Morgunblaðið - 09.08.2009, Page 36

Morgunblaðið - 09.08.2009, Page 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009 ✝ Anna Þorsteins-dóttir fæddist á Óseyri við Stöðv- arfjörð í S-Múl. 8. apríl 1915. For- eldrar hennar voru hjónin Þorsteinn Þorsteinsson Mýr- mann, útvegsbóndi og kaupmaður þar, og Guðríður Gutt- ormsdóttir hús- freyja. Anna gekk 31. desember 1944 að eiga Kristin Hóseas- son, prest og síðar prófast á Heydölum í Breiðdal, f. 17. febr- úar 1916, d. 8. apríl 2008. For- eldrar hans voru hjónin Hóseas Björnsson, bóndi og húsasmíða- meistari í Höskuldsstaðaseli í Breiðdal, og kona hans Marselía Ingibjörg Bessadóttir húsfreyja. Börn þeirra Kristins og Önnu eru: 1) Hallbjörn, f. 5. janúar 1953, sambýliskona Sólveig Ósk- arsdóttir, f. 14. febr. 1958, og 2) Guðríður, f. 22. maí 1955, gift Óskari Sigurmundasyni, f. 14. september 1954, börn þeirra eru Anna Kristín, f. 1982, og Andri Valur, f. 1991. Anna hleypti snemma heim- draganum, fór í vist strax eftir fermingu og í framhaldi af því að Hallormsstað í Fljótsdal þar sem hún var eitt ár í vist. Því næst lá leiðin í Húsmæðraskól- ann á Hallormsstað þar sem hún lærði meðal annars vefnað og 1943-1944. Kennari í Auðkúlu- skólahverfi, V-Ísafjarðarsýslu 1946-1947, Breiðdalsskóla- hverfi, S-Múlasýslu 1947-1948. Skólastjóri í Stöðvarfirði 1964- 1965. Kennari við Staðarborg í Breiðdal, S-Múlasýslu 1965- 1967 og 1968-1977 og við Odd- eyrarskóla á Akureyri 1967- 1968. Anna gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum, var m.a. í stjórn Austfirðingafélagsins í Reykjavík 1944-1945. Varafor- maður slysavarnadeildarinnar Einingar í Breiðdal frá stofnun 1951-1954 og formaður frá 1954-1962. Í stjórn Skógrækt- arfélags í Breiðdal frá stofnun 1951 til 1961. Hvatamaður að stofnun kvenfélagsins Hlífar í Breiðdal og formaður frá stofn- un þess 1961-1964. Ritari Sam- bands austfirskra kvenna 1966- 1979. Í sóknarnefnd 1964-1977 og safnaðarfulltrúi frá 1970. Í stjórn NAUST 1978-1980. Í jafnréttisnefnd frá 1978-1986. Í barnaverndarnefnd um árabil. Í skólanefnd Breiðdalsskóla- hverfis 1974-1978 og prófdóm- ari þar um árabil. Í hrepps- nefnd Breiðdalshrepps 1958-1962. Húsfreyja í Heydöl- um í Breiðdal frá 1947 þar til maður hennar lét af störfum fyrir aldurs sakir í ársbyrjun 1987. Anna gaf út tvær bækur; Sögur úr sveitinni, sem hún gaf út árið 2002, og Vísur Önnu, útg. 2004. Að auki liggja eftir hana ljóð og greinar í ýmsum ritum. Útför Önnu hefur farið fram. varð síðan aðstoð- arkennari þar í vefnaði. Er hún fór frá Hallormsstað gerðist hún kennari heima á Óseyri, tók þangað börn í einkatíma og í framhaldi af því farkennari í Helgu- staða- og Breiðavík- urhreppum. Þaðan lá leið Önnu til Borgarfjarðar syðri, Akraness og síðar til Reykjavíkur þar sem hún gerðist forstöðumaður Mötuneytis stúdenta þar til hún giftist og flutti með manni sínum vestur að Hrafnseyri við Arn- arfjörð. Þar bjuggu þau í eitt ár. Þaðan lá leiðin að Heydölum í Breiðdal þar sem þau bjuggu í 40 ár og þá aftur til Reykjavíkur þar sem ævikvöldinu lauk. Anna lauk barnaskólaprófi ár- ið 1927, 12 ára að aldri. Hún stundaði nám í Húsmæðraskól- anum á Hallormsstað 1932-1934. Aðstoðarkennari í vefnaði við þann skóla vorið 1933 og vet- urinn 1934-1935. Umferðarkenn- ari í vefnaði hjá Sambandi aust- firskra kvenna 1935-1936. Tók börn í einkatíma á Óseyri 1939- 1940. Kennari í Helgustaðaskóla- hverfi, S-Múlasýslu 1940-1941. Hún sótti námskeið í tungu- málum og fleiri greinum á ár- unum 1932-1944. Forstöðukona Mötuneytis stúdenta í Reykjavík Anna Þorsteinsdóttir var prestsfrú í sveit í rúma fjóra ára- tugi á tímum mikilla breytinga í ís- lensku þjóðlífi. Þegar hún kom að Hrafnseyri við Arnarfjörð 1946 og ári síðar í Heydali í Breiðdal var vélvæðing landbúnaðarins og bíla- öld ekki hafin og búskapur enn með gamla laginu, vinnuhjúahald var að líða undir lok og rafmagnið ekki komið en að starfslokum voru búvélar og bifreiðir á hverjum bæ, vinnuhjú heyrðu sögunni til og raf- magnsljós í hverju horni. Þegar þau hjón, Anna föðursyst- ir mín og séra Kristinn, bjuggu í Heydölum lá hús þeirra um þjóð- braut þvera og var þar mikill gestagangur. Kom sér þá vel reynsla Önnu frá húsmæðraskól- anum á Hallormsstað og frá þeim tíma er hún hafði forstöðu fyrir mötuneyti stúdenta við Háskóla Íslands á stríðsárunum. Þegar ég minnist frænku minn- ar kemur margt upp í hugann. Ungur var ég í sveit á Heydölum, síðar var ég þar við útihúsabygg- ingu, þá var ég stundum þar yfir hátíðar síðar á árum. Fyrst kom ég þar fyrir tíma rafvæðingar og voru þá notaðir steinolíulampar í gamla húsinu. Í því ríkti sá góði andi sem oft er í timburhúsum og man ég hvað amma mín, Guðríður, sem stundum dvaldist hjá dóttur sinni, kunni vel við þetta hús. Ég minnist heyskaparvinnu, bauki mínu við slátt með orfi og ljá, ferða út í Breiðdalseyjar vegna æðarvarps og lundaveiða, jóla- halds á heimili prestshjónanna og hversu vel frænka mín sá fyrir öllu svo að hátíðin mætti fara sem best fram. Ég minnist margra samræðna við Önnu en hún fylgdist alltaf vel með þjóðmálum, var sögufróð og kunni frá mörgu að segja úr æsku sinni á Stöðvarfirði og Hallorms- stað. Áhugamálin voru mörg og hún kom víða við um dagana, stundaði kennslu í um aldarfjórðung alls, í Helgustaðahreppi við Reyðarfjörð, á Hrafnseyri, Akureyri, Stöðvar- firði og í Breiðdal. Hún var í hreppsnefnd í Breiðdal um skeið. Hún var ljóðelsk og orti talsvert, gaf út ljóðabók og barnabók og kvæði eftir hana birtust í safnriti um austfirsk skáld. Hún var áhugasöm um skák og tefldi m. a. við skáktölvu sem hún keypti sér þegar hún flutti til Reykjavíkur og ekki er langt síðan hún tók þátt í fjöltefli við Friðrik Ólafsson. Nú er komið að leiðarlokum. Ég þakka frænku minni fyrir langa og góða samfylgd, alla hennar góðvild og velgjörðir mér til handa sem aldrei verður fullþakkað. Minning- in um hana lifir. Megi hún hvíla í friði. Ég sendi Hallbirni og Guðríði og fjölskyldum þeirra mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Þorsteinn Skúlason. Elskuleg föðursystir mín hefur kvatt okkur, hugurinn reikar til baka og er margs að minnast. Ég var tæplega fjögurra ára þegar ég fór fyrst til sumardvalar, með föður mínum, að Heydölum í Breiðdal. Dvölin varð til þess að hjá þeim Önnu og séra Kristni átti ég öruggt skjól á hverju sumri í ellefu ár. Það voru góð og uppbyggjandi ár og mikill fengur fyrir telpu úr Reykjavík að eiga þess kost að komast í sveit á sumrin. Hjá þeim átti ég mitt annað heimili öll þessi ár og milli okkar sköpuðust sterk tengsl sem aldrei rofnuðu. Þau hjón Anna og séra Kristinn voru einstakir uppalendur og hef ég alla tíð notið góðs af veru minni hjá þeim. Lögð var rækt við sveitastörfin en ekki síður að kenna börnum góða siði, íslenska tungu og sögu þjóðarinnar. Anna var víðlesin og fróð kona, hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Ung að ár- um fór hún að heiman og var m.a. við nám og störf á skólaheimilinu á Hallormsstað undir handleiðslu þeirra mætu hjóna, Sigrúnar og Benedikts Blöndal, minntist hún oft veru sinnar þar. Anna stundaði barnakennslu í mörg ár, einnig sinnti hún fjölmörgum trúnaðar- störfum í sveitinni og víðar. Anna hafði mjög gaman af að ferðast og var dugleg að drífa sig í ferðalög með stuttum fyrirvara. Hún var félagslynd og naut þess að vera samvistum við fólk, kynn- ast lífi þess og ætterni. Anna var prestsfrú af gamla skólanum, stoð og stytta manns síns. Að loknum guðsþjónustum beið kirkjugesta kaffiborð hlaðið veitingum. Gest- kvæmt var á prestssetrinu, sér- staklega yfir sumarið, hver maður var velkominn. Minnist ég gleði og ánægju frá mörgum þessara heim- sókna, þar sem sjálfsagt þótti að taka höfðinglega á móti gestum til dvalar í lengri eða skemmri tíma. Til frænku minnar var hægt að leita með smá og stór vandamál og notaði ég mér það óspart. Hún átti svar við öllu, spurningum um elda- mennsku, barnauppeldi, íslenskt mál og margt fleira sem ekki verð- ur talið upp hér. Anna var hagyrðingur góður og átti hún vísnasafn nokkurt. Einnig gaf hún út tvær bækur fyrir nokkrum árum, „Sögur úr sveit- inni“ og „Vísur Önnu“, sem nutu strax vinsælda ekki síður hjá eldri kynslóðinni. Anna var kát og atorkusöm, hafði gaman af börnum og nutu dætur mínar þess í ríkum mæli, þar sem hún leit ætíð á sig sem ömmu þeirra. Mikil tilhlökkun var hjá þeim þegar von var á henni úr sveitinni. Hún hafði lag á að skemmta börnum og leika við þau á uppbyggjandi hátt, oft var glatt á hjalla. Eftir að þau hjón fluttu til Reykjavíkur gafst betri tími til að njóta félagsskapar þeirra og var þá oft spjallað um liðna daga og ýmis atriði rifjuð upp sem lifa áfram í huga og hjarta þeirra sem nutu. Eftir að Anna missti eiginmann sinn fór heilsu hennar að hnigna en alltaf var upplífgandi að hitta hana og ylja sér við minningarnar. Að lokum þakka ég minni góðu og elskulegu frænku fyrir alla þá ást, umhyggju og hvatningu sem hún veitti mér alla tíð. Samfylgdin var góð og bar aldrei skugga á. Fyrir hönd fjölskyldu minnar votta ég ástvinum Önnu innilega samúð. Jóna Lára. Allt frá unglingsárum mínum má segja að eldhuginn Anna Þor- steinsdóttir hafi verið nágranni minn. Eins og gefur að skilja átt- um við ýmisleg samskipti eins og gerist og gengur meðal nágranna. Snemma veitti ég því athygli, líkt og aðrir sveitungar mínir, að fljót- lega eftir að Anna fluttist í Breið- dal fór hún að láta til sín taka á fé- lagsmálasviðinu. Nægir þar að nefna hreppsnefndarstörf, stofnun kvenfélags og formennsku þar í mörg ár, þátttöku í Náttúruvernd- arsamtökum Austurlands, slysa- varnadeildinni, starfi herstöðva- andstæðinga, að ógleymdum kennslustörfum. Þegar ég svo réð þau hjónin, Önnu og sr. Kristin, til kennslu- starfa hjá mér í Staðarborg skömmu fyrir 1970, má segja að ég hafi kynnst annarri hlið á persón- unni Önnu Þorsteinsdóttur: Í stað alvörugefinnar prestsfrúar birtist mér glaðlynd kennslukona sem setti sig ekki úr færi að mæta í eldhúsið þegar dúraði á í kennsl- unni til að ræða við annað starfslið skólans með kaffibolla í hönd, um landsins gagn og nauðsynjar. Nú síðustu árin þegar við bjugg- um bæði í Reykjavík urðu sam- skiptin strjálli en þó eftirminnan- leg. Einhverju sinni er ég leit inn til hjónanna þar sem þau bjuggu á Háaleitinu gaukaði Anna að mér ljóðabók sinni með vísum og ljóð- um sem hún hafði ort á ýmsum tímum. Þar mátti finna m.a. nokk- ur lofgjörðarkvæði til okkar kæru heimabyggðar sem kölluðu fram í huga mínum ljúfsárar endurminn- ingar um liðna tíð. Einhverju sinni fyrir fáum ár- um, er ég hafði það hlutverk að vera veislustjóri þar sem Austfirð- ingar á Reykjavíkursvæðinu voru samankomnir til að minnast stofn- unar Austfirðingafélags fyrir 100 árum, stillti ég svo til að Anna sæti við nokkurs konar háborð með Vilborgu Dagbjartsdóttur, skáldkonu, á aðra hlið og Stein- unni Valdísi, þá verandi borgar- stjóra, á hina hliðina. Annað slagið á meðan á borðhaldi stóð var ég, svo lítið bæri á, að gefa því auga og leggja eyrun við hvernig sveit- unga mínum reiddi af í þessum fé- lagsskap. Skemmst er frá að segja að fljótlega var það bóndadóttirin frá Óseyri sem réð ferðinni í um- ræðum og efnisvali borðfélaganna. Enn einu sinni setti að mér þann grun að þessi andríka kona hefði ekki verið alveg á réttri hillu í líf- inu þar sem búskapurinn og tíma- frekt heimilishald kröfðu hana oft um langan vinnudag. Ég sendi Hallbirni og Guðríði ásamt öðrum aðstandendum sam- úðarkveðjur. Heimir Þór Gíslason. Anna Þorsteinsdóttir frá Óseyri var mikilhæf kona og eftirminni- leg. Við vorum þremenningar þar eð afar okkar Páll á Hallormsstað og Guttormur í Stöð voru bræður, synir Vigfúsar prests Guttorms- sonar og Bjargar Stefánsdóttur á Ási í Fellum. Anna var viðloðandi Hallormsstað um það leyti sem ég fæddist en við kynntumst fyrst eftir að ég kom heim frá námi, hún þá kennari og prestsmaddama í Eydölum í Breiðdal þar sem eig- inmaður hennar Kristinn Hóseas- son þjónaði samfleytt í fjóra ára- tugi. Anna og Kristinn gengu í hjónaband í árslok 1944 og fylgd- ust að ætíð síðan á langri ævi. Anna var aðeins 15 ára þegar hún 1930 réðst í vist í Kirkjubóls- Anna Þorsteinsdóttir Ég varð strax heill- aður af Kollu og hæfi- leikum hennar í sam- skiptum. Hún var góður hlustandi, tjáði sig rólega og yfirvegað en af mikilli einlægni. Hún kom mér sífellt á óvart og við gátum talað tímunum saman, samræður okkar voru frjóar og heillandi. Ekkert var okkur óviðkom- andi, hún dæmdi engan heldur hlust- aði og leiðbeindi mér, eins og eldri systur gera með visku sinni og reynslu. Það voru órjúfanleg vináttubönd er bundu okkur saman. Ég hef misst sanna vinkonu, við höfum átt okkar síðasta samtal, ég mun ekki aftur hafa tækifæri til að njóta visku henn- ar og vináttu. Ég kynntist Kollu í Peking en hitti hana síðast í London. Hún mun alltaf eiga stað í hjarta Kolbrún Ólafsdóttir ✝ Kolbrún Ólafs-dóttir fæddist í Reykjavík 9. október 1971. Hún lést á sjúkrahúsi í London sunnudaginn 19. júlí síðastliðinn og fór út- för hennar fram frá Dómkirkjunni 30. júlí. Meira: mbl.is/minningar mínu sem ein af mínum kærustu vinum. Niccolo Man- zoni, Ítalíu. Kolbrún Ólafsdóttir starfaði með mér sem ákærandi hjá embætti lögreglustjórans í Reykjavík á árunum 2002 til 2006. Kolbrún var góður vinnufélagi, hress og skemmtileg og vinsamleg við þá sem til hennar leituðu. Kolbrún leitaðist við að gæta hlut- leysis og vandvirkni við úrlausnir mála eins og góðum ákæranda sæmir. Kolbrún var baráttukona, hug- sjónamanneskja, lét sig varða kven- réttindi og var stjórnmálaskörungur. Kolbrún tók virkan þátt í starfi Fram- sóknarflokksins og lá ekki á stjórn- málaskoðunum sínum sem hún miðl- aði málefnalega til þeirra sem heyra vildu. Kolbrún gat líka hlustað á skoð- anir annarra en það er ekki öllum gef- ið. Það kom ekki á óvart þegar hún kvaddi mig á lögreglustöðinni og tók að sér krefjandi starf aðstoðarmanns heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, sem hún gegndi til ársins 2007, en eftir það lá leiðin til frekara há- skólanáms á erlendri grundu. Ég hitti Kolbrúnu síðast 18. jan- úar sl., á landsþingi Framsóknar- flokksins, en þar var hún í essinu sínu og geislaði af henni lífsþróttur og tilhlökkun um að ljúka námi og takast á við ný verkefni. Ég mun sakna Kolbrúnar og fjölskyldu henn- ar votta ég samúð mína. Daði Kristjánsson. Ég á margar góðar minningar um Kollu, á þessari stundu er erfitt að gera sér grein fyrir þeim áhrifum sem hún hafði á mig. Síðustu tvö ár var Kolla mikilvægur hluti af lífi mínu. Ég mun alltaf varðveita í hjarta mínu þær stundir er við áttum saman, sérstaklega reglulegra Star- bucks-funda okkar þar sem við spjölluðum um líðandi stund, fortíð- ina og framtíð okkar. Mikilvægi þess að njóta líðandi stundar er mér ljós- ara en nokkru sinni fyrr. Kolla kenndi mér mikið um sjálfa mig og hvers megnug ég er, ég verð Kollu ævinlega þakklát fyrir allt sem hún gerði fyrir mig. Ég mun minnast Kollu sem sterkrar og hugsandi konu sem lét drauma sína rætast og tókst á við mótlæti með jákvæðni og áræði. Hvíl í friði, mín kæra vinkona. Karla Ruth Orozco Toledano, Mexíkó. Selhellu 3 Hafnarfirði Sími 517 4400 • www.englasteinar.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.