Morgunblaðið - 09.08.2009, Page 42
42 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009
Sudoku
Frumstig
5 3 6 2
8 5 4
5 3 8
9 7
4 1 5
2 1 9
4 6
2 3 7
2
7
6 5 8 3 4
9 2 8
7 1 4
2 6
4 1
3 7
3 1 6 5
5
4 3 2 5
7 9
8 9 5 3 4
4 2 8 6
1 7
6 8 4 7
5 1
5 1 8 9 3 7 4 2 6
3 2 4 8 5 6 9 1 7
7 6 9 4 2 1 5 8 3
9 3 2 7 4 5 8 6 1
4 7 6 1 9 8 3 5 2
8 5 1 3 6 2 7 9 4
6 8 7 5 1 4 2 3 9
1 9 5 2 7 3 6 4 8
2 4 3 6 8 9 1 7 5
3 4 9 2 8 1 5 7 6
1 7 2 4 5 6 3 8 9
8 6 5 3 7 9 1 4 2
4 1 6 5 3 8 9 2 7
5 2 8 6 9 7 4 1 3
9 3 7 1 4 2 6 5 8
6 5 4 7 2 3 8 9 1
7 8 3 9 1 4 2 6 5
2 9 1 8 6 5 7 3 4
9 1 8 2 6 7 4 5 3
6 5 4 3 8 1 7 2 9
2 7 3 5 9 4 1 8 6
7 2 1 8 5 9 3 6 4
8 4 6 1 2 3 5 9 7
3 9 5 4 7 6 2 1 8
5 3 2 6 4 8 9 7 1
1 6 7 9 3 2 8 4 5
4 8 9 7 1 5 6 3 2
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er sunnudagur 9. ágúst, 221. dag-
ur ársins 2009
Orð dagsins: Þú hefur frá blautu
barnsbeini þekkt heilagar ritningar.
Þær geta veitt þér speki til sáluhjálpar
fyrir trúna á Krist Jesú. (2. Tím. 3, 15.)
Víkverji hefur engan skilning áþeim laxveiðum sem stundaðar
eru víða um land þessar vikur og
mánuði. Af hverju vilja menn spretta
upp fyrir allar aldir, vaða út í á og
standa þar tímunum saman meðan
þeir rembast við að veiða fisk? Það er
svo miklu þægilegra að fara bara í
næstu fiskbúð og kaupa dauðan lax.
Ekkert hangs og ekkert vesen fylgir
því.
x x x
Þegar laxveiðimenn hittast talaþeir eins og þeir hafi orðið fyrir
opinberun. Sérkennilegur glampi
kemur í augu þeirra, þeir verða óða-
mála og nær óskiljanlegir og virðast
vera í eins konar vímu. Þegar Vík-
verji kemur að laxveiðimönnum þar
sem þeir stinga saman nefjum er
hann fljótur að forða sér. Þar er ekki
von á vitsmunalegu kompaníi.
x x x
Víkverji veit vel að til að hann getiborðað lax þarf einhver að veiða
hann. En laxveiðar sem hobbí eru
tóm vitleysa.
x x x
Það verður þó að viðurkennast aðlaxveiðar eru aðeins skárri
íþrótt en golf. Golf er íþrótt hins lata.
Það er kannski ágætt að þeir lötu eigi
sínar stundir en samt fær þetta dútl
þeirra fullmikla athygli. Svo er sjón-
varpað frá golfmótum þar sem millj-
ónir eru í verðlaun og það eina sem
menn verða að gera er að slá kúlu og
tölta svo á eftir henni. Víkverji er
sannfærður um að þetta er nokkuð
sem hann gæti svo auðveldlega gert.
x x x
Víkverji er þeirrar gæfu aðnjót-andi að fá hið merka tímarit Séð
og heyrt sent til sín einu sinni í viku.
Áskrift Víkverja að tímaritinu hefur
mjög aukið vinsældir hans. Til hans
streymir fólk á hverjum fimmtudegi
sem vill fá að vita hverjir hafa tekið
saman og hverjir skilið. Víkverji
verður að viðurkenna að hann er al-
veg hissa hvað það eru mörg brostin
hjörtu í Séð og heyrt. Getur ekki ver-
ið að alltof margir séu að skilja?
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 erfiðleikarnir,
8 verður fljótt mótt, 9
enda, 10 fugl, 11 snaga,
13 stal, 15 heilbrigð, 18
spilið, 21 ótta, 22 sorp,
23 hindra, 24 skjall.
Lóðrétt | 2 rík, 3 ávöxt-
ur, 4 álítur, 5 ástundun,
6 hneisa, 7 opi, 12 loft-
tegund, 14 kyn, 15 vatns-
fall, 16 Evrópubúa, 17
þekktu, 18 óskunda, 19
nafnbót, 20 askar.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 kusan, 4 kolla, 7 kyrrt, 8 regns, 9 afl, 11 röng,
13 iðin, 14 ræðið, 15 strá, 17 nagg, 20 orm, 22 rætur, 23
eisan, 24 tunna, 25 nærir.
Lóðrétt: 1 kækur, 2 sýran, 3 nota, 4 karl, 5 logið, 6 aus-
an, 10 fæðir, 12 grá, 13 iðn, 15 strút, 16 rætin, 18 ansar,
19 ganar, 20 orga, 21 mein.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rf6 5. f3 e5 6. Rb3 Be6 7. c4 a5 8.
Be3 a4 9. R3d2 Da5 10. Rc3 Be7 11.
Be2 0-0 12. 0-0 Bd8 13. Kh1 a3 14.
Dc2 axb2 15. Dxb2 Da3 16. Db3 Da5
17. Db2 Da3 18. Db3 Rbd7 19. Rb5
Da6 20. Rb1 Hc8 21. Hd1 Be7 22.
R1c3 Rc5 23. Db2 Hfd8 24. Hab1 h6
25. Dd2 Hd7 26. Hdc1 Rh7 27. Rd5
Bg5 28. Rbc3 Bd8 29. Hb5 f5 30. exf5
Bxf5 31. Rb4 Da7 32. Rd3 Bg5 33.
Rd5 Rxd3 34. Bxd3 Bxe3 35. Rxe3
Bxd3 36. Dxd3 Dxa2 37. Hxe5
Staðan kom upp á alþjóðlegu móti
sem lauk fyrir skömmu í Quebec. Al-
þjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunn-
arsson (2.462) hafði svart gegn Louie
Jiang (2.250). 37. … Db2! 38. Dd5+
Kh8 39. Hd1 Rf6 40. Db5 Dxe5 og
hvítur gafst upp.
Svartur á leik
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Heppnisspil.
Norður
♠KD4
♥63
♦DG1054
♣ÁDG
Vestur Austur
♠Á10632 ♠G975
♥– ♥Á9842
♦Á76 ♦K83
♣K7643 ♣9
Suður
♠8
♥KDG1075
♦92
♣10852
Suður spilar 3♥ dobluð.
Margir spilarar líta á það sem
heppni þegar „vondu spilin“ falla sam-
an í sveitakeppni, enda verður þá
minna úr tjóninu en ella. Edgar heitinn
Kaplan taldi þó óæskilegt að fá mörg
slík heppnisspil í hverjum leik.
Spilið að ofan kom upp í 8-liða úrslit-
um Spingold og reyndist mjög heppi-
legt fyrir sveit DeKnijff. Á öðru borð-
inu gáfu liðsmenn DeKnijff út 790 fyrir
4♠ doblaða í AV. Hinum megin opnaði
suður á 3♥, vestur doblaði til úttektar
og liðsmaður DeKnijff í austur passaði
í refsiskyni. Með toppvörn má taka 3♥
þrjá niður, en vörnin var alveg á hinum
kantinum. Út kom lauf, sem sagnhafi
svínaði, spilaði ♥3 úr borði á ♥5 heima.
Síðan spaða að blindum. Vestur drap
og reyndi að gefa makker tígulstungu.
Unnið spil og „aðeins“ 16 út.
Heppni!
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Stjörnurnar segja að komið sé að
hrútnum að láta ljós sitt skína á opinber-
um vettvangi. Láttu ekkert trufla þig á
meðan. Fáðu álit utanaðkomandi aðila ef
þess gerist þörf.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Sambönd styrkjast vegna hæfileika
þinna til að tjá þig með orðum. Þú áorkar
miklu í dag.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Einhver spennandi skýtur upp
kollinum, endurskipuleggur allt og hverf-
ur svo á braut. Tvíburar verða hugs-
anlega í erfiðum aðstæðum, sem hægt er
að bæta ef þeir verða virkari.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Rómantíkin ræður ríkjum þessa
dagana og þú ert í sjöunda himni því allt
virðist ætla að ganga upp hjá þér. Finndu
heppilega leið til að auðga anda þinn.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þegar þú grandskoðar einkalífið
langar þig til að koma með opinbera yf-
irlýsingu um það. Vertu því varkár í um-
gengni þinni við aðra.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Það hefur ekkert upp á sig að vera
stöðugt að falast eftir því sem ekki fæst.
Dekraðu við sjálfan þig í kvöld.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú þarft að búa svo um hnútana að
ekki verði hægt að koma þér á óvart með
aðfinnslum við starf þitt. Hvernig sem því
er farið þá verða um það heitar umræður.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Óumbeðnu áliti sporðdrekans
verður ekki vel tekið. Reyndu að vera já-
kvæð/ur því þegar upp er staðið ertu í
betri aðstöðu en áður.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Hvaðeina sem þú festir kaup á
í dag verður hagnýtt, á góðu verði og mun
að líkindum endast um langan aldur.
Léttlyndið er mál dagsins, ekki alvaran.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Steingeitin er bjartsýn á fram-
tíðina. Ef einhver reynist ekki traustsins
verður í dag mun krabbi túlka það sem
vísbendingu fyrir framtíðina.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Fortíðin nær í skottið á þér.
Tengslin sem þú átt við manneskju í vog-
armerkinu eru einstök. Njóttu tilbreyt-
ingarinnar og komdu svo endurnærður til
starfa á ný.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Fiskurinn hefur ótrúlegt þolgæði.
Það táknar breytingu og án þess getur þú
ekki haldið áfram. Gefðu þér tíma til að
hlaupa eftir óvæntum hugdettum.
Stjörnuspá
9. ágúst 1851
Þegar fulltrúi konungs sleit
Þjóðfundinum, sem staðið hafði
í Reykjavík í rúman mánuð,
reis Jón Sigurðsson upp og
mótmælti því „í nafni konungs
og þjóðarinnar“. Þá sögðu
flestir þingmenn í einu hljóði:
„Vér mótmælum allir!“ Einni
öld síðar var afhjúpuð minning-
artafla um fundinn í hátíðarsal
Menntaskólans í Reykjavík, þar
sem fundurinn var haldinn.
9. ágúst 1908
Jóhannes Sveinsson, síðar
nefndur Kjarval, opnaði fyrstu
málverkasýningu sína í Góð-
templarahúsinu í Reykjavík, 22
ára. Í Lögréttu var spurt:
„Hvað verður nú Íslandi úr
þessu listamannsefni?“
9. ágúst 1930
Þúsund ára minningarhátíð um
Gísla Súrsson og Auði konu
hans var haldin við Einhamar í
Geirþjófsfirði, þar sem Gísli
féll, og afhjúpað minnismerki.
9. ágúst 1979
Menntamálaráðuneytið gaf út
tilkynningu um friðun gamalla
húsa á svonefndri Bernhöfts-
torfu í miðbæ Reykjavíkur.
9. ágúst 1987
Mosfellshreppur hlaut kaup-
staðarréttindi og varð Mosfells-
bær. Fjölmenn grillveisla var
við Hlégarð. Íbúar voru þá um
3.900 en eru nú um 8.400.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist …
Ívan Dan Stein-
grímsson hélt
tombólu í Mos-
fellsbæ og safn-
aði 3.208 krónum
sem hann gaf
Rauða krossi Ís-
lands.
Hlutavelta
ÞAÐ reynir á það hvað verður, en þetta leggst
ekki illa í mig. Ég er hress og frískur og bara
bjartsýnn,“ sagði Magnús Jakobsson, málmsteyp-
umaður, þegar hann var spurður hvernig það
legðist í hann að verða sjötugur.
Magnús ætlar að halda upp á afmælið með opnu
húsi í samkomusal íþróttahússins Smárans í Kópa-
vogi í dag, sunnudag, kl. 17-19. „Ég vona að ég sjái
sem flesta,“ sagði Magnús. „Ég var þarna með
veislu þegar ég varð sextugur. Það tókst vel þá og
ég vona að þessi takist eins vel. Þá kom langt á
annað hundrað manns.“
Magnús hefur verið viðloðandi íþróttir í um 60 ár. Hann byrjaði að
stunda íþróttir á æskustöðvum heima í Reykholtsdal og keppti síðar
með Breiðabliki í Kópavogi. Hann tók snemma þátt í félagsmálum
íþróttahreyfingarinnar og var m.a. formaður Frjálsíþróttasambands
Íslands um tíma. Magnús kvaðst telja að ástundun íþrótta væri öllum
holl. Spurður um heilræði til yngra fólks sagði Magnús:
„Ég held að ein besta forvörnin séu íþróttir einhvers konar. Það er
staðreynd að krakkar og unglingar sem ánetjast íþróttum gera ekk-
ert slæmt á meðan.“ gudni@mbl.is
Magnús Jakobsson málmsteypumaður 70 ára
Hress, frískur og bjartsýnn
Nýirborgarar
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd
af barninu
til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is
Akureyri | Þormóður Ari
fæddist 3. apríl kl. 15.07.
Hann vó 4.525 g og var 55
cm langur. Foreldrar
hans eru Herdís Pálma-
dóttir og Þormóður Ingi
Pálsson.
Akranes | Íris fæddist 3.
júní kl. 11.56. Hún vó
4.330 g og var 53 cm löng.
Foreldrar hennar eru
Hafdís Hallgrímsdóttir og
Lárus Wöhler.