Morgunblaðið - 09.08.2009, Síða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Costa del Sol
frá kr. 89.990
- með eða án fæðis
Heimsferðir bjóða frábær tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol
þann 25. ágúst í 11 nætur. Í boði eru frábær sértilboð á Aguamarina
og Castle Beach íbúðahótelunum, sem eru á meðal vinsælusta
gististaða okkar. Einnig er í boði stökktu tilboð,með eða án fæðis, þar
sem þú bókar sæti (og fæðisvalkost)
og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita
hvar þú gistir. Gríptu þetta frábæra
tækifæri og tryggðu þér sumarauka við
góðan aðbúnað á vinsælasta
sumarleyfisstað Íslendinga á
ótrúlegum kjörum.
Verð kr. 89.990
Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó /
íbúð í viku. Stökktu tilboð 25. ágúst. Verð m.v.
2 í stúdíóíbúð á Aguamarina kr. 99.700. Verð
m.v. 2 í íbúð með 1 svefnherbergi á
Aguamarina eða Castle Beach kr. 114.900.
Sértilboð 25. ágúst. Aukalega fyrir hálft fæði í
11 daga kr. 35.000 fyrir fullorðna og kr. 18.000
fyrir börn.
25. ágúst
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Frábær 11 nátta ferð – aðeins örfá sæti laus
Eftir Ingvar Örn Ingvarsson
ingvarorn@mbl.is
Þeir sem eru orðnir þreyttir á böl-
móði efnahagsþrenginga ættu
kannski að draga lærdóm af sög-
unni og gera eins og hópur Þjóð-
verja hefur gert – skemmta sér á
sama hátt og gert var í kreppunni
miklu.
Það er hópur sem kallar sig
„Boheme Sauvage“ eða „óhefluðu
bóhemarnir“ sem tekst á við
dumbung ársins 2009 með því að
upphefja þriðja áratug síðustu ald-
ar og kreppuna miklu. Fé-
lagsskapurinn snýst að miklu leyti
um samkvæmi þar sem bóhemar í
Berlín mæta uppstrílaðir í tísku
þess tíma, dansa Charleston og
spila fjárhættuspil. Hið fallega
tímabil síðustu aldar (Belle Epo-
que) er þannig í hávegum haft og
eru samkvæmin því sérkennileg
blanda Moulin Rouge kabaretts,
Art Nouveau tískunnar, Burlesque
að hætti Ditu Von Teese, listar
Toulouse-Lautrec og absinth-
áfengisins rótsterka í takt við
bannár Bandaríkjanna og mafíósa.
Tímabilið sem áhersla er lögð á
er frá 1890 til 1940 og svo allir
geti skemmt sér sem best er ekki
verið að fárast yfir því þó ekki sé
allt eftir bókinni í samkvæmunum
– sögulega séð. Þó leggur fólk
mikið á sig til að hafa allt sem
eðlilegast. Nútímalegar hár-
greiðslur, skart og hverskyns
plastefni er til að mynda afar illa
séð.
Félagsskapurinn ætti þannig að
höfða til þeirra sem hafa gaman af
hlutverkaleikjum, grímuböllum
eða þeirra sem vilja hreinlega
skemmta sér á fágaðan máta,
fjarri amstri nútímans í það
minnsta huglægt séð.
Sú sem á heiðurinn af þessu
frumlega uppátæki er Else Edel-
stahl eða Elsa Eðalstál sem gæti
allt eins verið sögupersónu úr
glæpamynd.
Elsa fékk hugmyndina eftir að
hafa rekið um nokkurt skeið bari
með systur sinni Emmu sem allir
byggðust á tísku og stíl þriðja ára-
tugar síðustu aldar.
Elsa vill meina að ekki sé til
betri leið til að takast á við efna-
hagsniðursveifluna en að skemmta
sér á sama hátt, og fólk gerði í
síðustu alvarlegu kreppu sem reið
yfir heiminn.
Aftur til fortíð-
ar í kreppu-
skemmtun
Smart Tíska tímabilsins fram til 1940 er út af fyrir sig góð ástæða til að taka
gleði sína á ný í samkvæmum Boheme Sauvage.
Reuters
Kabarett Danshópur sýnir atriði á kreppuballi Boheme Sauvage þar sem um
fimm hundruð gestir mæta og skemmta sér í anda þriðja áratugar síðustu aldar.
Reuters
Rúlletta Gestir í kreppuveislu Elsu Eðalstáls spila rúllettu með spilapeningum í viðeigandi umhverfi 19. aldar kastala.
, ,