Morgunblaðið - 09.08.2009, Page 14

Morgunblaðið - 09.08.2009, Page 14
14 Tengsl MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009 Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is Friðþjófur: „Fyrsta minningin mín er þegar ég hálfs annars árs sat á lærinu á pabba og drakk kaffi. Svo tölti ég inn til mömmu, þar sem hún sat við sauma, og hjá henni rak ég puttann í innstungu og fékk þennan líka svaka straum. Þetta eru nú mínar fyrstu minningar um for- eldra mína, kaffisopi hjá pabba og stuð hjá mömmu! Annars eru fyrstu minningarnar um pabba allar í kringum fótboltann. Það var allt á kafi í fótbolta og ég var að vesenast í kringum pabba og félaga hans, fyrst á Valsvellinum – ég er eig- inlega fæddur í Valsheimilinu – en svo fluttum við upp á Akranes þegar ég var þriggja ára og þá færðust æfingarnar á Langasand. Þegar við fluttum upp á Akranes gerðist pabbi birgðavörður í Sementsverksmiðjunni og við bræðurnir vorum mikið að þvælast þar og leika okkur, einkum í skeljasandinum sem var dælt upp fyrir verksmiðjuna. Ég á bara góðar minningar um föður minn frá þessum árum eins og endranær. Það voru engar rassskellingar, kannski var ég bara svo huglaus að ég þorði ekki neinu, en ég held að karli föður mínum hafi ekki verið laus höndin. Hann vildi frekar tala um fyrir okkur og tókst það bara vel. Hins vegar varð líf okkar bræðra til muna erfiðara þegar hann var orðinn lög- regluþjónn, því hann gerði meiri kröfur til okk- ar en annarra, þótt ég muni ekki til þess að hann hafi verið beinlínis ósanngjarn. En það var líka öðrum þræði kúl og töff að eiga lög- regluþjón fyrir föður! Einu sinni man ég eftir honum alveg snældu- brjáluðum. Þannig var að frændi okkar vann í Getraunum, ég held að það hafi verið með allra fyrstu getraunavinningunum, og keypti Volkswagenrúgbrauð. Hann hafði hins vegar ekki bílpróf svo ég var ökumaður hans fyrsta sumarið. Einu sinni vorum við að koma af sveitaballi og rétt fyrir ofan Akranes lentum við á eftir ökumanni sem ók löturhægt á miðjum veginum, svo brá hann sér út á vinstri kantinn og við geystumst fram úr honum öfugum meg- in. Morguninn eftir vaknaði ég við það að pabbi stóð yfir mér eins og þrumuský, maðurinn hafði kært okkur fyrir glæfraakstur, og pabbi mess- aði yfir mér þangað til ég lofaði bót og betrun, sem ég held að mér hafi tekizt að standa við. Með ólæknandi ljósmyndadellu Það fór auðvitað ekki hjá því að fordæmi pabba leiddi mig í fótboltann. Ég man ekki til þess að hann þyrfti að beita mig einhverjum sérstökum fortölum. Þetta var bara eðlilegt og blátt áfram. Ég man eftir mér níu ára í Íslands- móti á Melavellinum þar sem ég spilaði stöðu hægri bakvarðar. Eftir það lagði pabbi áherzlu á að gera mig að markmanni og ég stóð í mark- inu í 4. og 5. flokki, en þá kom þjálfari sem vildi nota mig í öðrum stöðum. Hann sá ekki í mér þennan markmann, sem pabbi var að rækta, og mínum markmannsferli var þar með lokið. Eft- ir það spilaði ég haffsent fram á fullorðinsár. Ég man ekki til þess að pabbi léti nokkuð uppi um það að hann væri vonsvikinn með þau enda- lok að ekki rættist úr mér sem markmanni. Satt að segja man ég ekki að hann væri nokk- urn tímann spældur yfir uppátækjum mínum eða okkar bræðra. Hann studdi okkur með ráð- um og dáð og var eftir sem áður áhugasamur um fótboltaferil minn og hvatti mig stöðugt til dáða. En annað var það sem hann ýtti mér bók- staflega út í og varð þannig minn aðal- örlagavaldur. Þá á ég við ljósmyndunina sem hefur orðið mitt ævistarf. Ég held ég hafi verið eitthvað tólf ára gamall þegar ég slasaðist í glæfraakstri á traktor og varð að liggja með löppina upp í loft. Þá kom pabbi með ljósmyndavél, Votlander, og kenndi mér undirstöðuatriði ljósmyndunar, um ljósop og hraða og þetta allt saman. Þegar ég varð ról- fær fór ég að taka fótboltamyndir fyrir hann. Og svo varð ekki aftur snúið. Pabbi hefur löngum tekið ljósmyndir. Teikn- ingar hans í Iðnskólanum voru ótrúlega góðar, flottar myndir og hann hefur fengið útrás fyrir listamanninn í sér gegnum ljósmyndina. Hann hefur ljósmyndað bæði sem lögreglumaður og fréttaritari, þar á meðal fyrir Morgunblaðið. Hann er haldinn óbilandi fréttaástríðu og hefði orðið flottur blaðamaður ef hann hefði farið þá leiðina. Þegar ég var 15 ára skrapp hann til Reykja- víkur, hitti Gunnar Heiðdal ljósmyndara og keypti af honum ljósmyndagræjur, þ.á m. 400 metra linsu sem þótti rosalega flott. Við komum okkur upp myrkrakompu heima, þar framkall- aði ég og sendi svo myndir út og suður. Hann pabbi er kannski ekki flinkasti ljós- myndari sem ég þekki. En hann er með ólækn- andi ljósmyndadellu og gerir vel það sem hann gerir. Grímseyjarvinur númer eitt Nú er hann dottinn á bólakaf í Grímsey. Amma er úr Grímsey og hann var þar strákur í sveit. Við höfum unnið saman tvær Grímseyj- arbækur, önnur er ábúenda- og ættartal og hin ljósmyndabók um eyjuna og íbúa hennar. Og pabbi hefur tekið þessa Grímseyjarást svo al- varlega að hann hefur verið útnefndur Gríms- eyjarvinur númer eitt. Í þessu Grímseyjarævintýri hef ég séð pínu- lítið nýja hlið á karli föður mínum. Og mér finnst gott að hafa komizt nær honum, þótt seint væri. Við höfum svolítið verið hvor í sínu horninu, en Grímsey er okkar heimavöllur. Pabbi er ótrúlega jákvæður maður og hjálp- samur. Hann er alltaf tilbúinn að styðja við bakið á mér ef eitthvað bjátar á eða eitthvað óvænt kemur upp á. Hann er mikill sögumaður, kann ógrynnin öll af sögum og segir skemmti- lega frá. Hann var frægur fyrir það á sínum mark- mannsdögum að vera alltaf syngjandi í mark- inu. Lóa litla á Brú var uppáhaldslagið og oft tóku áhorfendur undir með honum. Svo var hann alltaf að kalla og rífa kjaft. Í einum leik var staðan 6-0 fyrir Skagamenn og pabbi var búinn að vera að rífast í Jóni Leós- syni allan tímann. Jón sneri sér þá skyndilega við og sagði: „Verðu þetta helvítið þitt“ og negldi í vinkilinn hjá honum. Það hlýtur að hafa sljákkað eitthvað í karlinum við þetta! Mér hefur alltaf fundizt pabbi réttsýnn og sanngjarn. Það reyndi svolítið á þegar ég fór að spila í hljómsveit. Foreldrar mínir bönnuðu mér það af því þeim fannst spilamennskan taka of mikinn tíma frá skólanum. En ég hélt mínu striki og auðvitað vissu þau af því. En það var aldrei minnzt á það. Vel má vera að pabbi hafi eitthvað njósnað um okkur og séð að við vorum ekki að láta tónlistina leiða okkur út í einhverja vitleysu. Þau mamma hafa efalaust komizt að þeirri niðurstöðu að brotavilji minn væri of ein- beittur og að í raun væri þetta allt í lagi. Þessi réttsýni og sanngirni var líka hans aðal sem lögreglumanns. Hann var lengi í unglinga- málunum og það hafa margir sem leiddust út í einhverja vitleysu og lentu hjá honum sagt að hann hafi hjálpað þeim að snúa við blaðinu og leitt þá á rétta braut. Það finnast mér ekki ónýt eftirmæli um hann sem lögreglumann. Má ekki sjá félag án þess að ganga í það Ég get ekki talað um föður minn án þess að minnast á félagsmálafíknina í honum. Þar skil- ur í milli okkar, ég er alveg laus við hana. En hann má ekki sjá félag án þess að vera orðinn formaður þess áður en menn vita af. Þegar hann var í Sementinu gaf hann út blað; Sementspokann, sem þykir nú góð heim- ild um menn og málefni þess tíma. Hann byrj- aði líka að taka saman yfirlit um knattspyrnuna á Skaganum, sem varð til þess að nú er til yf- irlit um alla knattspyrnuleiki á Akranesi í öll- um flokkum. Hann hefur alltaf verið heitur Alþýðuflokks- maður, var aðalmaðurinn í kratablaðinu Skag- anum og sat líka í einhverjum nefndum fyrir flokkinn. En hann fór aldrei í framboð. Það var eins og á vellinum; hann stóð í markinu og lét aðra um að spila frammi. Þannig er hann bara, hann pabbi minn.“ Morgunblaðið/RAX Réttsýnn og sanngjarn félagsmálafíkill Þeir spiluðu báðir í marki en þegar fótbolt- anum sleppti tók myndavélin við og þeir feðgar Friðþjófur og Helgi Daníelsson hafa marga myndina tekið og filmuna framkallað. Hann fæddist 27. febrúar 1953. Að loknu námi við gagnfræðaskólann á Akranesi gerðist hann ljósmyndari við Alþýðublað- ið, síðan á Morgunblaðinu ’75-’78, þá á Helgarpóstinum og svo aftur á Morg- unblaðinu ’82-’85. Hann starfaði á rík- issjónvarpinu 1985-99 og eftir það með Páli Steingrímssyni en síðustu tvö árin hefur hann starfað sjálfstætt. Eiginkona hans er Guðfinna Steinunn Svavarsdóttir jógakennari og eiga þau tvö börn og þrjú barnabörn. FRIÐÞJÓFUR HELGASON Hann fæddist á Akranesi 16. apríl 1933. Lærði prentiðn í Ísafold og var prentari og lögreglumaður á Akranesi, síðar yf- irlögregluþjónn rannsóknarlögreglu rík- isins í Reykjavík. Hann var landsþekktur knatt- spyrnumaður, lék lengst af í liði Skaga- manna og var landsliðsmarkvörður um árabil. Eiginkona hans er Steindóra Sigríður Steinsdóttir og eiga þau þrjá syni; Frið- þjóf, Stein og Helga Val. Barnabörnin eru níu og barnabarnabörnin 13. HELGI DANÍELSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.