Morgunblaðið - 09.08.2009, Blaðsíða 31
Styrkur frá NATA
Samstarf á sviði ferðamála
milli Grænlands, Íslands og
Færeyja
Allir sem áhuga hafa á bættum samskiptum á sviði
ferðamála milli landanna þriggja geta leitað eftir
aðstoð við að fjármagna verkefni, hugmyndir, ferðir
eða því um líkt. Umsóknir skulu fela í sér samstarf
milli tveggja af löndunum þremur hið minnsta.
Sækja má um aðstoð á eftirfarandi sviðum:
Þróun ferða
Siglingar, þemaferðir, stuttar heimsóknir (short
break) o.s.frv.
Markaðssetning í ferðaþjónustu og greining sóknar-
tækifæra
Alþjóðleg átaksverkefni á sviði ferðaþjónustu.
Menntun
Faglegar námsferðir, menntun á sviði ferðamála,
dvöl til að kynna sér aðstæður.
Allar umsóknir skulu vera á þar til gerðum
eyðublöðum. Sem fylgiskjöl með umsókninni skal
leggja fram nákvæma útlistun á verkefni, svo og
fjárhagsáætlun. Umsóknir skulu vera á dönsku eða
ensku og sendast til:
NATA c/o
Ferðamálastofa
Lækjargata 3,
101 Reykjavík
Lokafrestur til að senda umsóknir er til 20. ágúst 2009
Umsóknareyðublað má nálgast á vef Ferðamálastofu,
www.ferdamalastofa.is
Fyrirspurnir varðandi vinnslu umsóknar sendist til:
sigrun@icetourist.is
NATA er samstarfssamningur ferðamálaráðuneyta í Færeyjum, á
Grænlandi og á Íslandi. Markmið samningsins er að auka skilvirkni
í samstarfi aðila er sinna ferðamálum í Færeyjum, á Grænlandi og
á Íslandi með því að styrkja, samhæfa og tryggja framboð samvin-
nuverkefna aðildarlandanna á þeim sviðum ferðamála þar sem þau
eiga einkum sameiginlegra hagsmuna að gæta.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009
Getum enn bætt við
nemendum í 5 ára
og 8 ára bekk
Skóli Ísaks Jónssonar er persónulegur skóli
sem hefur í rúm 80 ár sérhæft sig í kennslu
yngstu grunnskólabarnanna. Við leggjum
metnað okkar í kennslu í íslensku, stærð-
fræði og tónlist og tökum glöð á móti nýjum
börnum í 5 ára og 8 ára bekk.
Hægt er að sækja um skólavist á heimasíðu
skólans www.isaksskoli.is eða hjá skrifstofu
skólans í síma 553 2590.
ÍSAKSSKÓLI
ÞAÐ ER hreint
ótrúlegt að horfa upp á
þær auglýsingar sem
birtast í blöðunum dag
eftir dag um það hvað
ríkisbankarnir vilja
gera til að létta á íbúð-
arlántakendum vegna
aukinnar greiðslu-
byrði. Aðgerðir þeirra
miðast einungis við að
tryggja stöðu þeirra og
láta lántakendur viðurkenna þá
miklu eignaupptöku sem orðið hefur
hjá þeim vegna hækkunar á höf-
uðstóli íbúðalána. Hafa ber í huga að
bankarnir eru í ríkiseigu og allt sem í
boði er þar hlýtur að vera boðið með
vitund og vilja ríkisstjórnarinnar.
Ríkisstjórnin og bankarnir geta ekki
sýnt þjóðinni slíka óvirðingu sem
sett er fram í auglýsingum bank-
anna, þau hljóta að vera með tappa í
eyrunum og bundið fyrir augun, þar
sem þau hlusta ekki og horfast ekki í
augu við það ástand sem ríkir hjá
hinum almenna borgara á Íslandi. Á
sama tíma og ríkisbankarnir keppast
við að afskrifa lán og kúlulán upp á
milljarða, þá er ekki hlustað á raun-
hæfa lausn vegna slæmrar stöðu
heimilanna í landinu um að afskrifa
óraunhæfa hækkun á höfuðstóli
íbúðarlána, eins og margoft hefur
komið fram hjá Hagsmuna-
samtökum heimilanna. Fólk ætti
kannski að taka út sparnað sinn úr
ríkisbönkunum til þess að mark sé
tekið á kröfum þess.
Hinn almenni borgari fer fram á
að gerð verði leiðrétting á höfuðstóli
íbúðarlána með niðurfellingu áfall-
innar vísitölu frá 1. janúar 2008 og
vístala lánanna afnumin í framhaldi
af því. Hvað varðar gengistryggðu
íbúðarlánin þarf að finna sambæri-
lega lausn á þeim. Það á jafnt yfir
alla að ganga. Leiðréttinguna þarf að
framkvæma meðan bankarnir eru í
ríkiseigu. Það þekkist ekki að íbúð-
arlán séu vísitölubundin í löndum
innan ESB. Ríkisstjórnin og Alþingi
hefur það verkefni að vinna fyrir
fólkið í landinu, til þess eru þau kos-
in, en ekki að vinna að draumaverk-
efnum einstakra flokka. Hagsmunir
almennings hljóta að eiga að hafa
forgang. Það sem almenningur í
þessu landi þarf að þola af völdum
þessarar ríkisstjórnar er stórkostleg
eignaupptaka, stórhækkaðar skatta-
álögur, elli- og örorkulífeyrisþegar
hafa orðið fyrir mikilli skerðingu og
geta vart dregið fram lífið.
Það var hreint ótrúlegt að hlusta á
málflutning félagsmála-
ráðherra í fjölmiðlum
þar sem hann vísar á
bug niðurfellingu á
þeirri hækkun sem orð-
ið hefur á höfuðstóli
íbúðalána frá 1. janúar
2008. Allur þungi þess-
arar ríkisstjórnar hefur
farið í að knýja fram á
Alþingi heimild til um-
sóknar um aðild-
arviðræður um inn-
göngu í ESB og
ríkisábyrgð vegna Ice-
save-samningsins sem er mjög um-
deildur. Í samfélaginu eru mjög skipt-
ar skoðanir vegna beggja þessara
mála. Icesave-málið er tilkomið vegna
glæframennsku aðaleigenda Lands-
bankans, bankastjóra og stjórnar
bankans. Þjóðin á ekki að taka ábyrgð
á þessari glæframennsku, þeir sem
stofnuðu til glæpsins eiga að bera
ábyrgð á honum. Eva Joly skrifaði
frábæra grein í Morgunblaðið sl.
laugardag og á hún þakkir skildar
fyrir að koma málstað þjóðarinnar á
framfæri í fleiri löndum, þar sem hún
sýnir fram á að við erum beitt of-
beldi. Vonandi á hún eftir að halda
merkjum okkar á lofti sem lengst. Ef
ríkisstjórnin hlustar ekki á ákall
heimilanna í landinu verður skálm-
öld á Íslandi áður en langt um líður.
Með tappa í eyrunum og
bundið fyrir augun
Eftir Björgu
Þórðardóttur » Fólk ætti kannski að
taka út sparnað sinn
úr ríkisbönkunum til
þess að mark sé tekið á
kröfum þess.
Björg Þórðardóttir
Höfundur er fv. markaðs-
og sölustjóri.
ÖLL UMFJÖLL-
UN um núverandi fisk-
veiðistjórnunarkerfi er
á þá leið að ef við því
verði hróflað fari allt á
annan endann.
Það má ekki hrófla
við kerfi sem býður
upp á spillingu og fjötr-
ar fólk í ánauð sægreif-
anna. Kerfi sem brýtur
mannréttindi á fólkinu
í landinu.
Það mátti heldur ekki hrófla við
bönkunum á meðan allir héldu að
peningar yrðu til úr engu. Banka-
menn voru mærðir og talið að þar
væru snillingar á ferð sem gætu með
snertingu breytt steini í gull. Ekkert
mátti gera til að koma í veg fyrir
þessa trú um ágæti þessara manna,
því þá færi allt á annan endann.
Bankarnir myndu hverfa úr landi
og eftir stæði þjóðin slipp og snauð.
Þjóðin átti að þakka þessum fræknu
köppum sem fóru um heiminn með
gúmítékka og keyptu allt það sem
þeim datt í hug.
Þeir sem höfðu efa-
semdir um að hægt væri
að breyta steini í gull
voru sagði afbrýð-
issamir, heimskir og
jafnvel sakaðir um að
vera óvinir þjóðarinnar.
Allt var bara gott og frá-
bært, við vorum best,
ríkust, gáfuðust og
stórust.
Núverandi stjórn-
arflokkar boðuðu bót og
betrun á meðan á kosn-
ingabaráttunni stóð. Því var lofað og
það sett í stjórnarsáttmála að landið
ætti nú að verða land velferðar sem
byggðist á jöfnuði, jafnrétti og jafn-
ræði. Frjálshyggjunni átti að henda
út í hafshauga og nú var það hagur al-
mennings sem átti að ráða ferð.
Einni rót spillingarinnar sem við
erum nú að verða vitni að og erum að
upplifa hefur ekki verið hróflað við.
Enn er verið að standa vörð um kerfi
sem átti þátt í bankahruninu og þeirri
kreppu sem við erum nú að kljást við.
Þeir sem hafa aðrar skoðanir en þeir
sem vilja standa vörð um þetta kerfi
fá á sig sama sönginn og þeir sem
höfðu efasemdir um frammistöðu út-
rásarvíkinganna.
Þetta kerfi er kvótakerfið sem enn
er við lýði og ekki bólar á neinum
breytingum á því. Það má þó segja að
strandveiðar hafi verið spor í rétta
átt. En betur má ef duga skal. Það
verður ekki hægt að byggja upp nýtt
Ísland nema tekið verði á þessu kerfi
og því breytt.
Kvótakerfið varðar alla þætti sam-
félagsins. Það hefur með atvinnustig
að gera, það hefur með tekjur al-
mennings sem starfar í sjávarútvegi
að gera, það hefur með þjóðartekjur
að gera, það hefur með jöfnuð, jafn-
rétti og jafnræði þegnanna að gera.
Nýtt Ísland
Eftir Grétar
Mar Jónsson
Grétar Mar Jónsson
»Enn er verið að
standa vörð um kerfi
sem átti þátt í banka-
hruninu og þeirri
kreppu sem við erum nú
að kljást við.
Höfundur er fv. þingmaður.