Morgunblaðið - 09.08.2009, Side 30

Morgunblaðið - 09.08.2009, Side 30
30 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009 • Meðeigandi óskast að nýju framleiðslufyrirtæki. Reiknað er með 30-35% árlegri ávöxtun eigin fjár næstu árin. • Sérverslun með fatnað á góðum stað. Ársvelta 150 mkr. Góð framlegð. • Iðnfyrirtæki í matvælaframleiðslu með mikinn og vaxandi útflutning. Ársvelta 240 mkr. • Rótgróið iðnfyrirtæki. Ársvelta 450 mkr. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 400 mkr. Hagstæðar skuldir. • Rótgróið innflutnings- og framleiðslufyrirtæki. Ársvelta 130 mkr. • Þekkt innflutningsfyrirtæki með eigin verslanir. Ársvelta 240 mkr. EBITDA 35 mkr. Hagstæðar skuldir. • Þjónustufyrirtæki sem selur fyrirtækjum lögbundna þjónustu með föstum samningum. Ársvelta 170 mkr. • Innflutningsfyrirtæki með fatnað og vefnaðarvöru. Ársvelta 150 mkr. • Deildarstjóri-meðeigandi óskast að meðalstóru þjónustufyrirtæki á sviði tölvu- og tæknibúnaðar. Æskilegt að viðkomandi sé rafeindafræðingur eða hafi svipaða menntun og starfsreynslu. Fyrirtækið er ört vaxandi og er nú með 12 starfsmenn. Fyrirtækið er 100% í eigu starfsmanna. • Heildverslun með neytendavörur (ekki matvæli). Ársvelta 260 mkr. • Þekkt sérverslun með heimilisvörur. Ársvelta 150 mkr. Góður leigusamningur. AÐ UNDANFÖRNU hafa mál verið að skýrast hvernig Icesave- málið er vaxið og að við Íslend- ingar höfum í raun enga möguleika á því að bakka út úr þeim samningi sem búið er að gera, þó með þeirri veiku von að takast muni að koma inn einhverjum vörnum í formi fyr- irvara. Margir hafa lagt orð í belg um hvaða áhrif samningurinn hef- ur á líf okkar til ársins 2024, en þá lýkur fyrsta áfanga Icesave- málsins, en hvað tekur þá við? Ég ætla að leggja eftirfarandi til mál- anna, og vona að mér fyrirgefist framhleypnin. Exel-töflureiknir settur upp með ríkissjóð sem ger- anda og hvernig fjárstreymi (cash flow) liti út tímabilið 2009-2024. (Hér eru settar fram þær for- sendur sem ég gef mér, en töflu- reikni sleppt til að spara pláss). Sjá töflu Reiknað er með að ríkissjóður verði í jafnvægi til 2012 en síðan verði afgangur 5 milljarðar á ári út tímabilið til 2024. Með þessum for- sendum munu umsamin lán tryggja ríkissjóði hallalausan rekstur til 2020 og þar með greiðslu- getu á vöxtum og af- borgunum Icesave- lánsins til 2020. Síð- an hallar undan fæti og árið 2024 verður uppsafnaður halli á ríkissjóði 288 millj- arðar. Árið 2020 þarf ríkissjóður nýja (r) lántökur upp á 288 milljarða, eða auknar tekjur frá 2015 til að brúa bil- ið, eða í nauð að skera niður útgjöld ríkisins um- fram það sem fyrir liggur á næstu misserum. Nema málið leysist af sjálfu sér, sem virðist sú lausn sem ráðamenn treysta helst á um þess- ar mundir. Sama hvað gert verður, munu landsmenn lifa við allt önnur og erf- iðari lífskjör fram á miðja þessa öld, en við höfum lifað við síðustu áratugina. Að lokum get ég ekki stillt mig um að benda á tillögu mína um að lífeyrissjóðir landsmanna komi að lausn Icesave (með góðu eða illu) og greiði Icesave-skuldina, yf- irtaki eignir LÍ í Lond- on og á móti gefi rík- issjóður út gengistryggt skuldabréf með sömu vöxtum og seðlabankar Hollands og Bret- lands bjóða, með einum gjalddaga 2015. Þá verður skuldin gerð upp og samið um nýtt lán sem miðast við greiðslugetu ríkissjóðs, enda sé tryggt að lífeyrissjóðirnir komi hallalausir frá þessum við- skiptum. Er ekki betra að 329 milljarða vextir af Icesave-láninu renni til sjóða Íslendinga sjálfra, en í hirslur Breta og Hollend- inga? Eftir Björn Jóhannsson »Reiknað er með að ríkissjóður verði í jafnvægi til 2012 en síð- an verði afgangur 5 milljarðar á ári út tíma- bilið til 2024. Björn Jóhannsson Höfundur er tæknifræðingur. Icesave 2024, hvað svo? Gefnar forsendur: Ríkissjóður A-hluti (Allar upphæðir í milljörðum) Rekstrarár 2008 2009 Skatttekjur 430 364 Aðrar tekjur 36 30 Annað 7 9 Tekjur alls 473 403 Gjöld alls 434 555 Tekjujöfnuður 39 -153 Nýjar lántökur: Frá vinaþjóðum 324 12 ára afborgunarlaust í 5 ár vextir 6,6% 176 Frá ASG 111 7 ára afborgunarlaust í 3 ár vextir 6,6% 40 Isesave 640 15 ára afborgunarlaust í 7 ár vextir 5,6% 329 Samtals lán 1075 Samtals vextir 545 Til frádráttar: Eignasafn LÍ 600 Ráðstöfun lána 2009: 1075 Jöfnun halla ríkissjóðs 153 Framlag til bankanna 270 Eftirstöðvar lána 2010 653 Ríkissjóður verði í jafnvægi til 2012 Afgangur af ríkissjóði 2013-2024 verði árlega 5 milljarðar Í KJARASAMNINGUM hafa at- vinnurekendur ávallt verið blankir, meira að segja í góðærinu þegar milljarðarnir flutu um fyrirtækin. Launþegar hafa aftur á móti verið að lækka í launum vegna rangar út- færslu á skattalögum og orðið því af góðærinu. Samkvæmt stöðuleika- samningnum eiga launþegar að taka á sig verðhækkanir, óbættar, að undaskildri hækkun upp á verðgildi einnar máltíðar í mánuði fyrir fjög- urra manna fjölskyldu. En atvinnu- rekendur geta hækkað vöru og þjón- ustu eftir áframhaldandi útrásar- hugarfari, eins og verðþróun sýnir. Í Kastljósi var forseti Alþýðu- sambandsins svo harður málsvari at- vinnurekenda að Vilhjálmur Eg- ilsson þurfti ekki annað en sitja brosandi í stólnum. Hart er deilt um Icesave-reikn- ingana og mörgum finnst þar rétt- lætið fótum troðið. Bankarnir voru í einkaeign og viðskiptin að stórum hluta á milli einstaklinga sem ábyrg- ir voru gjörða sinna. Þeir söfnuðu sparifé annarra, eyddu því og sendu þjóðinni reikninginn og hún svo gerð að óreiðuþjóð á erlendum vettvangi. Verði bankarnir seldir, þarf að gæta vel að ábyrgð þjóðarinnar á viðskipt- unum. Undarlegt finnst mér ef sjávar- útvegsráðherra ætlar að gefa ákveðnum útgerðarmönnum áfram kost á að ausa hundruðum milljarða í vasann fyrir ekki neitt og rýra þannig arð þjóðfélagsins af fisk- veiðum. Ég held að þjóðin sé búin að fá nóg af botnlausum yfirgangi auð- manna. Sumir útgerðarmenn voru í útrásinni og eiga ekkert inni hjá þjóðinni. Við þessar aðstæður ætti ríkið, í næstu kvótaúthlutun, að út- hluta kvótanum til allra sem hafa verið við veiðar í samræmi við það sem þeir hafa veitt og banna allt kvótabrask og gera upp óljósa kvótaeign síðar. Skattahækkanir ríkisstjórnar- innar á laun yfir 700 þús. hafa farið illa í fólk með háar tekjur eins og alltaf ef það á að borga eitthvað til þjóðfélagsins. Ég hef áður sett fram þá skoðun mína að ekkert starf sé meira virði en þrenn verkamanna- laun, allt sem þar er fram yfir sé gjöf frá þjóðfélaginu. Þess vegna gætu laun yfir 700 þús. hæglega greitt allt að 100 þús. í viðbótarskatta á mán- uði án þess að það skaðaði heim- ilisreksturinn. Þegar miðað er við að innan við 200 þús. kr. eiga að nægja heimilisrekstri verkamanna. Nýlega féll dómur í eineltismáli veðurfræðings. Skaðabæturnar voru 500 þús. kr. Upphæðin vekur veru- lega athygli. Þeir, menn sem felldu þennan dóm, myndu sennilega vilja fá nokkra tugi milljóna í starfsloka- samning. Þetta sýnir að þeir voru að sækja fé fyrir Jón. Markaðssetning íbúðarhúsnæðis er einn mesti skaðvaldur þjóðfélags- ins. Íbúðarhúsnæði er jafn nauðsyn- legt manninum og matur. Að hneppa íbúðakaupendur í ævilangt skulda- fangelsi gerir hann ófæran um að taka virkan þátt í uppbyggingu sam- félagsþjónustunnar. Ef íbúðarverð og lánakjör væru miðuð við að íbúð væri greidd upp á 10 árum, myndu skatttekjur ríkissjóðs stórhækka og þar með færðist fjárflæðið meira frá bönkunum yfir til þjóðfélagsins. GUÐVARÐUR JÓNSSON Valshólum 2 Rvík. Burt með spillinguna Frá Guðvarði Jónssyni ÍSLENSK ættleiðing hjálpar til- vonandi foreldrum að finna barn sem þarf á þeim að halda. Þetta eru börn frá Kína, Indlandi og fleiri löndum. Það er sjaldgæft en kemur samt fyrir að íslenskt ung- barn er ættleitt á sama hátt og börn sem koma erlendis frá. Barnavernd sér um að koma ís- lensku börnunum til ættleiðing- arforeldra. Fólk sem vill verða foreldrar bíð- ur „í röðum“ og í langan tíma í von um að fá að ættleiða barn. Nýlega voru reglur um ættleiðingar hertar í Kína, sem gera það að verkum að fólk þarf nú að bíða enn lengur. Konur á Íslandi sem eru ófrískar og íhuga fóstureyðingu eiga rétt, samkvæmt íslenskum lögum, á fræðslu um þann félagslega stuðn- ing sem er í boði fyrir þær, ákveði þær að ganga með barnið. Þetta er mjög gott og ég vona að það sé farið eftir þessum lögum. Það sem vantar þó tilfinnanlega í löggjöfina er að konur séu fræddar um að það er mjög raunhæfur möguleiki að gefa barnið, sem þær bera undir belti, til ættleiðingar og að þær geti verið vissar um að tilvonandi foreldrar barnsins hafi gengist undir ná- kvæma athugun hjá barnavernd- aryfirvöldum. Það er í raun óskilj- anlegt að þessi kostur sé ekki kynntur fyrir konum. Konur sem velja þann kost að láta ættleiða barnið sitt eiga skilið virðingu og hrós en ekki hneykslun því þær gefa barnið frá sér til að gefa því lif. Þar sem hið opinbera hefur ekki sinnt því að fræða konur um þennan kost hefur Lífsvernd, félag gegn fóstureyðingum, skrifað nákvæmar leiðbeiningar til kvenna sem vilja fara þessa leið. Leiðbeiningarnar er að finna á heimasíðunni lifsvernd- .com. Þessi grein ber heitið „Upplýst val og ættleiðing“. Á Íslandi býr menntuð og frjáls þjóð. Mikið er tal- að um að fólk eigi rétt á að taka upplýstar ákvarðanir um líf sitt. Bjóðum konum upp á raunverulegt upplýst val! MELKORKA MJÖLL KRISTINSDÓTTIR, BA í heimspeki. Upplýst val og ættleiðing Frá Melkorku Mjöll KRISTinsdóttur Melkorka Mjöll Kristinsdóttir BRÉF TIL BLAÐSINS ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.