Morgunblaðið - 09.08.2009, Page 27
gjafi eða
morðingi?
Skýringar:
= Plöntur gerðar upptækar
(Alls 2008: 465 - alls 2009: 7.208)
= Grömm af kannabisefnum
gerð upptæk
(Alls 2008: 220.718,35 g
- alls 2009: 88.468,04 g)
*= Fyrstu sex mánuðir ársins **= Aðeins fyrstu sex mánuðir 2008
Snæfellsnes2008 2009*
0 0
22,87 13,52
Höfuðborgarsv.2008** 2009*
191 7.208
3.105 29.700
Akranes2008 2009*
18 0
73,07 63,20
Akureyri2008 2009*
5 9
627,86 613,58
Blönduós2008 2009*
147 0
40,52 371,0
Borgarnes2008 2009*
0 33
73,3 694,54
Eskifjörður2008 2009*
0 16
12,70 53.895,39
Húsavík2008 2009*
0 0
9,07 5,89
Hvolsvöllur2008 2009*
0 493
16,37 2.717,91
Sauðárkrókur2008 2009*
0 0
449,66 3,97
Selfoss2008 2009*
7 4
103,63 28,61
Seyðisfjörður2008 2009*
3 0
211.535,83 2,39
Suðurnes2008 2009*
92 456
3.760,55 332,65
Vestfirðir2008 2009*
2 0
768,0 8,16
Vestmannaeyjar2008 2009*
0 0
119,92 17,23
ert annað en illa dulbúinn áróður til
þess að auka vægi maríjúana og fá
ráðamenn til þess að samþykkja það í
auknum mæli. Og þjóðþekktir ein-
staklingar leggjast á þessar árar. Svo
segja menn að það eigi bara að lögleiða
kannabis og skattleggja neyzluna!
Þórarinn Tyrfingsson hefur sagt í
blaðaviðtali að 2008 hafi komið á Vog í
sína fyrstu meðferð 150 unglingar á
aldrinum 14-18 ára, sem áttu kannabis-
efni að vandræðavaldi lífs síns. Í kring-
um hvern ungling eru lágmark tveir
menn, mamma og pabbi, og í flestum
tilvikum fleiri; fjölskylda og vinir, 6-10
manns. Er það meiningin að fórna
þessum hópi og enn fleirum á altari
einhvers frelsis?“
Höfum ekki efni á að gefast upp
„Nú þegar ekur ungt fólk um í bílum
með skottin full af áfengi og selur svo
upp úr þeim. Ef kannabis yrði lögleitt
þá munu þeir einfaldlega skipta skott-
inu niður milli áfengis og kannabisefna.
Aðgengið verður auðveldara og neyzl-
an eykst.
Mér finnst ömurlegt einsog þjóð-
félagsástandið er núna að það sé enda-
laust verið að senda unglingum jákvæð
skilaboð um neyzlu kannabis. Finnar
gleymdu unglingunum í kreppunni og
sitja nú uppi með margs konar vanda-
mál þess vegna. Við ættum að herða
róðurinn í stað þess að draga úr kraft-
inum. Allar tölur sýna að margir ung-
lingar tapa fyrir kannabis. Kannabis
veldur langvarandi skaða, það steikir
miðtaugakerfið; unglingarnir fá minni
áhuga á lífinu og persónuleiki þeirra
breytist til langframa, þeir glíma við
þunglyndi og alls kyns geðraskanir.
Þetta er hart stríð. Aðeins 3-5% tekst
að halda sig frá neyzlu eftir eina með-
ferð. Svo ég vitni aftur í Þórarin Tyrf-
ingsson, þá komu 220 unglingar á Vog í
fyrra; 150 í fyrstu meðferð, sem segir
að 70 hafa verið að koma aftur.
Bretar slökuðu á refsilöggjöfinni
gagnvart kannabis fyrir tólf, en hafa nú
endurmetið þá ákvörðun og hert á refs-
ingum aftur. Danir vilja gjarnan herða
á klónni aftur gagnvart kannabis. Við
höfum ekki efni á að gefast upp og lög-
leiða bara kannabis og dæma þannig
stóran hóp unglinga úr leik. Við verð-
um að halda skaðsemi kannabis á lofti.
Við vitum að það verða ekki allir fíklar,
ekki frekar en allir þeir sem neyta
áfengis verða alkóhólistar. En rann-
sóknir hafa sýnt 60% líkur á því að þeir
sem hefja áfengisneyzlu á kyn-
þroskaaldrinum verði alkóhólistar.
Við eigum að berjast af afli gegn
gasi, áfengi, tóbaki og kannabis. For-
eldrar eiga að vera á móti notkun
barna sinna á þessum efnum og senda
þeim skýr skilaboð. Það er okkur öllum
hættulegt að sofna á verðinum.“
‘‘„NÚ ÞEGAR EKUR UNGTFÓLK UM Í BÍLUM MEÐSKOTTIN FULL AF ÁFENGIOG SELUR SVO UPP ÚR
ÞEIM. EF KANNABIS YRÐI
LÖGLEITT ÞÁ MUNU ÞEIR
EINFALDLEGA SKIPTA
SKOTTINU NIÐUR MILLI
ÁFENGIS OG KANNA-
BISEFNA.
27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009
„Það fer ekkert á milli mála að stór hluti okkar sjúk-
linga fer úr kannabisneyzlu yfir í önnur fíkniefni,“
segir Sverrir Jónsson, læknir á sjúkrahúsinu Vogi.
„Við verðum hins vegar að hafa í huga að okkar sjúk-
lingar eru haldnir fíknsjúkdómi og að 85% unglinga
sem leita til okkar hafa verið stórneytendur kannabis-
efna.
Það er aðeins þessi hópur sem snýr að okkur, en það
er eins með kannabis og áfengi að þótt margir fái fíkn-
sjúkdóm ánetjast töluvert stór hluti neytenda þeim
ekki.
En neysla kannabisefna er ólögleg og ég vona að svo
verði áfram.“
Stór hluti úr kanna-
bis í harðari efni
Sverrir Jónsson
Kannabisneyzla hjá unglingum á Vogi 2008
Fjöldi: 212; 60 stúlkur og 152 piltar
Kannabisneyzla KVK % KK % Alls %
Notað nokkru sinnum 59 98% 149 98% 208 98%
Stórneytendur 45 75% 133 87% 178 84%
Nota kannabis daglega 36 60% 113 74% 149 70%
Nota áfengi daglega 4 7% 9 6% 13 6%