Morgunblaðið - 09.08.2009, Side 29

Morgunblaðið - 09.08.2009, Side 29
pnin elti Biblíunni og nýtti næstu ár við hand- tökur andspyrnuhetja, 25.000 fang- elsisdóma og 2.000 aftökur. Í kjölfar- ið fylgdi gúllas-kommúnismi, með tvöföldu hagkerfi þar sem margir störfuðu fyrir ríkið á daginn og sjálf- an sig á kvöldin. Dálítið úrval af vest- rænum vörum var í boði, ágæt hús- hitun, bílar og sumarfrí við Balatonvatn eða Svartahaf. Gorbac- hev hélt því fram að perestroika hefði þegið innblástur frá ungverska gúllas-módelinu. OgRauða stjarnan var ekki fjarlægð af þinghúsinu fyrr en 1989. Deyja seint úr heimsku „Ríkið passaði þig en kæfði þig um leið,“ segir hin ljóshærða Fanni Kon- dacs, 22 ára stjórnmálafræðinemi við Eötvös Lorand-háskólann í Búda- pest, nýkomin út úr terrorsafninu við Andrássy út, sem minnist ógnarára 20. aldar. „Ef þú mismæltir þig fóru þeir með þig þangað – í fyrrverandi höfuðstöðvar þjóðaröryggislögregl- unnar. Þú varst pínd, jafnvel drepin. En svo fór þetta skánandi og tökin losnuðu,“ áréttar hún og birta breið- ist yfir tjáningarríkt andlit hennar og blá augu. „Ég heillast af því að greina upplýsingar og atburði, raða púsli og leysa gátur. Í framtíðinni langar mig að vinna hjá þjóðarörygg- isdeildinni Kancellaria, sem sá um öryggi konunga og keisara í 700 ár.“ Vestræn áhrif verða sífellt greini- legri í sjó fólks á götunni. „Sjáðu!“ segir Darinka. „Fólk eyðir stórfé í vestræn föt og yfirborðslega hluti en skilur heilann eftir. Flest ungt fólk hugsar um föt, tölvuleiki og skemmt- anir. Ég sé það ekki lesa bækur. Nýj- ar hugmyndir um lífið vantar. Þroski þverr. Þessi skortur á visku minnkar þig ef þú ferð á mis við hana,“ muldr- ar hún og pírir augun í sólinni. „Er frelsið svona á Vesturlöndum?“ spyr Fanni þegar við blasir Belváros – hjarta Pest. Breið stræti, há hús með djörfum framhliðum, Elísabetarbrú og Dunakorzó-göngustígurinn eftir bökkum Dónár. Vonbrigðin leyna sér ekki í ungu andlitinu. Darinka horfir glöð á lífið á göt- unni og segir: „En við munum seint deyja úr heimsku því menning okkar er auðug og djúp. Ungverska er fal- legt tungumál með ríkan orðaforða. Grunnurinn er asískur. Slavnesk orð, tyrknesk, þýsk og líka frá Kas- akstan, Úsbekistan. Við erum öðru- vísi. Hegðunin. Húmorinn. Hugsum hratt og allt öðruvísi en t.d. Þjóð- verjar, Englendingar og Rússar. Enda erum við blanda af austri og vestri.“ Fanni klinkir út áður en þær hverfa í mannþröngina: Við gengum í ESB 2004. Núna er alltaf verið að ljóstra upp um spillingu. Okkur verð- ur kannski hent út aftur, en mér finnst kjarni málsins sá að Ungverja- land nýtur sama frelsis og vinir okk- ar í Vestur Evrópu. Við erum sjálf- stæð, frjáls og loksins í rétta liðinu.“ Frelsi – hvaða frelsi? Laszlo, 67 ára lífeyrisþegi með derhúfu, situr á bekk við risavaxið núll úr steinsteypu hjá Keðjubrú undir kastalahæð í Pest og furðar sig á heiminum: „Við fórum úr einum drullupytt í annan – snákurinn skipti aðeins um ham,“ segir hann um fall kommúnismans fyrir 19 árum í Ung- verjalandi og það sem við tók. „Frelsi? Hvaða frelsi? Pínulítið frelsi. Glundroði. Agaleysi. Og fer versnandi. – Helvítis frjálshyggjan,“ bætir hann við og hristir höfuðið. Laszlo lítur á steyptu ljónin á brúnni, bendir svo á strætiskrot og McDo- nald’s og hrópar: „Sjáðu subbuskap- inn út um allt. Við vorum kristin, íhaldssöm þjóð í þúsund ár! – Þetta byrjaði allt eftir frönsku byltinguna þegar Jakóbínarnir fóru að fjölga sér. Kommúnisminn hamdi þessa hyggju þar til aftur hitnaði á níunda og tíunda áratugnum. Eftir 1989 kom frjálshyggjuæði. Ég vil agað, siðmenntað frelsi. Núna er allt leyft. Sem er ekki frelsi. Enda kýs ég MIÉP næst, sem er þjóðern- isflokkur,“ segir hann og fær sér sopa af Coke Zero. „Við köllum okkur Magyara, ekki Ungverja,“ segir Laszlo. „Fyrir 1.100 árum komu Magyarar frá Azov-hluta Svartahafsins í Úkraínu, sem núna er Rússland, til að eigna sér landið innan Karpata-fjalla- hringsins. Þeir stoppuðu í Ungvár á leiðinni, í nokkur ár, þaðan sem nafn- ið er komið. Við erum vinnusöm, kæn og finnum alltaf lausnir og smugur til að lifa af. Gætum lifað á ísjaka. En við sjáum okkur ekki í raun sem þjóð. Stöndum ekki saman nema í verstu krísum,“ útskýrir hann. „Enda eru fáir í raun hreinir Magy- arar nema í Transylvaníu, sem er forn ungversk menning og tilheyrir Rúmeníu núna. Ég er þaðan.“ Augu hans vökna. „Við höfum alltaf verið umkringd Slövum og þeim finnst við ekki til- heyra hérna – enn þann dag í dag,“ segir þessi fyrrverandi vélaverk- fræðingur, sem vill ekki gefa upp eft- irnafn sitt. „Norður- og Suður- Slavar, Úkraínumenn, Tékkar, Pól- verjar og Serbar. Það var auðvelt að hernema Karpata-fjallahringinn. Slavarnir eru friðsamt fólk. Og við erum ekki árásargjörn,“ segir Laszlo og brosir – „en fljót að slá til baka þegar við þurfum.“ Hann bendir svo alvarlegur á sólina að setjast og klykkir út með tár í auga: „Sól okkar er sest. En – sannaðu til. Hún mun rísa aftur upp. Ný heimsmynd mun birtast okkur.“ Laszlo snýr sér við og lítur upp á aldna koparörninn fyrir ofan sig. Og síðan á steinsteypta núllið og ágenga áminningu úr vestri sem truflar mið- aldastemninguna – I’m lovin’ it. Ljósmyndir/Ragnar Halldórsson Þegar birtir aftur upp „Sól okkar er sest. En sannaðu til, hún mun rísa aftur upp. Ný heimsmynd mun birtast okkur,“ fullyrðir vongóður lífeyrisþegi. Hryllingssafnið Ef þú mismælir þig fóru þeir með þig hingað ... í fyrrum höf- uðstöðvar þjóðaröryggislogreglunnar. Þú varst pínd, jafnvel drepin. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009 – meira fyrir áskrifendur Glæsilegt sérblað um skóla og námskeið fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 14. ágúst Skólar & námskeið Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Í blaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem stefna á frekara nám í haust. Pöntunartími er fyrir klukkan 16 mánudaginn 10. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 netfang: kata@mbl.is Meðal efnis verður : • Endurmenntun • Símenntun • Tómstundarnámskeið • Tölvunám • Háskólanám • Framhaldsskólanám • Tónlistarnám • Skólavörur • Ásamt fullt af spennandi efni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.