Morgunblaðið - 09.08.2009, Side 4

Morgunblaðið - 09.08.2009, Side 4
4 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009 Jane Plant mun ræða um efni nýjustu bókar sinnar „Beating Stress, Anxiety & Depression“ en prófessor Jane Plant er heimsþekkt fyrir bækur sínar um tengsl mataræðis og sjúkdóma. w w w.madur lifandi.isBorgartúni 24, 105 Reykjavík, sími 58 58 700 Fyrirlestur 11. ágúst kl. 17 í Borgartúni 24 JANE PLANT Sjá www.janeplant.com Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is N ei. Við munum hvorki aðstoða leifar Kaupþings né við- skiptavini bankans við að fela „óhreinan þvott“ sinn frá al- þjóðasamfélaginu. Tilraunir Kaupþings til að grafa upp hvaðan skjölin fengust gætu verið refsiverðar samkvæmt belgískum lögum um vernd heimildarmanna og sænsku stjórnarskránni. Hver er banda- ríski lögfræðingurinn ykkar? Jim Limb.“ Svo hljóðaði svar vefsíðunnar Wikileaks við kröfu forsvarsmanna Kaupþings um að upplýsingar úr lánabók bankans, sem lekið var inn á vefinn, yrðu fjarlægðar þaðan aft- ur. Í bréfi frá Kaupþingi, dagsettu föstu- daginn 31. júlí, sagði að ef vefsíðan yrði ekki við kröfunni myndi bankinn leita réttar síns og þegar hefði verið haft samband við bandarískan lögfræðing til að annast málið. Svar Wikileaks var hins vegar hnitmiðað og ákveðið. Hringið bara í lögfræðingana ykk- ar – okkur verður ekki haggað! Á heimasíðu Wikileaks segir að síðan hafi verið stofnuð af kínverskum andófs- mönnum, blaðamönnum, stærðfræðingum og tæknifræðingum frá Bandaríkjunum, Ta- ívan, Evrópu, Ástralíu og Suður-Afríku. Hún veitir „lekendum“, mótmælendum, blaðamönnum og bloggurum sem standa frammi fyrir pólitískum ofsóknum, refs- ingum eða ofbeldi vernd til að koma upplýs- ingum sínum á framfæri. Á síðunni getur hver sem er lekið örugglega skjölum nafn- laust án þess að eiga á hættu að finnast. Þá geta allir notendur gaumgæft skjölin að vild og greint og rætt um gildi þeirra og trú- verðugleika. „Afhjúpa ósiðlega framkomu“ Á síðunni segir að nánast allt sem við teljum dýrmætt í umhverfi okkar sé að ein- hverju leyti háð góðum stjórnarháttum – heilsa, matarbirgðir, athafnafrelsi, mennt- un, friðsæld og svo framvegis. „Sé litið til sögu stjórnmála og ástand mannkyns í dag er ljóst að frumskilyrði góðra stjórnarhátta eru opnir stjórnarhættir. Sagan sýnir að sveigjanlegustu stjórnarhættirnir eru í sam- félögum þar sem opinber skrif og útgáfa eru vernduð. Við viljum veita þá vernd í samfélögum sem ekki geta tryggt borgurum sínum hana. Við trúum því að Wikileaks sé besta leiðin til að styrkja lýðræði og góða stjórnarhætti um víða veröld.“ Wikileaks er ekki formlega tengd alfræði- orðabókinni Wikipediu en síðurnar deila þó sama viðmóti og tækni. Þær byggja enn- fremur báðar á þeirri heimspeki að þekking fólks aukist og dýpki ef henni er safnað saman með því að heimila öllum notendum að skrifa inn á síðurnar. Wikileaks segist einbeita sér að því að svipta hulunni af einræðisríkjum í Asíu, fyrrum Sovétríkjum, í Afríku og Mið-Austurlöndum en vilji jafnframt rétta fólki hjálparhönd í öllum heimsálfum sem „óskar þess að afhjúpa ósiðlega framkomu ríkisstjórna og fyrirtækja“. Á heimasíðunni kemur fram að í gagnagrunninum séu um 1,2 milljónir skjala. Eðlilega líkar ekki öllum við Wikileaks og vinnubrögðin sem tíðkast þar á bæ. Við- brögð forsvarsmanna Kaupþings eru til sönnunar um það. Fleiri hafa reynt að leggja stein í götu síðunnar. Kínversk stjórnvöld loka til að mynda á allar vefsíður sem hafa orðið „wikileaks“ í vefslóð sinni. Í Kína er þó hægt að komast inn á Wikileaks í gegnum svonefndar „speglasíður“ sem stöðugt breyta um nafn og aðstandendur síðunnar hvetja fólk til að leita að þeim með fulltingi leitarvéla á netinu. Vettvangur til að brjóta trúnað Wikileaks berst gegn ósiðlegri hegðun ríkisstjórna og fyrirtækja en starfshættir síðunnar sjálfrar eru ekki síður umdeildir. Vefsíðan er í raun vettvangur fyrir þá sem vilja brjóta trúnað, hver sem hvati þeirra er hverju sinni, og komast upp með það. „Þar sem frelsi er af skornum skammti og óréttlæti er verndað með lögum er rými fyrir borgaralega óhlýðni. Þegar sú einfalda aðgerð að dreifa upplýsingum getur svipt hulunni af glæpastarfsemi eða komið upp um skammarlega hegðun ríkisstjórna áskilj- um við okkur þann rétt og teljum það skyldu okkar að gera svo.“ Rannsókn- arblaðamenn á vegum Wikileaks gaumgæfa öll skjöl sem berast og reyna að greina hvort þau séu trúverðug og ekta. Á síðunni segir að þeim hafi til þessa aldrei skjátlast. Hugsjónin er falleg og staðfestan aðdáun- arverð þótt starfsemin sé umdeild. Og það er ljóst að fyrirtæki og ríkisstjórnir geta svitnað yfir tilhugsuninni um Wikileaks hafi þau eitthvað að fela, því þegar starfsmenn- irnir í þvottahúsinu opna dyrnar fyrir Wiki- leaks í skjóli nætur og óhreina tauið blasir við verður ekki aftur snúið. Og öllum til- raunum til að stöðva síðuna verður mætt með sama svarinu: „Nei.“ Leyniþjónusta fólksins  Vefsíðan Wikileaks veitir fólki færi á að koma upplýsingum nafnlaust og örugglega á framfæri  „Munum ekki aðstoða leifar Kaupþings við að fela óhreina þvottinn“Vefsíðan www.wikileaks. org hefur verið starf- rækt frá því í desem- bermánuði árið 2006. Á heimasíðunni sjálfri seg- ir að ferlið hafi hafist þegar „aðgerðasinnar“ um víða veröld gáfu sig á tal saman með fulltingi veraldarvefjarins. Sam- eiginlegt áhyggjuefni þessa fólks var að þján- ing og eymd manna (sem orsakast af matarskorti, lélegu heilbrigð- iskerfi og dapurlegu menntakerfi og svo fram- vegis) stafaði að miklu leyti af lélegum stjórn- arháttum og spillingu innan ríkisstjórna. Verkefninu hefur verið líkt við það þegar Daniel Ellsberg lak „Pentagon-skjölunum“ til Neil Sheehan, blaðamanns á dagblaðinu The New York Times, árið 1971. Skjölin voru í raun skýrsla sem Robert S. McNamara, þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, lét vinna um stjórnmála- og hernaðarafskipti Banda- ríkjamanna í Víetnam á árunum 1945-1967. Í skýrslunni kom ýmislegt fram um athæfi Bandaríkjamanna í Víetnam sem ekki hafði verið sagt frá áður. Eftir að The New York Times hafði synjað beiðni saksóknara og Richard Nixons, forseta, um að birta ekki skjölin hófust málaferli. Lög- bann fékkst á birtingu skjalanna en málið fór hratt um dómskerfi Bandaríkjanna og endaði hjá hæstarétti. Rétturinn úrskurðaði að birt- ingin væri heimil og að lögbannið hefði gengið í berhögg við ákvæði 1. viðauka stjórnarskrár um tjáningarfrelsi. „Pentagon- skjölin“ láku Richard Nixon, fyrrum forseti. Það hefur ekki gefist vel að reyna að endurheimta gögn frá Wiki- leaks. 27. mars ár- ið 2008 sendi Vís- indakirkjan vefsíðunni bréf og bað um að ákveðnum skjölum sem vörðuðu mál- efni kirkjunnar yrði skilað. Wiki- leaks sendi frá sér yfirlýsingu í kjöl- farið þess efnis að í „tilefni af þessari tilraun til þögg- unar“ myndi vefsíðan viku síðar birta þúsundir skjala um málefni Vísindakirkjunnar. Viku síð- ar var staðið við þau orð. 7. nóvember árið 2007 birtist á vefsíðu Wiki- leaks skjal sem innihélt siðareglur Bandaríkja- hers í Guantanamo-fangelsinu á Kúbu. Þar kom meðal annars fram að ákveðnir fangar höfðu ekki fengið að hitta sendinefndir Rauða krossins en fram að birtingu skjalsins hafði Bandaríkjaher ávallt neitað slíkum ásökunum. „Tilraun til þöggunar“ Frá Guantanamo- fangelsinu á Kúbu. Uppljóstranir Í febrúar árið 2008 úrskurðaði Jeffrey S. White, dómari í Kali- forníu í Bandaríkjunum, að taka skyldi vefslóðina www.wikileak- s.org af veraldarvefnum í kjölfar málsóknar svissneska Julius Baer bankans á hendur Wikileaks. Wiki- leaks hafði þá birt gögn sem lekið hafði verið um ólöglegar aðgerðir bankans á Cayman-eyjum. Að sögn Wikileaks sýndu gögnin að bankinn stundaði m.a. peningaþvætti og sveik undan skatti. Forsvarsmenn bankans sögðu að gögnunum hefði verið stolið og birting þeirra væri trúnaðarbrot og bryti gegn lögum um bankaleynd. Dómsmálið þótti reyna á þol- mörk 1. viðauka við stjórnarskrá Bandaríkjanna sem fjallar um frelsi til tjáningar. Málið var jafn- framt ekki ólíkt því sem kom upp nú fyrir skemmstu þegar vefsíðan birti upplýsingar úr lánabók Kaup- þings. Dómarinn lét því loka aðalhlið- inu að síðunni ef svo má að orði komast en „speglasíðurnar“ voru enn opnar og glöggir vefnotendur voru ekki lengi að finna leið inn á síðuna með öðrum vefslóðum. Fjölmörg samtök um tjáning- arfrelsi og fjölmiðlar mótmæltu lokuninni harðlega og kröfðust þess að fá að koma fyrir dóminn og benda á ýmis atriði varðandi 1. við- auka stjórnarskrárinnar. Í þessum hópi voru meðal ann- ars Associated Press-fréttastofan og dagblaðið Los Angeles Times. Sérstaklega var minnst á að Wiki- leaks hafði ekki sent neinn lög- mann fyrir sína hönd á dómþingið. Tveimur vikum síðar kvað White dómari upp annan úrskurð og ógilti með honum þann fyrri. Dómarinn virtist argur við úr- skurðinn og viðurkenndi að fyrri ákvörðun hans gæti hafa falið í sér stjórnarskrárbrot. „Við lifum á þeim tímum þar sem fólk getur gert ákaflega góða og jafnframt slæma hluti án þess að þurfa að bera ábyrgð fyrir dómstólum.“ Sama kvöld og dómarinn kvað upp úrskurðinn var aðalsíða Wiki- leaks aftur virkjuð. Nokkrum dög- um síðar féll bankinn frá málsókn sinni á hendur vefsíðunni. Framkvæmdastjóri samtaka blaðamanna um frelsi fjölmiðla í Bandaríkjunum, Lucy Daglish, sagði í kjölfar úrskurðarins: „Það er ekki algengt að dómari taki 180 gráðu beygju í máli og ógildi alveg sinn fyrri úrskurð. Við erum mjög ánægð með að hann viðurkenndi að fyrri ákvörðun um að loka síð- unni stæðist að öllum líkindum ekki ákvæði stjórnarskrár.“ Lögmaður bankans sagði að í raun hefði dómarinn hafnað því að dómsvaldið næði einnig yfir ver- aldarvefinn. „Það er ákaflega dap- urleg niðurstaða.“ Höfðuðu mál á hendur Wikileaks

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.