eró- tískum toga. Líkt og Jackson sagði hann áhuga sinn einungis vera á æskunni og fegurð hennar. Myndir hans væru því af hreinum listrænum toga en ekki kynferðislegum. SÉRVITRINGURINN Tim Burton hefur nú lokið tökum á kvikmynda- útfærslu sinni á ævintýrum Lísu í Undralandi. Þetta verður fyrsta þrí- víddarmyndin sem hann gerir sér- staklega fyrir hvíta tjaldið en áður hefur verið gerð sérstök þrívíddar- útgáfa af brúðumynd hans Night- mare Before Christmas. Af ljósmyndum að dæma er allt yfirbragð myndarinnar á mörkum teiknimyndar og hefðbundinnar, leikinnar kvikmyndar. Með aðalhlutverkið fer ung ástr- ölsk stúlka að nafni Mia Wasi- kowska. Einhverjir muna kannski eftir henni úr spennumyndinni Defi- ance frá því í fyrra er skartaði Dani- el Craig í aðalhlutverki. Annars er myndin hlaðin stórleik- urum. Þar má nefna Johnny Depp sem hinn vitskerta hattagerð- armann er Lísa hittir í teboðinu, Anne Hathaway sem Hvítu drottninguna, Helenu Bon- ham-Carter sem Rauðu drottninguna, Stephen Fry sem glottandi köttinn, Alan Rickman sem lirfuna, Matt Lucas (úr Little Britain) sem Tweedledee og Tweed- ledum, Christopher Lee sem Jabberwock og Michael Sheen sem hvítu kanínuna. Nú vinnur Burton hörðum höndum að eftirvinnslunni og því má búast við myndinni í bíó á næsta ári. ÞAÐ er algengur misskiln- ingur að persónurnar Humpty Dumpty (egg-maðurinn sem situr á veggnum), Tweedle- dum og Tweedledee séu í sög- unni um Lísu í Undralandi. Helsta ástæða þess er að í teiknimyndaútfærslum sög- unnar er bókunum tveimur um Lísu iðulega blandað sam- an. Þessar persónur birtast nefnilega í framhaldssögunni Through the Looking Glass. Annar algengur ruglingur er sá að gera tvær persónur að einni þegar sagan hefur verið færð upp á hvíta tjaldið, tvær drottingar að einni. Þetta eru Hjartadrottningin úr fyrri bókinni og svo Rauða drottn- ingin úr seinni bókinni. Þær urðu að einni í frægustu teiknimyndaútgáfu sögunnar sem fyrirtæki Walts Disney gerði árið 1951 og þetta virð- ist líka vera tilfellið í vænt- anlegri útfærslu Tims Burton á ævintýrinu sem kemur í kvikmyndahús á næsta ári. Þetta er kannski ekki svo und- arlegt í ljósi þess að báðar per- sónurnar eru nokkuð keim- líkar í bókunum. Humpty Dumpty Féll af vegg. Algengur mis- skilningur Þjáðist Carroll af barnagirnd? Carroll fær koss frá ónefndri stúlku Glósubók: Lísa í Undralandi Disney-Lísa Lísa í teboði með Hattaranum snarruglaða og Hvítu kanínunni í teiknimynd Disney. Sýrutripp prests eða saklaus barnasaga? TILVÍSANIR í ævintýri Lísu í Undralandi má finna víða. Í kvik- myndum, tölvuleikjum og í heimi eiturlyfja. Augljósasta dæmið úr bíó- myndunum er úr fyrstu Matrix- myndinni frá árinu 1999 sem er hlaðin tilvísunum í verk Lewis Carrolls. Þær koma iðulega frá hinum dularfulla Morpheus sem notar tilvísanir í ævintýrið til þess að reyna útskýra þá stafrænu draumaveröld sem vélarnar hafa hneppt mannskepnuna í. Fyrst sendir hann Neo (Keanu Reeves) þau skilaboð að elta Hvítu kanínuna vilji hann komast í samband við sig. Þegar tölvu- hakkari bankar svo upp á hjá hon- um sér hann húðflúr á öxl kær- ustu hans af hvítri kanínu sem verður til þess að hann ákveður að fara með þeim á næturklúbb þar sem hann hittir hina mögnuðu Trinity. Næsta tilvísun í myndinni kemur eftir að Neo hittir Morp- heus í vöruhúsi. Fyrstu orð Morp- heusar til Neos eru þessi: „Þér líð- ur eflaust eins og Lísu, hmm? Að hrapa niður kanínuholuna.“ Myndlíking þessi er líka oft not- uð í daglegu tali um nýjar upplýs- ingar er gjörbreyta skynjun manna á umhverfi sínu. Myndlíkingin að fara „niður kanínuhol- una“ hefur einnig fest rætur í heimi tölvuleikja og eitur- lyfja. Tölvuforritarar þekkja lík- inguna sem tilvísun í þann öngul er lokkar spilarann að leik þeirra en dópistar nota hana sem dulmál yfir að taka ofskynjunarlyf. Hvort sú myndlíking hafi fest vegna sögunnar um Lísu eða sögusagna um meinta lyfjanotkun höfund- arins er ekki vitað. Það er ekki einu sinni vitað fyrir víst hvort Carroll hafi nokkurn tíma notað eiturlyf. Það sem þó er vitað er að hann þjáðist af tegund mígrenis er kall- ast micropsia (hefur verið nefnd Lísu í Undralandi-heilkenni), taugafræðilegum sjúkdómi sem truflar sjónina þannig að hlutir í fókuslínu hins þjáða geta virst minni en þeir eru í raun. Þannig getur körfubolti virst vera á stærð við mús þegar þolandinn fær kast því heilinn les rangt úr þeim upplýsingum frá augunum. Þar gæti verið komin skýringin á þeirri hugmynd Carroll að láta Lísu taka sífelldum stakkaskipt- um í sögunni, hún stækkar og minnkar á víxl og neyðist til að upplifa Undraland í nýjum hlut- föllum. „Niður kanínuholuna“ Morpheus í Matrix Hattarinn Johnny Depp fer með hlutverk Hattarans léttklikkaða. Þrívíddarmynd Tims Burton Rauða hjartadrottningin Helena Bonham-Carter í gervi hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.