Morgunblaðið - 09.08.2009, Side 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009
Faxafeni 5 • Sími 588 8477
Heilsurúm
í sérflokki !
Eitt líf
Njótum þess!
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson
Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
KÍNVERSKA risafyrirtækið Sinopec og Enex
Kína, jarðvarmafélag í eigu Geysis Green Energy
(75%) og Reykjavik Energy Invest (25%), hafa
tekið höndum saman um sameiginlega uppbygg-
ingu jarðvarmaveitna í þessu fjölmennasta ríki
heims, sem telur um 1.300 milljónir manna.
Sinopec fer með ráðandi hlut í félaginu (51%
hlutafjár) en Enex Kína með afganginn.
Samningurinn þykir viðurkenning á íslenskri
jarðhitatækni í Kína en þar ber hæst uppbygg-
ingu Enex Kína á jarðvarmaveitu í Xianyang í
Shaanxi-héraði, borg með um hálfa milljón íbúa.
Sú veita náði því marki í fyrra að jafnast á við
hitaveituna í Reykjanesbæ að umfangi og er
stefnt að því að hún fimmtánfaldist, úr rúmlega
milljón upphitaðra húsnæðisfermetra nú, í um 15
milljónir húsnæðisfermetra innan nokkurra ára.
Verkefnin geta því verið gríðarstór en umfang-
ið fer og mun fara eftir aðstæðum hverju sinni.
Næsta verkefnið í Hebei-héraði
Fyrsta sameiginlega verkefni fyrirtækjanna er
að halda áfram uppbyggingunni í Xianyang.
Næsti áfangi verður svo í Xiong-sýslu í Hebei-
héraði þar sem áætlað er að hita upp 300.000 fer-
metra með jarðvarmaveitu þegar á þessu ári og
svo milljón fermetra 2010. Önnur verkefni sem
fyrirhuguð eru eru í Shandong-héraði, skammt
frá höfuðborginni Peking, en Jiang Zhu, svæðis-
stjóri Geysis Green Energy í Asíu, með aðsetur í
Shanghai, segir aðspurður ekki tímabært að upp-
lýsa um frekari verkefni að svo stöddu.
Hvað snertir möguleika jarðvarmans í Kína
bendir Jiang á að varmagildi jarðhitans þar í landi
hafi verið áætlað 250 milljarðar tonna – og er þá
miðað við varmagildi úr hefðbundnum kolum –
samanborið við 188,6 milljarða tonna varmagildi í
áætluðum kolabirgðum í landinu.
Mögulegt varmagildi – sá varmi sem sækja má í
orkugjafann – er því með öðrum orðum um þriðj-
ungi meiri í jarðvarmanum en í kolunum.
Kínverska stjórnin fer með mótun orkustefn-
unnar í landinu og segir Jiang það koma jarð-
varmanum til góða að hún hafi einsett sér að auka
veg endurnýjanlegrar orku, með það að markmiði
að hlutur hennar í orkuframboðinu fari í 10% árið
2010 í 15% fyrir 2020. Jafnframt sé að því stefnt
að lækka hlutfall kola í orkuframboðinu úr 73% nú
í 68% 2010 og svo niður í 60% árið 2020.
Ódýrara en að hita upp með kolum
Jiang segir hitun með jarðvarma samkeppnis-
hæfa við hitun með varma sem sóttur er í kol.
„Kostnaðurinn við jarðvarmahitun er um þrír
fjórðu af kostnaðinum við húshitun með kolum.
Verð á kolum hefur farið hækkandi í Kína og því
er útlitið gott fyrir jarðvarmann í Kína. Við þetta
bætist að jarðvarmavirkjunum fylgir kolefnis-
kvóti, vegna þess samdráttar í koldíoxíðlosun sem
starfsemi þeirra býður upp á, en hann má síðan
endurselja fyrir umtalsverðar fjárhæðir.“
– Hvaða fjárhæðir er hér verið að tala um?
„Ég get nefnt sem dæmi að fyrir hverja 100.000
húsnæðisfermetra sem hitaðir eru upp með jarð-
varma fæst kolefniskvóti að andvirði frá 60.000 til
80.000 evra. Sú viðbót er mikilvæg fyrir rekstur-
inn sem stendur að öðru leyti fyllilega undir sér.
Það er góð arðsemi af rekstrinum.“
Mikill áhugi stjórnvalda
Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu
sýna kínversk stjórnvöld jarðvarmauppbygging-
unni áhuga og má rifja upp þau orð Zhaos Zhen-
gyong, fyrsta aðstoðarríkisstjóra Shaanxi-héraðs,
að Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, hafi sýnt
persónulegan áhuga á samstarfi við íslensk fyrir-
tæki á þessu sviði. Jiang tekur aðspurður undir að
Kínastjórn sýni uppbyggingunni áhuga og bendir
í því samhengi á að forstjóri Sinopec hafi ígildi
stöðu ráðherra í Kína.
„Reynslan í Xianyang hefur sýnt okkur hversu
arðbær jarðvarmaverkefni geta verið í Kína. Nú
hefst sókn á önnur svæði í Kína með öflugum inn-
lendum aðila. Þetta sýnir að minni hyggju hversu
mikils metin íslensk jarðhitaþekking er í Kína.“
Enex Kína í sæng með
risafyrirtækinu Sinopec
Hafa uppi áætlanir um umfangsmikla uppbyggingu jarðvarmaveitna í Kína
Kínverska ríkisfyrir-
tækið Sinopec er 9.
stærsta fyrirtæki
heims, ef horft er til
markaðsvirðis, sam-
kvæmt árlegum lista
tímaritsins Fortune,
Global 500, sem birt-
ur var í ársbyrjun.
Á vefsíðu Fortune
segir að Sinopec hafi um 80% hlutdeild á kín-
verska olíumarkaðnum.
Starfsmenn eru sagðir 639.690 en ef
dótturfyrirtæki eru talin með fer fjöldi þeirra
yfir milljón. Umsvifin eru gríðarleg: veltan á
fjáhagsárinu 2008 var tæpir 208 milljarðar
dala eða sem svarar 26.135 milljörðum króna
miðað við núverandi gengi. Þá var hagnaður
ársins 2008 um 246 milljarðar króna eða um
53% minni en 2007, sem skýrist af hækkandi
innkaupsverði á olíu.
Fyrirtækið er í senn olíu- og gasvinnslurisi
og umsvifamikið í efnaiðnaði. Sinopec Star er
dótturfélag olíurisans en það hefur á stefnu
sinni að endurnýjanleg orka verði ein af þrem-
ur meginstoðunum í rekstri þess.
Eitt stærsta fyrirtæki heims
LÖGREGLA beitti mótmælendur
ofbeldi og fjölmiðlar, sem stunda
æsifréttamennsku, taka þátt í áróð-
ursmaskínu þeirra sem eiga hags-
muna að gæta vegna stóriðju. Þetta
segir í yfirlýsingu sem samtökin Sav-
ing Iceland sendu frá sér í fyrrinótt
vegna atburða við lögreglustöðina
við Hverfisgötu á föstudagskvöld.
Þar komu um 30 manns úr röðum
mótmælenda saman og kom til átaka
við lögreglu. Tveir voru handteknir.
Kalla fram sundrungu
Mótmælendur segja að hvorki frá-
sagnir né myndefni sanni frásagnir
lögreglu um árásir gegn sér. Þá
reyni fjölmiðlar að kalla fram sundr-
ungu meðal þeirra sem berjist gegn
stóriðju. Sé frásögnum Ómars Þ.
Ragnarssonar t.d. gert hærra undir
höfði en málstað Saving Iceland.
Um stóriðju almennt segir í yfir-
lýsingu samtakanna að hún sé meng-
andi. Samningur stjórnvalda og
Norðuráls orki tvímælis og álfyrir-
tækin séu „gegnsýrð af hömlulausri
græðgi og miskunnarleysi í garð alls
sem mögulega stendur í veginum
fyrir gróða.“ sbs@mbl.is
Ásakanir um ofbeldi
Morgunblaðið/Heiddi
Átök Tveir voru handteknir í fyrrakvöld í rimmu lögreglu og álvers-
andstæðinga sem nú saka hina fyrrnefndu um ofbeldi.
Saving Iceland segir fjölmiðla stuðla að sundrungu álvers-
andstæðinga Segir álfyrirtækin vera hömlulaus af græðgi
„ÞETTA er stórt verkefni og mjög
mikilvægt fyrir okkur. Sérstaklega
vegur það þungt núna, á tímum
samdráttar í byggingariðnaði,“
segir Hannes Sigurgeirsson for-
stjóri Steypustöðvarinnar, en fyr-
irtækið afhenti á föstudag fyrstu
steypuna í 5. áfanga Hellisheiðar-
virkjunar.
Aðalverktaki við byggingu virkj-
unarinnar er JÁ-verktakar ehf sem
hafa gert samning við Steypustöð-
ina um afhendingu á 6.550 rúm-
metrum af steypu vegna þessarar
framkvæmdar.
Á við 150 íbúðir
Til samanburðar má geta þess að
45 til 50 rúmmetrar af steypu fara
að jafnaði í íbúð í fjölbýlishúsi.
Þessi samningur lætur því nærri að
vera um það magn sem færi í 150
blokkaríbúðir.
Framkvæmdir við virkjunina á
Hellisheiði hófust í júlí og áætluð
verklok eru í nóvember 2011.
„Þegar lítið er um húsbyggingar
skipta verkefni sem þessi miklu
máli fyrir okkar starfsemi. Vonandi
fjölgar framkvæmdum af þessari
stærðargráðu á næstunni,“ segir
Hannes en fyrirtækið varð nýlega
að grípa til uppsagna 17 starfs-
manna. Stöðugildi eru nú ríflega 40
hjá fyrirtækinu. sbs@mbl.is
Steypa afhent í
stækkun virkjunar
á Hellisheiði
Steypa Uppsteypa vegna 5. áfanga
Hellisheiðarvirkjunar á fullu.
ÞRÍR ökumenn voru teknir fyrir of
hraðan akstur á Reykjanesbraut-
inni í fyrrinótt. Þeir mældust á 122,
119 og 125 km/klst. þar sem há-
markshraðinn er 90 km/klst. Þá
var einn ökumaður tekinn grun-
aður um ölvun við akstur á Reykja-
nesbrautinni í nótt. Hann var færð-
ur á lögreglustöðina við Hring-
braut þar sem hann var sviptur
ökuréttindum til bráðabirgða.
Þrír teknir á
öðru hundraðinu
Enex Ísland og kínverski olíurisinn Sinopec
hafa tekið höndum saman um uppbyggingu
jarðvarmaveitna í Kína. Þarlend stjórnvöld
hafa sýnt uppbyggingunni mikinn áhuga.
Morgunblaðið/Heiddi
Svæðisstjóri Jiang Zhu starfar í Shanghai.
Úr iðrum jarðar Jarðhitahola í Shaanxi-héraði.
Ljósmynd/Geysir Green Energy