Morgunblaðið - 09.08.2009, Side 6

Morgunblaðið - 09.08.2009, Side 6
6 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009 Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is A lmannarómur segir að hægt sé að kæra ýmislegt í Bandaríkjunum í von um ávinning og gera má ráð fyrir því að með því hugarfari hafi ung kona, Trina Thompson, kært háskólann sinn, Monroe College í New York, fyrir nokkuð sem mætti telja eins konar brotn- ar samningsforsendur. Thompson heldur því nefnilega fram að hún hafi borgað 70 þúsund dali í skólagjöld til að tryggja sér vinnu með hjálp skólans, með öðrum orðum lítur hún á gráðuna sem eins konar aðgöngumiða að betri störfum og hærri launum. Vinnuna hefur Thompson ekki fengið en hún hefur leitað að vinnu í þrjá mánuði, nokkuð sem flestir myndu telja eðlilegt í því árferði sem nú ríkir í Banda- ríkjunum. Thompson vill fá skólagjöldin end- urgreidd þar sem hún sakar skólann um að hafa vanrækt skyldur sínar og tvö þúsund dali í ofanálag fyrir andlegt álag sem fylgt hefur at- vinnuleysinu. Flestir ganga líklega í háskóla með hóflegar væntingar til þess að prófskjalið skipti sköpum þegar kemur að atvinnuleit og reikna heldur með að temja sér nýja lífssýn og gagnrýna hugsun. Þá er auðvitað ljóst að háskólagráðan ein og sér er engin trygging fyrir því að fólk endi ekki í láglaunastörfum hvort eð er.- Thompson telur hins vegar háskólann ekki hafa uppfyllt sinn hluta samkomulagsins, þ.e. að veita Thompson gráðu sem skilar starfi á hennar sérsviði. Thompson ásakar þannig vinnuráðgjafardeild skólans um að sinna ein- göngu nemum sem hafa útskrifast með hærri einkunn en Thompson, en meðaleinkunn henn- ar var 2,7 á skalanum 0-4,0 eða B- eins og það er stundum kallað. Talsmaður skólans, Gary Axelbank, sagði málshöfðunina gjörsamlega ógrundvallaða. Háskólinn ynni metnaðarfullt starf sem miðaði að því að tryggja nemendum vinnu, ann- aðhvort á meðan þeir væru í námi eða að því loknu. Háskólinn byði jafnvel ráðgjöf til þeirra sem útskrifuðust löngu eftir útskrift og til ævi- loka. Þá lýsti háskólinn því einnig yfir að eng- inn háskóli gæti lofað nemendum atvinnu að loknu námi, sérstaklega ekki eins og ástandið væri um þessar mundir. Lögmætar væntingar? Í athugasemdum sem fylgdu með fréttinni á vef CNN kom fram að flestir töldu kæruna ósanngjarna, enginn gæti búist við að fá vinnu bara vegna þess að viðkomandi væri með próf- skírteini. Að mörgu leyti minnir umfjöllunin í Banda- ríkjunum um Thompson og Monroe-háskólann á umræðu um MBA-nám á Íslandi sem kostar talsverða peninga umfram það sem hefðbundin háskólagráða kostar. Margir virðast tilbúnir til að greiða fyrir MBA-nám vegna tengslanets- ins út í atvinnulífið og eins telja margir að MBA-gráða auki samkeppnishæfni þeirra. Líklega má teljast mjög eðlilegt að fólk sæki í skóla sem það telur að auki líkur á góðum og vel launuðum störfum. Í uppsveiflu uppfylla allir skólar þær kröfur, í niðursveiflu gera þeir það hins vegar ekki, og það hefur Thompson líklega fengið að reyna. Er nám ávísun á vinnu? Bandarísk kona hefur kært útskriftarháskóla sinn á þeirri forsendu að háskólagráð- an hafi ekki tryggt henni vinnu en hún segir háskólann hafa lofað þeim árangri Morgunblaðið/Árni Sæberg Erfitt Námsbækurnar geta verið erfiðar á stundum og námið því hálfgerður þrældómur. Árangur Langt háskólanám er engin trygging fyrir velgengni. Margir ríkustu menn heims eru til að mynda sjálflærðir eins og Richard Branson, Roman Abramovich og Bill Gates. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Jóhann Hlíðar Harð- arson, upplýsingafulltrúi Háskólans í Reykjavík, segir að nemendur HR hafi í ljósi aðstæðna í at- vinnulífi landsins breytt áherslum sínum. „Það hefur fækkað í við- skiptafræði en hins veg- ar sækir fólk miklu meira í meistaranám en áður. Við gerum því skóna að það séu nemendur sem kláruðu fyrrihluta í BS-námi þegar allt var vaðandi í atvinnutækifærum en nota nú tæki- færið til að fara í meistaranám sem þeir ætl- uðu alltaf í.“ Jóhann segir skólann einnig bjóða upp á þróað áhugasviðspróf sem skili fólki inn á réttar brautir. Spurður hvernig skólar geti beitt sér í þágu nemenda segir Jóhann að frumkvöðla- starfsemi hvers konar sé mjög mikilvæg í því sambandi. „Það vinna allir nemendur mjög þverfaglega og á hverju ári fara fyrstaársnem- endur í fag sem heitir nýsköpun og stofnun fyrirtækja, og þar lærir fólk að hugsa í mjög óhefðbundnum farvegi.“ HR býður einnig upp á atvinnuþjónustu sem virkar sem vinnumiðlun og ráðningarþjónusta fyrir fyrirtæki og nemendur. Tengsl við atvinnulífið Eftirsóttur Háskólinn í Reykjavík. Ágúst Einarsson, rektor háskólans á Bifröst, segir að nemendum skólans hafi gengið vel að fá vinnu þrátt fyrir atvinnuástandið. „Við merkjum ekki enn neina breytingu og gerðum könnun í febrúar hjá nemendum sem við vor- um að útskrifa og yfir 90% af þeim voru þegar komin með vinnu. Þetta hins vegar tekur allt lengri tíma en áður, en almennt gengur nemendum vel að fá vinnu. Ástæðan er sú að nemendur hér eru eft- irsóttir í atvinnulífinu þar sem hér er mikil verkefnavinna. Margir hafa þó hugsað sér að fara í meist- aranám vegna þess hvernig horfurnar eru.“ Ágúst segir einnig að nemendur líti enn á menntun sem góða fjárfestingu. Viðhorfið hefur því lítið breyst enda telur Ágúst gott að nýta tímann um þessar mundir til að mennta sig meira. Meirihluti nemenda Bifrastar er í fjarnámi sem hentar afar vel við núverandi aðstæður í atvinnulífinu að sögn Ágústs. Fjarnám hentugt Hentugt Fjarnám er vinsælt á Bifröst. Möguleikar MBA-nám (Master of Business Ad- ministration) hefur tiltölulega ný- lega rutt sér til rúms á Íslandi en þetta nám er nokkuð dýr fjárfest- ing, t.d. samanborið við hefð- bundið nám í Háskóla Íslands. Í Háskólanum í Reykjavík kostar MBA-nám rúmar þrjár milljónir, sem á núverandi gengi er 25 þús- und dollarar og því reyndar ódýrt MBA-nám miðað við t.d. Bandarík- in. Í könnun frá byrjun ársins sem unnin var í Háskóla Íslands kemur fram að 73% nemenda gera ráð fyrir því að MBA-gráða auki mögu- leika þeirra á starfsframa og 86% gera ráð fyrir að gráðan auki möguleika þeirra í samkeppni á vinnumarkaði. Einn helsti kostur MBA-náms er sá að námið er sniðið að þörfum fólks sem er þegar með reynslu af vinnumarkaði. Á Íslandi eru gerðar kröfur um þriggja ára starfs- reynslu og einnig þarf að hafa bakkalárgráðu. Þessi tvö skilyrði gera það að verkum að fjöl- breytnin ræður ríkjum og skapar mikilvægt tengslanet sem getur verið mikill fjársjóður til fram- tíðar. Ljóst má vera að námið verður að endurspegla væntingar nem- enda. Enn er of snemmt að segja til um hvort vinsældir slíks náms muni minnka á næstunni í kjölfar dvínandi eftirspurnar á vinnu- markaði. Margt bendir þó til að fólk telji háskólanám enn vera af- ar góða fjárfestingu, ekki síst þegar kreppir að. Þrátt fyrir allt býr fólk að góðri menntun alla sína starfsævi. Sérþarfir kosta Aðrar hefðbundnari leiðir eru þó færar. Í huga margra liggur það bein- ast við að taka hefðbundna meistaragráðu í beinu framhaldi af bakkalárgráðu. Hægt er að taka meistaragráðu án þess að leggja út í mikinn kostnað í skólagjöldum en á móti kemur að erfitt er að vinna með náminu. Það er því ljóst að hraðferð sú sem MBA-námið býður upp á kostar sitt, en kann að henta mörgum sem þegar eru á vinnu- markaði. Þá er einnig hægt að leggja stund á fjarnám á stigi meistara- gráðu. Slíkt nám getur verið eins konar millivegur. Fjarnám hefur verið vinsælt í háskólanum á Bif- röst en fleiri bjóða upp á slíkt nám. Þess er þó oftast krafist að einhver viðvera fylgi, svo nem- endur haldi tengslum við hið aka- demíska umhverfi, kennara og samnemendur sína. Eftir stendur að þeir sem sækja um framhaldsnám í háskóla munu þurfa að leggja mat á hvort það borgar sig að taka hefðbundna meistaragráðu eða borga meira fyrir MBA-gráðu. Í aðalatriðum er um að ræða tvær leiðir; annars vegar nám sem er einstaklingsmiðað og hins veg- ar nám sem miðast við hópastarf. Í viðskiptalífinu skiptir hópa- starfið og tengslanetið sem þar myndast gríðarlega miklu máli, svo miklu að margir telja það þess virði að borga aukalega fyrir það. Fjárfesting til framtíðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.