Morgunblaðið - 09.08.2009, Side 49

Morgunblaðið - 09.08.2009, Side 49
fólki líkar það betur eða verr. Snilldin við Gossip og mikilvægasta framlag Beth Ditto til samtíma- menningarinnar er að hinni lýjandi pólitísku rétthugsun er sturtað nið- ur um klósettið. Beth Ditto er feit. Og stolt. Hún myndi líklega brjálast ef hún sæi orðið „þéttvaxin“ eða einhver önnur orð sem fólk notar iðulega til að segja það sem ekki má segja. Ditto klínir sér beint í andlit- ið á þér og hefur uppskorið dynj- andi lófaklapp fyrir úr hinum marg- víslegustu hornum. Feitar, ófram- færnar, tónelskar stúlkur um heim allan eru með hana á stalli og sjálf Germaine Greer, einn allra áhrifa- mesti femínisti samtímans, hefur lofað hana opinberlega. Hártoganir Og Ditto var ekkert að bíða boð- anna, heldur breiddi úr sér sem mest hún mátti í sviðsljósinu. NME valdi hana svölustu manneskju rokksins árið 2006 og ári síðar sat hún fyrir nakin á forsíðu þess (sjá mynd). Hún sat þá og fyrir hjá blaðinu On Our Backs, sem er ljós- blátt, lesbískt rit. Þá hefur Bretinn, eins og honum er einum lagið, hampað Ditto mikið og þar í landi hefur hún verið afar áberandi; er fastagestur á allra handa litum dreglum, sést leiða Kate Moss og syngja með Jarvis Cocker. Hún hef- ur ritað fasta dálka fyrir Guardian og er með eigin fatalínu fyrir Ev- ans, tískuvöruverslun sem sérhæfir sig í klæðnaði fyrir „stórar stelpur“. Eins og áður segir hafa áhrif Ditto verið mikil í því sem mætti kalla líkams-pólitík, og hennar líkar hafa tekið henni sem bjargvætti. Ditto gefur viðteknum stöðlum langt nef og hefur vakið athygli vegna þess, sýnir fram á það með festu að það þarf ekki og það er ekki rétt að læðast meðfram veggj- um þó maður sé ekki eins og tann- stöngull. En á sama tíma hafa kom- ið gagnrýnisraddir úr heilbrigðis- geiranum, að Ditto sé að segja að það sé í lagi að vera þungur og stunda óhollt líferni. Hártoganir um hversu frábær söngkonan sé eru því sannarlega til staðar, og hún ætti því að vera farin að þekkja það að maður er ekki lifandi, ef maður er ekki fyrir einhverjum. Pönkarar lykta Semsagt, Ditto ferðast um ýmis svið samtímamenningarinnar en við nördarnir verðum líka að fá ein- hverjar upplýsingar um sjálfa tón- listina, sem stendur vel fyrir sínu, ein og óskipt. Það er mjög oft þann- ig að þessar æfingar tónlistar- manna í sviðsljósinu eru oft til að breiða yfir rýrt innihald hennar en svo er alls ekki í tilfelli Gossip og í upphafi ferils var rætt um sveitina samhliða White Stripes, en hrátt, blúsbundið bílskúrsrokk var þá stundað af báðum sveitum. Gossip er bandarísk, var stofnuð í hinum mikla tónlistarbæ Olympíu í Washington en meðlimir ólust upp í djúpsuðrinu, í Arkansas. Við end- aðan tíunda áratuginn tók öll hers- ingin sig til og flutti til Ólympíu og hin goðsagnakennda útgáfa K Re- cords gaf út með henni fjögurra laga EP-plötu árið 1999. Gossip varð fljótlega afar vinsæl í hinsegin rokksamfélagi fylkisins og fyrsta breiðskífan, That’s Not What I Heard, kom út 2001 á Kill Rock Stars-merkinu. Það var svo með plötunni Stand- ing in the Way of Control (2006) sem Gossip fór að banka upp á meginstraumsvænar dyr. Tjallinn stökk á sveitina og hóf hana upp í hæstu hæðir og Ditto-æði spratt upp í kjölfarið. Allt sem hraut úr munni hennar í viðtölum var sem gull, hún ræddi um að hún hefði ét- ið íkorna í æsku sökum fátæktar og sagðist svo aldrei raka sig undir höndum eða bera á sig ilmvatn enda ættu pönkarar að „lykta“. Grautur Nýjasta plata Gossip er hæglega hennar aðgengilegasta, en töfra- læknirinn skeggprúði Rick Rubin sér um upptökur. Platan kemur út á Columbia, merkinu sem hann stýrir, og er fyrsta plata sveit- arinnar sem kemur út á stóru merki. Tónlistin er sem fyrr graut- ur af blúsrokki, indírokki og pönk- fönki að hætti Gang of Four og Rubin er einstaklega lagið að draga fram allt það besta í skjólstæð- ingum sínum, eitthvað sem tekst svo sannarlega á Music for Men. arnart@mbl.is Hljómsveitin Gossip í öllu sínu veldi. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. ÁGÚST 2009 „HYSTERICAL! SANDRA BULLOCK AND RYAN REYNOLDS ARE A MATCH MADE IN COMEDY HEAVEN!“ - S.M. ACCESS HOLLYWOOD HHH - LIFE & STYLE WEEKLY HHHH – IN TOUCH „RIOTOUSLY FUNNY! THE PROPOSAL IS WITHOUT QUESTION THE YEAR‘S BEST COMEDY“ – P.H. HOLLYWOOD.COM SANDRA BULLOCK RYAN REYNOLDS BÓNORÐIÐ HERE COMES THE BRIBE ... ANDREW ÞOLIR EKKI YFIRMANN SINN EN TIL AÐ FÁ STÖÐUHÆKKUN ÞARF HANN AÐ TAKA BÓNORÐI HENNAR FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA ÞEIR ERU NÝJUSTU NJÓSNARAR FBI OG ÞURFA AÐ TAKA HÖNDUM SAMAN TIL AÐ BJARGA HEIMINUM HEIMURINN ÞARF STÆRRI HETJUR FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA HHH „HITTIR Í MARK.“ -S.V. MBL THE PROPOSAL HHHH „POTTER HEFUR ALDREI VERIÐ FYNDNARI, MANNLEGRI, ÁHRIFARÍKARI EÐA SKEMMTILEGRI. KLÁRLEGA BESTA MYND SEM ÉG HEF SÉÐ ALLT SUMARIÐ.” T.V. - KVIKMYNDIR.IS HHHH „ÞESSI KYNNGIMAGNAÐA RÆMA ER SÚ BESTA Í RÖÐINNI.“ „YFIRBURÐAFÍNT SJÓNARSPIL MEÐ SNILLDARLEGRI TÓNLIST OG HLJÓÐMYND.“ Ó.H.T. – RÁS 2 OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI ATH: FYRSTA SÝNING ER KL. 13:20 Í ÁLFABAKKA OG 13:30 Í KRINGLUNNI SPARBÍÓ 550 krkr á allar sýningar merktar með appelsínugulu / AKUREYRI PUBLIC ENEMIES kl. 8 - 10:50 Frumsýning 16 G-FORCE m. ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 Frumsýning L THE PROPOSAL kl. 8 - 10 L HARRY POTTER 6 kl. 2 - 5 10 / KEFLAVÍK PUBLIC ENEMIES kl. 8 - 11 Frumsýning 16 G-FORCE m. ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 Frumsýning L THE PROPOSAL kl. 8 - 10:20 L HARRY POTTER 6 kl. 5 10 ÍSÖLD 3 m. ísl. tali kl. 2 L / SELFOSSI G-FORCE m. ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 Frumsýning L THE PROPOSAL kl. 8 - 10:20 L HARRY POTTER 6 kl. 5 - 8 10 ÍSÖLD 3 m. ísl. tali kl. 2 L FIGHTING kl. 11 14

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.